Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Heimsókn dagsins....

Þriðja árið í röð sem við fáum jólasveina í heimsókn eða þá frá www.sveinki.is sem ég mæli eindregið með enda þeir allra skemmtilegustu sem ég hef kynnst.  Þeir syngja, dansa, segja brandara, fíflast og svo lengi mætti telja - ALLT fyrir börnin og við eldra fólkið skemmtum okkur ekkert síður.

Þessi skemmtilegu sveinkar "ruddust" inní íbúðina seinni partinn en krakkarnir vissu að sjálfsögðu ekkert að þeir væru að koma og þeim fannst þessi heimsókn alls ekki leiðinleg.  Maístjarnan mín hló endalaust mikið en það er langt síðan ég hef heyrt hana í svona miklu krampa-hlátri, henni fannst þetta svo gaman reyndar einsog hinum.

En hérna eru nokkrar myndir frá þessari yndislegu heimsókn:
pc227947.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Þeir tóku "gangman style" dansinn með krökkunum.
pc227958.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 


Allir fengu pakka frá sveinkunum sem þau fengu að sjálfsögðu að opna samdægurs enda er tilgangurinn að hjálpa þeim í biðinni löngu og fá eitthvað til að dunda sér við.
pc227966_1184792.jpg

 

 

 

 

 








Stuuuuuð í sófanum - systradætur mínar voru með í stuðinu.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað þetta var gaman, maður lifir sig svo í gegnum börnin sín.

Annars er Maístjarnan mín sæmilega hress, hún var farin að kvarta við mig að hún var farin að sjá illa með öðru auganum (verr en venjulega) og sem betur fer áttum við pantaðan tíma hjá augnlækni nokkrum dögum eftir þá kvörtun.  Viti menn sjónin hennar hefur versnað mjög mikið og það finnst mömmunni ekkert rosalega gott þar sem hún fékk sín fyrstu gleraugu í nóv'09 og greinist svo aftur í maí'10.  Þannig við pöntuðum okkur ný gleraugu í dag - ekki það allra ódýrasta á svæðinu.

Hún er líka búin að vera frekar þreytt undanfarna daga/vikur, fer undan öllum á heimilinu að sofa - laumar sér inní herbergi og sofnar.  Já ég get alveg viðurkennt það að mér líður ekki vel vitandi það að sjónin er orðin þetta slæm en ætla samt að reyna hugsa um eitthvað skemmtileg næstu vikuna og njóta jólanna með þeim sem ég elska mest í heimi.

Næst á dagsskrá er að skreyta þetta tré:
pc227973.jpg


Elsku jólasveinn....

380721_10151204439974611_122765789_n.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þær eru ekki stórar óskirnar frá Maístjörnunni minni- finnst þetta bréf ofsalega fallegt og flott frá henni til sveinka sem kemur í fyrramálið.  Yndislegust!!   Það hljóðar svona ef þið sjáið það ekki "elsku jólasveinn, viltu gefa mér ávaxtakörfu dvd í skóinn.  Kveðja Þuríður.

Mér finnst þetta tímabil alveg yndislegt þó svo við eigum lika ofsalega erfiðar minningar frá jólunum þar sem Maístjörnunni minni hefur oft liðið sem verst en gleðin er öll að koma núna.  Hún er farin að vakna rúmlega sex á morgnanna til að kíkja í skóinn og þá veit ég líka að tilhlökkun er komin.

Skemmtilegir dagar framundan sem við ætlum svo sannarlega að njóta í botn.


Skítt og erfitt!!

Maístjarnan mín er ekkert búin að vera of hress síðustu vikur.  Hún er að krampa svo það er aðeins verið að "hræra" í lyfjunum hennar, hún er leið því hún er alltaf að skilja meir og meir veikindin sín sem fara orðið ofsalega illa í hana.  Hún er pirruð því henni langar svo að segja okkur hvernig henni líður en getur engan veginn komið að réttum orðum og sagt okkur einsog er, henni líður ekki vel í skólanum svo það er barátta á hverjum degi að koma henni þangað því hún finnur að hún er ekki einsog hinir krakkarnir og það tekur á - já hún er bara ofsalega óhamingjusöm greyjið og það kremur mömmuhjartað mjög mikið.

Á föstudaginn náði ég í hana í skólann því hún var að krampa í skólanum, einsog ég ætlaði að vera sterk þegar ég myndi ná í hana þá virkaði það ekki alveg.  Um leið og ég sá hana þá brotnaði hún niður og auðvidað brotnar mamman líkur niður, ég get engan veginn verið lengur sterka konan.  Finnst þetta bara vera löngu komið gott af þessari veikindasúpu eða "bara" 8 ár af hennar 10 ára æfi.  

Þegar ég náði í hana á föstudaginn í skólann þá fannst mér þessir skitnu hundrað þúsund kallar sem RSK er að rukka mig um vegna ofgreiðslna frá TR bara lítil kökusneið miða við veikindin hennar svo ég var hætt að pirra mig á þeim en ég var búin að vera dáltið leið útaf þeim.  Reyndar ofsalega gott að geta verið leiðir útaf einhverjum "dauðum" hlutum en það er fljótt að breytast bara við að sjá líðan hjá barni manns.   Þeir mega þá barasta vera á eftir mér næstu árin - barnið mitt er miklu mikilvægara en þetta eða börnin mín.  Ef þeim líður vel þá líður mér vel en Maístjörnunni minni líður ekki vel og við vitum ekki afhverju?  Jú hún kvartar undan "lötu" hendinni (hún kallar hana lata)eða þeirri sem er "lömuð" að henni finnst leiðinlegt að hafa svona hendi og fót en meira vitum við ekki því hún getur ekki sagt okkur það sem er verst í heimi.

Þetta er dáltið erfitt álag, konan er að fá mikla samdrætti svo ég er að reyna slaka á en það er frekar erfitt.  En ég er bara rétt að verða hálfnuð með meðgönguna.  Fór einmitt til ljósu á mánudaginn en ég var búin að vera dáltið stressuð fyrir þann tíma því ég hef fundið litlar sem engar hreyfingar og svo fann ljósan engan hjartslátt en hún sendi mig beinustu til í sónar en hafði samt engar áhyggjur sjálf - held aðallega til að láta okkur líða betur.  Auðvidað var alltílagi, þessi flotti hjartsláttur og fylgjan bara framan á þess vegna hef ég ekki fundið neitt.  Við fengum að kíkja í "pakkann" sem verður endanlega staðfest í 20 vikna sónarnum og þá segi ég frá.

Ég er að reyna gleðja Maístjörnuna mína með því að segja henni hvað er framundan, mikið til að hlakka til einsog bingóið sem hún heldur uppá barnaspítala viku fyrir jól og svo auðvidað jólin sjálf því hún er búin að vera extra spennt síðustu vikur en það hefur eitthvað minnkað.

Já þetta er erfitt og skítt!!


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband