Leita í fréttum mbl.is

Vika í brottför

Þá er vika í Svíþjóð og kvíðin er farin að hellast yfir mann. 

Við erum reyndar búin að eiga stórkostlegt tveggja vikna frí saman fjölskyldan sem reyndar endaði illa en Þuríður Arna mín er búin að vera krampalaus í heila 40 mánuði þegar hún fékk krampa núna 16.júlí.  Þær nokkru sekóndur sem krampinn stóð í var martröð, ég gjörsamlega trompaðist.  Jú við gátum alveg búist við því að hún byrjaði að krampa aftur en að sjálfsögðu vonaðist ég eftir öðru og vona það svo innilega að þetta gerist ekki aftur.  Mér fannst líka ennþá erfiðara að perlan mín hún Oddný Erla varð vitni af þessu, sjá móður sína garga á pabba sinn (láta vita af krampanum) og svo brotna niður.  Hún hefur reyndar milljón sinnum séð systur sína í krampa en það eru rúm þrjú ár síðan og þá var hún aðeins þriggja og hálfs en núna hefur hún miklu meira vit enda fara veikindi Maístjörnu minnar mjög illa í hana, þau taka virkilega á hana.  Hún fær mikið af martröðum, líður oft (alltof oft að mínu mati) illa vegna Þuríðar sinnar svo þetta var ekki alveg stund til að láta henni líða betur.

Við erum núna á leiðinni uppá spítala en hún er að fara í eitthvað "sýklatest" fyrir verðandi Svíþjóðarferð og svo seinna í vikunni hittum við taugalækninn hennar útaf krampanum.

P7171130 [1280x768]
Hérna er Þuríður mín Arna í stuði í fríinu okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitt að heyra ,vonandi  verða ekki fleirri krampar að angra hana fyrir aðgerð . Mínar heitustu óskir um velgengni , Erla

Erla (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 10:13

2 identicon

Æi ekki gott að heyra að Þuríður Arna hafi fengið krampa, en gangi ykkur vel í baráttunni hugur minn er hjá ykkur, kveiki á kerti handa Þuríði minni.

Anna Pála (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 11:29

3 identicon

Mikið er leiðinlegt að heyra þetta kæra fjölskylda. Vona heitt og innilega að aðgerðin í Svíþjóð gangi eins og best verður á kosið. Þið eruð öll algjörar hetjur. Eg mun hugsa vel til ykkar.

Dagbjört ókunnug (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 12:16

4 identicon

Baráttukveðjur til Þuríðar Örnu, sendum góða strauma til ykkar til Svíþjóðar í næstu viku.

Kveðja Eyja

Eyja (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 14:01

5 identicon

En leiðinlegt að heyra með krampann.  Bið Guð að passa ykkur og óska Þuríði Örnu blessunar og góðs gengis í aðgerðinni

Kristín (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 15:37

6 identicon

Leitt að heyra með krampann, vona að þetta komi ekki aftur fyrir litla greyjið...

Sendi baráttukveðjur og hlýjar hugsanir.

Knús!

ókunnug (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 20:57

7 identicon

Knús og kveðjur til ykkar kæra fjölskylda....Sendi hlýjar hugsanir og góða strauma....Þið eruð ótrúlega dugleg....

Ragnheiður (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 16:45

8 identicon

Góða ferð og gangi ykkur rosa vel. Ég hugsa til ykkar.

Oddný (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 22:09

9 Smámynd: Soffía

Sendi ykkur hlýjar kveðjur þó ég þekki ykkur ekki nema af þessu bloggi.  Gangi ykkur vel úti

Soffía, 21.7.2010 kl. 22:46

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það hlýtur að hafa verið skelfilegt augnablik að upplifa krampa hjá Þuríði Örnu eftir þetta langa hlé. Gangi ykkur allt sem allra best. Bið Guð að vaka yfir ykkur og öllu því fólki sem kemur að þessu ferli öllu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.7.2010 kl. 22:48

11 identicon

Sendi ykkur góðar kveðjur og bið þess að allt gangi sem best, þakka þér Áslaug fyrir að leyfa okkur að fylgjast með sögu ykkar. Baráttukveðjur til ykkar,þið eruð öðrum til fyrirmyndar.

Hjördís (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 23:59

12 identicon

Vona að elsku fallegu stúlkunni ykkar gangi vel í Svíþjóð.  Baráttukveðjur.

Gyða Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 00:21

13 identicon

æji en hræðilegt að heyra að Oddný hafi orðið vitni af krampanum, greyið litla.. Vona svo innilega að þetta hafi verið síðasti krampinn sem þið fáið að upplifa.. Gangi ykkur rosalega vel í Svíþjóð og ég hef ykkur í bænum mínum..

Emilía Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband