Leita í fréttum mbl.is

Upp og niður

Ég hef ekki þorað að blogga um ástand Þuríðar minnar síðustu daga því ég hef verið svo hrædd um að það myndi breytast um leið og myndi skrifa um það.  Jú síðustu daga hefur Þuríði minni liðið alveg súpervel, hún hefur verið svo hress og kát að hálfa væri nóg.  Hláturinn í henni sem ég hef ekki heyrt í svona langan tíma þar að segja bara allan daginn, síkát og hress allan daginn.  Alveg yndislegt!!  Hún hafði ekki krampað síðan á Flórída þegar hún fékk 30+ krampa hrinuna en svo kom það í gær um miðjan dag byrjaði hún að krampa og fékk ég veitiggi hvað marga krampa því ég var ekki að telja finnst það líka aukaatriði.  Þannig hún var frekar slöpp og þreytt þegar hún mætti í leikskólann í morgun, hefði kanski átt að leyfa henni að sofa út greyjinu en ég veit líka að hún fær alltaf að leggja sig á leikskólanum fæ samt samviskubit.

Við vorum annars á fundi með læknunum á miðvikudaginn og við fengum að vita það að Þuríður mín fer í myndatökur um miðjan febrúar til að ath allan status.  Ég er strax orðin stressuð en samt svo ánægð að hún fær að fara í þessar myndatökur því þeir hafa alltaf sagt við okkur að það færi allt eftir statusnum á henni hvort hún fengi að fara í myndatökur eðurei þannig þeir hljóta að finnast henni líða vel.Grin

Þó Þuríði minni hefur liðið vel síðustu daga þá er eitthvað ekki að virka hjá mér, mér finnst ég vera með allan varan á.  Ég er að reyna bara að hugsa um einn dag í einu en bara get það ekki, ég hugsa of mikið um framtíðina EF.  Mér finnst það doltið óþægileg, erfið og sár hugsun því Þuríður mín á svo marga drauma, þessa dagana talar hún ekki um annað að henni langi að fara í skólann að læra og Linda eigi að kenna henni og þann draum hennar langar mig að láta rætast.  Henni dreymir líka um að fara æfa fótbolta, ekki spurja afhverju því ég er löngu hætt í boltanum henni ætti frekar að langa fara æfa sund eða badminton vegna foreldrana en svo er ekki það kemur ekkert annað til greina en fótbolti.  Þannig ég ætla að fara ath hvernig er með svona litla stelpur og fótbolta, getur hún farið að "æfa" einhversstaðar?

Núna ætla ég fara reyna hugsa um einn dag í einu en ekki EF, ég er bara svo hrædd við þetta allt saman, hrædd um að missa barnið mitt sem ég ætla mér ekki að gera.  Ég ætla að láta alla hennar og hinna tveggja drauma ræstast, hún getur hún ætlar og hún skal vinna þetta stríð.  Ég veit um eitt kraftaverk einsog Þuríður mín er að berjast við og ég lifi á því kraftaverki, þá var ekki árs gamalli að mig minnir stelpu gefnir nokkrir mánuðir ólifað en í dag er þessi stelpa 9 ára hress og kát.LoL

 Helgin framundan, fjölskyldukvöld í kvöld en við höfðum alltaf "partý" þegar idol var þá var keyptur ís og snakk þannig ætlum við líka að hafa það á x-faxtor kvöldum en þeim finnst það geggjaðslega gaman.  Þannig það verður stuð í "sveitinni" í kvöld.

Góða helgi kæru lesendur og verið góð við hvort annað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Linnet

þegar mín greindist 17 mánaða var henni ekki gefnir nema örfáir dagar....en þessir dagar hafa hingað til endst í 10 ár  svo kraftaverkin gerast víða og ég trúi því alveg að svo fari með þína skottu líka. Haltu fast í trúna

Helga Linnet, 26.1.2007 kl. 10:46

2 identicon

Okkur finnst svo leiðinlegt að geta ekki komið í kvöld og verið með í partýinu. Veit að Evu Natalíu þætti það ekki heldur leiðinlegt, talar ekki um neitt annað en "uðíður"... Og er sko alltaf að skoða DV Vonandi fer Eva Natalía að hressast svo við getum kíkt í heimsókn  

Knús og kossar til ykkar

Oddný sys (IP-tala skráð) 26.1.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband