Leita í fréttum mbl.is

Þreytt Maístjarna

Maístjarnan mín er þreytt þessa dagana, hún vill helst bara liggja fyrir og horfa á dvd.  Reyni að koma henni út að leika við krakkana en það gengur ekki, hún vill bara vera í rólegeheitunum og þá fær hún það en ég reyni samt.  Það hefur engin sjáanlegur krampi komið aftur sem betur fer.

Ég og Skari fórum í okkar fyrstu alvöru veiði í fyrradag þar sem ég var tilnefnd sem "fyrirmyndarborgari" og fékk veiði að "launum" og það var sko ekki leiðinlegt.  Ég veiddi minn fyrsta lax sem var 7 punda og Skari 5 punda, þeim var skellt á grillið í gær og foreldrum boðið í mat.  Gæti alveg hugsað mér að gera þetta afturSmile.

Styttist hratt í Svíþjóð, einsog ég hef sagt þá fljúgum við til Stokkhólmar á þriðjudag, Þuríður mín mætir strax daginn eftir í innskrift og svo er það "gammahnífurinn" á fimmtudag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

elsku Áslaug og fjölskylda, gangi ykkur sem allra best og sendi jákvæða strauma til ykkar. heillarkveðjur

Beta Reynis (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 11:36

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með "maríulaxinn" þinn Áslaug mín. Þú hefur auðvitað bitið uggann, var það ekki. Ummm.

Bið enn fyrir ferðinni til Svíðjóðar

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.7.2010 kl. 13:18

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Til hamingju með "maríulaxinn" þinn Áslaug mín. Þú hefur auðvitað bitið uggann, var það ekki. Ummm.

Bið fyrir ferðinni ykkar til Svíðjóðar og sérstaklega fyrir henni Þuríði

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.7.2010 kl. 13:19

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Til hamingju með veiðina, þetta hefur verið nammi, namm, hmmmm.  Góður maður borgarstjórinn okkar, Jón Gnarr, að gefa borgarbúum tækifæri að veiða ókeypis í náttúruperlu Reykvíkinga, Elliðaánum.  Heyrumst og sjáumst fljótlega. :)

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.7.2010 kl. 20:00

5 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Afsakið, þetta átti að vera kveðja frá Jóhönnu, ruglaðist svolítið, ekkert nýtt hjá gömlu :)

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.7.2010 kl. 20:01

6 identicon

Gangi ykkur vel í Svíþjóðaferðinni, ég er búinn að fylgjast lengi með hérna á síðunni ykkar og hún er svo mikil hetja fallega stelpann ykkar eins svo þið öll, góða ferð og gangi þetta allt saman vel baráttu kveðjur til ykkar.ein ókunug

ókunug (IP-tala skráð) 22.7.2010 kl. 21:37

7 identicon

Minar bestu kvedjur til ykkar kaera fjolskylda

Thorgerdur (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 02:04

8 identicon

Til hamingju með laxinn

Ég vonast til að fara heim snemma í næstu viku.

Gangi ykkur vel og ég vona að enginn krampi komi aftur !

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 11:07

9 identicon

til lukku með laxinn, guð og gæfan fylgi ykkur út og heim, allar góðar vættir veri með ykkur.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 25.7.2010 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband