Leita í fréttum mbl.is

1.feb'11

Maístjarnan mín fallega fór í tjékk uppá spítala og læknirinn okkar var alveg sammála okkur að hann er farinn að sjá lömun hægra megin á líkama hennar og í munninum sem við vorum ekki farin að taka eftir.  Hún er orkuminni og farin að borða minna en venjulega, hún er nú mikið matargat fyrir en það hefur minnkað og á hverjum morgni "berst" ég við hana að láta hana borða eina brauðsneið mínus skorpa en ég geri ALLT til að láta hana borða eitthvað og þá dekra ég sko við hana og sker skorpuna í burtu.  Hún var einmitt vigtuð hjá doktornum og hún er búin að léttast um kg á tveim vikum sem er nú bara heilmikið fyrir litla kroppinn hennar en sem betur fer er hún með smá forða.  Þó svo hún sé "bara" búin að léttast um kg sér maður strax mun á fötunum hennar.

Læknarnir eru reyndar mjög hissa á því að hún er ekki farin að sýna meiri aukaverkanir en þetta þar sem æxlið er HUGE (af bólgum) en Maístjarnan mín er nú ekki vön að fylgja einhverjum "reglum" og vonandi verða þær ekkert mikið meiri en fyrir er.

Næstu rannsóknir hjá henni verða þriðjudaginn 1.febrúar (ef allt gengur að óskum sem það muna gera) en við ætlum ekkert að hugsa um þær strax, það er svo margt skemmtilegt framundan og margt til að gleyma sér í.  Jólin okkar uppáhalds tími sem við ætlum að njóta í botns en ekki hvað?  Helgin er að sjálfsögðu "pökkuð" hjá okkur og við ætlum t.d. að mála á piparkökur í kvöld og þau eru hrikalega spennt fyrir því.  En við ætlum bara að pakka inn áhyggjunum sem fylgja 1.feb nk ofan í pappakassa, festa slaufuna fast á hann og ekki opna hann fyrr en þá þar að segja 1.feb 2011.

Eigið yndislega helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tendra ljósin fyrir ykkur duglega fjölskylda og bið guð að gæta ykkar.  Njótið helgarinnar og þessa fallega tíma sem nú er fram undan Aðventan...uppáhaldstíminn á mínu heimili líka

Kærleiksknús frá 4 barna mömmunni

4 barna mamman (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 11:27

2 identicon

Sömuleiðis Áslaug Ósk hin duglega, yndislega helgi til ykkar allra

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 14:36

3 identicon

Góða helgi frábæra fjölskylda og það er snilld að ætla bara að pakka áhyggjunum niður í kassa og setja fallega slaufu á hann, fleiri ættu að taka sér það til fyrirmyndar!

Kveðja af hinum stillta og kyrrláta Skaga..... Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 15:10

4 identicon

ég fer með bænir fyrir hana,  gangi ykkur æðislega vel.

silla (einammaafnorðan) (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 15:33

5 identicon

Já og fela hann niðri geymslu..... Hafið það gott á aðventunni kæra fjölskylda.

Berglind (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 17:19

6 identicon

Góða helgi.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2010 kl. 21:05

7 Smámynd: Ragnheiður

Setjum kvíðann á hold og njótið árstíðarinna elskurnar mínar. Þið erum svo dugleg og frábærar manneskjur.

Bið fyrir henni og ykkur öllum þar með

Ragnheiður , 27.11.2010 kl. 00:42

8 identicon

Geta aukaverkanirnar gengið tilbaka? Eða hvernig virka þær? Ég þekkji svo lítið til svona.

 En annars knús til ykkar og góða skemmtun í kvöld :)

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 19:17

9 identicon

Góða helgi fallega fjölskylda. Ánægð með planið að pakka áhyggjunum inn og einbeita ykkur að jólunum og öllu því fallega sem fylgir þeim.

Rakel Sara Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2010 kl. 01:38

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Njótið aðventunnar og helgarinnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.11.2010 kl. 03:03

11 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sendi ljós og bænir á ykkur..kannski ekki auðvelt..en reynið að ýta þessum erfiðu hugsunum frá í bili og einblía á jólin og alla þá gleði sem þau færa okkur<3

Njótið aðventu og jóla sem allra allra best<3

Bergljót Hreinsdóttir, 2.12.2010 kl. 00:29

12 identicon

Elsku yndislega fjölskylda.

Ég átti mjög erfitt með að lesa bloggið þitt núna Áslaug, þið eruð svo ótrúleg fjölskylda, allt sem þið gangið í gegnum og þú deilir hér á blogginu þínu mín kæra. Ég dáist að ykkur öllum, þið eruð svo miklar hetjur og það eru mikil forréttindi að fá að kynnast ykkur .

Sendi ykkur styrk, ljós og gleði  og óska þess alla daga og nætur að Þuríður Arna sigri og þið fáið að lifa lífinu áhyggjulaus saman

Mikið knús til ykkar allra

Stína (Garðars) (IP-tala skráð) 4.12.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband