Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Aðeins fleiri myndir

PB295055 (Small)
Afmælistöffarinn, það var svo gaman að sjá hvað hann var glaður með allt dótið sem hann fékk.  Ef það birtist dót í pakkanum þá trylltist hann af kæti og fannst ekki leiðinlegt þegar systkin hans voru að opna allt dótið sitt.
PB295107 (Small)
Jólasveinninn mætti í afmælið til Hinriks (sem var haldið í gær)og auðvidað vildi Þuríður mín fá mynd af sér með honum.  Sveinki einmitt spurði hana afhverju hún væri með gleraugu og hún tilkynnti honum það að það væri bara miklu betra.  Þannig hetjan mín finnur að það er miklu betra að vera með gleraugun enda tekur hún þau ALDREI af sér nema kanski á kvöldin þegar hún er orðin þreytt sem er skiljanlegt, við finnum líka mikin mun á henni.  Hún er glaðari, les betur og skrifar stórglæsilega, VÁVH hvað sjónin hennar hefur verið mikið að bögga hana.  Hún fór reyndar í heyrnapróf á föstudaginn en þar sem Þuríði minni finnst svakalega gaman að ýta á takka þýðir ekkert fyrir hana að fara í svoleiðis alveg strax því hún var alltaf að ýta á takkan alveg sama hvort það kom hljóð eða ekki.Whistling  Það þarf að vera til öðruvísi heyrnapróf en hún á víst að mæta aftur en það er bara ekkert að virka fyrir takkaóða stelpu.Halo

PB295115 (Small)
Theodór litli gaurinn minn sem er með svona líka litla hjartað sitt var ekki sáttur við sveinka og var bara í fanginu á Söru mágkonu og bað bara sveinka að fara heheh.  Flugeldar og jólasveinar eru ekki í miklu uppáhaldi hjá Theodóri mínu einsog hann er mikill töffari og gaur.W00t

Bara nokkrir dagar í skólajólafrí hjá mér og ég get ekki beðið, reyndar verður ekkert minna að gera en ég verð allavega ekki með lærdóminn hangandi yfir mér sem er mikill léttir.  Theodór minn er að fara í hálskirtlatöku á föstudaginn þar sem kirtlarnir eru að loka fyrir hálsinn og hann alltaf kvalinn í hálsinum og Þuríður mín fer svo 7.des í heilaritið.

 

 


Nokkrar myndir

PB280006 (Small)
Flottu strákarnir mínir, á morgun ætlum við einmitt að halda uppá árs afmæli Hinriks sem þau geta ekki beðið eftir enda á líka að koma "leynigestur" tilefni þess að fyrsti í aðventu er. 
PB275024 (Small)
Hinrik minn, svona án gríns þá er drengurinn nánast alltaf svona.
PB275030 (Small)
Við vorum að mála piparkökur í gær og þeim fannst það alveg GEEEEEEÐVEIKT en hérna er Oddný mín mjög einbeitt að skreyta.
PB275020 (Small)
Þuríður mín var líka mjög vandvirk við þetta.


Gleraugnastelpan mín

Þá er Þuríður Arna mín komin með gleraugun sín og fílar það bara svona líka vel en ekki hvað, loksins farin að sjá stúlkanW00t.
Hérna eru tvær af flottu stelpunni minni:
gler_1

gler_2

Næst á dagsskrá hjá henni er heyrnamæling sem vonandi kemur vel út og svo 7.des er það heilarit.


Kl 9:25 25.nóv'08....

Fæddist þessi fallegi strákur hann Hinrik Örn minn.  Hann á sem sagt afmæli í dag, vávh hvað tíminn er fljótur að líða og systkinin hans bíða spennt eftir sunnudeginum þegar hann ætlar að halda uppá það og pældu mikið í því hvað hann ætlaði að velja sér í kvöldmat í kvöld heheh þar sem það er regla á þessu heimili að afmælisbarnið má alltaf velja sér mat.  En í staðin eru systkinin búin að heimta pizzu sem verður að sjálfsögðu.

Hérna er ein sem var tekin af honum í morgun þegar hann var að opna afmælispakkann sinn og svona líka hamingjusamur með hann:
hinrik_4 (Small)


Handónýt þessa dagana

Ég vissi ekki að það væri hægt að vera svona þreytt, þetta eru þessi dagar sem manni langar mest að loka sig inní skelinni og koma ekki út fyrr en eftir nokkra daga eða allavega komast aðeins í burtu og hlaða batteríin.  Ég er nefnilega hætt að geta sofið svona án gríns, er vöknuð kl þrjú eða fimm á morgnanna/nóttinni og næ mér ekki niður.  Frekar vont því ég þarf á orkunni minni að halda það er svo geðbilað að gera þessar vikurnar, Þuríður mín hér og þar í rannsóknum/skoðunum og Theodór minn líka sem er ennþá kvalinn í hálsinum og hann er alveg að lokast en vonandi verður ákveðið að gera e-ð fyrir hann á mánudaginn þegar við mætum til doktorsins.

Mín á fullu í skólanum sem klárast núna 4.des og ég tel þokkalega niður dagana þanga til, ótrúlegt en satt þá gengur mér þrusuvel, skil það eiginlega ekki því ég er svo löööööt að hálfa væri miklu meir en nóg eða eiginlega er þetta bara þreyta sem er að fara með mig því ég næ mér engan veginn niður. 

Ég held að þetta séu ö-a áhyggjur sem eru að bögga mig þessa vikurnar, jú Þuríður mín e-ð óhamingjusöm og það er ómögulegt að vita hvað þetta er vonandi lagast þetta þegar hún fær gleraugunu sín en hún fer svo í heyrnapróf í næstu viku og svo heilaritið í des.  Mér hefur nefnilega fundist hún vera fá e-h kippi í augað sem er ekki gott ef ég hef rétt fyrir mér og ég vona svo heitt og innilega að ég hef vitlaust fyrir mér í þetta sinn.  Hún var e-ð að kippast í auganum í gær og hendin kipptist líka við, maður veit ekki hvort hún er að byrja fá krampa aftur eða bara e-h paranoia í móðirinni sem fer víst aldrei.  En einsog ég sagði þá er ég ekki vön að vilja hafa vitlaust fyrir mér en núna vona ég það, þetta er vond tilfinning sem venst ALDREI.  Hrikalega vond tilfinning.

Helgin framundan og verður æði hjá okkur Skara, börnin á leiðinni í næturpössun því við ætlum að elda og borða góðan mat með með frábæru fólki.

Vonandi eigiði góða helgi kæru lesendur.


Fullt af rannsóknum

Þar sem hjúkkan hennar Þuríðar minnar stór af skarið og ákvað að panta hjá augnlækni fyrir Þuríði mína vegna þess hvernig hún er búin að vera síðustu vikur.  Ótrúlega erfið, óhamingjusöm, hausverk og svo lengi mætti telja og jú mín stúlka fór til augnæknis í morgun og viti menn hún er með plús fimm í sjón og þarf að fá gleraugu, kanski ekkert skrýtið að stúlkan er búin að vera svona hrikalega óhamingjusöm síðustu vikur og vonandi er BARA þetta að bögga hana.  Augnlæknirinn fannst nú frekar skrýtið hvað hún hefur haldist svona lengi að sjá svona illa, ég meina hún hefur bara haldið að hún ætti að sjá svona greyjið.  Í næstu viku fer hún svo í heyrnamælingu sem vonandi kemur vel út en oft heldur maður að hún heyri mjög illa en kanski nennir hún bara ekki að hlusta á foreldra sína hahaha.  Svo í desember fer hún í heilarit, það er nefnilega bara allt skoðað þegar henni líður svona einsog henni hefur liðið en læknisskoðunin kom mjög vel út, ekkert bendir til þess að það séu e-h breytingar í æxlinu.

Núna erum við allavega farin að undirbúa hana fyrir gleraugun því ég er ekki alveg að sjá Þuríði mína í anda með gleraugu, ætli við þurfum ekki að panta vikulega því hún verður alltaf búin að týna þeim hehe.  Annars er hún alltaf að koma á óvart og er farin að hlakka til að fá gleraugu því hún ætlar að vera einsog Jón Karl frændi sinn.W00t

Klikkað að gera hjá húsmóðirinni sem getur ekki beðið eftir 5.des því þá er ég komin í jólafrí.


Svooooooo erfitt

Það er hrikalega erfitt að horfa uppá Þuríði mína síðustu vikur, hún er svo hrikalega óhamingjusöm að hálfa væri miklu meir en nóg.  Hún á erfitt með að sofna á kvöldin því hún er svo óhamingjusöm og "erfið" og svo vaknar hún ennþá óhamingjusamari og við vitum ekkert hvað amar að.  Hún á svo erfitt með tjá sig, segist vera svo lasin en maður veit ekki hvað er til í því?  Hjúkkan hennar vill senda hana í heyrna og augnmælingu sem hún fer á næstu dögum því oft fara sjóntruflanir eða minnkun á heyrn illa í börn, þetta er bara hrikalega erfitt.  Við hittum doktorinn hennar á morgun og sjáum hvað hann segir.  Þetta er bara svo erfitt því Þuríður Arna mín er svo vön að vera sú hamingjusamasta og aldrei neitt þannig bögga hana, alveg sama hvursu veik hún hefur verið þá hefur hún ALLTAF verið syngjandi glöð en ekki í dag.  Það er e-ð sem við vitum ekki?  Ömurlegt!!  Mér er bara svo illt í hjartanum að hugsa um hana svona óhamingjusama.

Skrýtið/asnalegt/fyndið

Finn ekki alveg rétta orðið yfir það sem mér finnst en eftir að ég skrifaði eineltis bloggið mitt þá "hurfu" nokkrir "vinir" mínir á facebook eða þeir sem tóku þátt í eineltinu mínu í gamla daga.  Jújú ég var nú bara 10-13 ára gömul, við vorum bara börn og unglingar og ég nefndi engin nöfn þegar ég skrifaði þetta enda finnst mér það ekki skipta neinu máli.  Þannig mér finnst frekar fyndið/asnalegt/skrýtið að manni sé "hent" út, veit ekki hvort manneskjurnar/manneskjan skammist sín en það var samt ég sem tók hana/hann/þær inn hjá mér eða samþykkti vinabeiðni.  Æjhi jú ég segi bara fyndið.  Þegar ég skrifaði bloggið mitt um einelti var ég aðallega að benda á að svona "ofbeldi" eltir mann alla ævi, þetta er ekkert búið þegar eineltið hættir.  Maður er brotin niður og það fylgir manni ALLTAF.

Annars á minn elskulegi pabbi afmæli í dag, hann er lang flottastur og sá besti sem maður getur hugsað sér.  Við pabbi erum ótrúlega líka á margan hátt og stundum "skamma" ég hann hvað ég skuli vera lík honum heheh.  Ég hef alltaf verið og verð alltaf pabba stelpa enda eru líka báðir strákarnir mínir skírðir í höfuðið á honum en pabbi heitir Hinrik Ingi og einsog þið vitið þá heita strákarnir mínir Theodór Ingi og Hinrik Örn.  Til hamingju með daginn elsku besti pabbi minn, hlökkum mikið til að koma í kræsingarnar á eftir.

Eigið flottan dag.


45 dagar til jóla

Hér bíða sko ALLIR spenntir eftir jólunum það er líka svo gaman að sjá hvað þau eru spennt þegar e-h á afmæli og það styttist óðum í eins árs afmælið hans Hinriks míns.  Oddný Erla telur dagana og kom dáltið leið til mín í gær þegar hún fattaði að hún ætti engan kjól fyrir afmælið hans því hún þyrfti að eiga kjól.  Ég sagði við hana að ég myndi nú reyna að gera e-ð í því en þá tilkynnti hún mér það að ég þyrfti að hafa hraðan á því það væri svo stutt í afmælið. Sem sagt 16 dagar í fyrsta afmælið hans og mér finnst einsog ég hafi fætt hann í gær.

Það er ótrúlega mikið að gera hjá okkur, við mæðgur erum "saman" í endurhæfingu sem gengur ofsalega vel, Þuríður mín sýnir endalausar framfarir og er bara stjarna í mínum augum.  Ætlum að byrja baka í vikunni fyrir jólin Sörur, búa til jólakort, get reyndar ekki beðið eftir að nóvember klárist því þá byrja ég í jólafríi frá skólanum.W00t

Bara skemmtilegir dagar og vikur framundan sem við erum hrikalega spennt fyrir.

Núna kallar sjúkraþjálfunin hennar Þuríðar minnar á okkur.......


Hvað EF?

Var að hlusta á Ísland í bítið í síðustu viku þegar ég heyrði viðtal við tvo einstaklinga sem hafa orðið fyrir einelti þegar þáttastjórnandinn spurði þau hvernig helduru að lífið þitt væri öðruvísi ef þú hefðir ekki orðið fyrir einelti.  Auðvidað gat einstaklingurinn ekki svarað því enda ómöglegt að vita.  Ég fór einmitt að spá betur í þessa spurningu og auðvidað get ég ekki ímyndað mér hvernig líf mitt væri öðruvísi og kanski hefði ég ekkert viljað breyta neinu og vill bara hafa líf mitt einsog það er.  Ég meina ef það hefði verið e-ð öðruvísi í fortíðinni þá væri ég kanski ekki á þessum stað sem ég er á í dag, ég meina ef ég hefði ekki farið á Sálarballið sem ég kynntist Skara mínum?  Vill ekki breyta neinu. 

En eitt er víst að ég gæti ímyndað mér að ég hefði ö-a gengið betur í skóla ef þessi ákveðni kennari hefði ekki brotið mig svona niður, ég hefði ö-a haldið áfram að læra og gengið vel því ég veit alveg að ég get þetta og er ógeðslega klár.Whistling  Þetta er ekkert erfitt eftir allt saman, ég bara hélt eftir 11 ára bekk að ég gæti ekki neitt og hafði enga trú á sjálfri mér, ég meina að brjóta niður ellevu ára gamalt barn af kennara er hrikalegt og það ætti ekki að geta gerst.  Það eru ekki mörg ár síðan ég hafði trú á sjálfri mér og það eru veikindum Þuríðar minnar að þakka því verr og miður segi ég eiginlega.  Ég gæti alveg hugsað mér áframhaldandi nám, var búin að tjékka hvort ég kæmist í eitt ákveðið nám næsta haust og fékk mjög jákvætt útur því.Grin

Þuríður mín er ágætlega hress, fyrst að ég er að tala um hvað EF.  Þá hugsa ég stundum um það hvernig Þuríður mín væri EF hún hefði ekki veikst og væri ennþá heilbrigð því veikindin hennar hafa hægt alveg rosalega á þroska hennar og hún á ekki jafn auðvelt með að læra einsog jafn aldrar hennar en hún er samt ótrúlega klár.  Hún er alltaf að sýna meiri og meiri framfarir í þroska, farin að lesa miklu meir en við þorðum að vona, þær hjá styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra eru ofsalega stolltar af hennar framförum á "bara" tveim mánuðum.  En á meðan Þuríður mín er hamingjusöm þá er ég hamingjusöm.


Næsta síða »

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband