Leita í fréttum mbl.is

1.apríl og 12.apríl

Við kíktum á doktor Óla í gær sem var rosalega ánægður með Maístörnuna mína enda í þvílíkt góðu skapi, sagði endalausa brandara og með sinn smitandi hlátur.  Hann finnur vel hvað hún er að styrkjast enda orðin mikil rýrnun í öllum vöðvum vegna steranna sem við ætlum að KVEÐJA 1.apríl, neinei ekkert apríl-gabb.  Ef þetta mun halda áfram að ganga svona vel þá munum við kveðja þá í loka mánaðar en það var en meiri steraminnkun ákveðin í gær og við sjálfsögðu alveg í skýjunum.Grin Það verður sem sagt slegið upp stórt kveðjupartý 1.apríl og við kveðjum sterana sem við ætlum ALDREI að hitta aftur.

12.apríl mun svo Maístjarnan mín fara í rannsóknirnar sínar, ég er mjög sátt með þennan dag þar sem 12 er mín happatala svo ég hef mikla trú á því að hún muni halda því áfram.  Þetta verða tvöfaldar rannsóknir í einni svæfingu og þá ættum við að sjá hvort þetta sé "bara" bjúg eða hvort það sé einhver illkynja vöxtur í gangi.

Maístjarnan mín er núna búin að vera í þrjá mánuði á steraskammti sem eru þau allra leiðinlegustu lyf sem til eru, hunleiðingar aukaverkanir ENN þessi lyf virka og lömunin fór mestmegnis tilbaka svo maður ætti kanski ekki að kvarta.  Bara leiðinlegt að sjá hvað þau láta 8 ára gömlu Maístjörnuna mína verða óhamingjusama og kveljast því það koma miklir verkir í alla liði hjá henni vegna sterana svo hún var á tíma "uppdópuð" til að lina þetta allt saman.

Hún er farin að mæta 2-3 tíma á dag í skólann sem er FRÁBÆRT, hún er farin að rífa kjaft og þá veit maður að Maístjarnana mín er öll að koma til.Grin

Ég er farin að þrá orkuna mína líka, langar að fara mæta í ræktina en það hefur algjörlega setið á hakanum þar sem allur minn tími hefur farið í að hugsa um fallegu Maístjörnuna mína.  Þar sem hún er farin að mæta allavega tvo tíma á dag ætti ég að geta farið og hrist aðeins spikið sem ég hef verið dugleg að bæta á mig síðustu mánuði eða síðan hún greindist aftur í  maí síðastliðin.  Shit (afsakið) hvað manni líður illa bara að verða svona einsog ég hef orðið vegna veikindanna, það er allavega ekki til að bæta líðan vegna Maístjörnunnar minnar svo ég VERÐ að fara gera eitthvað bara svo hrikalega erfitt að koma sér afstað.  ARGH!!  Svona án gríns þá hef ég varla farið útur húsi síðan hún veiktist í byrjun des fyrirutan að keyra börnin mín á æfingar (sjúkraþjálfun)og ná í strákana mína í leíkskólann.  Ég er ekki að biðja um neina vorkunn, bara að leyfa ykkur að gægjast inn í líf móður sem á langveikt barn.  Enda nenni ég enganveginn að finna mig til því ég er hvorteðer "bara" rétt að hoppa útur bílnum til að sækja eða fara með börnin mín á ákveðna staði.  Eðlilegt?? Ég sé alls ekki eftir neinu enda er mín "vinna" að sjá um börnin mín en þrái kanski aðeins "Áslaugar-tíma" (annað en að vera þrífa heima hjá mér)eða "ein með Óskari-tíma".

Eigið góða helgi kæru þið......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru þið, þetta með að hafa sig til, og hafa sig af stað í eitthvað sem við  vitum að gerir okkur gott, getur verið svoooooo erfitt.                En það gerir kraftaverk þegar það gerist, vona svo sannalega að þinn tími komi, og ykkar allra. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 11:19

2 identicon

Yndislegt, yndislegt og aftur yndislegt að heyra.

Já 4ra barna móðir er ekki verkefnalaus og með eitt barnið langveikt er náttúrlega erfiðisvinna af verstu sort.  Þannig að að þú hafir setið á hakanum með þínar þarfir er 100% skiljanlegt, en nú er lag, stjarnan í skólanum og allir að gera eitthvað þá daga, amk. f.h., en þá er að velja hvers þú þarfnast mest,  kannski líka að hvíla þig, ég er allavega alveg sannfærð um að það er af ýmsu að taka þar.

Kósyferð með Skara nokkra daga væri kannski málið, einhver fjandans kíló eru allavega ekki málið eins og þú hefur örugglega lært af þinni erfiðu reynslu sl. ár, en orkan er nauðsynleg og þá er spurningin hvaðan maður fær mest af henni.

Sendi ykkur allavega kærleikskveðjur í hús

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:04

3 identicon

Sæl Áslaug

Nú er ég handviss um að þú hafir rétt fyrir þér hvað varðar batann hjá Maístjörnunni.  Þessir dagar sem þú nefnir þarna eru góðir dagar...mjög góðir dagar.  Annar sonur minn á afmæli 1. apríl og ég á afmæli 12. apríl.  Ég er handviss um að þið fáið góðar fréttir þá.

Já, það er erfitt að koma sér af stað og kannski þarftu aðeins að hvílast áður en þú kemst af stað í spriklið...því maður verður að hafa orku í það.  Settu þig endilega í 1. sæti þessa tíma sem börnin eru ekki heima, hvort sem þú hvílir þig, ferð í spriklið eða bara eitthvað allt annað....þú átt það sko sannarlega skilið

Kveðja - Helga

helga (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:35

4 identicon

Frábært að allt gengur betur.Sterar hafa ferlega leiðinlegar aukaverkanir satt er það.Gott að þú hlúir að þér líka en það er ekki einfalt í þessari aðstöðu.Guð blessi ykkur og styrki

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 13:15

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til ykkar

Guðrún unnur þórsdóttir, 3.3.2011 kl. 15:22

6 identicon

Ætla sko að mæta í huganum í partýið hjá þér 1. apríl - það verðu sko mega gleðiveisla.

Við látum ekki einn krampa slá á alla gleðina. En mikið skil ég þig og það er ekki af ástæðulausu sem mamma grætur á svona stundum.

Þú ert að verða "innmúruð" heima hjá þér sem er slæm tilfinninga, svo nú er bara að ná í stóru sleggjuna og brjóta múrinn. Huglægir múrar geta verið fjandi (afsakið - uss) harðir og seigir, en það er allt hægt, þá hef ég sjálf upplifað í eigin fjölskyldu undanfarna daga. "Förum ekki nánar út í það" eins Kristján heiti ég Ólafsson mundi segja.

12. apríl verður svo góður dagur - annað ekki í boði. Knús í hús

hólmfríður Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 15:29

7 identicon

Gott að lesa góðar fréttir og auðvita verður 12 apríl frábær dagur

Drífðu þig nú í nuddið góða og reyndur að slaka á...svo drífur þú þig af stað.  Að labba úti og tengjast náttúrinni er oft fyrsta skrefið þegar manni líður þannig að maður kemur sér ekki af stað.  Náttúran nærir líkama og sál

Bið guð að gæta ykkar og tendra ljósin

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 17:25

8 identicon

Frábært að það er allt á réttri leið með dömuna!

Og ó mæ hvað það er auðvelt að skilja að þú bætir á þig aukakílóum og sért ekki úthvíld og hress! Þetta er hörkuvinna sem þú ert í!

Gættu þess að setja ekki of stórar kröfur á þig, að þú eigir að líta svona og svona út eða vera svona og hinsegin. Allt hefur sinn tíma.

Reyndu frekar að njóta þess að fá tíma fyrir sjálfa þig hvað svo sem þú tekur þér fyrir hendur... nú svo ég tali ekki um tíma með manninum þínum ;)

Farðu vel með þig og gangi ykkur öllum vel!

Svandis Ros (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 18:05

9 identicon

Frábært að heyra að hún sé að hressast svona :) um leið og það kemur, kemur smá meiri orka til þín í leiðinni :) Birtir alltaf til þegar börnunum líður betur :)

ég á langveikan strák og ég kannast sko við að þyngjast þegar illa gengur maður hefur maður enga orku til að hreyfa sig og langar bara í eitthvað óhollt. En gangi þér vel að koma þér að stað, manni líður alltaf svo miklu betur þegar maður byrjar:) En ég veit alveg hvað það er erfitt.

Guðrún ókkunug (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 18:26

10 identicon

Sæl elsku Áslaug og fj.

Yndislegt að heyra með Maistjörnuna ykkar.

Þið eruð hetjur og eigið heiður skilinn.

Trúi að þið hafið þetta.Það er ótrúlegt að fylgjast með

baráttu ykkar,svona erfiðleikar reyna svo sannarlega á

og þið virðist bara styrkjast.

gangi ykkur vel og hjartans kveðjur.

Halla.

Halla Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 19:07

11 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 21:27

12 identicon

Yndislegt að heyra þetta. Góða helgi, kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 23:39

13 identicon

Frábærar fréttir, alveg klár á að nú verður þetta bara svona, góðar fréttir og meiri góðar fréttir. 

Þórleif (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 06:15

14 identicon

Það er yndislegt að litla hetjan sé að styrkjast og að losna við sterana...Ég er viss um að 12. apríl verður happadagur fyrir ykkur...

Þið eruð mjög dugleg og þú Áslaug ert algjör hetja...Knús á ykkur öll

Ragnheiður Rafnsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 08:02

15 identicon

sendum góða strauma til ykkar knús í hús <3

svanhildur Fanney Hjörvarsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 11:22

16 identicon

Eh elskan mín - mér finnst þú alltaf sæt og drop dead gordjöss þegar ég sé þig í fimleikunum ;)

Súsanna (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 13:31

17 identicon

stórt knús á ykkur, sendi orku yfir heiðar til ykkar, gæfan veri með ykkur ávallt, þið eru dugleg og frábær, ljúfar kveðjur og faðmlag til ykkar allra flotta fjölskylda

Didda ókunnug (IP-tala skráð) 4.3.2011 kl. 14:49

18 Smámynd: Ragnheiður

Kæra Áslaug, þekki enga sem þyrfti meir á smá ME tíma að halda en þú ..þú duglega kona :)

Knús á þig (þig eina núna :))

Ragnheiður , 5.3.2011 kl. 01:13

19 identicon

Mikið er gott að heyra að allt sé á uppleið :)

sendum fullt  af okustraumaknús til ykkar :)

kv austan

Dagrún (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 10:41

20 identicon

Þið eigið orðu skilið fyrir elju og jákvæðni. Trúi því að þið verðið sólarmeginn í lífinu eftir 12.apríl. Kveðja Bryndís

Bryndís Baldv. (IP-tala skráð) 5.3.2011 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband