Leita í fréttum mbl.is

Þreyttar mæðgur

Ég er ofsalega þreytt, Blómarósin mín er þreytt og Maístjarnan mín er ennþá þreyttari.  Sumarfríið okkar yndislega að klárast (væri til í að hafa það miklu miklu lengur með þeim) en við samt svo þreyttar.  Hjartað í Blómarósinni minni er viðkvæmt, mikill kvíði í gangi sem er ofsalega erfitt og sárt að horfa uppá.  Maístjarnan mín er mjög þreytt einsog ég sagði, hún vill mikið liggja fyrir og finnur það alveg sjálf hvenær hún vill loka sig af og hafa það rólegt.  Ég sé hana ekki fyrir mér að vera "heilan" skóladag í vetur, um hádegi kemur að hennar rólega tíma.  Hún vill t.d. ekki mikið fara með okkur í veislur því hún veit að þar verða engin rólegheit og auðvidað leyfum við henni að ráða ferðinni.  Ef ég væri með hausverk flesta daga væri ég ekki að höndla einhver "brjáluð" partý.  Hægri hendin hennar er "ekki til", hún hreinlega veit bara ekki af henni, alveg sama hvað við erum að reyna þjálfa hana en þá þýðir það ekkert.  Við finnum alveg hvað hún er máttlaus þegar við erum að láta hana kreista okkur.  Já þetta er frekar SKÍTT og við erum ofsalega leið hvað þessi barátta hennar er búin að taka langan tíma eða síðan okt'04 og Maístjarnan mín bara rétt níu ára gömul.

Rannsóknir hennar verða 8.sept eða seinkað um tvo daga, fengum hringingu frá spítalanum í dag til að tjékka hvort það væri ekki OK?  Það skiptir ekki svo miklu máli tveir dagar til eða frá, magapínan verður bara lengur hjá okkur.  Ég og Skarinn minn höfum alltaf gert e-ð helgina fyrir myndatökur, ég er að leggja höfuðið í bleyti og finna e-ð skemmtilegt og kósý að gera fyrir okkurInLove.

Langar að enda á myndum frá Svíþjóð í fyrra eða þegar hún fór þangað í "gammahnífinn" og er ennþá að berjast við aukaverkanirnar af þeirri meðferð.
P7292042 [1280x768]
Hérna er verið að undirbúa hana fyrir "gammahnífinn", aldrei heyrist í henni þegar það er verið að sprauta hana.  Hún er eiginlega farin að segja læknunum hvað þeir eigi að gera.
P7292076 [1280x768]
Ennþá stödd á "vöknun"
P7292090 [1280x768]
Nývöknuð og auðvidað var Blómarósin ekki lengi að koma og gleðja hana.  En hún fékk að koma með okkur í þessa ferð þar sem þetta allt ferli er búið að taka mikið á hana og hafði miklar áhyggjur af systir sinni þegar hún vissi að hún ætti að fara í meðferð til Svíþjóðar en við vildum bara leyfa henni að sjá að þetta yrði alltílagi.
P7302192 [1280x768]
Það er mikill kærleikur á milli þeirra systra og það er sko ekkert skrýtið að hjartað í Blómarósinni minni geti verið oft mjög svo viðkvæmt sérstaklega ef hún er að krampa mikið eða bara mjög svo þreytt.  Hún hefur bara áhyggjur af systir sinni.

Núna er ekkert annað í stöðunni en að reyna finna eitthvað skemmtilegt að gera og reyna hugsa um eitthvað annað en 8.sept sem verður frekar erfitt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús í hús og kærleikskveðjur....

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 15.8.2011 kl. 21:43

2 identicon

Trú, von og kærleikur

Helga

Helga (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 07:57

3 identicon

Elsku þið öll fallegu og duglegu en samt því miður "þreyttu"

Vont að geta ekki létt undir með ykkur í þessum erfiðu aðstæðum, ég hugsa einmitt svo oft þegar þú ert á þreyttu nótunum, hvernig stendur hún Áslaug í lappirnar í öllu þessu?, en sem betur fer þá gerir hún það og gott betur, bjartsýn í óttanum sem sker innan, ótrúleg hetja þar á ferð.  Þá fer ég líka að hugsa um að eitthvað gott er að leiða hana áfram og hennar fólk, og það bara hlýtur að vera þannig, og það hlýtur að vera Guð,  þó mér finnist alltaf að hann eigi að taka þessi veikindi með tilheyrandi álagi frá ykkur með lækningu á Þuríði fallegu og duglegu.

Bið Guð að finna með ykkur eitthvað gott að gera til 8.sept., sem dreifir huganum og svo EKKERT MINNA en góðar fréttir þá.

Þess óskar Sólveig með stóru knúsi og kærleikskveðjum.

Sólveig (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 11:45

4 identicon

Hæ hæ...

Sendi ykkur fullt af orkustraumum frá DK :-)

Vona að þú finnir upp á einhverju skemmtilegu, fyrir ykkur Skara, að gera...

Orkustraumar og kærar kveðjur frá DK

Begga Kn.

Begga Kn. (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 12:24

5 identicon

Hugsa til ykkar.

Halla (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 20:20

6 identicon

Gott að þið átuð yndislegt sumarfrí saman og vonandi fer öllum að líða betur. Fór aðeins á ævintýrahólinn að knúsa Theodór minn í gær og mikið var gott að sjá hann :)

kv. Ella

Ella (grænu deild) (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 21:21

7 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég mun hugsa til ykkar elskurnar mínar

Guðrún unnur þórsdóttir, 16.8.2011 kl. 21:44

8 identicon

Þið eruð hetjur ,ofboðslega eru börnin ykkar heppin að eiga ykkur sem foreldra því að margir væru búnir andlega og líkama ,en þið berjist áfram með ást , dugnaði og stolti ,þið eruð sannar hetjur og eigið allt það besta skilið .Stórt knús

kv Dagbjört

Dagbjört Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 23:25

9 identicon

Elskurnar,

Umfram allt er að gleyma ekki sér sjálfum í öllum þessum fórnum. Ef maður er ekki 100% gefur maður lítið af sér. Njótið þess að "eyða" tíma saman.

Karen Malmquist (IP-tala skráð) 17.8.2011 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband