Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð - dagur fjögur - seinna færsla dagsins

Stórkostlega, sterkasta, flottasta og óútreiknanlega Maístjarnan mín var útskrifuð af spítalanum í  morgun og mætti svona líka hress uppá hótel til okkar mægðna.  Þvílíkur kraftur í einni stúlku!!  Hún er reyndar óútreiknanleg og kemur öllum alltaf sífellt á óvart svo það er næstum því hætt að koma okkur á óvart hvernig hún er J.

Eftir að hún kom uppá hótel sáum við að við þyrftum ekki að hanga þar í allan dag svo það var ákveðið að skella sér heim til Línu Langsokk og Kalla á þakinu.  Reyndar fannst þeim systrum þetta frekar barnalegt allt saman fyrirutan þegar við fórum í lest í gegnum alla söguna eða þær sögur eftir Astrid sem var ótrúlega gaman.  Það er líka allsstaðar svo troðið og við erum ekkert sérlega mikið að fíla það.  Fyrir utan þetta „safn“ voru mjög skemmtilegir upplásnir „boltar“ sem þær skelltu sér í og skemmtu sér svona líka vel en hérna eru myndir af þeim.
P7302151 [1280x768]
Hérna eru þær báðar í sínum kúlum.
P7302161 [1280x768]
Oddný Erla í sinni en hún ætlaði fyrst ekki að þora en það var sko lítið mál fyrir Maístjörnuna mína þar sem hún elskar allt eitthvað svona og ef hún fengi að ráða færi hún öll stærstu tívolí tæki sem til væru en tívolí er það sem gleður hana mest.

Þar sem við vorum svo sniðug að taka kerruna að heima með í þetta ferðalag þá var tilvalið að skella sér á rölt í bæinn en þar gat Maístjarnan okkar hvílt lúin kropp enda hefði hún aldrei meikað meira rölt þó svo það hafi ekki verið langt eða mikið í kringum „safnið“.

Hérna í Stokkhólmi er „Gay pride vika“ svo við ætlum að kíkja í bæinn á morgun (með Þuríði í kerru að sjálfsögðu) og fylgjast með mannfjöldanum.

Annars erum við komin uppá hótel sem við ætlum að slappa af eða halda smá „partý“ með nammi og kóki og jú það má ekki gleyma „Pet shopinu“ eða nýja uppáhalds dóti þeirra systra.  Njótum þess líka að sofa út í fyrramálið þar sem við höfum þurft að fara á fætur fyrir allar aldir og allir orðnir vel þreyttir en fyrst við megum sofa út þá verðum við ö-a öll vöknuð kl sjö (vona samt ekki).

Hérna eru þær systur í góðum fíling niður í bæ í dag.  Mér finnst endalaust gaman að sjá hvað þær eru miklar vinkonur í þessari ferð, mikill kærleikur á milli þeirra og ná endalaust vel saman.
P7302192 [1280x768]

Gangið hægt um gleðinnar dyr um helgina, það hefði ekki verið leiðinlegt að vera gera eitthvað allt annað þessa helgina en við erum að gera en OKKAR TÍMI MUN KOMA .....á næsta ári J þar að segja með strákunum okka rlíka.  Svo við njótum þess bara að gera eitthvað fjögur saman og dekrum við flottustu stelpurnar okkar.

Knús í ykkar hús.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

FRÁBÆRT að lesa hvað það gengur vel hjá ykkur bara yndislegt. Líst vel á partýið í kvöld enda föstudagur og vonandi getið þið sofið út á morgun og tekið það rólega. Bara njótið þess að vera þarna og látið stjana við ykkur. Elsku systur þið eruð svo fallegar og góðar saman og auðvitað miklar hetjur. Auðvitað foreldrarnir líka þið eruð BEST!!!!

Kær kveðja af Skaganum úr sólinni, Brynja og co.

Brynja (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 19:14

2 identicon

Kæra fjölskylda þið eruð æðislega dugleg öllsömul....Þuríður er greinilega ofurhetja og systir hennar líka! Knús á ykkur og vonandi gengur allt vel...

Ragnheiður(ókunn) (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 19:45

3 identicon

yndislegar stelpurnar, flottar í kúlunni eða belgnum, njótið dagsins og áfram velgengi.

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 20:18

4 identicon

Kæra fjölskylda, gangi ykkur sem allra best í Svíþjóð! Þetta eru nú bara sætustu systur í heimi! Gaman að heyra hvað gengur vel, Þuríður, þú ert svaka dugleg og Oddný líka að vera svona góð við systur sína! Hér á Íslandi er ljómandi fínt veður, alla vega hér í Grímsnesinu! kærar kveðjur frá Íslandi! Ásdís

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 20:38

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábært að heyra af ykkur. Þær eru MJÖG nánar þessar systur og eru hvor annarri AFSKAPLEGA  mikils virði. Eigið góða helgi

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.7.2010 kl. 21:05

6 identicon

Yndislegt að lesa þessa færslu og sjá myndirnar :) Netknús frá ókunnri konu sem hefur fylgst með til duglegustu stelpnanna á Íslandi (sem eru þó núna í Svíaríki!!)

Ragnhildur, ókunnug (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 21:48

7 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Elsku sterkasta hetja Íslands:)

Til hamingju með útskriftina af spítalanum:)

Þið systur eruð mínar fyrirmyndir:)

Vil þakka ykkur fyrir skvísur,plús Áslaug&Óskar og guttormar:)ég er minnifýlupoki og er mikið duglegri en var,það eigið þið þátt í<3.

Hey KR VANN og er komið í Bikarúrslit:):):):)

Slökunarkveðjur....

Halldór Jóhannsson, 30.7.2010 kl. 22:25

8 identicon

yndislegar systurnar svo sætar og fínar, gaman að sjá hvað Þuríður Arna er hress þrátt fyrir allt sem hún er að ganga í gegn um greinilega mikil karakter hér á ferð.  Gangi ykkur áfram svona vel :)

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 22:35

9 identicon

Yndislegt að vel gengur :-) Við höldum áfram að biðja að allt gangi vel. Kveðja til litlu hetjanna því þær eru jú örugglega tvær :):) Guð gefi ykkur öllum styrk.

Kveðja, Unnur Hreins

unnur Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2010 kl. 23:37

10 identicon

Svo sætar og krúttlegar systurnar á myndinni. Ég ætla að halda upp á útskrift Maístjörnunnar á mínu heimili á morgun, þar sem klukkan er orðin svo margt. Góða nótt hetjur og eigið góða drauma. 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 00:20

11 identicon

Alveg yndislegt að sjá Þuríður Arna hvað þú ert mikil kjarnakona, þú ert engum lík

Og þú Oddný Erla ert heldur engri lík að vera svona dugleg með systir þinni.

Gott að heyra kæra fjölskylda hvað allt hefur farið vel.  Guð geymi ykkur.

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 01:45

12 identicon

Frábært að heyra hvað þetta gengur vel :) ég er búin að lesa í nokkuð langan tíma en aldrei commentað áður, fannst vera kominn tími til. Þið öll eruð ofarlega í huga mér oft samt sem áður. Gangi ykkur vel!

Og ekki lítið sætar myndir af sætu stelpunum!

Kolbrún Helga (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 13:10

13 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Dásamlegt að lesa hvað allt gengur vel. Þær eru flottar systurnar duglegu. Og ekki eruð þið síður flott - hetjurnar foreldrarnir.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.7.2010 kl. 15:07

14 Smámynd: Ragnheiður

frábært að sjá hversu vel gengur..duglegu stelpurnar.

Þær eru þvílíkt flottar saman :)

Ragnheiður , 31.7.2010 kl. 15:40

15 identicon

En hvað það er yndislegt að lesa um ykkur Svíþjóðarfarana, tala nú ekki um þegar allt gengur svona svakalega vel.
Þið eruð nú meiru orkuboltarnir stelpur og svo flottar líka.
Haldið áfram að hafa það gott og ég sendi ykkur áfram orkustrauma og hlýjar hugsanir.

Kv. frá ókunnugri Beggu í DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 17:09

16 identicon

Einstaklega fallegar systur og ég trúi því vel að þessar blöðrur hafi slegið í gegn.  Hugsa alltaf sterkt til ykkar og bið fyrir ykkur.  Þið eruð einstaklega sterk og dugleg fjölskylda.

Emma Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband