Leita í fréttum mbl.is

Maístjarnan mín

Maístjarnan mín er ofsalega heppin þrátt fyrir hennar veikindi og miklu þroskahömlun.  Hún á erfitt með að tengjast krökkum á hennar aldri en þrátt fyrir það þá á hún ofsalega góða verndarengla í skólanum sem gera allt fyrir hana þá meina ég ALLT.  Þessar stelpur eru ári eldri en hún og leyfa henni að vera með í ÖLLU sem þær gera, þær reyna láta henni líða eins vel og hægt er, þær eru duglegar að knúsa hana, spjalla við hana, leyfa henni að vera með í snú snú í fríminútum þrátt fyrir að hún getur ekki mikið hoppað, þær gleðjast með henni ef hún gerir einhverjar hluti sem hún er ekki vön að geta.  Einsog um daginn þegar hún ætlaði að fara í sinn fyrsta heila dag í skólanum síðan frá því í byrjun des þá frétti ég að ein af þessum frábærum stelpum tilkynntu mömmu sinni það kvöldið áður að "á morgun yrði merkisdagur í lífi Þuríðar" ....mamma skyldi nú ekki afhverju "jú því þá ætlaði hún að vera heilan dag í skólanum".  Já þær gleðjast með henni í öllu sem hún gerir og getur annars aðstoða þær hana bara og þessar stelpur mega vera stolltar af sjálfum sér.  Henni var boðið í afmæli í vikunni hjá tveimur af þessum stelpum sem er ekkert sjálfgefið hvað þá hjá bekkjarsystrum hennar enda fannst henni það þvílíkur draumur í dós og skemmti sér svona líka vel. 
Myndin sem ég ætla að birta lýsir því einmitt BEST hvernig þessar stelpur eru við hetjuna mína en afmælið var haldið í Nauthólsvík, þar skelltu stelpurnar sér í pottinn, ráku tærnar í sjóinn, grilluðu og fleira skemmtilegt.
P5117916 [1280x768]
Ég elska þessa mynd, finnst hún ofsalega falleg og lýsir þessum stúlkum svo VEL.

Maístjörnunni minni líður ofsalega vel þessar vikurnar, hún er að meika'ða í sjúkraþjálfuninni, krampar minna en venjulega þó svo það koma dagar þegar hún krampar nokkra daga í röð.  Hún bíður mjög spennt fyrir því að komast í sumarfrí enda vorum við mæðgur að panta okkur matjurtagarð (20fm) þar sem við ætlum að rækta okkar eigið grænmeti og hafa gaman af.  Blómarósin okkar verður að sjálfsögðu líka eitthvað með okkur eða þegar hún verður ekki á æfingum sem verða ansi strembnar í júní/ágúst eða alla daga vikunnar, þrjá tíma í senn.  Já loksins finnum við fyrir spenning fyrir sumrinu þó svo við erum nett stressuð fyrir 9.júní eða þegar hún fer í rannsóknirnar sínar þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að hafa það skemmtilegt þanga til og finna okkkur eitthvað til að hlakka til.

Spennandi helgi framundan, eigið góða helgi öll sömul.
XOXO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er falleg frásögn, það er gott að eiga góða vini, þessar stelpur eru perlur.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 22:21

2 identicon

sit með tárin í augunum, það er satt Áslaug, myndin segir allt um það hversu frábærar stelpur þetta eru og mikið er Þuríður Arna heppin að eiga þær að, svona góðar vinkonur eru ómetanlegar mikið væri ég líka stolt móðir að eiga svona stelpur . Knús til ykkar elskurnar

Stína (Garðars) (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 23:15

3 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Yndislegar þessar stúlkur og VINKONUR hetjunnar:)
Þær eru með  á réttum stað:)
Þær gefa mikið af sér,sem er ekki sjálfgefið í dag.. og má segja að stúlkurnar létti mikið á ykkar hjarta og áhyggjum...hún er í góðum höndum,þar sem hlýja og væntumþykja er allsráðandi,snilld:)
þær fá hrós ársins,ásamt hetjunum ykkar:)
Eigið góða helgi...

Halldór Jóhannsson, 14.5.2011 kl. 01:11

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mikið er dýrmætt fyrir þuríði að eiga þessar góðu vinkonur og það er ekki síður dýrmætt fyrir þær að eiga þessa reynslu þegar þær verða eldri og fara að takast á við marga hluti í sínum lífum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.5.2011 kl. 02:17

5 identicon

Yndislega falleg mynd og frábært fyrir hana að eiga svona flottar vinkonur.

Ella (grænu deild) (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 09:37

6 identicon

Já þetta er sko yndisleg mynd og segir svo margt, svo sönn

Dásamlegt að heyra að maistjörnunni líður svona vel og ykkur öllum, og óska ég þess af öllu hjarta að sumarið gefi ykkur ekken nema gleði og hamingju

Sigga (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 09:47

7 identicon

Mikið er hún heppin að eiga svona stórkostlega vini 

Erna (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 10:38

8 identicon

Þetta er yndisleg frásögn - mikið er gott að heyra svona sögu. Og allar "græða" þær á þessu.
Gott að vita að það gengur svona vel hjá kraftaverka stúlkunni.
Kærleiks-baráttuknús á ykkur

Sigrún og co (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 11:27

9 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

mikið er þetta yndisleg mynd og það er alltaf gott að eiga góða vini að ,gott að hétjuni minni liður vel og knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 14.5.2011 kl. 12:32

10 identicon

Vá hvað ég er innilega sammála þeim sem eru búnar að skrifa hér fyrir ofan.  Myndin er alveg yndisleg og þessar stelpur alveg ótrúlegar flottar fyrirmyndir!  Gaman að sjá Þuríði skemmta sér svona vel og heyra af því hve vel gengur, knús á línuna

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 15:44

11 identicon

Falleg mynd, falleg frásögn og enn á ný deilir þú mín kæra með okkur því mikilvægast í lífinu, kærleikanum.  Yndislegar þessar stúlkur og gott að lesa að hetjan ykkar er hamingjusöm og glöð og líði vel.  Það er gott að kíkka hér við

Tendra ljósin og bænir bið. Kærleikskveðja á ykkur

4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 16:11

12 identicon

Jeminn ég fékk bara tár í augun og gæsahúð þegar ég las þetta. Yndislegar þessar stelpur og hjartahlýjar. Og Stjarnan þín fallega heppin að eiga þær að. Vona að þið eigið yndislegan og skemmtilegan tíma fram að rannsóknum og ég krossa alla putta og tær fyrir jákvæðum fréttum, ekkert annað í boði. Knús.....

Þóra (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 16:37

13 identicon

Góðir vinir eru svo dýrmætir

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 16:57

14 identicon

Og þær heppnar að eiga Þúríði að :)

Freyja Haralds (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 17:28

15 identicon

Mikið eru þetta fallegar sálir og ekki sjálfsagður hlutur að gera svona lagað.Mikið eruð þið ríkar að eiga þessar stelpur í lífi ykkar.

Gleðilegt sumar öll fimm :)

Helga Haralds (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 22:43

16 identicon

Æ, hvað þessar ungu dömur eru yndislegar.Ég er sammála

Freyju,þær eru líka heppnar að eiga Þuríði að.

Takk fyrir að segja okkur frá þessu Áslaug mín.Manni hlýnar um hjartaræturnar að heyra stundum frábært ungt

fólk sem erfir landið.kær kveðja.

Halla (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 23:25

17 identicon

Gott að heyra að vel gengur.

Anna (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 00:19

18 identicon

Yndislegar stelpur alla fjórar! Falleg mynd af þeim:) Sonur bróður míns fékk viðurkenningu frá minnir mig Fréttablaðinu fyrir nokkrum árum því hann tengdist svo sterkum vinaböndum við fjölfatlaðann dreng. Sá drengur er fluttur erlendis en þeir eru ennþá tengdir sterkum böndum og hringja mikið á milli. Í eitt af fáum skiptum sem kennari hefur þurft að hringja í bróður minn út af syninum var þegar hann varði þennan vin sinn með hnefanum þegar eldri strákar voru að stríða honum.

Drengurinn hefur ekki gefið minna af sér til frænda míns en hann honum og mér finnst gríðarlega mikilvægt að hvetja börn til að þykja vænt um náungann þó svo hann sé etv í hjólastól eða getur ekki leikið eins og önnur börn.

Yndislega falleg þessi mynd sem sýnir svo fagran kærleik:*

Katrín Ösp (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 10:02

19 Smámynd: Ragnheiður

Foreldrar þessara stúlkna mega vera stoltir af sínum frábæru stúlkum. Frábær frásögn. Það hríslast um mann sæluhrollur

Ragnheiður , 15.5.2011 kl. 12:20

20 identicon

Manni hlýnar um hjartaræturnar að lesa um svona góðar vinkonur. Núna þegar mest er talað um einelti. Þær eru yndislegar og með gott hjartalag. Vonandi verður þetta ævilöng vinátta. Foreldrar stelpnanna mega vera stolt af stelpunum sínum.

Sesselja Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 10:40

21 identicon

Vá hvað er fallegt að lesa þetta, einkum þar sem að börn geta verið svo grimm, þetta eru greinilega einstakar stúlkur og mér hlýnar alveg við að lesa þetta.

Lilja (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 10:47

22 identicon

ekkert smá flott mynd

og yndislegt að Maistjörnuni liði vel 

Þórunn helga garðarsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 18:06

23 identicon

maður fékk bara tár í augun að lesa , það er ekki sjálgefið að eiga góða vini ,og hún og þær eru heppnar að eiga hvort aðra að ,  yndislegar stúlkur alla saman :)

spennan magnast hér líka styttist að skólin klárist 30 maí er dagurinn , þær geta ekki beðið :)

flottar myndir af litlu prinssunum ykkar , alltaf gaman að fá að hjálpa til en lika bráðnauðsynlegt að slappa af :) :)

sendum góða strauma og kærleikskveðjur úr sveitinni

Dagrún (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 23:56

24 identicon

En yndislegt að lesa þetta :) Ekki laust við að maður fái smá kökk við lesturinn og myndina . Þetta eru greinilega eðal stelpur .. og mikið er Þuríður heppin að hafa þær með sér.

Ásta (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband