Leita í fréttum mbl.is

Draumar rætast svo sannarlega rétt einsog kraftaverkin gerast.

Haustið 2006 eftir að læknar Þuríðar Örnu tilkynntu okkur það að hún ætti aðeins nokkra mánuði ólifaða þá ákváðu nokkrir fjölskyldumeðlimir Óskars að bjóða okkur fjölskyldunni ásamt foreldrum hans, systrum, mökum og börnum þeirra til Flórída.  Jú þau vildu að við ættum góðar minningar í bankanum okkar eftir að hún myndi kveðja okkur.  Veröldin var á hvolfi á þessum tíma enda nýbúið að segja við okkur að hún myndi kveðja okkur eftir ekki svo marga mánuði – æxlið væri að vinna baráttúna, hún var öll að lamast á hægri hluta líkamans og hún var að krampa allt að 50 krampa á dag og svo voru næturnar svipað erfiðar.  En við ákváðum samt að undirbúa ferð til Flórída sem fyrst því við vissum ekkert hvernig baráttan myndi þróast – hvursu hratt þetta myndi gerast. 

Í des’06 fór hún í tíu geisla“tíma“ sem voru ekki til þess að vinna meinið heldur til þess að lengja tímann hennar með okkur – kramparnir minnku strax við geislana en voru samt ekki búin að vinna þá. 

Í byrjun janúar 2007 fórum við í draumaferð allra barna og okkar ásamt stórfjölskyldu Óskars – þökk sé nokkrum ættingjum Óskars.  Þuríður Arna mín var dáltið mikið veik á þessum tíma en var samt aðeins hressari eftir geislana, var krampandi dáltið mikið og mömmuhjartað átti dáltið erfitt ALLA ferðina.  Fannst oft erfitt að njóta tímans því ég vissi hvað var í vændum – þetta átti að vera „kveðju“ferðin okkar.  Það voru teknar endalaust margar myndir sem við ætluðum að eiga í bankanum okkar.  Við fórum í þrjá garða í þessari tíu daga ferð – reyndum að gera allt sem við gátum á þessum stutta tíma. 

Ég man ennþá vel eftir Disneyferðinni okkar – þar voru uppáhalds prinsessur Þuríðar minnar saman komnar, þær voru að heilsa uppá krakkana sem voru búin að safnast í kringum þær.  Við komumst ekki að þeim vegna fjöldans. Þuríður Arna mín sat í kerrunni sinni og horfði stjörf á „idol“stjörnurnar sínar þó svo hún kæmist ekki nálægt þeim þá var hún samt glöð „bara“ að fá að sjá þær.  En alltíeinu sjáum við Öskubusku labba úr fjöldanum beint til Þuríðar og byrjaði á því að knúsa hana og bað svo um nokkrar myndir af sér og henni saman.  Þetta var þvílíkur draumur í dós fyrir hana og þá sérstaklega myndatakan því ennþá í dag er Þuríður að skoða þessar myndir.

Þuríður Arna mín man ekkert eftir þessari ferð en skoðar myndirnar úr henni – hlær af myndunum og dáist af öllum prinsessunum úr Disneygarðinum.  Talar í hvert skipti sem hún skoðar þær að hún ætlar að fara aftur að hitta þær og við segjum alltaf „já vonandi geturu farið einn daginn að hitta þær aftur“ og þá hugsa ég líka  og muna  VEL eftir ferðinni og notið hennar í botn sem hún gerði engan veginn í þessari ferð.  En það er langþráður draumur hef ég hugsað í hvert skipti sem hún skoðar myndirnar úr ferðinni – ferðinni sem hún man ekkert eftir hvað þá Oddný og Theodór sem fóru líka með okkur en Theodór var 11 mánaða og Oddný Erla var á þriðja ári.

En hvað haldiði?  Miðvikudaginn 9.apríl var ég búin að sækja Oddnýju og Theodór í skólann og Hinrik í leikskólann – ég náði í þau fyrr þennan dag því við vorum að fara uppá spítala að aðstoða Þuríði okkar með sitt árlega páskabingó.  Kl var rétt rúmlega tólf og við vorum að keyra frá skólanum til þess að ná í Þuríði okkar í hennar skóla – síminn hringir og ég svara honum þannig að það heyrist allt um bílinn þar sem ég var að keyra.  Konan sem hringir kynnir sig og spyr mig hvort hún sé að trufla þar sem hún heyrir að ég er að keyra en ég neita.  Hún er að tilkynna okkur það að Þuríði okkar er „vildarbarn“ og þar með átti ég erfitt með að halda tárunum inni en konan segir að hún sé nú bara að tilkynna mér góðar fréttir en stundum er gott að gráta gleðitárum.  Krakkarnir vita ekkert hvað „vildarbarn“ er en um leið og ég skelli á konuna góðu þá hringi ég beint í Óskar til þess að tilkynna honum þessar gleði fréttir en hann vissi ekki að ég hefði sótt um fyrir Þuríði okkar.  Krakkarni hlusta líka á það símtal en vita samt ekkert hvað þetta þýðir en við tilkynnum þeim þetta saman og þvílík öskur í bílnum.  

Ég „bruna“ að ná í Þuríði mína alveg við það að springa úr gleði – hún er inní matsal að borða og ég er ekki lengi að tilkynna henni það að hún sé „vildarbarn“ sem þýðir að hún fær að fara aftur til Flórída að hitta Öskubusku og vinkonur hennar.  Oh mæ god!!  Þvílík hamingja hjá einu barni og það var öskrað en eina ferðina.

Já Þuríður Arna mín var valin „vildarbarn“ og fær að fara til Flórída í 8 daga= flug, gisting, bílaleigubíll og plús að fara í einn garð að eigin vali = við fjölskyldan.  Eigum við að ræða hamingjuna sem ríkir hérna í sveitinni.  Já draumar geta svo sannarlega ræst AFTUR og núna mun hún muna eftir þessari ferð enda ætlum við að reyna fara sem „fyrst“ því við vitum aldrei hvenær/hvort æxlið fer aftur afstað. 

Og sjö árum síðar er hún ennþá hjá okkur að verða tólf ára gömul – hún sem átti ekki að byrja í skóla en það styttist óðum í ferminguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

yndislegt, njótið, hugsa oft til ykkar, avallt góðar óskir <3

Didda ókunn (IP-tala skráð) 24.4.2014 kl. 22:04

2 identicon

Vá en frábærar fréttir

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 10:58

3 identicon

Frábærar fréttir !

Vitið þið eitthvað hvenær verður farið ??

Vonandi náið þið að njóta ferðarinnar í botn því þið eigið það svo sannarlega skilið elskulega fjölskylda <3

Hlakka til að fá að lesa ferðasöguna ;)

Kærleikskveðjur úr Trékyllisvíkinni.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 16:59

4 identicon

Vá, æðislegt að heyra þið eigið þetta svo skilið :D

Kristín (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 17:11

5 identicon

Dásamlegt.  Njótið.

I. (IP-tala skráð) 25.4.2014 kl. 19:10

6 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Jóhanna!  Við förum reyndar ekki fyrr en á næsta ári en það er þá eitthvað til að hlakka til :) 

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 25.4.2014 kl. 19:38

7 identicon

Það verður barasta gaman hjá ykkur þegar þið farið :) Já ég get rétt ímyndað mér tilhlökkunina í fjölskyldunni :) Um að gera að njóta vel :)

<3

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2014 kl. 02:51

8 identicon

YNDISLEGT....bara yndislegt....ef einhverjir eiga þetta skilið þá eru það þið. Mikið er ég glöð fyrir ykkar hönd :-)

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 27.4.2014 kl. 09:41

9 identicon

En dásamlegt - góða ferð og skemmtun kæra fjölskylda.

Maja (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 14:28

10 identicon

Dásamlegar fréttir :)

Þórleif (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 08:52

11 identicon

Ég samgleðst ykkur innilega. Þuríður Arna á þetta svo sannarlega inni og meira en það, þið öll líka.

Njótið ferðarinnar kæra fjölskylda.

Og eigið gott og gleðilegt sumar. :)

Kv. Sólveig

Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 10:15

12 identicon

Jeminn en yndislegar fréttir!!!!

Eyja (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 22:57

13 identicon

Stórkostlegt. Þetta eigið þið svo sannarlega skilið.

Anna (IP-tala skráð) 3.5.2014 kl. 10:44

14 identicon

aveg magnaðar fréttir, góða skemmtun í sól og gleði. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 5.5.2014 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband