Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt sumar

Theodór minn skilur ekkert í því afhverju hann geti ekki bara verið úti á peysunni þar sem það er komið sumar??? 

Hérna eru  nokkrar af mínum uppáhalds að "prufukeyra" línuskauta sína og hlaupahjól:
P4217152 [1280x768]
Blómarósin mín fór í fyrsta sinn á línuskauta í gær og orðin svona líka klár.
P4227179 [800x600]
Hver hefði trúað því fyrir tveimur mánuðum að Maístjarnan gæti staðið á línuskautum??  Nei hún getur ekki rennt sér "æfing skapar meistarann" en er á fullu að æfa sig að standa á þeim og það gengur bara vel.  Blómarósin mín eru á fullu að þjálfa hana en ekki hvað.
P4227181 [1280x768]
Rosalega stolltur Theodór minn töffari, þetta er allt að koma hjá honum.
P4227193 [800x600]
Minnsti snillingurinn minn lét sér nægja hlaupahjól og fannst það sko ekki leiðinlegt.

Eigið yndislega páska kæru "þið", við ætlum sko að njóta þeirra enda mikið um að vera.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Áslaug og þið öll fjölskyldan.

Gleðilega páska.  Yndislegar myndir af börnunum ykkar.

Njótið ykkar, samverunnar og páskahaldsins.

Kær kveðja,  Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 19:35

2 identicon

Þau eru svoooo falleg og yndisleg börnin ykkar..

Já eigið yndislega páska

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 21:18

3 identicon

Yndislega myndir af krökkunum, þau eru alltaf svo glöð á öllum myndunum sem maður sér!  Vonandi eigið þið dásamlega páskahelgi framundan og skemmtið ykkur konunglega.  Gleðilega hátíð:o)

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 22:06

4 identicon

Gleðilegt sumar og páska

gaman að fá að sjá svona yndislegar myndir

kv Dagbjört

Dabjört jakobsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 00:06

5 identicon

Yndislega fjölskylda

Mikið eru þetta fallegar myndir, þær segja svo margt.....þið gefist aldrei upp á því að prófa skemmtilega hluti og njóta lífsins.

Gleðilega páska

Helga

Helga (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 08:31

6 identicon

Yndislegar myndir af fallegu börnunum ykkar.

Gleðilega páska  elskurnar og vonandi verður sumarið yndislegt líka hjá ykkur öllum.

Páska og sumarkveðja frá Sollu.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 08:53

7 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

flottar myndir. gleðilega páska og vonadi hafið þið það gott um helgina

Guðrún unnur þórsdóttir, 23.4.2011 kl. 19:47

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hún er vinsæl sagan ef eldri syni okkar sem neitaði að fara í úlpu á sumardaginn fyrsta (var 5 ára). Hann var í heimasaumuðum fagurbláum jakkafötum og varð fljótt álíka blár í framan af kulda og fötin. Svo leik ég fyrir barnabörnin þegar hann segir "mér er ekkert kalt" tennurnar glamra og allur líkaminn hristist af kulda - sígilt atriði :)

Úti var frost - norðan vindur - snjór yfir öllu - góður skets hjá ömmu

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.4.2011 kl. 12:39

9 identicon

Ótrúlega gaman að sjá Þuríði svona hressa og duglega. Þau eru öll svo frábær. Gleðilegt sumar elsku fjölskylda :-) !

Knús

Inga Björk (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 17:25

10 Smámynd: Ragnheiður

Það skín alltaf í gegn hversu hamingjusöm þau eru, börnin þín. Þau eiga líka dásamlega móður.

Gleðilega páska Áslaug mín

Ragnheiður , 24.4.2011 kl. 23:24

11 identicon

Fallegar myndir af flottum og duglegum börnum. Bestu óskir um gæfuríkt sumar og gleðilega páska  kæra fjölskylda. Hér er allt hvítt og hægt að búa til snjókarla .

Kveðja úr sveitinni Birgitta                            

Birgita Guðnadóttir (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 10:29

12 identicon

Sumarkveðjur í hús til ykkar fallega fjölskylda.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 11:15

13 identicon

hæhæ

flottar myndir af flottum börnum :)

og svo gaman þegar sumardótið er tekið framm , mín yngsta skilur ekkert í því hvers vegna hún þurfi að fara að sofa á saman tíma það er sko enþá dagur :)  skemmtilegur tími framundan :)

já og gleðilegt sumar :) er vissum að þetta verður frábært sumar

kærleiksknúskveðjur að austan þar sem allt er vakna til lifsins , semsagt lömb og folöld ( vonandi eftir nokkra dag getum ekki beðið eftir litlu krílum :) )

Dagrún (IP-tala skráð) 27.4.2011 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband