Leita í fréttum mbl.is

"Áslaug, þú ferð aldrei of oft til læknis"

"Áslaug, þú ferð aldrei of oft til læknis, ég er svo feginn að þú ert komin, þú hefðir ekki mátt koma seinna þess vegna verð ég að troða þér inná milli í næstu viku í "aðgerð".  Þetta fékk ég að heyra þegar ég mætti til míns húðsjúkdómslæknis til 18 ára ekki fyrir svo löngu.  Þegar ég kom til hans, var varla búin að klæða mig úr buxunum og sýna honum lærið mitt þá heyrist í mínum manni "þetta er ljótur blettur, ég hef áhyggjur af honum". 

Í frekar langan tíma (kanski tvö ár) hef ég séð fæðingarblett á lærinu mínu sem ég hef alveg haft áhyggjur af, ég hef séð hann breytast í frekar ljótan blett en það var bara eitthvað annað ofar á mínum forgangslista sem ég vildi frekar sinna.  Það er líka svo dýrt að fara til læknis að ég var heldur ekki að tíma því það er að sjálfsögðu margir í þeirri stöðu  þeir hreinlega "tíma" ekki að fara til læknis eða hafa hreinlega bara ekki efni á því, þetta er ekkert gefins.

Ég var ekkert að segja neinum frá þessum áhyggjum mínum, ég veit ef ég hefði gert það þá hefði ég verið send beinustu leið til doktors Jóns en ég vildi heldur ekkert láta neinn hafa neinar "óþarfa" áhyggjur.  Í byrjun maí var ég samt farin að hafa meiri áhyggjur en venjulega af þessum ljóta bletti en geymdi það samt í nokkra daga að hringja og panta tíma og hugsaði líka "æji það tekur svo langan tíma að fá tíma svo nokkrir dagar/vikur til eða frá skipta ekki svo miklu máli" en ákvað svo að hringja.  Ég átti að fá tíma á ákveðnum degi sem er eftir nokkra mánuði (fáránlegt hvað það eru langar biðir hjá þessum læknum) og var náttúrlega ekkert viss hvort ég kæmist þá en svo sá konan á símanum að það datt einn út sama dag og ég fékk þann tíma.  Doktor Jón hafði miklar áhyggjur af þessum bletti svo ég fékk "aðgerðar" tíma inná milli kúnna hjá honum þó svo það var ekkert laust því hann vildi ekki bíða mikið lengur að taka hann. 

19.maí fór ég og lét taka af mér tvo ljóta fæðingarbletti, annar þeirrra var mjög svo ljótur, svartur og mislitur inní sem eru að sjálfsögðu þeirra allra hættulegustu.  Ég lýg því ekki en þetta var ógeðslega vont en hugsaði allan tíman til Maístjörnu minnar sem hefur gengið í  miklu miklu verra svo ég reyndi ekki að kveinka mér(ekki mikið allavega).  Fyrir helgi var mér farið að verkja mjög svo mikið í saumana (vont að labba) á lærinu svo ég ákvað að senda tölvupóst á doktor Jón sem vildi fá mig strax á staðinn og þá var komin mikil sýking í saumana, mín komin á sýklalyf og saumarnir teknir þó svo sárið var ekki farið að gróa almennilega.  Þannig ég VERÐ að taka því rólega næstu daga svo það rifni ekki upp sárið.

Þegar ég mætti til doktors Jóns í gær þá tilkynnti hann mér það að það væru frumubreytingar í blettinum á lærinu, það var einsog hann hefði slegið mig.  "En Áslaug, ég hélt að þetta væri miklu miklu verra en það, þú hefðir ekki mátt koma seinna, ég er svo feginn að þú komst".  Stelpurnar mínar voru með mér svo ég varð að halda höfði, fannst það bara nógu slæmt að vera með frumubreytingar.  Ég var eftir að fara í apótekið og það var ofsalega erfitt því ég átti svo erfitt með að halda grátinum inni, fór útí bíl og reyndi aðeins að róa mig þar sem þetta var ekki "dauðadómur".  Heyrði í Skara, man ekki einu sinni hvort það var ég sem hringdi í hann eða hann í  mig, lét hann vita að það væri mikil sýking og ætlaði svo bara að kveðja því mig langaði ekki að fara gráta en svo kom það "en Áslaug var ekkert komið úr ræktuninni?".  Þá fossuðust tárin út, "æji afhverju varstu að spurja mig?" tautaði ég.

Já ég var heppin að þetta var ekki orðið af sortuæxli en með þessari "sögu" vil ég benda fólki á ljósabekkina sem eru stórhættulegir sem ég notaði of mikið þegar ég var yngri en mun ALDREI nokkurn tíman nota aftur, ALDREI!!  Ég mun líka passa mig mun betur í sólinni, mig langar að sjá börnin mín verða stór, giftast, mennta sig, sjá Maístjörnuna mína verða heilbrigða, verða amma og svo lengi ég mætti telja.  Þess vegna er ég líka svo fegin að ég ákvað loksins verða af því að fara til doktors Jóns sem er sá ALLRA ALLRA besti í sínum bransa.  Þetta kenndi mér líka að ég á að fara til læknis þegar/ef ég hef áhyggjur af einhverju þess vegna ákvað ég líka um daginn að fara til annars konar læknis því ég er í öðrum áhættuhóp og er í rannsóknum útaf því.  Einsog doktor Jón sagði þá "förum við aldrei of oft til læknis" en þeir eru bara svo FJANDI dýrir að það eru ekki allir sem hafa efni á þeim því verr og miður.  Einsog "bara" þessar læknaheimsóknir til doktor Jóns eru komnar yfir tuttugu kallinn.

Þetta kenndi mér líka það að ég VERÐ líka að hugsa aðeins meira um sjálfan mig, ég elska börnin mín, mann og fjölskyldu meira en allt og mig langar að vera með þeim þanga til ég verð níræð hundleiðing kerling.  Ég er samt ofsalega dofin eftir að ég fékk þessar fréttir, var eitthvað svo máttlaus í gær og leið ömurlega sem ég reyndar geri en því að fá sortuæxli (sem mitt var ekki orðið) er hættulegasta krabbamein sem þú getur fengið og það vill ENIGN fá það. Jú það verður að fylgjast aðeins betur með öllum blettum hjá mér sem ég geri svo sannarlega og ætla að láta doktor Jón fá leið á mér, því ég ætla að mæta svo oft til hans.

MUNIÐ bara að við förum aldrei of oft til læknis og gefum SKÍT í ljósabekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 31.5.2011 kl. 14:04

2 identicon

Takk fyrir að deila þessu með okkur því þetta er svo satt, við förum aldrei of oft til læknis og við verðum að fylgjast með blettunum. 

Ég hef verið fastagestur hjá doktor Jóni (veit ekki hvort það sé sami Jón) í bráðum 15 ár vegna bletta.  Í einhver skipti hafa fundist frumubreytingar (langt síðan síðast) en sem betur fer aldrei sortuæxli.  Maður heyrir, því miður, allt of oft af sortuæxlum og hversu hræðileg þau eru.  Munum bara hversu mikilvægt það er að vera ekki óvarin í sól.

Helga

Helga (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 14:20

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Elsku besta Áslaug mín.

Þú hefur heldur betur fengið skellinn, en samt ekki af verstu gerðinni sem betur fer. Já við eigum að fara til læknis og spyrja ef það er eitthvað sem okkur líst ekki á við líkamann okkar eða sálina.

Sem betur fer slappst þú fyrir horn og þakka þér óskaplega vel fyrir að segja okkur frá þessu. Nágranni okkar til margra ára er nýdáinn vegna sortuæxlis.

Vertu svo allra kerlinga elst - held að þú verðir rosa skemmtileg - ég ætla það sko  

Kveðjur í kotið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.5.2011 kl. 14:30

4 identicon

Ég var einmitt að láta taka blett af mér um daginn og er ekki búin að fá úr ræktuninni. Ég var að ræða þetta við mömmu sem er líffræðingur og hún segir að þetta ætti ekkert að vera hættulegt lengur hjá þér. Það verður bara fylgst með þér. Það er búið að taka frumubreytingarnar burt. Bara gott að það er búið að taka þetta. Þú ert örugglega safe. Skil samt vel áhyggjurnar þínar. Og ég vissi ekki fyrr en núna að þú værir líka með gigt. Þú og Rakel Sara eru flottustu konur sem ég hef nokkurntíman fengið að kynnast. Ótrúlegur kraftur sem sumt fólk hefur. Börnin þín eru svo heppin að eiga þig að. Það er ótrúlegt hvað þú getur.

sigrún þórisdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 15:16

5 identicon

((((((knús)))))

Þú verður aldrei hundleiðinleg - þó þú verðir 120 ára (en þá verð ég reyndar orðin 122 ára og hef ekkert vit á því hver er leiðinlegur og hver ekki ho ho ho).

En ég er sammála þér - maður fer aldrei of oft til læknis (verst jú hvað biðtími er langur og kostnaður mikill) og mér þykir betra að fara einu sinni of oft til læknis en einu sinni of sjaldan.

Samt er það döpur staðreynd hvað við fullorðna fólkið virðumst oft gleyma því að hugsa um okkur líka og setja okkur í fyrsta sætið.

((((((((((((meira knús)))))))))))))

Súsanna Finnbogadóttir (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 15:29

6 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

  ÚBBBS, Ég fékk lömunareinkenni þegar ég skildi hvað þú varst að fara í þessari færslu.  En guði sé lof að þetta voru bara frumubreytingar, en samt. 

Hvað er í gangi hjá þeim sem öllu ræður að því okkur er sagt, mér finnst og ÖRUGGLEGA öllum sem fylgst hafa með ykkur fallegu einstöku fjölskyldunni, að þar sé sannarlega nóg þó ekki bætist við að þurfi að hafa áhyggjur af mömmunni sem ég er oft hissa á að sé á fótunum, hefur reyndar oft dottið í hug hvort álagið gæti ekki skaðað sálina hennar, þetta er einfaldlega too much.

Nú er spurning hvað ég sendi, jú ég ætla að gera eins og vant er að biðja allan englahópinn og Guð þó ég sé ósátt við hann að senda þessa viðvörun til ykkar, því hjá ykkur er nóg af þeim.

Og svo RISA RISA knúsið, þetta verður allt í lagi ÖRUGGLEGA

frá Sólveigu

Sólveig Adamsdóttir, 31.5.2011 kl. 15:56

7 identicon

takk fyrir að deila þessu með okkur, mig vantar góðan húðsjúkdómalækni, hvað er nafnið á þessum og hvar er hann til húsa?

Þórunn Katla (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 20:08

8 identicon

takk fyrir að deila þessu með okkur

hvað heitir þessir læknir og hvar er hann til húsa?

Þórunn Katla (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 20:08

9 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Hann heitir Jón Þrándur er á Smáratorgi s.5204444.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 31.5.2011 kl. 20:11

10 identicon

Jæja ég á nú bara ekki til orð, elsku þið, það var nú nóg sem á ykkur er lagt, og svo þetta líka.  Gott að þú hlustaðir á þína innri rödd, það er oftar en ekki sem að hún segir satt.

Sumar og sólarkveðjur. gþ

gþ (IP-tala skráð) 31.5.2011 kl. 20:25

11 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Maður verður margst fróðari eftir þennann lestur.sem og aðra hjá þér...Takk fyrir það..

Kærleikskveðja og RIIIIIIIIIIIIISAAAAAAAAAAAKNÚS..Á ÞIG OG ÞÍNA...

Halldór Jóhannsson, 31.5.2011 kl. 21:47

12 identicon

Hugsa mikid til ykkar kaera 'Aslaug. Bestu kvedjur til thin og fjolskyldunnar.

Thorgerdur (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 01:09

13 Smámynd: Ragnheiður

'o hjálpi mér..ég las svo hratt - frosin af skelfingu. Ég er svo sátt við þig að hafa farið. Elsku Áslaug þetta hefur verið vond upplifun.

Kær kveðja til þín

(ég ætlaði ekki aðkomast inn hjá þér og ég meir að segja bloggaði um það í vandræðum mínum, kerfið er eitthvað að hrekkja )

Ragnheiður , 1.6.2011 kl. 01:32

14 identicon

 

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 08:33

15 identicon

Gott að heyra að þú hafir komið nógu snemma til læknisins og við treystum því að þetta verði ekki meira.  Ekki meira á ykkur leggjandi. Fraus alveg við að lesa þetta

Ég lét fjarlægja blett árið 2000 og er með mjög marga fæðingabletti sem ég næ engan veginn að fylgjast með. Hef því farið 1 sinni á ári síðan þá og látið skoða allt "safnið".  Peningum vel varið. Það er aldrei of varlega farið í þessum málum. Er af ljósabekkjakynslóðinni eins og þú en hef ekki farið í ljós í mörg mörg ár og er ekki á leiðinni aftur.

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 09:38

16 identicon

Takk fyrir að minna mig á að panta tíma

Auður Lísa (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 10:57

17 identicon

Jáhá......frábært að þú dreifst þig og komst nógu snemma..

Gangi ykkur ávallt sem best

kv Anna

Anna (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 11:19

18 identicon

Knús á þig Áslaug  Er bara orðlaus en langar að þakka þér fyrir að deila þessu með okkur sem lesum alltaf bloggið þitt.

Ellen Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 12:25

19 identicon

sæl og takk fyrir að vekja máls á þessu.

Maðurinn minn fékk blett á eyra fyrir þónokkrum árum og Dr. Jón (veit ekki hvort sá sami en hann er æðislegur) sendi hann í aðgerð daginn eftir. Því miður reyndist þetta vera orðið sortuæxli og það þurfti að taka hluta af eyranu hans. Þetta var ofboðslegt sjokk því það er stutt í höfuðstykkið frá eyranu. Sem betur fer þá hafði þetta ekkert dreift sér og hann er búinn með sín 5 ár í eftirliti.

þannig að ég hef fulla trú á því að Jón segi satt að þetta séu bestu fréttir sem þú gast fengið í þessu máli. Gangi þér vel.

Kristín Pétursdóttir (Ókunnug) (IP-tala skráð) 1.6.2011 kl. 13:49

20 identicon

Sæl Áslaug. Þetta eru mikilvæg skilaboð til allra foreldra en sérstaklega til okkar foreldra langveikra barna því við erum svo upptekin og vakin og sofin yfir velferð og þörfum barnsins.  Fyrir ári síðan greindist ég með brjóstakrabbamein og er nú búin í allri meðferð og allt gekk vel.  Ég hafði fundið hnút nokkru áður en dregið það að fara og upp komu svipaðar hugsanir og hjá þér. En þetta er heilmikið sjokk því við megum ekki klikka! Veika barnið þarfnast okkar. En maður þarf sífellt að minna sig á að hlúa að sjálfum sér því það muni allir græða á því!  Gangi þér vel og takk fyrir að deila þessu.

Kristín Steinarsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 00:36

21 identicon

Takk fyrir að deila þessu með okkur. Gangi þér vel.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:46

22 identicon

Æi nei ég fór mjög oft í ljós á unglingsárum en sór að gera það ALDREI aftur því ég varð svo hrædd! um tilhugsun við svona sortuæxli!  Gangi þér ofsalega vel. Kveiki á kertum fyrir ykkur öll, hetjufamilía:)

Audur Brynjolfsdottir (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 20:29

23 identicon

Takk fyrir að segja þessa sögu hérna.  Ég er hjá sama lækni og þú og mæli 100% með honum, sjálf er ég búin að liggja mikið í ljósum og er búin að láta taka af mér 20 bletti, það voru frumubreytingar í nokkrum af þeim, ég fer í eftirlit 1x á ári, ég er loksins að átta mig á hættunni og er hætt að fara í ljós en finnst voðalega gott að sitja úti í sólinni en passa mig á að smyrja mig vel með sterkri sólarvörn.  Knús á ykkur.

Linda (IP-tala skráð) 5.6.2011 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband