Leita í fréttum mbl.is

Draumar....

Einn af mínum draumum er að geta skrifað BARA jákvætt á bloggið mitt en það er ekki að gerast, mig langar að ljúka þessum veikinda-kafla og fara pirra mig á öllu þessu leiðinlega í þessu blessaða þjóðfélagi en það er víst heldur ekki að gerast.    Auðvidað finn ég fyrir öllu einsog þið öll en það er bara margt annað mikilvægara í lífinu mínu sem ég þarf að hugsa um og sinna.

Ég vissi ekki alveg hvernig veðrið var í morgun þegar ég labbaði með stelpurnar mínar í skólann, ok ég hefði betur átt að fara keyrandi þó svo það eru ekki margir metrar í skólann.  Við mæðgur nánast syntum í skólann.  Á leiðinni dettur Maístjarnan mín og á erfitt með að standa upp, fæturnar voru bara ekki höndla þungan en svo stuttu síðar fær hún krampa.  HELVÍTIS!!  Hún verður ofsalega hrædd og gargar af sársauka í krampanum, "mér er svo illt í hjartanu mamma" og tekur utan um það.  Svo kom smá aðsvif og áfram héldum við í skólann.  Hún vildi fara í skólann en ef elsku bestasta Maístjarnan mín er þreytt (eftir krampa) eða er að krampa vil ég helst hafa hana hjá mér og halda utan um hana.  Ooooooohhh þetta er svoooo erfitt að hálfa væri miklu meir en nóg.

Mig langar bara svo að Maístjarnan mín hætti að berjast við þennan fjanda og mig langar líka svo að Blómarósinni minni líði betur í sínu hjarta.  Það koma góðir dagar hjá henni en líka ofsalega slæmir, það er ekki eðlilegt hvað 6 ára gömlu barninum mínu þarf að líða illa vegna veikinda systur sinnar.  Við erum að leita meiri aðstoð fyrir hana, bara að fyrirbyggja hennar framtíð það eru líka börn systkina sem berjast við allskonar sjúkdóma sem verða illa útur því seinna meir og við viljum ekki að það gerist með Blómarósina okkar.  Blómarósin mín er alveg yndisleg við stóru systur, hún aðstoðar hana við ýmsar athafnir og spyr hana oft hvort eitthvað sé ekki í lagi?  Maístjarnan mín hefur t.d. ekki geta farið í efri koju bræðra sinna síðan í byrjun des en sú  yngri kom hlaupandi fram í gær og tilkynnti okkur það að "Þuríður fór alveg sjálf í efri kojuna" ótrúlega hamingjusöm hvað hún var að sýna miklar framfarir.  Mikið hlakka ég til að sjá hana hjólandi um hverfið okkar í sumar og það væri ennþá stærri draumur ef það væri án hjálpardekkjaSmile.

Mér líður sem sagt ekkert ofsalega vel í hjartanu þessa dagana og kvíðin fyrir 12.apríl verður alltaf stærri og stærri.  Kramparnir eru að aukast hægt og rólega, doktor Óli stækkar skammtinn en það virkar ekkert.   Er að bíða eftir símtali frá honum vegna krampans í morgun og er farin að ná í hana keyrandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æi ég fæ bara tár í augun og íllt í hjartað.

Sendi ykkur mínar fallegustu og bestu hugsanir og bið svo heitt og innilega að þið fáið góðar niðurstöður næst.

Knús til ykkar þótt ég þekki ykkur ekki neitt.

Lilja (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:07

2 identicon

Bið allar góðar vættir að vaka yfir ykkur og vernda fjölskylduna.

Dísa (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 12:27

3 identicon

Elsku þið öll

Ég sendi kærleikskveðjur í hjartað þitt svo því kannski líði pínu betur og helst miklu betur, þó að það sé endalaust níð á því.

Endalaus skynsemi í ykkar húsi, aukin aðstoð fyrir blómarósina er einmitt gott ráð til að verja hana eitthvað vegna veikindanna.

Þið eruð öll miklir snillingar, sendi kærleiks- og batakveðjur

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 13:10

4 identicon

Elsku Áslaug, engin orð eru til þegar svona stendur á, sendi þér alla mína orkustrauma.

Guðný (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 14:21

5 identicon

æi það er svo vont að lesa þetta. Finn svo til með ykkur og er alltaf að vona að það komi þeir tímar sem að þú þarft bara að pirrast yfir því hvað þú átt að hafa í matinn eða einhverju álíka. Kveiki á kerti fyrir ykkur í kvöld og sendi ykkur fallegar hugsanir.

Berglind (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 14:39

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

elsku Áslaug mín ég sendi ykkur öllum knús og sérstaklega hetjuni minni og blómarósini litlu knús og kram

Guðrún unnur þórsdóttir, 14.3.2011 kl. 15:59

7 identicon

Æi......  ég finn svo til með ykkur..... Bata og baráttukveðjur

Jóhanna G. Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 16:56

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Veðrið í morgun var ekkert smá blautt.

Kramparnir að aukast - ekki góðar fréttir. En þrekið virðist vera að koma líka sem auðvitað er gott. 

Sendi ykkur ljós og kærleika

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.3.2011 kl. 16:56

9 identicon

Æ hvað þetta er erfitt og sárt.  Ég er þó viss um að hetjan verði hjólandi í sumar.  Gott hjá ykkur að huga að blómarósinni líka því það er ómetanlegt fyrir hetjuna að hafa svona góða systur.

Hef ykkur í öllum mínum bænum.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 17:02

10 identicon

Við höldum áfram að biðja fyrir ykkur, og sendum hlýjar og góðar hugsanir til ykkar. Baráttukveðjur

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 17:17

11 identicon

ÆÆÆ...hvað maður vildi taka eitthvað af hennar veikindum á mig..

Sendi ykkur kærleik og góða strauma með von um betri tíma...

Maður tekur endalaust að ofan fyrir ykkur öllum..

Kveðja.

Halldór..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 20:59

12 identicon

Æi, hvað ég finn til með ykkur!  Ég dáist samt svo mikið að ykkur og þó sérstaklega þér, Áslaug mín.  Ég vona að ykkur takist að finna einhverja sem geta hjálpað blómarósinni ykkar, hún er svo ótrúlega dugleg og það sem hún er góð við stóru systur sína  Sendi ykkur allar mínar bestu hugsanir og RISAKNÚS, Ásdís

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 21:54

13 identicon

Æiiii hvað það er sárt að lesa og ég fæ tár í augun hér við tölvuna

 Elsku Áslaug og þið öll mikið finn ég til með ykkur.

 Ég bið til guðs að þetta allt fari að skána og ykkur fari að líða betur.

Sigga (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:32

14 identicon

æ fæ íllt í hjartað að lesa þetta , hugsa til ykkar , þið eru svo sterk og dugleg .

synda í skólan , já það má nú eiginlega segja það , mikið svakalega getur þessi þarna uppi grátið ,

Risaknús kveðjur til ykkar

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 22:47

15 identicon

Sendi ykkur alla mína verndarengla, vona að þeir styrki ykkur og verndi

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 01:01

16 identicon

æj það er nógu erfitt að lesa þetta hvað þá að vera í ykkar sporum.  Bið góðan Guð að Þuríði fari að líða betur og þið fáið að sjá draumana ykkar rætast.

Þórleif (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 06:15

17 identicon

Elsku Áslaug og fjölskyldan öll,

sendi ykkur styrk og hlýju og vonandi að Þuríði fari að líða betur sem allra fyrst.

Berglind (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 09:20

18 identicon

Hvað er þetta leiðinlega í þjóðfélaginu á við raunir stjörnunnar, en mikið vildi ég að þig væruð frekar að takas á við það heldur en kvalir hennar.

Ég trúi því að hún fari að skína, og blómarósin blómstra enn meir. kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 09:20

19 identicon

Voðalega er þetta ósanngjarnt, sendi hlýja strauma í þessu kalda veðri.......það er mikið á ykkur lagt...... kv. Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 10:17

20 identicon

Vildi að ég gæti gert eitthvað, sendi ykkur fjölskyldunni "eittstórtknús"

Þóra (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 10:50

21 identicon

Úffff.... mikið er þetta ósanngjarnt og erfitt að lesa þegar það er ekki að ganga eins og maður óskar. En ég var að spá í sambandi við sætu blómarósina þína getur hún ekki fengið tíma hjá sólasálfræðingnum. Ég vinn í grunnskóla og sé hvað það hjálpar systkynum veikra barna mikið að fá að koma í tíma hjá sálfræðingnum.

Ég krosslegg fingurnar um að það fari að koma betri tíma hjá ykkur.

Baráttukveðja til ykkar.

Matta

Matta (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 20:48

22 Smámynd: Ragnheiður

elskurnar mínar, hugur minn er hjá ykkur eins og ávallt

Ragnheiður , 15.3.2011 kl. 22:03

23 identicon

Elsku besta og fallegasta hetjan mín.Ég fæ illt í hjartað að vita af þér svona og vildi óska að ég gæti gert eitthvað fyrir þig.Ég bið algóðan guð að passa þig elsku hetjan mín og vona að þér fari að líða betur.Elska ykkur hetjur og sendi ykkur kærleiksríkar kveðjur.Töffarinn

Björk töffari (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 22:49

24 identicon

Sendi ykkur hlýja strauma og baráttu kveðjur  Kærleiksknús  

Hjördís Eleonora Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 23:30

25 identicon

Stórt knús

kv Dabjört

Dagbjört jakobsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2011 kl. 23:36

26 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda ég reyni af öllu mínu afli að senda ykkur styrk. Ekkert barn á að ganga í gegnum þessar raunir og engin fjölskylda á að þurfa að horfa upp á þetta. Ég vinn við að hjúkra fullorðnu fólki með krabbamein þannig að ég veit hvernig þetta er.

Ég bið góðan Guð að blessa ykkur og leiða Maístjörnuna til bata.

Lilja Hannesdottir (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 00:48

27 identicon

Guðsblessun

Kristín (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 11:22

28 identicon

Allar góðar vættir vaki yfir ykkur kæra fjölskylda

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 14:50

29 identicon

Langar bara að senda ykkur knús.  Krossum putta og vonum það besta fyrir 12. apríl. Hef sjálf gengið gegnum krabbameinsmeðferð og þetta ætti ekkert barn að þurfa að ganga í gegnum, og helst enginn. Hugsa til ykkar og óska ykkur alls hins besta. Kv Berglind

Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 15:01

30 identicon

Hugurinn er hjá ykkur

Linda (IP-tala skráð) 16.3.2011 kl. 20:58

31 identicon

Sendi ykkur kærar kveðjur. Gangi ykkur vel í baráttunni sem hefur staðið allt of lengi. Hef ykkur í bænum mínum

Guðný Elísabet Einarsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2011 kl. 09:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband