Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð - dagur 3 - seinni færsla dagsins

Dagurinn í dag er búinn að virkilega erfiður og svo líka góður.  Þuríður mín er búin að standa sig einsog sönn hetja og ekki kvartað einu sinni, ekki það að hún sé eitthvað vön að kvarta en það er víst ekkert rosalega þægilegt að vera með þetta "trylli tæki" um höfuðið sem var sett á hana til að koma geislunum á eins nákvæman stað og læknarnir þurftu.  Læknirinn sem sá um "aðgerðina" var ánægður með hvernig til tókst og sagði að þetta hefði farið nákvæmlega eftir plani sem er bara einsog við vildum að sjálfsögðu.
P7292042 [1280x768]
Hérna er Maístjarnan mín í undirbúningi fyrir "gammahnífinn" einsog alltaf fylgist hún grannt með.

Æxlið var víst búið að stækka um nokkra mm síðan í maí sem er að sjálfsögðu ekki gott en einsog læknirinn orðaði það þá var það ennþá viðráðanlegt fyrir "gammahnífinn".  Þessi meðferð mun væntanlega ekki minnka æxlið en þetta er gert til að stoppa vöxt þess sem við trúum að það mun takast enda ekkert annað í boði.  Það geta komið mjög svo leiðinlegar og erfiðar aukaverkanir sem við verðum að sjálfsögðu að takast á við ef/þegar þær koma en þær geta alveg komið ári eftir þessa meðferð.  Ætla mér ekkert að fara útí þessar aukaverkanir nánar nema ef/þegar þær koma og á meðan fær fólkið mitt/okkar bara að heyra um þær.

P7292049 [1280x768]
Hérna eru þær systur rétt fyrir svæfingu.

Það tók Maístjörnuna mína ekkert svo langan tíma að vakna eftir "aðgerðina/gammahnífinn", hún var á miklum verkjalyfjum svo hún gat að sjálfsögðu ekki setið án hjálpar en var ekki lengi að jafna sig eftir það, reyndar er hún ennþá á verkjalyfjum en samt ekki eins sterkum. 
P7292068 [1280x768]
Hérna er Maístjarnan mín uppi á "vöknun" stuttu eftir að við hittum hana, reyndar sofandi og mikið lyfjuð.
P7292090 [1280x768]
....og hérna er hún ca fjórum tímum síðar komin uppá herbergi í góðum fíling.  Þvílíkur snillingur þessi stelpa og ekki að sjá á henni að hún er nýbúin að ljúka þessari meðferð.  Nýbúin að láta taka umbúðirnar af sér og tala við fólkið okkar heima á skype.  Snilld þessi skype, geta tjattað við strákana okkar og komið upplýsingum til fólksins okkar bara um leið og við fáum fréttir.  Elska þessa tækni.

Þess má geta að hún fékk tæpa 200 geisla í höfðuðið sem eru frekar vægir en verða mjög sterkir þegar þeir mætast alllir.  Það sem við höfum frá læknum okkar þá er hún fyrsta íslenska barnið (allavega sem býr á Íslandi) sem fer í þennan "gammahníf" en margir Íslendingar (fullorðnir) hafa farið í hann.

Ég las núna seinni partinn kveðjurnar frá ykkur fyrir Maístjörnuna mína og Blómarósina mína og þær voru eitt bros í framan allan tíman.  Þar sem Maístjarnan mín er sú allra sterkasta sem ég hef kynnst og þekki þá höfum við ákveðið að kíkja í heimsókn til Línu Langsokk um helgina og kynna hana fyrir þeirri allra allra sterkustu, sú verður fúl þegar hún fær að hitta Þuríði mína.  En sú sterkasta gistir á spítalanum í nótt ásamt pabba sínum og við mæðgurnar erum komnar uppá hótel og ætlum að kúra saman og hafa það notalegt saman en henni finnst það rosalega spennandi.

Biðjum að heilsa á klakan og sendum bestu kveðjur úr þrumunum í Svíaríki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá Vá Vá hvað þú ert óendanlega dugleg stelpa!! Hugsaði SVOOOO mikið til þín í dag og hvað þú væri dugleg. Oddný Erla er ekkert smá heppin að eiga svona hetju og þú rík að eiga Oddnýju að því hún er líka hetja. Þið eruð svo sætar systur og ekki skrítið að mamma og pabbi séu stolt af ykkur.  Gangi ykkur æðislega og ég bið að heilsa Línu og Níelsi:)

Kristín á Austurlandi (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:46

2 identicon

Þessi stúlka sem þú átt er svo ótrúleg að manni vöknar um augu að lesa um hana og dugnaðinn í henni.

Gangi ykkur ofboðslega vel.

Mbk,

Margrét

Margrét (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 18:59

3 identicon

Þið eruð öll hetjur, mér vöknar um augun að lesa um ykkur.  Hugsa hlýlega til ykkar öllum stundum og vona að allt fari á besta veg.  Verð svo að segja að börnin þín eru afskaplega falleg :) Gangi ykkur öllum vel.

Signý (ókunnug) (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:08

4 identicon

Vá hvað þið eruð öll dugleg og sérstaklega Þuríður Arna ég fékk bara gæsahúð og tár í augun við að lesa þetta.Lína má sko sannarlega passa sig þegar hún hittir þig.Gangi ykkur vel

Steina ókunnug (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:12

5 identicon

Mikið er gaman að sjá þessar myndir.  Maður sér svo vel hversu dugleg Þuríður Arna er og hversu hjálpsöm hún Oddný Erla er.  Þegar farið er í gegnum svona hluti með þessu hugarfari þá getur ekki annað en farið vel.  Eruð þið að fara í Astrid Lindgren safnið ?  Stráknum mínum þótti svo gaman að fara þangað þegar við vorum í meðferðum í Svíþjóð.  Hann gat leikið sér endalaust í safninu en þar má leika sér með alla hluti og í húsinu hennar Línu.  Góða skemmtun.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:38

6 identicon

Mikið er ég glöð að heyra að allt gekk vel í dag. Þuríður Arna og Oddný Erla eru sannkallaðar hetjur, svo hugrakkar báðar tvær og standa sig svo vel. Hugsaði til ykkar í dag og sendi ljós og hlýjar hugsanir. Heppnar eruð þið að fá að hitta Línu Langsokk, hún er æði! Kærleikskveðja c",)

Edda Hlíf (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:45

7 identicon

Oh var svo glöð að sjá að það var komin inn seinni færslan þú ert svo mikil hetja elsku Þuríður okkar bara er svo stolt að þekkja þig og alla í kringum þig elsku sterkasta!! Ég er viss um að Lína langsokk verður glöð að hitta þig og sjá að það eru til sterkari stelpur en hún. Oddný Erla er náttúrulega bara perla og ótrúlega mikil stoð hjá ykkur. Áslaug og Óskar þið eruð bara flottust og hugsa svo mikið til ykkar. Tæknin er bara best og gott hvað henni fleytir fram.

Hugsum svo mikið til ykkar og fylgjumst vel með.

Kær kveðja af Skaganum, Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:47

8 identicon

Gott að heyra hvað það hefur gengið vel:) Stelpunar ykkar er  algjörar hetjur, og þið sterk að ganga gegnum þetta,takk fyrir að  leyfa okkur að fylgjast með:)    Bið að heilsa Línu og herra Níelsi, RISA KNÚS til ykkar allra.

kv Frá strandgötunni

Aðalheiður D Einarsdótir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 19:56

9 identicon

Alveg er þetta ótrúlegt.Læknarnir og tæknin eru undur.

Ég tala ekki um ykkur fjölskylduna,algjörar hetjur.

Yndislegt að geta síðan fylgst með ykkur og hvað þið eruð dugleg.Litlu prinsessurnar eru svo faallegar og yndislegar.Knús á línuna og hjartans kveðja.

Halla frænka.

Halla Magnusdottir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:15

10 Smámynd: Ragnheiður

ég sit með augun full af tárum, svo hreykin af telpum sem ég á ekkert í en finnst mér koma við.

Hjartansknús ..

Ragnheiður , 29.7.2010 kl. 20:16

11 identicon

Frábært að heyra hvað allt gekk vel.  Þið eruð nú bara snillingar.  Frábært að heyra hvað Oddný Erla hugsar vel um stóru systur sína hún er algjör gullmoli.

Þið foreldrarnir eruð algjörar hetjur.

kv Díana

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:37

12 identicon

Mæ ó mæ - þvílík hetja sem þú ert Þuríður Arna! Þú tekur þetta með trukki og dýfu :) haltu áfram að vera svona dugleg :)

Tinna (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 20:59

13 identicon

Vá þvílík hetja þessi stelpa, sit með tárin í augunum að lesa þessa færslu, hún á eftir að fá nóbelsverðlaunin þessi stelpa þegar hún verður stór og miðlar allri sinni reynslu til annarra!!! Hún á líka alveg ótrúlega fjölskyldu!

Kveðja Eyja og fjölskylda

Eyja (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 21:02

14 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Á ekki orð hvað Þuríður Arna er mikil manneskja....

Svo sterk og dugleg...og svo vaknar hún bara brosandi úr svæfingu og því öllu....Það hjálpar Mömmu og Pabba svo mikið líka...:)

Oddný PERLAN MIKLA er algjör draumur:)

Lína,þú skalt passa þig,nú koma ofurstúlkur til þín:)

Elsku Áslaug og Óskar þið eruð ómetanleg:)

Gangi ykkur súpervel:)

Kemst svo ekki til að fylgjast með hetjunum fyrr en annað kvöld aftur væntanlega...

Það verður erfitt...

Knús og kærleikur sendist..

Halldór..

Halldór Jóhannsson, 29.7.2010 kl. 21:11

15 identicon

Ég þekki ykkur ekki persónulega en hef fylgst með ykkur í nokkurn

tíma. Ég hugsa oft til ykkar og dáist að því hvað þið eruð jákvæð og samhent fjölskylda.

Bið góðan guð að fylgja ykkur í baráttunni og gangi ykkur vel.

Áslaug

Áslaug Einars (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:03

16 identicon

Kæru vinkonur Þuríður Arna og Oddný Erla

Gangi ykkur ROSALEGA vel hjá læknunum í Svíþjóð og ég hlakka til að fá ykkur heim aftur og leika saman. Þið eruð ótrúlega duglegar stelpur og mamma og pabbi ykkar heppin að eiga svona flottar dætur.

Knús,

Elma Hlín og co

Þórey Arna (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:47

17 identicon

Þú ert engum lík Þuríður Arna þú ert svo rosalega dugleg.  Og systir þín rosalega dugleg að vera hjá þér.  Þið eruð alveg frábærar systur.  Bestu kveðjur til fjölskyldunnar og guð veri með ykkur

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 22:58

18 identicon

Elsku fallega Maístjarnan og fallega blómarós.

Þið eruð algjörir snillingar báðar tvær. Dásamlegt að lesa um hversu duglegar þið eruð. Þið eruð svo duglegar og klárar að þið getið orðið það sem ykkur langar til þegar þið verðið stórar. Þið getið t.d. orðið læknar, flugstjórar, búðakonur, flugfreyjur eða fimleikastjörnur.

Svo virðist ykkur hafa verið sendir líka flottustu foreldrarnir til að hugsa um ykkur þangað til þið verðið stórar þá getið þið hugsað svona vel um þau.

Arína Bára dóttir mín vonar að þú Þuríður Arna hafir fengið myndina sem hún setti á rúmið þitt á Borgarspítalanum síðast. Hún teiknaði í dag fallega stjörnu og blóm fyrir ykkur systur.

Góða skemmtun um helgina

Þórunn (ókunnug)

Þórunn Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 23:24

19 identicon

Þvílík hetja !! :) dáist að ykkur öllum og finnst æðislegt að þið hafið tekið Oddnýju Erlu með ykkur út - hún er pottþétt mikill styrkur og félagsskapur fyrir Þuríði og ykkur foreldrana :) frábært að allt gekk svona vel í dag - hugsa til ykkar og kíki reglulega hérna inn til að fá fréttir :) hafið það gott og gangi ykkur ofsalega vel með allt :)

kveðja frá einni sem vann á Hofi fyrir nokkrum árum:) 

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 00:40

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er ég glöð að heyra hvað aðgerðin gekk vel og alveg eftir bókinni. Það er mikil heilun í því fólgin fyrir Þuríði Örnu að hafa ykkur foreldrana bæða með sér, svo ekki sé talað um Oddnýju Erlu.

Mér segir svo hugur um að Oddný Erla sé aðalheilari og styrkur Þuríðar Örnu.

Þetta kom svo sterk í huga minn að mér fannst ég verða að setja það inn. Bið Guð um allt gangi vel.      

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.7.2010 kl. 00:55

21 identicon

Þið eruð alveg ótrúlega dugleg öll, Þuríður Arna bara heta

Sendi ykkur batakveðjur og alla verndarenglanna mína.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband