Leita í fréttum mbl.is

"Njótum lífsins á meðan kostur er"

Kl 5:45 var mín vöknuð og það var við vekjaraklukkuna en ekki Þuríði mína einsog flesta daga en hún er mikill morgunhani þessi elska og það er einsog stúlkan þurfi nánast ekkert að sofa.  Skiptir engu máli hvenær hún fer að sofa þá er hún nánast ALLTAF vöknuð kl hálf sex eða sex en skreið reyndar uppí rúm til pabba síns korter yfir sex sem er bara met þessa vikurnar. 

En já mín fékk smá spark í rassgatið í síðustu viku þegar ég hitti lækninn minn, jú líkaminn minn er í tómu tjóni og hann spurði  mig hvort ég væri eitthvað að hreyfa mig og auðvidað gat ég sagt stollt frá því að ég væri nú að reyna fara í einhverja göngutúra sem er reyndar frekar erfitt vegna verkja.  Hann fussaði bara yfir því og sagði að ég væri ung og gæti miklu betur en það, jú það er rétt hjá karlinum ...enn enn ég er svo verkjuð kvabbaði ég.  Þá einmitt nefndi hann við mig, jú ég er væntanlega mjög verkjuð en það verður kanski "BARA" fyrstu 100 skiptin og svo byrjar þér að líða vel í skrokknum.  Ha hu ég er ekki sú þolinmóðasta á svæðinu og hvernig á ég að hafa þolinmæði yfir því að mæta kvalin í ræktina í kanski hundrað skipt og ef ekki meira?  Hann nefndi einmitt líka að það yrði mjög auðvelt fyrir mig að gefast upp eftir hundrað skipti og finna engan mun á mér en ég mætti það ALLS EKKI.  Þannig ég tók karlinn á orðinu og mætti í ræktina fyrir allar aldir í morgun og fannst það bara æði, þó svo það var erfitt en þá ætla ég mér að vera komin í gott form í haust og fara vinna.  Ekkert væl lengur, núna er bara taka á því.  Jú ég er ung, ég á fjóra flottustu gullmolana, eiginmann sem þurfa á mér að halda og þá er það bara HARKAN.  Geta, ætla, skal.

Það er nefnilega þannig að maður verður svo hrikalega niðurdregin svona kvalin í líkamanum en það er bara ekkert í boði, Þuríði minni líður líka svo vel og þá á mér líka að líða vel.  PUNKTUR.  Núna á maður virkilega að fara njóta lífsins, jú þetta verður ö-a erfitt en ég ætla bara að hugsa um haustið.  Jiiiii hvað það verður yndislegt, þá verður mín líka komin í vinnu, (vonandi) er þegar farin að leita þar sem ég er sú skipulegasta á svæðinu og vill vita hlutina dáltið langt frammí tímann.

Næstu mánuðir hjá okkur fjölskyldunni verða frekar þjappaðir sérstaklega hjá húsbóndanum á heimilinu sem er í 100% vinnu, er í þremur greinum í Stjórnmálafræði í Háskólanum og jú svo er minn maður í 17 sæti hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir Borgarstjórnarkosningarnar.  Allt að gerastWhistling.  Mér finnst reyndar of lítið að gerast hjá mér í skólanum þar sem ég er bara í tveimur greinum og nánast renn í gegnum þær.  En annars er margt skemmtilegt framundan hjá okkur og ég hlakka mikið til næstu mánuði hvað þá sumarsins.

Knús á línuna......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞETTA fannst mér gaman að lesa, frábært hjá þér! Við getum þetta! Ég er einmitt búin með þessa 100 tíma og er núna ómöguleg ef ég kemst ekki í salinn, er reyndar alltaf með sjúkraþjálfan í hnakkanum á mér..get þetta ekki alveg ennþá án hans.  Það er samt alltaf eitthvað sem er vont en hvernig væri það ef ég hefði ekki byrjað? Ég væri í helv. hjólastólnum!

Njótum lífsins, höfum svo frábærar fyrirmyndir í gullmolunum okkar Gangi þér rosa vel elsku Áslaug mín og njóttu þess.

Kveðja úr logninu á Skaganum....

Helga Arnar (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þú ert sem sagt komin á göngubrautina og í tækin. Gangi þér vel duglega kona.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.3.2010 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband