Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

14.apríl'14

Það verður góður dagur þann 14.apríl'14 en þá fer Maístjarnan mín í rannsóknirnar sínar - fyrsta sinn sem hún verður vakandi í þeim.  Veit að það verður erfitt fyrir hana að liggja "hreyfingarlaus" í 30mín, yrði allavega erfitt fyrir mig.  Hún ætlar bara að hlusta á ipodinn sinn á meðan þetta stendur yfir og vonandi getur hún þetta enda ofsalega gott að geta verið laus við svæfingar þó svo henni finnist þær notalegar líka. 

Núna bíðum við eftir dagssetningu í síritið hennar en þá verður hún lögð inn í nokkra daga með fullt af snúrum í höfðinu þar sem hún er að krampa svo mikið þessar vikurnar og doktor Óli vill sjá hvaðan kramparnir eru að koma og hvernig krampar þetta séu - en þá er vonast eftir "mörgum" krömpum til að fá niðurstöður í þeim málum.  Mamman er ekkert rosalega spennt eftir þeim rannsóknum heldur enda ofsalega erfitt að sjá hana í krampa en þeir eru að halda áfram að koma annan hvern dag að meðaltali.

"Margt" að kvíða fyrir næstu vikurnar en þá er bara málið að búa sér til eitthvað til að hlakka til - jú það líður að páskabingói Þuríðar minnar sem hún heldur á spítalanum fyrir inniliggjandi börn og það er eitthvað sem hún er að deyja úr spenning enda líka frábær aðstoðarmaður sem hún fær og svo er hún líka búin að fá fullt af páskaeggjum frá frábærum styrktaraðilum. ....engin mun fara tómhentur heim - að sjálfsögðu ekki.  Ég skráði hana líka í Reykjadal (sumarbúðir fatlaðra) í sumar en er samt ekki búin að ákveða mig  hvort hún fari ef hún kemst inn - jú þetta er erfitt fyrir mömmuhjartað og kostar mikið en þetta yrði ofsalega gott og gaman fyrir hana.

Svo eru hérna tvær myndir sem ég tók af þeim systrum um helgina - Blómarósin mín heimtaði að ryksuga og skúra íbúðina sem hún fékk að sjálfsögðu, væri bara vitleysa að neita barninu um svoleiðis og svo er hin að Maístjörnunni minni sem elskar allt sem tengist eldhúsi en hún fékk að baka á meðan hin þreif íbúðina.
971144_10152067297469611_1820818415_n1625629_10152067296074611_461715613_n


Tvær í tilefni dagsins...

Æji mér fannst þessar myndir svo skemmtilegar að ég varð að birta þær - Hinrik minn Örn orðinn frekar leiður á röltinu í Smáralindinni og svo hin er af Jóhönnu minni í 10 mánaðaskoðun en stúlkan verður eins árs í næsta mánuði - ótrúlegt en satt.
1497626_10152045473679611_545140780_n1781996_10203069031196914_1048193941_n

Styttist í rannsóknirnar

Jæja þá fer að styttast í rannsóknirnar hjá hetjunni minni - verða heilir átta mánuðir síðan síðast en það hefur bara einu sinni liðið svona langur tími á milli rannsókna en það var árið 2010 þegar hún greindist aftur og þess vegna er mamman að farast úr stressi sem er nú bara óþarfa stress.  Hún fer líka í fyrsta sinn vakandi í rannsóknirnar sínar en það á að prófa það - verður fróðlegt að sjá það.  Hún er reyndar krampandi mikið, fékk t.d. fjóra krampa í röð á sunnudaginn sem er frekar mikið en annars er þetta meðaltali annan hvern dag sem er ALLTOF MIKIÐ.

Þegar Maístjarnan mín greindist síðast þá var ég komin með vinnu og farin að undirbúa mig á vinnumarkaðinn sem ég var frekar spennt fyrir og svo núna þori ég varla að dreyma um það því ég er svo hræddum að allt fari á versta veg - það hefur heldur aldrei liðið svona langt á milli greininga og þar sem ég veit að hún mun vera berjast við þetta alla ævi (segja læknarnir en þeir hafa ekki alltaf rétt fyrir sér) þá er ég svo hræddum að þetta sé að koma aftur "bara" vegna krampana.  

En hver vill líka ráða fimma barna móðir í vinnu með eitt langveikt??

Litla DraumaDísin okkar er komin inná leikskóla en hún byrjar samt ekki fyrr en í ágúst og þá að verða 16 mánaða og hún sem fæddist bara í gær.  Þessi snúlla gengur um einsog herforingi um alla íbúð alla daga - á auðvelt með að bræða okkur öll á heimilinu enda dýrkuð af hverjum og einum.

Langar að birta eina skemmtilega af afmælissystrunum:
1920404_10152036982094611_1159744649_n


Kólus pàskaegg til sölu

Ertu farin að huga að pàskunum? Finnst þér Kóluspáskaeggin góð? Viltu 900gr stútfullt pàskaegg af gúmmelaði à góðu verði og styrkja gott màlefni í leiðinni?  Þà ertu heppin þar sem Oddný Erla mín er að selja svoleiðis þar sem hún er à leiðinni norður à Akureyri í lok mànaðarins að keppa à Íslandsmóti í fimleikum.  Ef þú vilt styrkja hana og fà í leiðinni stútfullt pàskaegg eða pàskabolta à 2900kr (færð þau ekki ódýrari) þà endilega pantaðu fyrir 14.mars í netfangið aslaug@vefeldhus.is og við keyrum eggin út hérna à höfuðborgarsvæðinu og Akranesi ;)

b.k,

Àslaug og fimleikakonan Oddný Erla

 

ps.s.ssss ef þú þarft að losa þig við dósir þà kemur Oddný líka glöð að nà í þær til ykkar :) 


Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband