Leita í fréttum mbl.is

Meðan fæturnir bera mig - dagur Þuríðar minnar á morgun

Á morgun fer yndislega Maístjarnan mín í sínar rannsóknir og daginn sem hún fer í rannsóknir sýnar þá ætla hetjurnar sem eru að hlaupa hringinn í kringum landið til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkrabarna að heiðra Maístjörnunni minni þann dag.  Ef þið viljið styrkja þetta flotta verkefni þeirra þá getiði farið inná www.mfbm.is  og þar sjáiði hvernig þið getið styrkt.

Já einsog ég hef oft sagt síðustu vikur þá er ég hrikalega stressuð og kvíðin fyrir morgundeginum, Maístjarnan mín er eitthvað svo þreytt þessar vikurnar, henni er búið að vera óglatt, kúgast þegar hún tekur lyfin sín sem hún er ekki vön að gera en við það verð ég ennþá kvíðnari, borðar lítið sem ekkert og svo fær hún stöku sinnum krampa. 

Hennar helsti sérfræðingur, sem les úr myndunum og ræður hennar meðferð er í sumarfríi en hann ætlar samt að koma á morgun og hitta okkur til að láta okkur vita stöðuna.  Auðvidað er ekkert sjálfsagt að sérfræðingurinn komi úr sínu sumarfríi til að sinna okkur en hann gerir það samt enda sinnir hann sínum sjúklingum 150% og miklu meir en það.  Við erum að sjálfsögðu mjög þakklát fyrir það enda myndi það éta mig að innan að fá engin svör strax, nógu erfitt að bíða eftir deginum á morgun en Maístjarnan mín er bara spennt að hitta alla uppá spítala.

Maístjarnan mín er ekki sú eina sem fer í rannsóknirnar sínar á morgun en það er hún Lea Karen líka sem er lítil hetja sem hefur barist við sitt heilaæxli síðan hún var ca 6 mánaða en er rétt um 2 ára í dag.  Ég vona það svo heitt og innilega að sérfræðingurinn gefi okkur öllum góðar fréttir á morgun, þessar stelpur eiga það svo sannarlega skilið og eiga að fá að lifa lífi einsog við hin. 

Takk fyrir allar fallega kveðjurnar sem þið hafið sent mér/okkur.  Ég ætla rétt að vona að ég verð komin með GÓÐAR fréttir seinni partinn á morgun.
XOXO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur sem allra best á morgun, sendi ykkur hlýja strauma

Jóhanna G. Ól (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 10:11

2 identicon

Gangi ykkur vel á morgun. Ég vona svo innilega að þetta verði góður dagur á morgun fyrir ykkur öll. Hugur minn er hjá ykkur frábæra fjölskylda.

Kveðja

Sigrún (ókunnug)

Sigrún (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 10:22

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

gangi ykkur vel á morgun og minn hugur er hjá ykkur.

Guðrún unnur þórsdóttir, 8.6.2011 kl. 13:12

4 identicon

Kristín (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 14:04

5 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgun.Hugurinn mín er hjá ykkur

Siri Seim (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 15:13

6 Smámynd: Skúmaskot tilverunnar

Skúmaskot tilverunnar, 8.6.2011 kl. 15:51

7 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgun og verð með hugann hjá ykkur og með kveikt á kerti að sjálfsögðu. Sendum hlýja strauma til ykkar allra.

Kv. Ella

ella (grænu deild) (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 16:53

8 identicon

Hugsum hlýtt til ykkar með von um góðar fréttir

Hildur, Þórdís og co (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 17:23

9 identicon

Gangi ykkur ofur vel á morgun. Sendi alla mína bestu strauma til ykkar á morgun. Eigið svo sannalega skilið að fá góðar fréttir!!!

Valgý Arna (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 17:38

10 identicon

Gangi ykkur vel á morgun, hef ykkur í bænum mínum.....og styrki auðvitað málefnið "á meðan fæturnir bera mig" á morgun, Þuríðardegi

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 18:06

11 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgunn, hlakka til að lesa um góðu fréttirnar :) Ætla líka að styrkja ,,á meðan fæturnir bera mig'' á morgunn.

Heiða (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 18:28

12 identicon

Vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á morgun!

Knús á ykkur!

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 18:35

13 identicon

Gangi ykkur sem allra, allra best á morgun og megið þið fá allra, allra bestu fréttirnar

kveðja

Kristín S

Kristín S (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 20:26

14 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gangi ykkur vel

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.6.2011 kl. 20:57

15 identicon

Gangi ykkur rosa vel á morgun,megi allir verndarenglar vera með ykkur,vonandi koma BARA góðar fréttir,bestu bæna og kærleikskveðjur,Hrönn.

Hrönn. (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:07

16 identicon

Gangi ykkur sem allra best á morgun og vonadi fáið þið góðar fréttir, sendi hlýja strauma til ykkar kv María

María Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:14

17 identicon

Kveikji á kertum handa hetjunni ykkar..og fæ að tileinka  Leu Karen það  líka
Knús í hús

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:20

18 identicon

Þið eruð mér ofarlega í huga dag hvern. Ég óska þess heitt & innilega að þið fáið góðar fréttir á morgun...þið eigið það skilið!

kærar kveðjur, Heiðdís Dögg;)

Heiðdís Dögg (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:28

19 identicon

Bestu kveðjur um góðan dag á morgun.

Ragna (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:38

20 identicon

Gangi ykkur vel á morgun! Ég sendi allar mínar bestu óskir, kveðjur og hlýja strauma á morgun, .. og bið þess að þið fáið góðar fréttir á morgun eins og þið eigið svo sannarleg skilið!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:15

21 identicon

Gangi ykkur súpervel á morgun. Knús

Oddný (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:41

22 identicon

Hlýjar hugsanir og góðir straumir- Þið fáið góðar fréttir xxxx

Brinka (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:43

23 identicon

Gangi ykkur allt að óskum.

Anna Þorgrímsdóttir (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:52

24 identicon

Gangi ykkur súpervel á morgun, ég bíð bara eftir góðu fréttunum og treysti á þær:o) RISAKNÚS til Þuríðar og ykkar hinna!

Ásdís (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:52

25 identicon

Vona svo innilega að dagurinn á morgun verði ykkar dagur og allra sem eru í sömu sporum og þið.  kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:56

26 identicon

Vona sannarlega að það verði góðar fréttir sem þið fáið á morgun.Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með,þið eruð öll hetjur sem eigið börn með alvarlega sjúkdóma.Áfram Þuríður og fjölsk.

Málfríður (ókunnug) (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 23:19

27 Smámynd: Sólveig H Sveinbjörnsdóttir

Bestu kveðjur til ykkar og vona innilega að þið fáið góðar fréttir

Sólveig H Sveinbjörnsdóttir, 9.6.2011 kl. 00:04

28 identicon

Hugsa til ykkar og sendi ykkur fallega og góða strauma!

Megi englarnir vera hjá ykkur

Hulda (SKB)

Hulda Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 00:34

29 identicon

Gangi ykkur vel á morgun! Maístjarnan og Lea Karen eiga svo sannarlega skilið að fá góðar fréttir.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 01:12

30 Smámynd: Ragnheiður

ég ætla að tendra ljós á kertasíðunni fyrir ykkur og líka fyrir hina litlu telpuna. Góðar fréttir eru það sem við viljum.

*hjartansknús*

Ragnheiður , 9.6.2011 kl. 02:44

31 identicon

Sendi ykkur góða strauma fyrir deginum í dag og eins til hlauparanna, sem eru að standa sig svo hrikalega vel, enda hafa þau allar litlu hetjurnar sem fyrirmyndir þegar þau berjast á móti vindinum og öðrum fyrirstöðum á leiðinni ;o)

Með ósk um GLEÐIFRÉTTIR!!!

Begga Kn.

Begga Kn. (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 06:34

32 identicon

Gangi ykkur sem allra best á morgun, hugur margra verður hjá ykkur.

Litla hetjan ykkar á svo sannarlega skilið góðar fréttir, sem og litla Lea Katrín að sjálfsögðu líka.

Edda Bjork (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 06:58

33 identicon

Gangi ykkur vel í dag!

Sissa (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 07:30

34 identicon

Vonum svo innilega að dagurinn í dag verði hamingjudagur í ykkar lífi. Sendum alla okkar sterkustu strauma og vonir til ykkar xxx

Helga Harðardóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 08:32

35 identicon

 knús

kv Dagbjört

Dagbjört jakobsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 09:11

36 identicon

Gangi ykkur rosa vel í dag. Hugsa til ykkar.

Inga (ókunnug) (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 09:27

37 identicon

Gangi ykkur vel, sendi góðar hugsanir, er búin að styrkja mfbm þetta eru bræðrabörn mín sem eru að hlaupa. :0)

Kristbjörg Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 10:00

38 identicon

Gangi ykkur ofur vel í dag. Ég hugsa fallega til ykkar, bið Guð og engla að fylgja ykkur í dag sem og alla aðra daga og sendi birtu, hlýju og kærleik til ykkar.

Edda Hlíf (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 10:31

39 identicon

gangi ykkur rosalega vel

hugur minn verður hjá ykkur i dag

Þórunn helga garðarsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 10:58

40 identicon

Hugsa hlýtt til hetjunnar. Trúi því að það komi góðar fréttir í dag  Gangi ykkur vel

Hjördís Eleonora Þorkelsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 11:55

41 identicon

Gangi ykkur vel á morgun sendi ykkur sterka strauma og vonir um góðar fréttir :)

Guðrún ( boston ) (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 13:35

42 identicon

Hugsa hlýlega til ykkar og vona að allt fari á besta veg <3

Maja (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 14:32

43 identicon

Búin að hugsa til ykkar í allan dag. Knús og góðir straumar.

Dagný Gísladóttir (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 18:08

44 identicon

Hef hugsað til ykkar í allan dag með von um góðar fréttir af elsku fallegu hetjunni!! Sendi allar mínar óskir til ykkar!!

Gígja (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 00:01

45 identicon

Ég vona að fréttirnar hafi verið góðar elsku Áslaug og fjölskylda.

Hanna (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 09:27

46 identicon

Vona að allt hafi gengið vel, bið fyrir ykkur á hverju kvöldi

Dísa (IP-tala skráð) 10.6.2011 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband