Leita í fréttum mbl.is

.......

Núna er Maístjarnan mín búin að fá fjóra (þar sem við höfum séð) krampa á sex dögum og við þetta rifjast upp hrikalega slæmar minningar sem mig langar enganveginn að upplifa aftur með Maístjörnunni minni.  Við þetta verð ég líka ofsalega hrædd og verð hræddari við hvern krampan sem hún fær, lyfjaskammturinn hennar var strax stækkaður á fimmtudaginn þegar hún fékk stóra krampan og ég hitti doktor Ólaf í gær og hann sagði að þau lyf ættu að vera "kikka" inn en eflaust þarf að stækka hann en meira. 

Það er orðið erfitt að fá hana útur bílnum þegar við að fara eitthvað en hún var farin að vilja koma með mér t.d. inná leikskólann að ná í strákana eða fara með Blómarósina okkar á æfingu ENN ekki lengur og það er vont.  Ég finn að það er þreyta í henni sem kemur eflaust vegna krampana og svo eru kanski einhverjir krampar að koma sem við sjáum ekki eða verðum vör við.  Þetta er SKÍTT!!

Ég finn alveg hvað þetta tekur á, ég er líka gjörsamlega búin á líkama og sál og er endalaust kvíðin fyrir næstum vikum en þess vegna ákvað ég líka að rífa mig upp (sem er búið að taka ansi marga mánuði) og skella mér á eitt stk kort í ræktinni en það ætla ég að kaupa á morgun og skellti mér líka á eitt stk einkaþjálfara sem kostar ekki handlegg og fót.  Núna á sko að taka á því og reyna láta mér líða aðeins betur en ég geri í dag.  Ég er líka hrikalega spennt, reyndar þarf ég að rífa mig upp fyrr en vanalega en ég verð þá kanski meira vakandi fyrir vikið yfir daginn.

Enda færsluna á Theodóri mínum:
P3096365 [1280x768]
Þessi var tekin af honum í gær en hann byrjaði daginn á að fara í leikskólann, þar var ball og svo endað á pizzum í hádeginu.  Svo náðum við mæðgur í hann og fórum á Barnaspítala í bíó og þar flæddi allt af poppi, nammi og gos sem þeim leiddist sko ekki.  En sá yngsti komst ekki með okkur þar sem hann er búinn að vera með hlaupabóluna.
P3046325 [1280x768]
Svo er ein hérna af honum í pottinum sem var tekin af honum í sumarbústaðnum um helgina.

Eigið góða helgi kæru þið, hérna byrjar helgin okkar einsog alltaf á "partýi" (föstudagskvöld) og svo verða börnin send í næturpössun til ömmu og afa.  Veit ekkert hvað við ætlum að gera??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er SKÍTT með krampanna og ástandið Áslaug mín..

Á engin góð orð handa ykkur..en ég hugsa bara enn meir til ykkar...

Mér líst vel á að þú farir í hreyfingu og fáir Einkaþjálfara og gott ef þú fannst mannlegann sem er ekki með svipuna á lofti og kostar ekki eins og þú segir handlegg og fót..

Vona að þér gangi vel með þetta..hægt og bítandi:)

Er endlaust stoltur af þér/ykkur..

Flottur gæi:)

Þið gerið eitthvað sniðugt..nú eða ekkert,sem er líka gott:)

Eigið góða helgi...

Kærleik sendi ég ykkur..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 18:57

2 identicon

þetta er sárt að lesa 
vona að helgin verði ykkur góð og þið hjónin njótið þess að vera 2 og hlúið að hvort öðru á meðan börnin eru hjá ömmu og afa 

kv tóta

Þórunn helga garðarsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 19:00

3 identicon

úff......sendi ykkur stórt knús og kærleik og hugsa til litlu hetjunar

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 20:09

4 identicon

Ekki að undra að líkaminn og sálin finni til .  Vona að líkamsræktin gefi þér orku og betri líðan í kroppnum.  Dáist einlæglega að andlegum styrk þínum. 

Kærar kveðjur.

Anna Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 20:17

5 identicon

Æ Æ Æ Æji....en ég er viss um að þetta er bara eitt skref aftur á bak og svo tekur hún tvö áfram.  En hvað þú ert dugleg að fara í ræktina en það er rétt hjá þér...oft líður manni betur á eftir...það er erfiðast að koma sér af stað.

Eigið þið góða helgi....gaman að heyra að börnin fari í næturpössun....gaman fyrir þau og gaman fyrir ykkur

Njótið helgarinnar - Helga

Helga (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 21:01

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvernig hughreystir maður mömmu sem hefur verið í mörg ár með barnið sitt í endalausu veikindaferli. Ég sendi þér kærleika, orku og batabænir. Mikilvægust er vonin og hana verður að halda í hvað sem tautar og raular. Gott hjá þér að fara út og sinna sjálfri þér í ræktinni. Best væri að stinga kvíðanum í poka - binda vel fyrir og henda út í hafsauga eða þaðan af lengra. Knús og kærleikur í kotið   

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.3.2011 kl. 21:58

7 identicon

Nú er ég bæði glöð og sorgmædd, glöð með þig að þú farir í ræktina takir á og fáir útrás með því að svitna og púla. Og sorgædd með Maístjörnuna, þetta er eitthvað sem litlar stjörnur eiga ekki að ganga í gegnum.

Baráttu kveðjur gþ

gþ (IP-tala skráð) 10.3.2011 kl. 22:01

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús til ykkar

Guðrún unnur þórsdóttir, 10.3.2011 kl. 23:06

9 identicon

Sendi ykkur kærleik og orku.  Gott að þú ert að gefa þér tíma fyrir sjálfa þig, það er lífsnauðsynlegt og þú þarft á því að halda.  Vona að lyfin fari að kikka sem fyrst inn hjá hetjunni þinni svo að kramparnir minnki.

Baráttukveðjur til ykkar allra

Berglind (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 09:19

10 identicon

Kæra fjölskylda ljós og kærleikur til ykkar Guð veri með ykkur og litlu hetjunni

Bryndísj (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 09:28

11 identicon

Mig skortir orð, en ég tek undir með öllum hér.

VIÐ VONUM ÞAÐ BESTA!!!  Góða helgi, kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 11:36

12 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 15:47

13 identicon

Tek  heilshugar undir sem hún Hólmfríður Bjarnad. skrifar,

og enda á hennar orðum:

knús og kærleikar í kotið

Áslaug (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 17:17

14 identicon

Halló kæra fjölskylda. Líst rosalega vel á að þú farir nú að gera eitthvað fyrir þig sjálfa. Ef þú gerir ekkert fyrir þig þá ertu bara ófær um að hugsa um maistjörnuna og hin börnin líka. Gott hjá ykkur að fá pössun fyrir börnin og hlúa að ykkur það er mjög gott. Vona að maístjarnan nái sér upp aftur. Kær kveðja Guðný

Guðný E. Einarsdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 19:10

15 identicon

Ég er eiginlega orðlaus hvað er lagt á ykkur,eina sem ég get gert er að senda ykkur knús og kveikja á kerti kæra fjölskylda

Anna (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 00:15

16 identicon

Æ,æ, ekki gott að heyra.....vonandi er þetta bara tímabundið ástand og svo fer allt að ganga betur.   Erfitt og kannski algjörlega vonlaust er að setja sig í spor ykkar foreldranna. En gott að heyra að þið gleymið ekki ykkur sjálfum.  Gangi ykkur endalaust vel og munið að þið eruð engum lík.....algjörar hetjur öll saman.

Anna (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 22:00

17 identicon

Knús

Linda (IP-tala skráð) 12.3.2011 kl. 23:15

18 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bænir og knús á þig og fallega fólkið þitt...:o) Vona að þessir krampar fari að hætta..þetta hljómar svo óhugnalega..

Bergljót Hreinsdóttir, 13.3.2011 kl. 21:32

19 identicon

Elsku Áslaug

Guð hvað ég vona að allt fari að lagast ,ég hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur á hverjum degi . Þið eruð þær mestu hetju í mínum huga sem ég hef fylst með.

kv. Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband