Leita í fréttum mbl.is

Svíþjóð - dagur fimm

Dagurinn er búinn að vera frekar rólegur en samt dáltið þreyttur hjá flottustu hetjunni minni sem tók sér smá lúr í göngutúrnum okkar í dag.  Við urðum að sjálfsögðu að nýta tækifærið og kíkja í eina, tvær h&m búðir og versla smá skólaföt á þær skvísur enda sú yngri að hefja sína fyrstu skólagöngu í haust.  Nota bene er hún búin að reikna eina reiknisbók og nennti nú ekki að vera staldra lengi við plús og mínusinn svo hún er farin að læra margföldun og komin langleiðina með hana.  Bara snillingur!!

Þar sem þetta gekk svona líka vel með Þuríði mína þá er búið að breyta heimför og við getum ekki beðið með að knúsa strákana okkar.

En morgundaginn ætla þær systur að skreppa í tívolíið hérna í Stokkhólmi og ég veit að það mun EKKERT stoppa Þuríði mína að fara í öll þau stærstu tæki sem hún hefur stærðina í, verst að hún er frekar stutt í annan endan einsog mamma sín svo hún fær ekki að fara í þau öll einsog "aldur" segir til.  Við foreldrarnir erum kanski fegnir þar sem við erum ekki alveg jafn rússíbanaóð og hún.LoL  Mikið hlakka ég samt til að sjá hana skellihlæja allan daginn á morgun.

Núna tekur róleg kvöldstund við.  Enn og aftur takk fyrir allar kveðjurnar sem þið hafið sent okkur og ég verð að afsaka en ég get því miður ekki svarað mailunum sem ég fæ hérna í gegnum outlookið mitt þar sem hótel-netið leyfir það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Oddný stærðfræðingur getur þá kanski farið að aðstoða þig í þinni stærðfræði,hehe:)

Orðlaus gagnvart ofurhetjunni....til í allt stórt sem smátt,lætur ekkert stoppa sig,einu né neinu:)

Já njótið þess að sjá þessa gullmola ykkar hlæja og gleðjast út í eitt:)

Elsku Áslaug,ekki afsaka þig neitt....Það erum við/ég sem eigum að ÞAKKA þér/ykkur fyrir að gefa af þér/ykkar þennann mikla tíma í skrif til að gefa okkur fréttir af ykkur..

Takk INNILEGA fyrir mig:)

<3

Halldór.

Halldór Jóhannsson, 31.7.2010 kl. 20:30

2 identicon

Þið eruð bara hetjur og Maistjarnan ykkar er bara flottust og litla blómarósin ykkar er svo flott og dugleg að hjálpa ykkur með stóru syss. Gangi ykkur allt í haginn í Svíaríki og vona svo sannalega að allt muni ganga vel framvegis.

Kv

Sigrún Ólafsdóttir

Sigrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 20:48

3 identicon

Gaman ad heyra hvad allt gengur vel og takk fyrir ad leyfa okkur ad fylgjast med!Kv.Oddny

Oddny (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 20:59

4 identicon

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. Hlakka til að sjá myndir af Maístjörnunni og Blómarósinni skellihlæjandi í tívolíinu.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.7.2010 kl. 22:30

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Alltaf gott að fá góðar fréttir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.7.2010 kl. 23:41

6 identicon

Mikið er gaman að fylgjast með því hvað allt gengur vel!  Ég hlakka til að sjá myndir úr tívolí-ferðinni þegar þar að kemur og finnst frábært hvað Þuríður er eiturhress alltaf!  Gangi ykkur áfram svona vel og skemmtið ykkur eins og vitleysingar í tívolíinu, það er eitt af því besta þegar maður fer út fyrir landsteinana.  Sendi systrunum sérstakt SYSTRAKNÚS þar sem þær eru svona yndislegar saman.

Ásdís (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 00:39

7 identicon

Frábært að heyra að allt gangi svona vel hjá Maístjörnunni þinni og rosalega er hún Oddný Erla Blómarós klár í stærðfræði. Hún verður ekki lengi að rúlla þessu upp þegar hún byrjar í skólanum í haust.

Aníta Ósk (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 00:42

8 identicon

mikið er nú gott hvað ferðin hefur gengið vel og að stelpurnar hafa getað skemmt sér þó tilgangur ferðarinnar sé nú ekki mikið skemmtiefni en ég er svo glöð að heyra að allt hefur gwngið vel og að allir sæeu hressir og svo óska ég ykkur bara góðrar ferðr heim aftur ;* STÓRT knús til ykkar allra :)

Kv. Tinna :)

Tinna Rut (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband