Leita í fréttum mbl.is

Þakklát fyrir svo margt...

Maístjarnan mín er búin að tala mikið um það síðustu daga hvað henni langar mikið að fara í fimleikana sína aftur þar sem hún hefur ekkert geta stundað þá eftir áramót vegna sinna veikinda.  Á æfingum sínum hefur hún verið með aðstoðarmanneskju með sér þar sem hún kanski meikar ekki allt á æfingunum, er með styttri þolinmæði en hinar stelpurnar og svo er úthaldið kanski ekki það besta á svæðinu og þá er gott að geta farið aðeins útur hópnum og hvílt sig.  Frábærir þjálfarar sem hún hefur verið með sem eru tilbúnir að gera ALLT fyrir hana svona án gríns þá hef ég ekki kynnst öðrum eins stelpum, þetta eru ungar stelpur og gefa ofsalega mikið af sér.  Komu í heimsókn til Maístjörnu minnar í kringum jólin þegar hún var mjög slöpp, með gjafir handa henni frá þeim, kveðjur skrifaðar á blað frá stelpunum í hópnum og mynd af þeim öllum saman með flottri jólakveðju.  Þetta gladdi mína Maístjörnu endalaust mikið, að sjá hvað allar stelpurnar í hópnum og þjálfararnir hugsuðu fallega til hennar þó svo það hefði verið nóg fyrir hana að fá eitt knús.

Þessi sami hópur hefur verið að æfa í allan vetur og núna ætla þær að hittast svona í lok annar og fara saman útað borða og minni hetju boðið með, þið getið ekki ímyndað ykkur gleðina sem skein af henni þegar ég tilkynnti henni það í vikunni að hún fengi að hitta fimleika-stelpurnar á laugardaginn.  Þó svo hún hafi ekkert getað verið með í vetur þá er hún sko ekki gleymd og fær að vera með í "partýinu".  Þegar ég sagði henni frá hittingnum þá fór hún að sjálfsögðu að tala aftur um fimleikaæfingar sínar sem henni langar svo að komast á, fara keppa einsog blómarósin mín sem er mjög skiljanlegt þar sem hún lítur mikið upp til hennar.

Ég get alveg viðurkennt það þá treysti ég ekki hverjum sem er að hugsa um Maístjörnuna mína þess vegna spurði ég annan þjálfarann hvort hún yrði með á fimleika-sumarnámskeiðinu í sumar þar sem hún þarf alveg manneskju á sig (og þjálfarinn þekkir orðin ágætlega inná hana) því það er hennar draumur að komast á eitt stk námskeið og jú keppa en það er víst ekki í boði.  Nei var svarið hjá þjálfaranum ENN hún ætlaði samt að kanna það hjá okkar frábæra fimleikafélagi ÁRMANNI hvort hún mætti sjá um hana á einu námskeiðinu og viti menn það var sko ekkert mál svo Maístjarnan mín fær sinn draum uppfylltan með frábæra aðstoðarmanneskju með sér.  Ég er mjög þakklát fimleikafélaginu ÁRMANNI sem gerir þetta fyrir hana því auðvidað er þetta ekkert sjálfsagt og auðvidað hennar þjálfara að vilja taka þetta verkefni að sér þó svo það hefði ekkert verið á dagsskránni hjá henni.  TAKK TAKK TAKK!! 

Maístjarnan mín á sér marga drauma og þetta var einn af þeim sem mun rætast og ég er ofsalega glöð fyrir hennar hönd.  Nei hún getur ekki gert sömu hluti (langt í frá) og stelpurnar sem eru að æfa með henni (vegna sinna veikinda) sem eru allar heilbrigðar en hún lætur það sko ekki stoppa sig, GETA ÆTLA SKAL!!  ...og þeim dettur heldur ekki í hug að gera grín af henni eða hlæja ef hún getur ekki einföldustu hluti þær aðstoða hana frekar ef eitthvað er.

Svo loksins getur Maístjarnan mín farið að nota fína og flotta fimleikabolinn sinn sem hún fékk í jólagjöf frá jólasveininum í Hafnarfirði síðustu jól sem er reyndar kominn ofan í tösku og bíður eftir notkun.  Þegar ég sagði henni það í gær að hún kæmist á fimleikanámskeið í sumar var hún ekki lengi að finna tösku og fína fimleikabolinn sinn.  Yndislegust!!  Svo sáum við líka í gær þegar við vorum að ná í Blómarósina okkar að það er verið að selja flottar fimleikavörur í félaginu þeirra systra svo ég spurði hana hvort hún vildi kaupa sér eittthvað fallegt fyrir afmælispeningana sína og hún var ekki lengi að svara því JÁTANDI.Heart  Á morgun ætlum við að velja eitthvað sætt handa henni.

Já ég er ofsalega þakklát fyrir öllu þessa flotta fólki sem hefur raðast í kringum okkur þá sérstaklega Maístjörnuna mína, við erum heppin!  Ég vil líka þakka "leynda aðdáandanum" (einsog stóð á pakkanum) í útlandinu sem sendi þetta flotta föndur handa henni, hún var ekki lengi að byrja föndra hálsmen á dúkkuna sína Ósk.  Utan á pakkanum stóð "Maístjarna Óskarsdóttir"Grin.  KÆRAR ÞAKKIR!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já hafi ÁRMANN,Þjálfarar,Fimleikastjörnurnar miklar þakkir fyrir allt saman...

Enda annað ekki hægt en að bráðna við þessa yndislegu síbrosandi duglegu MAÍSTJÖRNU ykkar...

Kærleikskveðjur..

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 13:05

2 identicon

En gaman, en mundu líka eitt,  að líkir sækja líka heim eins og sagt.

Og það stendur bara þannig á hjá ykkur að þið eruð einstök öll fjölskyldan og laðið fram það besta í fólki.  Þ.a.l. er það ekki minna virði fyrir þennan góða þjálfara hjá Ármanni að geta boðið þetta heldur en fyrir ykkur að eiga þess kost.

Svo er Risaknúsið eins og vant er til ykkar allra.

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 14:56

3 identicon

Kæra fjölskylda ,Sólveig sem skrifar hér á undan mér segir allt sem ég hugsaði þegar ég las færsluna hjá þér Áslaug , málið er að maður uppsker alltaf eins og maður sáir. bestu kveðjur og vona að sumarið verði ykkur ökllum gott .

hjördís blöndal (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 20:59

4 identicon

Það er alveg frábært hvað það er til margt gott fólk.  Það er alveg ótrúlegt hvað "lítil" viðvik eða hjálpsemi skilar mikilli gleði hjá þeim njóta.  Ég upplifi þetta með strákinn minn en hann þarf stundum smá aðstoð í því sem hann gerir en ef ég tala við fólk og undibý hann þá upplifi ég að fólk er yfirleitt til í að hjálpa.  ÁRMANN og fólkið þar á mikið hrós skilið....eins og Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) á í tilviki míns stráks.

Helga

Helga (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 07:08

5 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 26.5.2011 kl. 11:11

6 identicon

Frábært!  Gaman að vita að hún komist á námskeiðið.  En eitt sem ég hugsði, afhverju getur hún ekki / má hún ekki keppa?  Kannski er það því að hún hefur ekki orku.  En kannski gæti hún gert eitthvað smá í gólfæfingum og fengið verðlaun eins og hin börnin. Vona innilega að það sé hægt að koma því í kring.

Reyndar finnst mér svona almennt að krakakr á þessum aldri ættu ekki að keppa, bara sýna en auðvitað langar henni líka. Vona að ef hún hefur minnstu getu til að gera eitthvað smá að hún fái tækifæri til, sé ekki afhverju (að því gefnu að hún hafi örlitla orku og jafnvel aðstoðarkonuna sína með) það væri ekki hægt að koma því í kring hjá mótshöldurum, þetta eru bara börn að keppa, þetta eru ekki ólympíuleikar þar sem allt þarf að vera eftir kúnstarinnar reglum.

 Gangi ykkur vel :)

ÓK (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 12:00

7 identicon

Það var lítið..Flott að heyra að pakkinn komst til skila :)  Ég þekki ykkur ekki neitt en samt svo vel.  Ég hef fylgst með ykkur hérna síðan þú byrjaðir að blogga en hef aldrei skilið eftir fótspor á síðuna þína áður.  Ég veit að hún er mikið  fyrir að perla en á kannski ekki alltaf svo auðvelt með að gera það og hugsaði að þetta væri kannski aðeins auðveldara og alveg jafn skemmtilegt að gera!  Ég er mikið glöð að hafa geta glatt stóra ljósið þitt :)  Þó ég viti hvað þær systur eru góðar við hvor aðra þá gleymdi ég að setja með miða þar sem ég ætlaði að biðja hana um að leyfa Blómarósinni að prófa líka!  Bestu baráttu kveðjur frá útlandinu... JKV

Leyndi aðdáandinn (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 14:59

8 identicon

Æi en gaman að lesa hvað hún er spennt:) Það er ekkert eins gaman og að fylgjast með börnunum sínum hlakka til. Frábært að hún eigi svona margar góðar vinkonur að sem standa með henni í blíðu og stríðu, það er svo sannarlega mikils virði:)

Kristín (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 22:00

9 identicon

Yndislegt að heyra :)  Vona að það verði frábært hjá maístjörnunni !

Berglind Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2011 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband