Leita í fréttum mbl.is

Sumarið framundan

Fallega Maístjarnan mín er ágætlega hress, góðir hlutir gerast hægt.  Hún er ekki jafn kvalin í höfðinu, þegar hún er kvalin er hún farin að neita að taka verkjalyf kanski vegna þess að hún finnur að þau virka ekkert á hana.  Við kíktum á doktor Óla fyrir páska og honum leist alveg ágætlega á hana en vildi ekki grípa strax inní vegna höfuðverkja þar sem hann sá engan þrýsting í augunum sem er bara gott.  Hún fór í skólann í gær, mætti í tvo tíma og var líka algjörlega búin á því og "rotaðist" líka um leið og hún kom heim þó svo hún var súper hress í skólanum en þá er úthaldið ekki alveg uppá það besta en einsog ég sagði góðir hlutir gerast hægt.  Hún mætir í sjúkraþjálfunina sína 2x í viku og hreinlega elskar að hitta Marrit sína, þær ná líka ofsalega vel saman, báðar þrjóskar sem er gott því Maístjarnan mín reynir að komast upp með hlutina í þjálfuninni en fær það ekkiSideways.  Það er alveg yndislegt að fylgjast með þeim tveim í þjálfuninni, mikill hlátur og gleði enda ég held að það vita ALLIR á greiningarstöðinni þegar Maístjarnan mín er mætt í þjálfun því hláturinn heyrist ö-a um allt hús.  Endalaust gaman!!

Kramparnir hafa minnkað en þeir eru ekki daglega einsog þeir voru sem er bara gott.  

Við vorum að ræða krabbamein og reykingar um daginn, en ég var að segja þeim ef maður reykir þá getur maður fengið krabbamein en þá heyrist í þeim eldri "en mamma Þuríður hefur aldrei reykt afhverju fékk hún krabbamein"??  Auðvidað er þetta óskiljanlegt, afhverju fær Þuríður krabbamein og hún svona heilbrigð og ung???

Skemmtilegar vikur framundan hjá okkur, ég trúi því að sumarið okkar verður ÆÐI.  Trúi því að við fáum góðar fréttir 7.júní og höldum uppá það með að njóta góðs sumars hér á klakanum og kanski kíkja yfir Eyjuna fallegu Vestmannaeyjar en þangað er annar bróðir minn fluttur og við höfum ekki ennþá fengið tækifæri að kíkja þangað en mig dreymir um að fara þangað til að spranga (auðvidað hitta hann og hans fjölsk.), hefur lengi verið draumur svona án gríns en 8 ára frændi minn sem býr þar bíður spenntur að fá mig til að spranga með sér og er reyndar kominn með langt prógram fyrir mig þegar ég kíki á hann.W00t

Prógram dagsins er að halda uppá 7 ára vinkvenna-afmæli Blómarósar minnar en hún á afmæli á laugardaginn og hennar ósk var að fara á Fabrikkuna á sjálfan afmælisdaginn og við búin að panta borð fyrir 20 manns þar sem fjölsk. ætlar með okkur þangað en ekki hvað??  Fyrsta skipti sem ég fæ nánast engu um það ráðið hvað á að vera í afmælinu, fékk ekki einu sinni að skreyta sjálfa afmæliskökuna þar sem hún vildi gera það sjálf enda dreymir henni að vera kokkur eða bakari.  Allir rosalega spenntir á heimilinu fyrir afmælinu enda elskum við að hafa fullt af fólki í kringum okkur og halda veislur.Tounge

Eigið góðan dag, við ætlum sko að njóta dagsins með verðandi afmællisbarni og gestum.  Enda svo færsluna af einni flottri af þeim systrum sem var tekin í Svíþjóð síðasta sumar þegar Maístjarnan mín fór í meðferðina sína.
P7282034 [1280x768]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku yndislega

Ég þarf ekki meira í dag en þessa færslu þínu, af sólskini og bjartsýni.  Þú ert náttúrlega algerlega ótrúleg manneskja Áslaug.  Takk fyrir þessa færslu. 

Sendi endalausar afmælis- bjartsýnis og gleðikveðjur til ykkar fallegu duglegu fjölskyldunnar.

Bið Guð að gefa að þú getir skrifað svona færlsur áfram.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 11:43

2 identicon

Þið eruð á bænalistanum hjá okkur .Gangi ykkur áfram sem allra best

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 12:29

3 identicon

Gleðilegt sumar elsku fjölskylda og Guð veri með ykkur.

Kristín (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 13:12

4 identicon

Gott að lesa þessa færslu, kæra Áslaug. Og myndin af systrunum er yndisleg.

Ég trúi því að sumarið verði yndislegt hjá ykkur.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 20:32

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 28.4.2011 kl. 22:13

6 identicon

þið eruð fallegt fólk, að utan sem innan.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 22:28

7 Smámynd: Ragnheiður

Yndisleg og hlý, njótið afmælisins í botn. Þið eruð á mínum bænalista.

Þvílík sólskinsgleði ...maður brosir með, út að eyrum

Ragnheiður , 29.4.2011 kl. 02:32

8 identicon

Þessi færsla er bara yndisleg.  Það er alveg rétt að góðir hlutir gerast hægt...stundum svo hægt að maður sér það ekki.  Það er alveg ótrúlegt hvað þú ert dugleg að sjá það og njóta.

Njótið afmælishelgarinnar sem allra best, afmælisbarnið er alveg rosalega dugleg og ákveðin og í hennar anda að vilja sjá um hlutina alveg sjálf.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 07:01

9 identicon

Mikið er gott að lesa svona gleðilega og jákvæða færslu :)

Eva (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 10:43

10 identicon

Þrjóska og duglega hetjan....

Er það furða að spurt sé...þetta er svo óréttlátt...

Já Eyjar klikka ekki,og já þú sprangar með frændanum góða:)

Að sjálfsögðu vill tilvonandi Bakari/Kokkur sjá um sitt afmæli frá byrjun til enda:)

Góða skemmtun á morgun og verði öllum að góðu:)

ELSKU SYSTUR SVO DÁSAMLEGAR SAMAN...

Kveðjur....

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 20:38

11 identicon

Kæra fjölskylda.

Innilega til hamingju með litlu skvísuna ótrúlega flott stelpa sem þið eigið og ég veit það verður eitthvað mikið úr henni. Af hverju væri annars verið að leggja allt þetta á hana. Þið eigið flotta gullmola og þau njóta þess að eiga frábæra foreldra. Ég vona að sumarið leiki við ykkur og að í júni verðum við öll vitni af kraftaverki.

Bestu kveðjur

Sigríður

Sigríður (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband