Leita í fréttum mbl.is

Tóm.is

Síðustu mánuði hefur maður verið frekar tóm, finnst endalaust erfitt að æxlið er komið upp aftur og allt svo óljóst.  Alla daga er hnútur í maga sem er engan veginn að fara, kvíðinn er svo mikill að hálfa væri miklu meir en nóg.  Ég þarf svo mikið að gera eitthvað fyrir sjálfan mig, reyna gleyma mér og ég veit það sjálf að minn besti sálfræðingur er hreyfing en það er bara svo erfitt að koma sér afstað.

Manni dreymir um veikindalaust líf en innst inni veit ég að það er frekar fjarlægur draumur þar sem við verðum væntanlega alltaf í þessari baráttu þar sem æxlið hennar er þannig "týpa" sem getur "poppað" upp hvenær sem er aftur og aftur.  Þetta er erfitt!

Maístjarnan mín stóð fyrir framan spegilinn í gær og tilkynnti Blómarósinni að krabbameinið væri að stækka og það fékk dáltið á mig.  Blómarósin mín sagði við hana að það væri ekkert sniðugt að segja svona, þetta fór greinilega líka í hana.  Ég man svo vel fyrir ca tveimur árum varð hún alveg brjáluð þegar krakkarnir í bekknum voru að segja við hana að hún væri með krabbamein, hún sagði að það væri farið og svo segir hún þetta.  ...auðvidað á ég ekkert að vera hugsa um þessi orð hennar en geri það samt.

Það eru frekar "erfiðir" dagar hjá henni, það er frekar stutt í þráðinn hjá henni.  Hún er víst ofsalega róleg í skólanum og dugleg en þegar hún kemur heim verður hún mjög erfið, einsog hún viti ekkert hvað hún eigi að gera af sér.  Það er eitthvað ónot í henni, svo vont þegar hún getur ekki tjáð manni hvað er að "bögga" hana.Frown

Minnsti mömmupungurinn er búinn að vera lasinn, fyrsta sinn á sinni 22 mánaða ævi svo það hlaut að koma af því.  Við erum búin að vera horfa á 10-15 Latabæjarþætti (bara í gær)sem er hans uppáhalds og þeir eru að sjálfsögðu komnir í gang núna.

Helgin framundan sem verður bara róleg, byrjar að sjálfsögðu á fimleikaæfingum og vonandi verður sá minnsti ekki veikur svo það verði hægt að gera eitthvað skemmtilegt með þeim.

Góða helgi.
Gamanm_KJ_100816_5312 [1280x768]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sendi baráttukveðju, þetta er endalaust erfitt og ósanngjarnt hjá ykkur. Vonandi koma bjartari dagar, ekki missa vonina. Kær kveðja, Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 10:23

2 identicon

Baráttukveðjur til ykkar. Góða helgi. Hafið það sem allra, allra best. :)

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 14:14

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að þú getur aðeins pústað út hér á síðunni.

Góðar kveðjur til ykkar allra.  

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.9.2010 kl. 16:26

4 Smámynd: Ragnheiður

og enn meiri baráttukveðjur frá mér. Elsku Áslaug, þetta er svo erfitt

Ragnheiður , 17.9.2010 kl. 22:54

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Áslaug, Heiðmörkin bíður eftir þér,

þar er gott að hlaða batteríið

Aðalsteinn Agnarsson, 18.9.2010 kl. 13:52

6 identicon

KNÚS til ykkar allra!

Þórunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 15:53

7 identicon

Sendi ykkur faðmlag og hjartahlýju.

kv gþ

Guðný þ (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 21:10

8 identicon

Risakærleiksknús  til ykkar

 kv að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband