Leita í fréttum mbl.is

Hnúturinn stækkar hratt...

Það styttist óðum í rannsóknir Maístjörnunnar minnar eða þær eru á þriðjudaginn 1.febrúar og maginn er orðinn mjög stór af kvíða.  Einsog ég var farin að hlakka til síðastliðin maí (einsog ég hef oft sagt áður), fara kveðja þennan fjanda, hefja nýjan kafla í lífi mínu/okkar og fara vinna eftir margra ára fjarveru.  Ég var orðin svo spennt en svo hrundi veröldin okkar en einu sinni, ég vona svo sannarlega að hún hrynji ekki aftur á þriðjudaginn.  Ég þrái ekkert heitara en góðar fréttir, ég þrái ekkert heitara en áhyggjulaust líf og þrái ekkert heitara en að sjá Maístjörnuna mína blómstra einsog hennar jafnaldrar.  Þetta er ofsalega sárt og erfitt!  Mig langar líka að sjá Blómarósina mína blómstra því lífið hjá henni er líka búið að vera ofsalega erfitt sérstaklega síðan í byrjun des þegar Maístjarnan mín veiktist illa og hefur ekki náð sér almennilega síðan.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það getur verið erfitt hjá 6 ára gömlu barni að sjá systir sína þjást flesta daga, hún tekur þetta ofsalega inná sig, grætur, er illt í maganum alla daga (kvíði) já þetta leggst rosalega á sálina hjá henni.  Hún vill bara vera hjá mér, það er erfitt að horfa á eftir barninu sínu fara í skólann og líða svona.  Nei það er ekki bara Maístjarnan mín sem er að kveljast það er hin líka, bara ekki á sama hátt.  Þá kveljumst við að sjálfsögðu líka.  Það er bara ALLT rosalega erfitt hjá henni, alveg sama hvað það er en við erum að sjálfsögðu að leita að aðstoð fyrir hana.  Ég er líka að reyna finna eitthvað sem við mæðgur getum bara gert þar sem hún þráir að vera með mér EINNI. 

Lífið er svo sannarlega ekki alltaf dans á rósum.

Maístjarnan mín veiktist heiftarlega í fyrri nótt en hún var með upp og niður stanslaust í níu klukkutíma og það var sko þvílíkur orkuþjófur fyrir hana enda svaf hún nánast stanslaust núna í sólarhring.  Ekki það að hún var eitthvað kraftmikil fyrir og svo núna er Blómarósin mín búin að taka við.  Maístjarnan mín er frekar veik fyrir og nær sér í ALLT þessar vikurnar enda ennþá í "fullri" sterameðferð sem verður skoðuð eftir næstu myndatökur, mig langar alveg að fara fá hana "tilbaka".  Þetta er alveg komið 6 árum of mikið hjá henni og stúlkan bara 8 ára gömul, þekkir ekkert annað en veikindi.

Það er tvennt sem ég þrái þessa stundina  en það er veikindalaust líf og svefn.

Þrátt fyrir veikindin á heimilinu ætlum við að reyna hafa "partý" í kvöld, ég Theodór ætlum að skreppa út seinni partinn (en hann er líka farinn að þrá smá mömmu-tíma) og kaupa eitthvað gotterí fyrir partýið okkar og litla afmælisgjöf handa eiginmanninum sem á afmæli á morgun og hann er rosalega spenntur. (sko Theodór en ekki Óskar hehe)

Eigið ofsalega góða helgi, þið megið alveg krossa alla putta og tær fyrir þriðjudeginum.
XOXO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

yndislegar kveðjur til ykkar kæra fjölskilda

Þórunn helga garðarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 11:38

2 identicon

Krossum putta og tær. Vona að þig eigið góða helgi.... knússs úr sveitinni.

kv

Hrund

Hrundski (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 11:49

3 identicon

knús til ykkar sterka fjölskylda...þið eruð hetjur.

Kristín Erla Þórisdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 12:10

4 identicon

Allur puttar og tær krossaðir á þessu heimili og við hugsum vel til ykkar! Þriðjudagurinn verður ykkar..... kveikjum á kerti og ÓSKUM eftir góðum niðurstöðum fyrir Þuríði og ykkur.

Góða skemmtun í kvöld og góða helgi :)

Sirrý (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 12:25

5 identicon

Gangi ykkur vel á þriðjudaginn... verð með krosslagða fingur + tær

Sandra Ósk (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 13:10

6 identicon

Krossa tær og fingur og bið fyrir ykkur öllum en extra mikið fyrir Maístjörnunni og Blómarósinni ykkar.

Fyrirfram hamingjuóskir með eiginmanninn, eigið yndislegt kósý kvöld og helgi, kæra fjölskylda. 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 13:58

7 identicon

Það er ekki spurning að maður krossi allt sem hægt er að krossa. Finnst alveg vera búið að leggja nóg á ykkur öll. Komin tími til að lifa "eðlilegu" lífi.

Mikið skil ég vel spenningin hjá Theodóri. Enda er hann á þeim aldri að finnast afmæli spennandi og skemmtileg.

Eigið góða og skemmtilega kvöldstund. 

Guð veri með ykkur.

Kveðja Linda Birna.

Linda Birna (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 14:00

8 identicon

Krossa allt sem hægt er að krossa, hugsa til ykkar daglega, gangi ykkur súpervel á þriðjudag, knús!

Lilja Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 14:28

9 identicon

Elsku hjartans þið öll

Sendi endalaust af öllu góðu til ykkar, veit svo sem ekki hvað ég á að nefna, því ég er hálf lömuð af akkúrat núna að lesa færsluna, þó hún kannski segi ekkert meira en oft áður, en þetta hrikalega álag sem er á ykkur fjölskyldunni er bara þannig að maður dáist endalaust að, já og skilur ekki vel að hægt sé að standa þennan straum, en auðvitað er ekkert annað í borði.

Á þriðjudaginn verður að koma eitthvað gott og við biðjum Guð að gefa að svo verði.

Kærleikskveðja í húsið frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 15:00

10 identicon

Elsku fjölskylda, vonum og óskum að allt sé í rétta átt, trúi vel að þið séuð orðin kvíðin og þreytt, biðjum til þess að þið fáið góðar fréttir í næstu viku hugsum til ykkar, knús á ykkur duglega fjölskylda:)

Áslaug (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 15:09

11 identicon

Ég krossa allt sem hægt er að krossa, hugsa til ykkar daglega, gangi ykkur svakalega vel á þriðjudag og alla daga að sjálfsögðu!

Knús og kremjur!

Lilja Sigmarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 15:12

12 identicon

Hugsa til ykkar á þriðjudaginn með allt í kross.

Gangi ykkur vel duglega fjölskylda

Linda (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 15:34

13 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið eruð þið dugleg að halda fjölskyldulífinu gangandi við þessar aðstæður.

Bið um GÓÐA  NIÐURSTÖÐUR  Á  ÞRIÐJUDAGINN - ANNAÐ ER EINFALDLEGA  EKKI  Í  BOÐI      

Góða helgi og skemmtilegt partý

Hólmfríður Bjarnadóttir, 28.1.2011 kl. 15:42

14 Smámynd: Ragnheiður

Krossa allt fyrir ykkur öll - alltaf.

Mikið er á ykkur lagt.

Tek undir með Hólmfríði hér að ofan, þið eruð frábærlega dugleg við ómannlegar aðstæður.

Knús og njótið helgarinnar

Ragnheiður , 28.1.2011 kl. 16:15

15 identicon

Innilegar kvedjur til ykkar. Thid eigid bara gott skilid.

Thorgerdur (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 16:18

16 identicon

krossa putta fyrir ykkur

Sigrún (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:00

17 identicon

Allar fingur og tær krossaðar bak og fyrir og kerti fyrir maístjörnuna og ykkur öllsömul... Góða helgi kæra fjölskylda!

Guðrún Helga (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:18

18 identicon

kossar knús og góðir straumar fyrir næsta þriðjudegi, hef trú á að þið fáið góðar fréttir

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 17:46

19 identicon

Kæra fjölskylda

Eigið frábært "partykvöld" í kvöld og njótið þess að vera saman. Krossa putta og vona það besta fyrir ykkar hönd á þriðjudaginn.

kveðja

Kristín

Kristín (ókunnug) (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 18:07

20 identicon

Allt krossað á þessum bæ,  góða helgi !

Thelma Bára (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 18:11

21 identicon

Yndislegar kveðjur til ykkar kæra fjölskylda

Ásthildur (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 21:00

22 identicon

Hugsa til ykkar! Gangi ykkur rosalega vel! Góða helgi yndislega fjölskylda:)

Helena, Reykjavík (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 21:27

23 identicon

Mikið vona ég að það fari að létta á þessu álagi og að veikindum fari að linna. Þið eigið sannarlega skilið að fá frábærar fréttir í næstu viku og að öll þessi veikindi hverfi. Hugsa alltaf fallega til ykkar með virðingu og aðdáun að dugnaðinum í ykkur. Bið þess að allt komi vel út í næstu viku.

Kv.

Laufey (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 22:30

24 identicon

Allt í kross hérna fyrir því að það verði góðar fréttir sem þið fáið út úr rannsóknunum.

Með ósk um góða helgi!!!

Begga

Begga Kn. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 22:58

25 identicon

Sendi hlýja strauma til ykkar elsku fjölskylda. Þið fáið góðu  fréttirnar á þriðjudaginn, annað ekki í boði. Eigið góða helgi

Knús í hús Birgitta

Bigritta (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 23:07

26 identicon

Það sem er lagt á ykkur kæra fjölsk...

Skil ekki afhverju það sé svona mikið á eina fjölsk..ekkert réttlæti í þessum heimi...

Áslaug Ósk,Óskar Örn,Þuríður Arna,Oddný Erla,Theodór Ingi,Hinrik Örn,...þið eruð svo miklar hetjur,þvílikt sterk og dugleg.

Ég mun krossa allt sem ég á um góðar niðurstöður...

Megi Elskuleg Þuríður fara koma til baka allra vegna..

Megi þið eiga góðan svefn aðra nótt...milli þess sem þið njótið hvors annars og styrkjið<3

Þess óska ég..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 28.1.2011 kl. 23:27

27 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég mun krossa fingur og senda til ykkar góða srauma .eigið góða helgi knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 28.1.2011 kl. 23:39

28 identicon

Elsku sterka fjölskylda , já það er mikið á ykkur lagt og hver er tilgangurinn , veit það ekki .

Bið þennan sem öllu ræður að vaka yfir ykkur öll og biðjum að þið fáið góða niðurstöður á þiðjudaginn .

partýkvöld klikka sko ekki , vorum einmitt með eitt slíkt í kvöld , eigið góða helgi og til hamingju með daginn óskar

sendum stórar kærleiksknúskveðjur til ykkar allra .

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 00:42

29 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 10:05

30 identicon

Gangi ykkur ofsalega vel.

Bið fyrir að allt fari á besta veg og árið 2011 verði ykkar.

kv

Helga, ókunnug.

Helga (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 10:30

31 Smámynd: Adda Laufey

knus o kossar

Adda Laufey , 29.1.2011 kl. 10:33

32 identicon

kæra fjölskylda krossa tær og fingur fyrir ykkur og bið Guð um að gera það líka..Áslaug  Þú ert ofurhetja og þið reyndar öll...

Megi góður Guð vernda ykkur og styrkja

Hveragerðis knús á ykkur...

Hrafnhildur Jóhannsd (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 12:39

33 identicon

Það er ekkert smá mikið á ykkur lagt :/ Gangi ykkur rosalega vel á þriðjudaginn og ég ætla að krossa alla putta og tær fyrir ykkur.

kv. Ella

Ella (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 13:14

34 identicon

Nú fer þetta að koma....ekkert annað í boði við skulum ákveða það.  Nú þurfum við að vera dugleg gott fólk sem hér kíkkar við að tendra ljósin fyrir Þuríði, bænin er stertk og trúin líka.

Hafið það sem allra best og guð gefi ykkur góða daga og góðar niðurstöður :)

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:27

35 identicon

Langar til þess að senda ykkur góða strauma og ég mun hugsa fallega til ykkar á þriðjudaginn. Krossa allt sem ég get krossað XXX

Kv. Sigrún

Sigrún Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 14:55

36 identicon

Sendi ykkur mínar bestu óskir um góða útkomu á þriðjudaginn.

Helga (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 15:24

37 identicon

Bestu óskir til ykkar um að útkoman á þriðjudaginn verði sem best.

Helga (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 15:26

38 identicon

Ég mun krossa fingur fyrir ykkur á þriðjudaginn kæra fjöskylda.

Eigði gott kvöldpartí og hamingjuóskir með Skara þinn á morgunn.

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 21:53

39 identicon

Gangi ykkur rosalega vel, þið eruð ótrúlega dugleg öll sömul.

Kristín. (IP-tala skráð) 29.1.2011 kl. 23:18

40 identicon

 Maður getur ekkert sagt, nema mér finnst ofsalega sárt að Þuríði líði svona illa og sömuleiðis ykkur öllum því að svona á enginn að þurfa að ganga í gegnum.

Ég sendi mínar fallegustu hugsanir og óska þess af öllu hjarta að þið fáið góðar fréttir á þriðjudaginn og að elsku Þuríði fari að líða betur

Sigga (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 10:54

41 identicon

Ég sendi mína allra bestu strauma til ykkar kæra fjölskylda. Þið eruð miklar hetjur.

Baráttukveðjur,

kv.Hildur (ókunnug)

Hildur Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 11:16

42 identicon

Sendi hlýjar hugsanir og krossa fingur kæra fjölskylda.

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 11:51

43 identicon

Hæ hó, Krossa fingur og vona það besta fyrir 1 feb. Ein hugmynd um mæðgnatíma þá er ég með tvíbba sem eru 8 ára og það er oft erfitt að fá að vera ein með Mömmu þá hef ég stundum brugðið á það ráð að fara með aðra á skauta og svo í ísbúðina á laugardegi svo með hina á sunnudegi.

Allavega hugmynd fyrir þig og blómarósina þína. Maístjarnan þín myndi kannski meika ísinn ;O)

Gangi ykkur vel kæra fjölskylda og afmæliskveðja til Óskarsins.

Begga (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 17:44

44 identicon

Ég krossa tær og fingur fyrir þriðjudag. Vona heitt og innilega að þið fáið GÓÐAR fréttir. Þið eigið það svoooooooooooo skilið.

Katla Björk (ókunn) (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 21:52

45 identicon

Elskulega Áslaug

Trúin flytur fjöll, nú biðjum við öll sem eitt vinirnir ykkar sem höfum fylgst með ykkur í öll þessi ár um að kraftaverkið líti dagsins ljós á morgun og fréttirnar verði góðar.

Farðu vel með þig ljúfan  

Guðný (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:07

46 identicon

Elsku duglega fjölskylda, sendi ykkur alla mína góðu strauma, krossa allar fingur, tær og annað mögulegt sem mér dettur í hug.

 Þú ert stórkostleg manneskja Áslaug og ég dáist alltaf af dugnaði þínum og þinnar fjölskyldu.

Bestu kveðjur frá Vestmannaeyjum

kv Ása (ókunnug)

Ása (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 09:41

47 identicon

Vá hvað ég dáist af þér Áslaug þekki þig ekki neitt en gæði þín skína í gegnum skrifin þín.

Hér krossa allir fingur og tær og senda Þuríði og ykkur orkustrauma.

Kveðja Heiða

Heiða Ingimundardóttir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 11:42

48 identicon

Kæra fjölskylda,

gangi ykkur ofsalega vel á morgun.  Sendi ykkur birtu og hlýjar hugsanir.

kv. Berglind

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:27

49 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgun, ég hugsa til ykkar og krossa allt sem ég get krossað. Knús í hús. Kv Helga

Helga ókunnug. (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:49

50 identicon

Takk fyrir að layfa mér að fylgjast með. Hef fylgst með ykkur um skeið og ég dáist af styrk ykkar og dugnaði.

Gangi ykkur rosalega vel á morgun.

Kv. Íris

Íris Þórlaug (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 13:22

51 identicon

Gangi ykkur vel á morgun. Ég mun hugsa til ykkar og senda ykkur góða strauma.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 14:55

52 identicon

Gangi ykkur vel á morgun, ég hef ykkur í bænum mínum.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 16:34

53 identicon

Krossa tær og fingur í einlægri von um að nú fari að birta til hjá ykkur.

Auðbjörg Halla (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:23

54 identicon

Ég sendi ykkur góðar hugsanir

Linda (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 17:43

55 identicon

Sendi ykkur endalaust af fallegum hugsunum og hef kveikt á kerti fyrir ykkur...

Knúzzz

Thelma

Thelma (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:07

56 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgun!

Sissa (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 18:42

57 identicon

gangi ykkur vel á morgurn krossa putta og tær, hendur og fætur og bið til guðs að allt gangi vel

Silja Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:39

58 identicon

Kæra fjölskylda gangi ykkur rosalega vel á morgun, krossa

alla mína putta og tær, sendi góðar hugsanir til ykkar og

bið guð að vera með ykkur

Áslaug (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 19:57

59 identicon

Óska ykkur alls hins besta á morgun og sendi hlýjar batakveðjur.

Ragna.

Ragna (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 21:19

60 identicon

Krossa alla fingur og tær...

Jóhanna (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:18

61 identicon

Guð veri með ykkur og gefi ykkur styrk.

Oddný H. (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:33

62 identicon

Geri eins og allir hinir...krossa alla fingur í von um góða rannsókn á morgun <3

Ingveldur, (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:39

63 identicon

Kæra fjölskylda, gangi ykkur allt í haginn á morgun.

Kv.

Elín.

Elín (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:41

64 identicon

Kæra Áslaug og Óskar !

  Mér finnst kominn tími til að þessi litla stúlka fái kraftaverkið.  Við vitum að þau eru alltaf að gerast og núna finnst mér að þessi litla stúlka hún Þuríður Arna eigi eitt slíkt skilið við verðum að trúa að þau komi til okkar.  Hugsa til ykkar og bið fyrir litlu hetjunni. 

Kær kveðja, UH

Unnur Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:43

65 identicon

Hugur minn er hjá ykkur. Góðar fréttir er það sem á að standa á þessu bloggi á morgun. Guð gefi ykkur góðan nætursvefn.

Berglind (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 22:55

66 identicon

Óska þess innilega að þið fáið GÓÐAR fréttir á morgun.

batakveðja Birgitta

Birgitta (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 23:02

67 identicon

Hugsa til ykkar á morgun elsku falleg fjölskylda.

Verð með ykkur í bænum mínum í kvöld.

Ósk

Ósk (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 23:57

68 identicon

Kæra fjölskylda, ég vona að allt gangi vel á morgun og niðurstöðurnar verði góðar, þið eruð öll yndisleg.

Kær kveðja, Helga

Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 00:16

69 identicon

Gangi ykkur sem allra best. Batakveðjur.

Hjördís 

Hjördís Eleonora Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 00:26

70 identicon

Hugsa til ykkar í dag, vona að allt gangi vel þið eigið það svo innilega skilið.

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 07:30

71 identicon

Gangi ykkur rosalega vel í dag.

Elín Helga (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 08:16

72 identicon

Hugur minn er "extra mikið"  hjá ykkur í dag, vegna þess að þessi dagur á að vera EXTRA GÓÐUR hjá ykkur, kæra fjölskylda. Það er mín einlæg von og trú.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 08:48

73 identicon

Mínar fallegustu hugsanir eru hjá ykkur í dag kæra fjölskylda og bið ég þess af öllu hjarta að þið fáið góðar fréttir í dag

Sigga (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:37

74 identicon

Er með hugann hjá ykkur og sendi ykkur góða strauma, vona að þeir nýtist eitthvað ;o)

Kv. frá DK

Begga Kn. (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:37

75 identicon

Allar mínar fallegu hugsanir eru hjá ykkur í dag.

Gangi ykkur vel og megi dagurinn verða upphaf góðrar heilsu, vonar og bjartrar framtíðar.

kv

Helga.

Helga (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 10:51

76 identicon

Gangi ykkur vel í dag.

Ég hugsa til ykkar allra.

Kveðja María

María Gísladóttir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 11:58

77 identicon

Er búin að hugsa til ykkar í allan morgun! Vona að allt hafi gengið vel :)

Erla (ókunnug) (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 12:35

78 identicon

Krossa putta og tær fyrir ykkur í dag.

Margrét Jóna (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 15:10

79 identicon

Gangi ykkur vel, hugsa oft til ykkar, kær kveðja frá okkur á Greiningarstöðinn

María Játvarðardóttir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 15:52

80 identicon

Er búin að hugsa til ykkar í allan morgun og allan dag!

Vonandi kom allt gott út úr rannsókninni á krúttinu!

Knús!

Inga (ókunnnug) (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 17:08

81 identicon

Er búin að hugsa mikið til ykkar ... vona að allt hafi komið vel út og dagurinn góður...

Katrín Anna (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 17:25

82 identicon

Góðan dag, hugsa til ykkar daglega, vonandi fáið þið góðar niðurstöður eftir daginn. 

Elísabet (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 18:15

83 identicon

Kæra fjölskylda,  ég er búin að hugsa mikið til ykkar í dag, og bíð eftir GÓÐU niðurstöðunum.  Kærleiksknús.  Guð veri með ykkur alla daga.

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:23

84 identicon

Vona að dagurinn hafi gengið vel

Kristín (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:34

85 Smámynd: Ragnheiður

Hugurinn hefur mikið leitað til ykkar í dag í heitri von um góðar niðurstöður.

Hjartansknús !

Ragnheiður , 1.2.2011 kl. 23:48

86 identicon

Kæra fjölskylda.

Ég hef fylgst með baráttu ykkar með þennan illvíga sjúkdóm sem herjar á barnið ykkar. Þið hafið staðið ykkur ótrúlega vel. Kannski er bara ekkert annað í boði fyrir fólk í þessari stöðu. Sem móðir myndi berjast fram í rauðann dauðann og lengra ef ég þyrfti. Vildi bara senda ykkur hrós fyrir eljusemi, hreinskilni og dugnað. Þið standið uppi sem siguevegarar. Gangi ykkur vel og vonandi fenguð þið ekki óyfirstíganlegar fréttir í gær.

Kv

Frida Bjørk (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 06:49

87 identicon

Ég vona inniliega að allt hafi gengið vel. Þið eruð í bænum mínum elskurnar.

Dísa (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 10:46

88 identicon

Vonandi hefur allt gengið vel

kæleiksknúskveðjur að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 12:27

89 identicon

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 13:32

90 identicon

Elsku þið, vonandi hefur allt gengið vel hjá ykkur og þið fengið góðar fréttir. Hugsa standslaust til ykkar. Baráttukveðjur, Svala og co

Svala (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 13:34

91 Smámynd: Sveinbjörg M.

Ég vona svo heitt og innilega að það hafi gengið vel.

Risaknús til allra

Sveinbjörg M., 2.2.2011 kl. 13:46

92 identicon

Ég veit ekki hvaða skipti ég er að koma hér inn í dag og hugsa alltaf með mér vonandi eru komnar góðar fréttir, vona svo innilega að þið séuð að fagna elsku fjölskylda og hafið fengið góðar niðurstöður eftir gærdaginn en ekki að þú sért niðurbrotin elsku Áslaug mín

Hnúturinn stækkar hratt hjá mér og sjálfsagt fleirum sem er farið að þykja svo vænt um hana og ykkur í gegnum síðuna ykkar en þú leyfir okkur að heyra þegar þú ert tilbúin eins og þú hefur alltaf gert og á meðan sendum við hin ykkur okkar allra bestu strauma og bænir

Sigga (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 14:59

93 identicon

hugur minn er hjá ykkur kæra fjölsk sendi styrk og kærleik

lilja (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 16:52

94 identicon

Elsku fjölskylda,

Mikið vona ég að allt hafi gengið vel í gær og að  þið séuð upptekinn við að fagna.  Hugsa til ykkar daglega og bið fyrir ykkur.

Baráttukveðja

Berglind

Berglind (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:09

95 identicon

Hugur minn er líka hjá ykkur og vona innilega að niðurstaða gærdagsins hafi verið góð. 

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:33

96 identicon

Hugsa til ykkar og krossa puttana

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:36

97 identicon

Hugurinn er hjá ykkur sendi ykkur hér með góða strauma og vonandi hafið þið fengið góðar fréttir

kv Díana

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 18:42

98 identicon

Ég er búin að kíkja hingað inn nokkuð oft í dag,vonandi hefur allt gengið vel,guð veri með ykkur.kv

Steina (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 19:00

99 identicon

bara að tekkja

en meiri kærleiksknús að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 19:04

100 identicon

Vona svo innilega að þið hafið fengið góðar fréttir, hugurinn er hjá ykkur kæra fjölskylda. Knús.

Vigdís (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:52

101 identicon

Kærleikskveðja til ykkar kæra fjölskylda

Þorsteinsina Gestsd (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 20:56

102 identicon

Vona að þið séuð að fagna góðum fréttum.

Hugur minn er hjá ykkur, veit ekki hvað ég er búin að kíkja oft hingað síðan í gær

kærleiksknús

Helga

Helga (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:03

103 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 2.2.2011 kl. 21:13

104 identicon

Elsku Áslaug og Óskar.  Ég er búin að vera að kíkja annað slagið hérna inn, bæði í dag og í gær og hugsa mikið til ykkar.  Ég vona innilega að allt hafi gengið vel og þið fáið þær niðurstöður sem þið þarfnist sem mest!  RISAKNÚS til ykkar allra

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 21:20

105 identicon

Ég sendi mína bestu strauma til ykkar kæra fjölskylda og vona það besta. Þið eruð miklar hetjur.

Baráttukveðjur,

kv.Birna Kristín (ókunnug)

Birna Kristín (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 22:09

106 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda, ég vona að allt hafi gengið vel í gær og að þið hafið bara fengið góðar fréttir. Ég hugsa til ykkar á hverjum degi og trúi bara ekki öðru en að sá dagur muni koma þegar þið þurfið ekki lengur að hugsa um svona erfiða hluti lengur og að Þuríður geti farið að lifa lífi lítillar heilbrigðrar stelpu eins og hún á svo mikið meira en skilið.  Baráttukveðjur til ykkar allra.

Valdís Jónsd. (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:04

107 identicon

risa knús á ykkur öll, þið eruð hetjur <3

Ásta (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:13

108 identicon

Guð gefi að ég sjái góðar fréttir af ykkur næst þegar að ég kíki hérna inn.

Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda.

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:27

109 identicon

Búin að kíkja oft í dag og vonast eftir góðum fréttum.

Kristín (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:28

110 identicon

Guð gefi að ég sjái góðar fréttir af ykkur næst þegar að ég kíki hérna inn.

Hugur minn er hjá ykkur kæra fjölskylda

Guðrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 23:30

111 identicon

Krossum sko extra mikið putta,, og ó mæ god,, hvað er lagt á sum lítil blóm...  vonum sko innilega að allt fari að ganga vel,,,, svo systurnar geti nú verið saman,, hressar án veikinda...

Karen Olsen (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 07:37

112 identicon

Hugur minn er stöðugt hjá ykkur. Veit ekki hvort ég kemst mikið í tölvu um helgina. Vonandi verða góðar fréttir komnar hér inn áður en ég fer.

Risa knús á ykkur kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 08:11

113 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband