Leita í fréttum mbl.is

Helv... flogaköst

Þrátt fyrir góðar fréttir í síðustu viku þá er Maístjarnan mín ekki hætt að krampa, var t.d. að fá einn fyrir ca klukkutíma og eru þeir frekar óhugnalegir.  Hún var úti að leika með Blómarósinni minni (og vinkonu) og hún kemur með hana inn (Blómarósin mín) í krampa haldandi undir handlegginn til að styðja hana.  7 ára gamalt barn á ekki heldur að þurfa að ganga í gegnum svona en hún þekkir ekkert annað, hún ber ofsalega mikla ábyrgð gagnkvart systir sinni að hálfa væri miklu meir en nóg þó svo henni langi stundum eða frekar oft að vera "bara" 7 ára.  Þetta var frekar stór krampi og Maístjarnan mín var alveg útslegin, hún var svo völt og þvoglumælt eða var einsog "versta" fyllibytta eftir krampan og svo var hún ekki lengi að sofna á eftir.  Það er ofsalega erfitt að sjá hana í krampa og ég þrái ekkert heitara en að hún losni við krampana sem ég TRÚI að það mun gerast einn daginn.  Ég er bara ofsalega fegin að hún hrynur ekki beint niður eða beint á höfðuðið í krampanum einsog hún gerði þegar þeir voru yfir 50 á dag og þá var hún líka farin að ganga með "hjálm".  En hún nær oftast að standa í fæturnar á meðan þeir eru í gangi.

Hún er fljót að þreytast og þráir ekkert heitara en rólegheit, hún var sko búin að fá nóg af borginni í gær svo hún pakkaði ofan í tösku og var "farin".  Þegar Maístjarnan mín ákveður eitthvað þá er sko ekki hægt að rökræða við hana.  Henni langar bara að geta legið uppí sófa í rólegheitunum, hoppað í pottinn þegar henni langar eða bara verið þar sem er ofsalega hljóðlátt en hún þolir illa hávaða.

Einsog við ætluðum að njóta okkar í góða veðrinu í dag, kíkja á Brúðubílinn og svona en það varð ekkert úr því þar sem GULL-drengurinn minn hann Theodór tók uppá þvi að verða lasinn en drengurinn fékk einhverja hita"krampa" í nótt, við náðum engu sambandi við drenginn og þvílíkur skjálfti í honum.  Einsog mér finnst slæmt að sjá Maístjörnuna mína í flogakasti þá var þetta ekkert skárra, maður hugsar alltaf það versta og hjartað verður hrætt.

17.júní framundan og ég er búin að lofa Maístjörnunni minni að við verðum bara í rólegheitunum með sleikjó og candy-floss og þau eru öll ánægð með það, bara að þau fái candy-flossinn.

Eigið ofsalega góða daga, ég ætla að nýta rólegu dagana nk. í að gera nýja kjúklingarétti þar sem ég er með "föstudags-kjúklingaréttir Áslaugar" á feisinu ef ykkur langar að "like-a" og gera góða kjúklingaréttiGrin ....og að sjálfsögðu eitthvað rólegt og skemmtilegt með krökkunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ææ Vonandi fer þetta nú að minnka hjá stelpunni, fylgist með og vona allt það besta fyrir ykkur kæra fjölskylda..þið eruð hetjur..knús á ykkur..

Eygló Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 23:01

2 identicon

Æi, af hverju í ósköpunum slapp Theodór ekki við að fá hitakrampa:o( Það á nú ekki af ykkur að ganga, en skrítið samt hversu seint hann fær hitakrampa, hefur hann fengið þá einhvern tíma áður? Mikið vona ég að þetta verði í eina skiptið sem þetta gerist, nóg er nú samt! Skemmtið ykkur vel á Þjóðhátíðardaginn og vonandi borða börnin yfir sig af Candyflosinu;o) Hafið það sem allra best og knús á alla, kv. Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 15.6.2011 kl. 23:12

3 identicon

Skil Þuríði vel að hún vilji bara pakka niður og fara út í sveit aftur :) Ekkert betra en rólegheitin :) Njótið 17. júní með kandífloss í annarri og fána í hinni!

Bylgja (IP-tala skráð) 16.6.2011 kl. 06:21

4 Smámynd: Ragnheiður

Mikið er Þuríður heppin með svona duglega systur en auðvitað er það rétt, ekkert 7 ára barn á að upplifa svona. Hún er samt súper dugleg. Sonur minn fékk hitakrampa fyrir meir en 20 árum og ég man enn hræðsluna í kringum það

erum við nokkuð tengdar á face-inu ? ég er hrifin af kjúkling

Ragnheiður , 16.6.2011 kl. 07:18

5 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Ragnheiður ef þú setur í "leitina" á face-inu "föstudags-kjúklingaréttir Áslaugar" þá finnuru síðuna mína :)

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 16.6.2011 kl. 08:02

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 19:56

7 identicon

æ litlu skinninn , vonandi eru þau búin að jafna sig og þið hafið átt góðan dag í gær , hér var tekið léttur og rólegur 17 júni dagur allir slagir og rólegir í anda sveitastemmingunni :)

 kærleiksknúns í hús

kveðja að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 08:32

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 19.6.2011 kl. 19:26

9 identicon

Enn og aftur bestu kveðjur til ykkar allra og þakka þér fyrir Áslaug mjög einlæg og góð skrif á blogginu þínu , þú ert öðrum til eftirbreytni .

hjordis blöndal (IP-tala skráð) 19.6.2011 kl. 23:16

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.6.2011 kl. 05:16

11 identicon

Treysti á að allt sé með kyrrum kjörum hjá ykkur, hitinn horfinn úr Theódór litla og Stjarnan sé frísk og fín

Þess óskar Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 11:06

12 identicon

Þið eruð öll sannkallaðar hetjur, gangi ykkur alltaf sem best. Boga kr.

Boga Kristín Thorlacius (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband