Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2013

Smá update

Fyrir einhverjum vikum ætlaði ég að fara monta mig á því að það væru liðnir heilir 23 dagar frá síðasta krampa en það var eitthvað sem sagði mér ekki að gera það því daginn eftir byrjaði Maístjarnan mín að krampa og svo leið rúm vika þanga til næst.  ARGH!!  Ég lýg því ekki en það er ofsalega erfitt og sárt að horfa uppá hana í krampa því hún er svo hrædd og farin að öskra úr sér lungun þegar hún fær þá og maður getur ekkert gert fyrir hana nema vera til staðar og haldið í hendina hennar.  Ofsalega erfitt! 


Hún er nú samt búin að vera ágætlega hress í sumar - auðvidað koma dagar sem hún vill bara liggja og hvíla sem hún fær að sjálfsögðu. Hún er dugleg að kúpla sig útur hávaða og ef hún þreytt að leika þá fer hún bara inní herbergi og lokar sig af - hún finnur alveg þegar hún þarf hvíldina sem er gott.

Maístjarnan mín er að byrja í nýjum skóla í haust eða Klettaskóla sem við erum ofsalega spennt fyrir og ég veit að þar á hún eftir að eignast góða vini og njóta þess að vera sterki einstaklingurinn en ekki ALLTAF sú lakasta í öllu.  Ég er ofsalega spennt að sjá hana blómstra því ég veit að þarna á hún "heima".

Hún átti að fara í rannsóknir sínar í þessum mánuði en einsog margir vita þá er búið að vera "rugl" í gangi hjá geislafræðingunum svo rannsóknum hennar frestast frammí sept eða við tökum ekki annað í mál að hún fari í næsta mánuði því þá er liðið meira en hálft ár síðan síðast og ég læt ekki lengri tíma líða á milli en þegar hún greindist síðast þá liðu 9 mánuðir og hún var alveg að "renna út á tíma" með að leggjast undir gammahnífinn í Svíþjóð.

Litla DraumaDísin mín er búin að vera lasin eða dagur tvö í hita og sleni - mikið rosalega finnst manni alltaf erfitt þegar þau eru lasin sérstaklega þegar þau eru svona lítil en hún er rétt rúmlega þriggja mánaða.  Hún hefur ekki mikið leyft mömmu sinni að sofa síðan hún fæddist - vaknar mjög oft og sefur lítið sem ekkert á daginn og ég get alveg viðurkennt það að mamman á ekki mikið bensín eftir. 

Annars eru allir spenntir fyrir vetrinum og við farin að telja dagana í jólin enda okkar uppáhalds tími.


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband