Leita í fréttum mbl.is

Maístjarnan mín

Við erum búin að eiga ofsalega góða daga þrátt fyrir krampa, smá hausverk og þreytu.  Það sem við gerum verður að sjálfsögðu að stjórnast á því hvað Maístjarnan okkar orkar að gera en það getur verið ofsalega erfitt að skilja fyrir 2, 5 og 7 ára börn að við verðum kanski að fara NÚNA þegar við erum að gera eitthvað skemmtilegt því Maístjarnan okkar getur ekki meir eða höndlar eitthvað ekki.  Auðvidað skilja þau það ekki og verða "reið" við okkur að "skemma" eitthvað fyrir þeim eða sár útí Maístjörnuna að geta ekki verið lengur því hún er komin með hausverk eða þolir bara illa hitann.  Þetta er ofsalega erfitt fyrir okkur þar sem við viljum auðvidað að alllir njóti sín.

En Maístjarnan mín er samt búin að njóta sín með okkur, en við vorum að koma úr Húsafelli eftir nokkra daga sem var alveg yndislegt enda var potturinn notaður tvisvar á dag, trampólínið frekar vinsælt, sófinn var líka ofsalega góður og svo nutum við þess bara að vera sex saman í notalegheitum.

Hérna eru nokkrar frá þeirri ferð:
P7050195
Maístjarnan mín orkaði að hoppa nokkrum sinnum á trampólíninu og það var sko yndisleg sjón.  Hún er öll að koma til eftir sterana en þeir eru ennþá að renna af henni og valda henni dáltið af aukaverkunum.
P7050157 [1024x768]
Auðvidað var Blómarósin mín mestmegnis svona í ferðinni.
P7050216 [1024x768]
Sjarmatröllið mitt kátur einsog vanalega.
P7030080 [1024x768]
Gull-drengurinn á tjillinu en hann vildi ólmur komast heim svo hann myndi ekki missa af fleiri fótboltaæfingum.
P7050315 [1024x768]
Jebbs hún var í stuði.  Við erum á fullu að byggja hana upp og tökum bara einn dag í einu, endalaust mikið af aukaverkunum í gangi og svo er hægri hendi lítið sem ekkert notuð.  Stundum er einsog hún sé búin að gleyma henni vegna lömunarinnar, jújú það er ennþá lömun í henni en hún getur samt alveg notað hana en gleymir henni bara.

XOXO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt að heyra og gaman að sjá myndirnar af börnunum fallegu! kv Ásdís

Ásdís Ásgeirsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2011 kl. 22:35

2 identicon

Yndislegar myndir og frábært að þið náið að njóta ykkar þrátt fyrir takmarkanir. Vonandi batnar líðan Maístjörnunnar með hverjum deginum og þið náið að njóta hvers dags.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 08:14

3 identicon

FAllegar myndir af fallegu fólki.

gþ (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 09:20

4 identicon

Gangi ykkur sem allra best

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:04

5 identicon

Yndislegt að heyra þessar fréttir af FALLEGU DUGLEGU familíunni.

Blómarósin snýr á haus eins og henni er lagið, mér finnst þið öll alveg frábær.

Sendi risaknúsið í húsið

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 10:51

6 identicon

Gott að heyra fréttir af ykkur,hafið það sem best.

Kristín (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 12:38

7 identicon

Frábærar fréttir! Þetta eru einmitt fréttirnar sem maður er búinn að bíða eftir! Vonandi heldur sumarið áfram að vera svona gott hjá ykkur:o)

Ásdís (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 14:25

8 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

yndíslegar myndir af fallegum börnum knús og kram til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 6.7.2011 kl. 15:55

9 identicon

Bestu þakkir fyrir þessa færslu og myndirnar gleðja mann svo sannarlega.

Hafið það sem best, öll sem eitt.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 16:36

10 identicon

Þið eruð einstök...Knús í sveitina:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 6.7.2011 kl. 21:38

11 identicon

Gaman að sjá hvernig börnin þín blómstra njóta sín í sól og sumri. Þið sýnið ótrúlegan styrk. Gangi ykkur sem allra best.

Liney (ein af borðtennis-stelpunum í TBR) (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 17:47

12 identicon

Fallegar myndir af gullmolunum ykkar og gaman að sjá gleðina hjá hetjunni ykkar....ofsalega falleg mynd af henni þessi neðsta og enn á ný segir hún okkur hinum svo ótal margt á sinn einstaka hátt.....bara með því að vera hún sjálf.

Tendra ljósin þegar dimmir á kvöldin, bið guð að gæta ykkar og gefa ykkur áfram góða daga.

Kærleikskveðja 4 barna mamman.

4 barna mamman (IP-tala skráð) 8.7.2011 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband