Leita í fréttum mbl.is

Fyrirmynd barnanna minna

Desember síðastliðin sá ég hvað börnin mín ljómuðu þegar ég mætti einn daginn heim með rauða kjólinn sem ég ætlaði að klæðast á aðfangadag, það var einsog þau hefðu unnið í lottói ljóminn var svo mikill og gleði skein svona líka af þeim, þau voru svo stollt af mömmu sinni að hafa keypt sér kjól, já það þarf ekki mikið til að gleðja þau.  En það gerist mesta lagi ca 4x á ári að ég kaupi mér flík, ég hef bara ekki haft neina löngun í það, bara þægilegt að klæðast joggaranum sem getur að sjálfsögðu verið "stórhættulegt" fyrir auka kg sem hlaðast á mann við það án þess að vera var við það. 

Fólki finnst oft alveg ótrúlegt að maður fer að safna auka kg þegar barnið manns veikist einsog Maístjarnan mín,maður á frekar að missa þau við allar áhyggjurnar (finnst mörgum) sem hlaðast á mann en nei það hefur allavega ekki verið svoleiðis hjá mér og mörgum öðrum mömmum sem ég þekki til.  Það er bara auðvelt að grípa sér eitthvað óhollt sérstaklega þegar maður er staddur á spítalanum og maður er ekkert sérstaklega mikið að hugsa um eitthvað annað en að nærast, hugsa um veika barnið sitt og öll hin.  Manns eigin líðan skiptir ofsalega litlu máli í svona aðstöðu eða hún hefur allavega verið frekar neðarlega hjá mér síðastliðin ár hvað þá að reyna gera mig fína og sæta, klæðast öllum fínu kjólunum, mála mig, fara í klippingu og strípur eða þess háttar.  Gæti ekki verið meira sama. 

ENN mér á að vera sama, ég er fyrirmynd barnanna minna og sjá viðbrögð þeirra fyrir jólin síðastliðnum fór ég líka að hugsa minn gang.  Svo ég get hugsað vel um alla englana mína verður mér að líða vel, ég var orðin ótrúlega kvalin í líkamanum vegna gigtar, kom mér varla uppúr sófanum, hvað þá að gera eitthvað af viti inná heimilinu og andlega líðan var komin langt niður.  Ég var lengi að reyna ákveða mig hvað ég ætti að gera fyrir mig svo mér færi að líða betur jú að lokum fann ég mér þennan flotta einkaþjálfara einsog ég hef sagt einhverri færslunni minni sem kostar ekki hálfan handlegg einsog margur gerir. 

Í mars eða réttara sagt 19.mars breyttist minn lífstíll og þið getið ekki ímyndað ykkur hvað mín líðan hefur breyst mikið.  Ég finn varla fyrir gigtinni, mér finnst ekki lengur erfitt að gera einföldustu hluti jú einsog að skúra t.d., mataræðið mitt hefur breyst, drekk mikið vatn, borða mikið af ávöxtum og halda mig frá namminu er ekkert svo erfitt.  Plús það er ég búin að losa mig við nokkur kg en ég er með markmið sem ég ætla að ná um jólin svo ég hef 215 daga til stefnu og þá ætla ég að verðlauna mig með fleiri en einum kjól og EKKI svörtum einsog flest fötin mín eru.

Já ég er fyrirmynd barnanna minna og þarf að "haga" mér þannig, fyrir þau að horfa á mömmu sína líða illa bætir ekki líðan þeirra.  Þess vegna ákvað ég að breyta um lífstíl, þó svo ég sé ennþá í joggaranum þá líður mér miklu miklu betur á líkama og sál en ég tími heldur ekki að kaupa mér föt þessar vikurnar því ég ætla mér að losna við fleiri kg áður en það gerist.  Ég er hjá einkaþjálfara 3x í viku og er meir að segja farin að labba upp Esjuna en stefnan er sett ALLAVEGA einu sinni í viku í sumar og annað skipti sem ég fór hana hljóp ég niður sem ég hélt að ég gæti ekki vegna grindarinnar minnar en ég gjörsamlega sveif niður mér leið svo vel og fann ekki fyrir neinu í grindinni.  Þegar ég var komin niður hefði mig langað að hlaupa aðra svona ferð en lét þetta samt duga.  Bara yndisleg tilfinning!  Það er alveg ótrúlegt hvað hreyfing gerir mikið fyrir mann sem ég hef reyndar ALLTAF vitað en bara aldrei komið mér almennilega í gang því það hefur oftast verið eitthvað annað mikilvægara í forgang en ég VERÐ að hugsa um mig líka ef ég vil vera til staðar fyrir litlu snillingana mína sem þarfnast mín.  Því BARA að mamma þeirra kaupir sér kjól og finni sig aðeins til gleður þau endalaust mikið.

Ég hef ekki hugmynd hvernig næstu mánuðir verða hjá Maístjörnunni minni sem er reyndar ofsalega þreytt þessa dagana eða þegar "gammageislarnir" eru hættir að vinna sína vinnu þá verð ég líka að vera heil heilsu til að geta sinnt henni og hinum en ég vona bara svo heitt og innilega að þeir geri sitt og stoppi vöxtinn á þessum fjanda.  Vávh hvað hún er annars farin að þrá frí og ég get ekki beðið með þegar þær systur eru komnar í frí frá skólanum og við förum að "vinna" í matjurtagarðinum okkar og svo er ég líka búin að lofa litlu mömmupungsunum mínum að þeir verði aldrei eitthvað lengi á leikskólanum á daginn því okkur langar að njóta sumarsins saman.

Slaugan sem er búin að losa sig við 4kg síðan 19.mars en stefnan sett miklu hærra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með árangurinn, það er svoooo nauðsynlegt að hlú að sjálfum sér til að geta hlúð að öðrum ;)

Gangi ykkur öllum vel áfram og vona að sá sem öllu ræður gefi ykkur gott sumar.

Kveðja úr veturvorinu á Skaganum,

Helga

Helga Arnar (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 10:00

2 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 10:27

3 identicon

Þetta er frábært Áslaug þú ert alveg ótrúlega dugleg. Bara til hamingju með þetta auðvitað ertu betur í stakk búin að sinna snillingunum þínum þegar þér líður vel það segir sig sjálft það eru bara ekki allir sem koma auga á svona hluti, gangi þér og þínum sem best í framtíðinni. B.k til ykkar allra Stella (ókunnug)

Stella Markúsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 10:51

4 identicon

Innilegar hamingjuóskir með árangurinn :) Glæsilegt hjá þér!

Kristín Pétursdóttir (Ókunnug) (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 11:21

5 identicon

Innilega til hamingju með árangurinn, þú ert ekkert smá dugleg.

Gangi þér áfram vel.

Helga

Helga (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 11:53

6 identicon

En frábært hjá þér!!! Til hamingju með flottan árangur!!!

Gangi þér vel með þetta lífsstílbreytingaátak áfram ;o)

Begga Kn. (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 12:00

7 identicon

  Frábært hjá þér, Áslaug! Þetta helst allt í hendur, andleg vanlíðan og líkamleg. þurfum að rækta bæði.

Kannski hittumst við í Esjunni, hver veit?

Gangi þér vel og hafið það sem allra, allra best öllsömul!!!!!!

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 12:23

8 identicon

Glæsilegt hjá þér kona góð 

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 13:20

9 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 24.5.2011 kl. 13:50

10 identicon

Elsku duglega stelpan sem á rauða kjólinn.

Það er eins og vant er vítamín að lesa færslurnar þínar, þú ert bara svo frábær MANNESKJA, kannski máttu ekki minnka bara þannig að nóg sé til af þér.  Auðvitað eru joggarar stórhættulegur fatnaður því þá vantar okkur viðvörunina sem kemur þegar fer að þrýsta óþarflega að á hinum og þessum stöðum. 

Sendi eins og daglega hlýjar hugsanir og svo stóra knúsið líka á allan hópinn.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 14:45

11 identicon

Frábært hjá þér, til hamingju :)

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 15:35

12 identicon

Alltaf duglegust.

fjögurra_dætra_móðir (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 21:40

13 identicon

Þú ert snillingur snillinganna:)

Þið fjölsk..eruð bara dásamleg:)

Hjartanskveðjur...

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 21:59

14 identicon

Dugleg stelpa :)

Rakel Sara (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 22:02

15 identicon

ÞAð er sem ég segi, þú ert snillingur. Ég ség þig fyrir mér dansandi prinsessu í rauðum kjól, geislandi af gleði og stolti, og það máttu svo sannalega vera.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 09:33

16 identicon

 Til hamingju duglega kona. Halltu áfram að rækta sjálfan þig, það er jú nauðsynlegt til að geta gert allt hitt. Þú ert stórkostleg, tek þig mér til fyrirmyndar.

Dagný Gísla (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 11:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband