Leita í fréttum mbl.is

Biðin heldur áfram til 7.júní

Það eru nánast engar breytingar á æxlinu frá því í febrúar sem er að sjálfsögðu gott, geislarnir eru ennþá að vinna sína vinnu en hvursu lengi þeir verða að vinna þá vinnu vitum við ekki. Hvað gerist þá? Einsog læknirinn okkar segir þá er þetta ólæknandi en við vitum að læknavísindin eru alltaf að þróast og ég trúi því að það MUN finnast lækning fyrir Þuríði mína.

Þetta er gjörsamlega að éta mig að innan, ég þrái ekkert heitara en Maístjarnan mín fái að upplifa heilbrigt líf. Þetta verður sem sagt bara áfram bið nema að hún fari að sýna einhverjar verri aukaverkanir þá verður gripið inní...... 

Hún var frekar þreytt þegar hún fór í skólann í morgun og langaði helst bara að kúra heima með mér en ákvað svo að skella sér í tvo tíma og svo knúsast með mér eftir það.

Við Skari áttum annars kærustupara-helgi um helgina í Boston, ég vann gjafabréf í bingói fyrir áramót frá Icelandair og ákváðum við að nýta það og fara þessa helgi.  Við ætluðum reyndar að bíða með það frammí í sumar og fara í sólina eða NY en fundum það að við gátum ekki beðið svo lengi, þráðum smá kærustupara-frí, njóta þess að vera saman, gleyma okkur aðeins og það gerðum við svo sannarlega um helgina.  Skoðuðum borgina, kíktum í kirkjur, vínsmökkun (bjórverksmiðja), borðuðum góðan mat og svo lengi mætti telja og jú það má ekki gleyma að ég "gellaði" Maístjörnuna mína upp en ekki hvað (að sjálfsögðu fengu hin líka) og hún er alveg í skýjunum með pilsin þrjú sem ég keypti á hana og gellubolinaTounge.  Endalaus hamingja og auðvidað eyddi hún deginum í gær (eftir rannsóknir) í að máta öll fötin sín.  Það verður sko ennþá meiri hamingja þegar síðustu stera-kg verða farin.

Mig langar í lokin að þakka þeim hjá Icelandair (starfsfólk - þeir sem lesa síðuna mína vita hverjir eiga að taka þetta til sínWink) fyrir að leyfa okkur að sitja á Saga-class í þvílíku dekri.  Nei við pöntuðum okkur ekki Saga-class sæti heldur vorum við uppfærð þangað af þeim.  Endalausar þakkir, gaman að láta dekra svona við sig.  ...og hótelið sem við fengum var ÆÐI.  TAKK TAKK TAKK!!

Sem sagt núna heldur biðin áfram og næstu rannsóknir 7.júní (síðastalagi).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áslaug mín,
mikið er ég ánægð að heyra að þið Óskar áttuð góða helgi saman í Boston.....ekki veitti ykkur af.
Trúi því að góðu fréttirnar bíði ykkar í júní, kveiki á kerti og hef ykkur í bænum mínum áfram.
Kærleiks-baráttuknús til ykkar

Sigrún og co (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 10:11

2 identicon

Æðislegt hjá ykkur að fara til Boston og njóta þess að vera saman. Gangi ykkur allt vel.

Oddný (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 10:13

3 identicon

En yndislegt að þið fenguð smá frítíma fyrir hvort annað, held að enginn eigi það meira skilið en þið tvö  

Sendi ykkur hlýjar hugsanir og góða strauma í biðinni sem framundan er

Berglind (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 10:40

4 identicon

Húrra húrra æðislegt að ekki hafa orðið neikvæðar breytingar

Og yndislegt að heyra af helginni ykkar Skara.

Ég veit að biðin eftir 7 júní verður erfið og étandi, en það er bara trúin, vonin og kærleikurinn sem þú ert svo dugleg að hafa í þínu lífi, sem blífur.

Sendi RISAKNÚS í hús, frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 10:50

5 identicon

Komið þið sæl, ég þekki ykkur ekki, en ég þekki Jesúm Krist sem hefur læknað mig stórkostlega af ólæknandi sjúkdómi og ekki bara mig heldur marga fleiri, ég hvet þig til að snúa þér til Lindarinnar útvarpsstöðvar til að byrja einhvers staðar og fá fyrirbæn. Svo getið þið farið með barnið ykkar í Fíladelfíu og látið biðja fyrir henni. Þið hafið engu að tapa. Guð blessi ykkur.

Jórunn (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:01

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

knús og kram til ykkar elsku Áslaug mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 13.4.2011 kl. 11:12

7 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:36

8 identicon

Mikið er ég glöð að heyra að það hafi ekki verið nein breyting og að geislarnir séu enn að vinna.  Ég er líka sannfærð um að einn góðan veðurdag finnst lækning, það er ótrúlegt hvað læknavísindin geta gert.

Frábært að heyra að þið Skari hafið átt góða helgi saman fyrir rannsóknirnar, mér finnst að þið eigið ekki að breyta þeirri venju, þ.e. að hafa kærustupara-helgi fyrir rannsóknir.

Ég get sko vel ímyndað mér að Maístjarnan hafi verið ánægð með gellufötin því það er sko alveg hægt að vera fínn í gellufötum þó maður sé með nokkur aukakíló (tímabundið).

Biðin til 7. júní verður örugglega ekki auðveld en nú fer veðrið vonandi að batna og það gerir allt miklu auðveldara.

Hugsa til ykkar og bið fyrir ykkur  -  Helga

Helga (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:53

9 identicon

Þetta var sko það sem ykkur raunverulega vantaði-Boston-.Vonandi eru bara bjartir tímar framundan ekkert annað í boði.Kærleikskveðjur.

hrönn (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 12:01

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Yndislegt að þið gátuð notið ykkar vel um helgina - tvö saman -

Frábært þetta með Saga Class.

Frábært að heyra að æxlið hefur EKKI stækkað og ætla að vera MJÖG vongóð með næstu fréttir. Kærleiksknús á ykkur öll

Hólmfríður Bjarnadóttir, 13.4.2011 kl. 12:17

11 identicon

Knús til ykkar, gott að það eru engar breytingar á æxlinu til hins verra. Gangi ykkur vel og vonum það besta fyrir rannsóknirnar í sumar!

Berglind (ókunnug) (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 13:08

12 identicon

Frábært að þið gátuð átt góða helgi hjónin! Baráttukveðjur, Kv. Ásdís.

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 13:50

13 identicon

Frábært hvað þið gátuð notið ykkar og verið tvö og Icelandair frábært...alltaf gott að sýna kærleika :)  Næstu fréttir verða góðar við trúum því og þið trúið því.  Baráttan tekur á en þið eruð yndislegt fólk, kærleiksrík og hafið einstaka sýn á lífið og tilveruna og það  fer með ykkur alla leið.  Á ykkar leið kennið þið okkur hinum það fallega og góða við lífið, deilið með okkur vonbriðgðum og alls kyns vanlíðan og um leið gleðinni sem þið eigið svo auðvelt með að finna með öllum fallegu gullmolunum ykkar.  Takk fyrir það. Þið eruð flottasta mamman og flottasti pabbinn sem ég þekki og mér finnst forréttindi að líta hér við og staldra við því í hvert skipti sem þú bloggar duglega mamma kennir þú okkur eitthvað um lífið.

Guð gæti ykkar og ég ætla að halda áfram að tendra ljósin

með kærleikskveðju 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 13:58

14 identicon

Mér finnst yndislegt að lesa þessa færslu, þar sem ég er að fara erlendis í fyrramálið. Og veit ekki hversu nettengd ég verð næstu vikuna.

Ég er einmitt að fara að fljúga með Icelandair, svo mín er ánægjan að fljúga með þeim, þó ég verði ekki á Saga Class.

Þið áttuð það svo sannarlega skilið!!!!!!

En ég vona innilega að Maístjarnan njóti sín í gellu fötunum. 

Gangi ykkur vel og hafið það sem allra, allra best kæra fjölskylda.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 15:46

15 identicon

Æi, mikið var gaman að heyra að þið skulið hafa skellt ykkur í dekurferð, bara tvö!  Og gott að æxlið sé ekki stækkandi þó maður vildi að sjálfsögðu að það færi minnkandi.  Haldið áfram að vera dugleg að rækta kærustusambandið ykkar

Knús á línuna, Ásdís

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 18:40

16 identicon

Gott að það sé ekki að stækka. Yndislegt að heyra að þið áttuð kæró helgi. Þakklát fyrir hvað Icelandair voru yndislegir. Vil núna fara að fá kraftaverk fyrir hana Þuríði. Var að hugsa að það þarf nú ekki mikið til að gleðja hana nokkrar gellu flíkur þá er hún glöð. Yndisleg þessi stelpa, eins og þið öll.

Held áfram að biða guð um heilbrigt líf fyrir ykkur öll. Sá dagur Áslaug sem að ég " sé" þig blogga um draslið heima hjá þér eða hvað vinnudagurinn var erfiður ..... þá vitum við að kraftaverk hefur gerst.

Haltu áfram elsku Áslaug mín ( þekki þig samt ekkert en finnst þú mín) haltu áfram að vera svona frábær. Án þín er bloggheimurinn ekkert.

Berglind (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 18:43

17 identicon

Gott að heyra að geislarnir séu enn að vinna sína vinnu. Frábært líka að heyra að þið hjónin áttu góða helgi saman í Boston ;)

Kv.

Aníta Ósk

Aníta Ósk Sæmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 20:02

18 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegt að heyra um helgina ykkar.

Vonandi vinna geislarnir áfram sitt verk.

Ragnheiður , 13.4.2011 kl. 21:58

19 identicon

Gott að þið gátuð gert eitthvað saman hjónin, gangi ykkur vel :)

Kristín (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 23:00

20 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Höldum áfram að biðja fyrir Maistjörnunni og ykkur öllum..þetta kemur..hægt og bítandi..skref fyrir skref..:o)

Gott að vita að þið hafið aðeins getað hvílt ykkur og farið burt um stund..gangi ykkur áfram rosalega vel...o)

Kærleikskveðja..:o)

Bergljót Hreinsdóttir, 14.4.2011 kl. 00:28

21 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæl Áslaug mín og co..
Vona að 4 barna mamman gefi mér leyfi og fyrirgefi..
Mér langar að taka undir hvert orð sem hún skrifar og það er ekki hægt að skrifa betri sannleika um þig og þína
Kærleikskveðjur..
Halldór.

Halldór Jóhannsson, 14.4.2011 kl. 05:53

22 identicon

Elsku Áslaug. Ég tek líka undir með 4ra barna mömmunni :) Hún orðar þetta svo vel og fallega.

Þið eruð dásamleg.

Hanna (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 17:30

23 identicon

KNÚS Á YKKUR ÖLL

kv Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 17.4.2011 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband