Leita í fréttum mbl.is

Sjarmatröllið mitt fótbrotinn

Á föstudaginn meiddi Sjarmatröllið mitt sig á fæti í leikskólanum svo við ákváðum að skella okkur á slysó til að kíkja á drenginn þar sem hann haltraði dáltið en kvartaði nú samt ekki mikið.  Þar voru teknar myndir af drengnum sem "nemanum" (sem tók á móti okkur) fannst óþarfi og þar sem kl var orðin of margt þá voru allir sérfræðingarnir sem lesa úr myndunum farnir heim og þeir sem voru á staðnum sáu "ekkert" og var okkur sagt að fara bara heim og eftir helgi yrði lesið almennilega úr myndunum og ef eitthvað sæist yrði haft samband við okkur.  Rúmlega eitt í dag var hringt í mig frá slysó og mér tilkynnt að ég yrði að koma með Sjarmatröllið mitt til þeirra þar sem hann yrði að fara í gifs því það var eitthvað smá brot í beininu.  Finnst reyndar fáránlegt að þurfa bíða yfir heila helgi til að fá 100% svör á 2 ára gömlu barni, reyndar á ekki skipta máli hvort sem ég er 2 ára eða 52 ára en drengurinn minn er ofsalega sáttur með gula gifsið sitt en hann fékk að velja litinn sjálfur, vildi nú fyrst bláan en þeir áttu hann ekki þá var það bara næsti litur.
PA102951 [1024x768]
Að sjálfsögðu er alltaf sama pósan hjá honum.  Honum finnst rosalega gaman að "skella" fætinum í gólfið og heyra lætin undan gifsinu. En svona verður hann næstu tvær vikur og á væntanlega eftir að vera pirraður á þessu "ástandi" sínu hvað þá að komast ekki í sundtímana sína.
PA102970 [1024x768]
Strax farið að krota á gifsið en hann var nú ekki að tíma því fyrst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá alveg sammála þér þetta er nú ekki eðlilegt að þurfa að bíða heila helgi með að fá að lesa útúr einni mynd! En gott að þetta eru bara 2 vikur í gifst þær líða vonandi fljótt:) :) Hann á eftir að standa sig vel :)

Guðrún ókunnug (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 09:27

2 Smámynd: Sólveig Adamsdóttir

Gott að þetta var ekki alvarlegt brot, en það versta er það það hefði alveg eins getað verið.einmitt trúlegt að tröllið verði smá pirraður þegar sportið minnkar.

En þetta er Ísland í dag, sparnaðurinn no 1, og sem betur fer  í þessu tilfelli ekki afdrifaríkt.

Knús á sjarmatröllið og fjölskylduna hans.

Sólveig Adamsdóttir, 11.10.2011 kl. 10:23

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

vonadi batnar honum fljótt svo hann komist í sundið sitt

Guðrún unnur þórsdóttir, 11.10.2011 kl. 17:29

4 identicon

Ég lenti í þessu sama fyrir fimmtán árum síðan! Barn ökklabrotið á laugardegi, ekkert sást á myndum, og svo var hringt á mánudegi þegar búið var að skoða myndirnar almennilega. Þetta er bara skelfilegt. Vonandi jafnar litli guttinn sig sem fyrst.

DK (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 19:57

5 identicon

Æi, kall-anginn:o( En þegar maður kemur niður á slysó þessa dagana gerir maður sér vel grein fyrir öllum niðuskurðinum sem er í gangi! Vonandi verður hann fljótur að jafna sig svo hann komist sem fyrst aftur í sundið sitt;o)

Ásdís (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 21:10

6 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Vona nú að hann lemji ekki svo fast í gólfið að Gipsið brotni og fótur með aftur:)

Já það er ansi skrítið að þurfa að bíða svona..

Þessi litur er nú flottari en blái:)

Gipskveðjur í kotið já og það er nú ekki slæmt að fá nöfnin á hetjunum sínum á Gipsið:)

Halldór Jóhannsson, 11.10.2011 kl. 22:29

7 identicon

sjá litla krúttið alltaf brosandi á myndum og það er satt hann er sko sjarmatröll :)

kveðja á hinar hetjurnar ykkar <3

þórunn helga (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 23:12

8 identicon

Æjh litli snúllinn !! hrikalegt að bíða heila helgi eftir niðurstöðum um fótbrot og það á barni ! en flott þetta gula gifs og pottþétt frekar mikið sport svona til að byrja með allavega ;) vona að hann hafi það gott þrátt fyrir allt og að þetta grói fljótt og vel :)

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 11.10.2011 kl. 23:48

9 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 12.10.2011 kl. 17:38

10 Smámynd: Ragnheiður

Litli kallinn, voða sætur. Góðar batakveðjur til hans

Ragnheiður , 12.10.2011 kl. 23:30

11 Smámynd: Ragnheiður

sá þarna aðra færslu frá þér Áslaug mín en hún er of gömul svo hægt sé að skrifa við hana.

Þú ert að glíma við mikla andlega þreytu enda hefurðu staðið þig ofsalega vel þennan erfiða kafla hjá Þuríði Örnu. Mundu það alltaf, þú ert stórkostleg móðir.

Skólinn fer ekkert - hvíldu þig og náðu upp þreki elsku kellingin mín

Ragnheiður , 12.10.2011 kl. 23:34

12 identicon

Elsku fallega sjarmatröllið.

Já líklegt er að hann verði smá pirraður þegar líður á með að hafa gifsið þó hægt sé að gera á það flott listaverk. En miðað við hvað hann er alltaf glaður og fallegur þá spái ég því að það verði ekki mikið eða lengi.

Risaknús á allan fallega hópinn

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 13.10.2011 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband