Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Jólaglaðningur

Jæja ágætu lesendur ég var búin að lofa ykkur að segja ykkur frá leynigestunum mínum sem þið fáið reyndar ekkert að vita hverjir þeir voru en þið fáið að vita ástæðu þeirra fyrir komu sinni hingað í sveitina.Halo

Ég ætla bara að byrja á byrjuninni en síðastliðin föstudag fékk ég tölvupóst og þegar ég var að lesa hann fann ég alveg hvað ég byrjaði að skelfa og kom varla upp stöku orði eftir þann lestur en hafði nú að hringja í Skara minn og segja honum frá póstinum.  Ég átti ekki til orð yfir góðmennskunni á þessum pósti og kærleikanum hjá þessum einstaklingum.  Váááávhh ég á ennþá varla til orð.

Júmm þessir einstaklingar vildum gefa okkur ferð til Koben núna í desember, reyndar máttum við alveg ráða því hvenær við færum í þessa ferð sem þau vildu gefa okkur en ég var ekki lengi að ákveða að fara núna í desember en einn af mínum stærstu draumum hefur verið að fara í jólatívolíið í Koben með börnin mín.  Við höfðum val í fyrra þegar æxlið hennar Þuríðar minnar varð illkynja en við völdum að fara til Boston því við höfum mikil tengsl þangað útaf veikindum Þuríðar og vildum fara þangað með stelpurnar okkar og leyfa þeim að fara í öll þessa barnasöfn og Toys'rus og velja það sem þeim langaði í.  En ég hef alltaf séð eftir að hafa ekki farið þangað þó það hafi verið gaman þar en þá var ég svo hrædd um að fá ekki annað tækifæri með Þuríði mína þar sem læknarnir gáfu henni bara nokkra mánuði ólifaða í fyrra en hér er hún í dag, kraftaverkið mitt og á leiðinni í jólatívolíið í Koben, í draumaferð mömmu sinnar.  Ég veit ekki hvernig næstu jól verða þannig ég var ekki lengi að ákveða mig hvað mig langaði eða okkur. 

Stelpurnar mínar eru mestu jólastelpur ever þannig þetta verður þvílíkur draumur fyrir þær og að sjálfsögðu litla pung sem kemur með en ekki hvað.W00t  Þær vita þetta ekki ennþá og fá ekki að vita þetta fyrr en degi áður en við förum því annars verða þær á útopnu alveg þangað til ehehe.

Við erum sem sagt að fara til Koben 10.des og ætlum að vera þar í tvær nætur og njóta þess öll saman að komast í jólaskapið.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er þakklát fyrir þetta, hvað ég er ennþá orðlaus, á varla til orð yfir þessa góðmennsku hjá þessum einstaklingum sem vilja nafnleynd og að sjálfsögðu virði ég það þannig það þýðir ekkert fyrir ykkur að spurja mig hverjir þetta voruInLove.  Við þurfum ekki að borga krónu, hvort sem það er í gistingu eða gjaldeyrir fengum það í jólagjöf líka.Wink

Váááááááávvvvhhh hvað þetta er fallegt, þvílík hamingja hérna og ég get ekki beðið með að fara en Vigga vinkona ætlar að vera með okkur í sólarhring þarna og njóta þess með okkur að kíkja í tívolíið sem börnin mín fá að fara í allt sem þeim langar í og við gerum allt sem þeim langar að gera.

Börnin mín eru hérna alveg á útopnu að bíða eftir að ég klári að skrifa hérna því ég á að koma með þeim niðrí geymslu að ná í restina af jólaskrautinu.

Knús til ykkar, takk kærlega fyrir okkur.  Ég á bara til orð yfir allt þakklætið hér á bæ.

Eigið góða helgi.


:(

Það verður víst ekkert úr mömmudeginum okkar Oddnýjar Erlu minnar í dag þar sem hetjan mín er lasin en Oddný fær samt að vera heima því ég þarf líka að skreppa með hana til augnlæknis á eftir.  Lofaði að hjálpa mér að dekra við Þuríði.  Hún svaf hrikalega illa í nótt eða nánast ekkert frá hálf fjögur eða var það hálf þrjú, man ekki?  Þungur andadráttur og ljótur hósti sem er ekki gott.  Maður verður svo smeykur við það þegar hún veikist sérstaklega við þennan ljóta hósta og hrædd við að hún fái lungabólgu.  Ég og Oddný erum búnar að vefja hana inní mjúka góða teppið sem við fengum frá yndislegri konu í vikunni og þar liggur hún og horfir á imbann, vávh hvað ég elska þetta teppiWink.

Vonandi mun Þuríður mín hafa orku í piparkökubakstur um helgina en ég ætlaði að leyfa krökkunum að gera pikarkökur sem þau bíða spennt eftir og svo ætluðum við að klára skreyta íbúðina hátt og lágt.  Þau heimta ljós inní herbergin sín ehe og að sjálfsögðu fá þau það en ég þarf víst að fara í einhverja búðina um helgina og velja mér smá jólaskraut en okkur mæðgunum finnst nú ekki leiðinlegt að kaupa svoleiðis eða bara skoða.

Í lokin langar mig að óska Ívari frænda mínum og hans konu hjartanlega til hamingju með litla kútinn sem þau eignuðust í gærkveldi eða kl eitt í nótt.

Skrifa aðra færslu í kvöld eða seinni partinn vegna heimsóknarinnar til okkar í dag sem ég held allavega að við fáumW00t.


Brjálað að gera

Stalst aðeins í tölvuna en ég á víst að vera læra, er að fara í próf í kvöld og þá er mín búin í prófum. Jabbadabbadú!! Bara eftir að skila af mér einni möppu og þá get ég bara sett tærnar útí loft og haft það nice, well það verður reyndar ekki alveg svo gott. Brjálað að gera og líka búin að lofa börnunum mínum nokkrum mömmu-dögum í des sem ég að sjálfsögðu mun standa við. Mér finnst alveg ótrúlegt að ég sé að verða búin með fyrstu önnina mína af skólanum í þessu fjarnámi og gengið svona líka vel, hefði ekki trúað því að mér myndi ganga svona. Strax farin að hlakka til að fá einkunnabókina eheh sem ég hef ALDREI gert, thíhí!! Bara tvær annir eftir í FYRSTU útskrift, takið eftir því fyrstu útskrift því mín stefnir að sjálfsögðu hærra og mun meika það í viðskiptalífinu en ekki hvað.

Við fjölskyldan erum að fá "leynigesti" í heimsókn á morgun og ég skelf ennþá eftir mailið sem ég fékk frá þessum ákveðnum leynigestum. Well þið fáið ekkert að vita neitt um þessa leynigesti en þið fáið að vita ástæðuna fyrir heimsókn þeirra á morgun, ég held ykkur volgum og geri ykkur spennt. Elska að gera fólk forvitið eheh!! Ótrúlega skemmtilegt framundan. Bara gaman!!

Á morgun verður mömmu-dagur hjá henni Oddnýju Erlu minni sem hún bíður svakalega spennt eftir en stúlkan á líka að fara til augnlæknis og munum við taka smá rölt í kringlunni og leyfa henni að skoða glingrið sem hún elskar og kanski annan rúnt í Toys'rus og leyfa henni að halda áfram að láta sig dreyma. Hún er mjög grátgjörn þessa dagana, greyjið snúllan mín. Þetta tekur allt saman svo mikið á hana, má stundum ekkert segja við hana án þess að hún fari að gráta. Þess vegna á kvöldin eigum við okkar stund uppí sófa undir teppi að horfa á imban og leyfi henni að sofna hjá mér eða uppí rúmí hjá okkur Skara en það eru þær stundir sem eru ofsalega mikilvægar fyrir hana. Eftir að ég er búin að eiga stund með Þuríði minni uppí rúmi en við leggjumst alltaf saman uppí rúm þá tekur Oddnýjar stund við en hún er svo gömul sál að hún þarf ekki að fara sofa kl átta eða hálfníu á kvöldin ehe!!

Búin að vera alltof lengi í tölvunni, þarf að halda áfram að læra fyrir prófið í kvöld.

Skemmtilegar fréttir á morgun frá "leynigestunum" frægu.


Erfitt

Var að koma úr mjög erfiðri en fallegri jarðaför, 10 ára hetja sem tapaði baráttu sinni því verr og miður þannig ég er ekki alveg í bloggstuðinu svo ég birti bara myndir af fallegustu börnunum í heimi og kem svo með skemmtilegar og svo góðar fréttir á morgun eða hinn.  Bíðið bara spennt, ég er allavega hrikalega spennt og nánast orðlaus. (sem gerist nánast aldrei)

PB247671
Fallegasti drengurinn minn

PB247673
Þuríður mín að matast en viti menn þetta gat stúlkan ekki fyrir ári síðan.  Kraftaverkin gerast.  Fyrir ári síðan var hún algjörlega lömuð hægra megin en sú lömun hefur nánast gengið tilbaka.

PB247598
Oddný Erla fyrirsæta, vávh hvað ég er heppin.


Dagskammtur Þuríðar

lyfjamynd
Hérna er dagskammtur Þuríðar minnar og finnst ykkur skrýtið að hetjan mín sé þreytt eða ekki alveg einsog hún á að vera og þurfa taka þessi lyf daglega? Hrikalega ósanngjarnt.  Þetta gleypir hún án þess að þurfa drekka vatn með, geri aðrir betur.  Sjálf get ég varla tekið verkjalyf án þess að drekka vatn með og kúgast aðeins.  Töflurnar í hægra horninu (þessar fjórar löngu) eru krabbalyfin hennar en hinar allar eru flogaveikistöflur sem sagt fimm gerðir af lyfjum.Crying

Þreytt.is

Þuríður mín Arna er mjög þreytt, þessa lyf fara ekkert svakalega vel í hana.  Viljum ekki stækka krabbaskammtinn hennar alveg uppí topp og ég held að læknaliðið okkar vilji það ekki heldur sem er ágætt enda viljum við að hún sé með meðvitund þannig séð.  Ég meina þegar skammturinn hennar var sem stærstur lá hún bara uppí rúmi og vissi varla í sinn haus og maður grenjaði bara yfir henni því henni leið svo illa og hvað þá manni sjálfum að horfa uppá hana svona.  Erum farin að lengja svefninn hennar á leikskólanum bara svo hún geti kanski vakið til átta á kvöldin en það er reyndar mjög erfitt fyrir hana greyjið og er farin að biðja mig um að kúra með sér um sexleytið.  Æjhi þetta er erfitt.

Fengum annars góðar fréttir af spítalanum í morgun, vííííí!!  Þetta sem var að bögga hana er ekki einsog það var haldið, hibbhibbhúrrey!!  Þar sem það er engin stækkun í gangi þá hafa þeir engar áhyggjur en við eigum að halda áfram að fylgjast vel með hetjunni minni.  Bara best í heimi.

Erum ennþá að bíða eftir svörum frá Boston, ætli við fáum ekki eitthvað að vita í næstu viku þegar við mætum á fund með liðinu okkar.  Ekki það að við séum bjartsýn á aðra aðgerð en maður veit aldrei og maður gefst heldur aldrei upp að vona og trúa því að það verði hægt að gera fyrir hana einn daginn þar að segja önnur aðgerð.

Mikið er samt ofsalega erfitt að lifa í þessu samfélagi sem ég bý við, maður kynnist og tengist fullt af góðu fólki sem eru í sömu stöðu og maður sjálfur og fær alltof margar slæmar (auðvidað góðar líka) fréttir af þessu fólki eða þar að segja af börnum þeirra.  Það eru of mörg börn sem eru langt leidd af þessu krabba kúkalabba og því miður þarf ég að fara í eina jarðaför á morgun því ein hetjan tapaði þessari baráttu.  Við erum að fara alla leiðina á Höfn á morgun, tökum flugið nokkur saman og kveðjum þessa hetju, vávh hvað þetta er sorglegt.  Mikið ofsalega kvíður mig fyrir, þetta er hrikalega ósanngjarnt líf.  Hvað er málið?

Ætla að reyna hugsa um eitthvað annað núna en "ósanngjarnt" er að reyna læra fyrir prófin mín sem ég veit að ég mun rúlla feitt í gegnum, fékk reyndar "bara" níuna fyrir síðasta verkefnið mitt en það var bara vegna klaufavillu.  Aaaaargghh!!  Rétt reiknað en stimplaði vitlausa tölu inn, hvernig er það hægt? Hefði nú alveg mátt hækka mig upp vegna þess að ég sýndi réttan útreikning, hmmm!!

Þið fáið að vita meira um kærleikan þegar það er komið á hreint, bíðið bara spennt.Grin


Mánuður til jóla

Jiiiiihh þetta er svo fljótt að líða, áður en ég veit af eru jólin komin og mín nánast búin að gera allt.  Oddný mín Erla er svakalega spennt fyrir jólunum, vissi ekki að þriggja ára barn gæti verið svona spennt eheh.  Ég fór út í morgun og Oddný var ekki sátt við að ég væri að fara þannig ég lofaði henni að ég skyldi skreyta herbergið hennar og Þuríðar þegar ég kæmi aftir en það væri ekki gaman að skreyta það ef það væri svona mikið drasl einsog það var.  Stuttu eftir að ég var farin segir hún við pabba sinn "pabbi ég ætla inní herbergi og gera það fínt", hún er nú ekki vön að taka til eftir sig en við reynum samt að láta þær systur taka allavega þátt í þrifunum.  Óskar fer til hennar eftir smástund þá er mín búin að stafla öllu dótinu í eitt hornið eheh en hún var sko hörð á því að taka til svo ég muni skreyta með henni á eftir sem ég mun að sjálfsögðu standa við.  Þannig við stelpurnar ætlum að skreyta herbergið þeirra og "pína" skara til að fara niðrí geymslu og ná í allt skrautið en honum finnst það heldur of snemmt til að skreyta, thíhí!!  En við stelpurnar ráðum.W00t

Einsog ég sagði í gær fórum við Þuríður í Toys'rus og versluðum jólagjöf handa Oddnýju, ég hélt að ég hefði falið gjöfina á góðum stað þannig að þær systur kæmust ekki í hana.  Neinei ég var ekki svo klár eða Þuríður mín of klár til að vita um helstu felustaðina á heimilinu því mín fór inní skáp óg kom ótrúlega glöð framm með gjöfina og sýndi Oddnýju hvað hún hefði keypt. eheh!!  Snillingur!

Díssúss mar hvað maður sefur ekkert eða jámm, mín er jú farin að sofa heilan dúr til sirka hálf fimm/fimm á morgnanna og sofna bara ekkert aftur.  Aaaaaaaaaarghhh!!  Ég er vöknuð nánast alla morgna um það leyti og alltaf þegar ég er að sofna aftur koma börnin mín uppí rúm en þá er líka klukkan orðin sjö.  Ég er líka algjörlega búin á því núna, kanski ég geti sofið aðeins meira í vikunni þegar börnin eru farin á leikskólan þar sem ég er búin að gera öll verkefnin mín í skólanum og prófin bara eftir.Grin Hrikalegur dugnaður í gangi.

Þuríður mín er einsog ég sagði þreyttari þessa dagana en venjulega, hún kvartaði mikið við mig í gær hvað hún væri þreytt en hún er ALLS EKKi vön að gera.  Kvartar aldrei undan þreytu en hún núna byrjuð á því greyjið.  Æjhi hún er líka að taka mikið af þessum krabbalyfjum og þá er ekkert skrýtið að hún verði þreytt, þessi litli kroppur þolir ekki endalaust mikið. 

Erum á fullu í rannsóknarvinnunni fyrir læknanna og það er eins gott að þeir finni útur þessu, ok það væri náttúrlega best að þeir finndu ekkert en við vitum að það er eitthvað að bögga hana og þá viljum við fá svör.

Púúúúffffh er að deyja úr þreytu, langar mest að leggjast uppí rúm og vefja mig inní sængina mína en það er víst ekki í boðið allavega ekki strax, ótrúlega bissí og svo er það að sjálfsögðu skreyting í prinsessu-herberginu sama hvað húsbóndinn á heimilinu segir.InLove

Njótið dagsins.


"mamma viltu knúsa mig"

Þetta sagði Þuríður mín Arna við mig í morgun þegar við vorum að gera okkur reddí og að sjálfsögðu fékk hún fast og gott knús enda er ég ekki vön að spara þau við börnin mín eða Skara minn og segi við þau á hverjum degi hvað ég elska þau mikið.  Theodór minn er líka farinn að segja á móti "elkaði ika", bara yndislegastur.  Stelpurnar mínar eru nú farnar að segja þetta þó ég segi þetta ekki við þær, sérstaklega þegar ég knúsa þær bless þegar ég er að fara eitthvað og þegar þær eru að fara sofa.  Mestu krútt!

Í dag er mömmudagur hjá okkur Þuríði minni.  Byrjuðum daginn á því að fara í hjálpartækjastöðina hjá tryggingastofnun og mátuðum kerru fyrir hetjuna mína.  Fáum þessa fínu og flottu kerru sem hún getur hvílt lúinn líkama, hjólastóllinn er ekki alveg nógu góður fyrir hana því hún þarf að geta lagst útaf og sofnað.  Reyndar fáum við ekki þessa kerru fyrr en eftir sirka fimm vikur því það er svo mikið að gera þarna, hún er samt alveg reddí þannig séð nema það er eftir að þrífa hana.  Hrikalega langur tími að þrífa einn hlut?

Kíktum í Toys'rus og skoðuðum allt dótið sem henni finnst æði, hún átti líka að velja jólagjöf handa Oddnýju systir sinni Erlu.  Reyndar var ég búin að velja það eða reyndi að benda henni á einn ákveðin hlut en það kom sko ekkert annað til greina en playmo eheh!!  Það var ekki það sem ég var búin að velja en hún stóð hörð við það og að sjálfsögðu fékk hún að ráða.  Hún veit að systir sín elskar playmo og vill greinilega bara gefa henni það sem hún veit að hún verður ánægð með, well ég veit þær báðar yrðu ánægðar með sokkapar.  Ótrúlega gaman að sjá hvað hún var samt hörð við það sem henni langaði að gefa henniJoyful.

Við erum farin að sá miklar þroskaframfarir hjá Þuríði minni, hún er farin að sýna meiri tilfinningar en áður.  Vanalega hefur hún ekki verið að sýna miklar tilfinningar enda ö-a erfitt ef maður er uppdópaður hálfan sólarhringinnCrying.  En í dag eru miklar framfarir.  Æðislegt að horfa á.

Hún er reyndar dáltið þreytt þessa dagana, meira en venjulega.  Þó hún taki sinn dýr yfir daginn er einsog hún nái ekki að ná þeirri þreytu úr sér og er alveg þreytt frammað kvöldmat eða þanga til hún fer aftur að sofa fyrir nóttina.  Hún er einmitt núna nýkomin frammúr en við mæðgur ákváðum að vefja okkur inní sængina saman og kúrðum þar í klukkutíma, best í heimi að kúra sem fastast við börnin sín og alltaf þarf hún líka að leiða migTounge. Ótrúlega notanlegt.

Núna er hetjan mín að horfa á Shrek en hún fékk að velja sér einn cd tilefni dagsins og ætli hún horfi ekki á það þanga til við förum í leikskólann og náum í hin og mín mun kanski reyna læra oggupínu en það eru nú ekki nema tvær vikur þanga til ég er komin í rúman mánaðar jólafrí.  Víííí!! Hef einmitt mikið verið að pæla í því hvort ég eigi að taka fleiri fög eftir áramótin en í þessu fjarnámi sem ég er í á ég að taka fjögur fög einsog ég er í núna, æjhi þegar manni gengur svona vel langar manni alltaf í meiraW00t en kanski yrði það of mikið?  Veit ekki?

Eigið góða helgi kæru lesendur og takk kærlega fyrir fallegar hugsanir, verst að maður þarf að komast að því að eiga veikt barn til að vita hvað það býr gott fólk á þessum klaka.  Þið eruð yndislegust.

Enda þessa færslu á Heilræðavísum eftir Hallgrím Pétursson.

Ungum er það allra best
að óttast Guð, sinn herra,
þeim mun viskan veitast mest
og virðing aldrei þverra.

Hafðu hvorki háð né spott,
hugsa um ræðu mína,
elska Guð og gerðu gott,
geym vel æru þína.

Foreldrum þínum þéna af dyggð,
það má gæfu veita,
varast þeim að veita styggð,
viljirðu gott barn heita.

Hugsa um það helst og fremst,
sem heiðurinn má næra;
aldrei sá til æru kemst.
sem ekkert gott vill læra.

Lærður er í lyndi glaður,
lof ber hann hjá þjóðum,
hinn er ei nema hálfur maður,
sem hafnar siðum góðum.

Oft er sá í orðum nýtur,
sem iðkar menntun kæra,
en þursinn heimskur þegja hlýtur,
sem þrjóskast við að læra.

Vertu dyggur, trúr og tryggur,
tungu geymdu þína,
við engan styggur né í orðum hryggur,
athuga ræðu mína.

Lítillátur, ljúfur og kátur ,
leik þér ei úr máta;
varast spjátur, hæðni, hlátur,
heimskir menn sig státa.

Víst ávallt þeim vana halt:
Vinna, lesa, iðja;
umfram allt þó ætíð skalt
elska Guð og biðja.


Hallgrímur Pétursson
1614-1674


Misskilin?

Æjhi ég fékk alveg sjokk þegar ég las kommentin mín, ætlaði reyndar ekkert að blogga í dag þar sem orkan er ekki alveg til staðar en fannst þurfa þess eftir að ég las kommentin frá ykkur.  Til að byrja með langar mig að senda ykkur endalaus knús og þúsund þakkir fyrir fallegar hugsanir, maður verður oft orðlaus yfir því hvað maður býr á góðu landi. 

Enn það er eitt sem ég held að þið hafið misskilið, sko kúkalabbinn hjá Þuríði minni er ekkert að dreifa sér ef þið hélduð það (allavega ekki svo við vitum).  Mig langaði bara ekkert að tala um það hvað væri að hrjá hana þessa dagana fyrr en það væri komið 100% á hreint, stundum kanski segir maður of mikið, allt sem maður hugsar og talar aðeins í kringum hlutina. 

Hún er í smá rannsóknum þessa dagana vegna þess hún var farin að hegða sér öðruvísi en hún hefur gert og mín var farin að hafa áhyggjur af henni útaf því og að sjálfsögðu kanna læknarnir allt sem hrjáir hana.  Ég hélt kanski að hún væri með blöðrubólgu sem væri kanski bara besta lausnin en það er víst ekki en það fannst eitthvað í þvaginu hjá henni sem átti ekki að finnast þannig hún þarf meiri rannsóknir.  Blóðprufur? Hitta sérfræðing?  Þetta munum við vita allt eftir helgi þegar við erum búin að vinna rannsóknavinnuna okkar fyrir læknanna en við þurfum að "rannsaka" smávegis fyrir þá. Vonandi kemur það í ljós eftir helgi hvað er að hrjá hana sem er reyndar ekki alveg nógu gott.

Annars voru myndirnar frá síðustu myndatökum hjá henni að fara til læknis okkar í Boston (skurðlækninn) en hann er búinn að vera bíða eftir þeim frá síðustu myndatökum.  Ekkert viljað vinna í þessu fyrr en hann fær þessar í hendurnar.  Það er nefnilega ekki hægt að gera aðra aðgerð nema æxlið minnki X mikið, við erum reyndar ekkert bjartsýn á að það sé búið að minnka það mikið að það verði hægt en aldrei að segja aldrei.  Hún er alltaf að koma á óvart.  Læknirinn hefur líka alltaf talað um það að það væri best að gera þá aðgerð fyrir sex ára aldurinn og það eru nú bara sirka hálft ár í það.  Við vitum líka að við getum treyst þessum lækni 100%, ef hann segist ekki geta gert aðgerð þá trúum við honum og ef hann segist geta það þá vitum við að það yrði áhættunnar virði því hann gerir ekkert sem gæti skaðað hana.  Hann er ekkert einsog sumir læknar í Ameríkunni sem gera aðgerð BARA til að gera aðgerð og hugsa ekkert um hvort það geti skaða einstaklinginn eðurei.  En þessar fréttir fáum við væntanlega í næstu viku.

Er ekki í miklu bloggstuði þessa dagana en langaði bara að koma þessu frá mér.


Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband