Leita í fréttum mbl.is

Breytti lífsstíllinn minn framhald.

Ég hef áður talað hér um breytta lífsstílinn minn eða hérna er greinin mín um það : http://www.aslaugosk.blog.is/blog/aslaugosk/entry/1186300/

En í lok mars ákvað ég að "testa" gömlu uppáhalds buxurnar mínar sem ég vissi að ég kæmist ekki í og jú ég komst ekki í þær eða ég náði ekki einu sinni að toga þær yfir mjaðmir sem var frekar "sjokkerandi" svo ég setti mér strax það markmið að komast í þær enda mínar uppáhalds.  Ég setti mér það markmið að geta komist í þær í lok okt, ég veit ekki afhverju ég valdi þá dagssetningu en ok, í gær ákvað ég að sjá hvursu hátt ég næði að koma þeim.  Viti menn - þær svona smellpössuðu á mig og ennþá tvær vikur í lok okt.LoL  Þið getið ekki ímyndað ykkur hamingjuna að komast loks í uppáhalds buxurnar sínar enda er líðan mín miklu miklu betri og verður alltaf betri með hverjum degi þó svo ég þjáist af mikilli streitu, eigi erfitt með svefn á nóttunni þá á ég miklu auðveldara með að tækla daginn.  Hreyfingin mín (einkaþjálfinn)hefur gert rosalega mikið fyrir mig, ég er orðin svo háð henni að ég verð að hreyfa mig á hverjum degi sem mér finnst reyndar rosalega gaman.  Byrja daginn á hreyfingu og boozti gæti ég eiginlega ekki verið án.

Í byrjun sumars byrjaði ég líka að hlaupa einsog þið getið lesið í greininni minni sem ég setti hér inn að ofan en þá hljóp ég leiðina mína á ca 30 mín en í dag hleyp ég þessa sömu leið á 15-17mínútum sem mér finnst að sjálfsögðu frekar gott hjá manneskju sem gat varla hlaupið 1 mín í einu.  Ég hef líka ákveðið að hlaupa 10km í maraþoninu á næsta ári en þegar ég sagði einkaþjálfaranum það fannst honum það nú frekar "lélegt" gæti nú léttilega tekið 21 kmWhistling. ....sjáum til með það!

Að sjálfsögðu er 10 kg múrinn fallinn (og meira til) og cm fjúka af mér, búin að verðlauna mig með nýjum ræktarfötum og kjól en ekki hvað?  Ég er ennþá að mæta til einkaþjálfarans enda hefði ég ekki getað þetta allt saman án hans "pepps" en til hans fer ég 3x í viku og 3-4x fer ég út að hlaupa og finnst alveg yndislegt að hafa ákveðið að breyta um lífsstíl þó svo ég eigi ennþá langt í land með streituna mína en ég VEIT að hún fer með tímanum. 

Ég ÆTLA mér líka að vera í mínu besta formi þegar ég verð 35 ára en það eru 9 mánuðir þanga til svo ég hef nægjan tíma.Smile

Bara þrjú afmæli um helgina, mikið sukk en þá er líka bara gott að fá sér eitt epli eða banana fyrir afmælin svo ég borði ekki á mig gat af sætindum í veislunum.W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá en æðislegt, til lukku með þetta. Ég skil þig mjög vel og mér finnst gaman að fylgjast með öðrum því ég hef einmitt sjálf verið í smá átaki og er svo sammála þér maður verður alveg háður þessu. Mig langar helst að æfa alla daga vikunnar. Gangi þér vel síðustu 2 vikurnar í október :)

Unnur Ylfa (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 14:01

2 identicon

Ekkert smá flott hjá þér :-)  Þú ert ekkert smá dugleg.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 14:36

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

þú ert svo dugleg elsku Áslaug mín

Guðrún unnur þórsdóttir, 15.10.2011 kl. 15:35

4 identicon

þú ert svo mikill snillngur.

ragna (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 00:05

5 identicon

Áfram Áslaug!!!þú ert alveg frábær manneskja..og til hamingju með þennann frábæra árangur styrk þinn og hugvit...

kveðja úr Hveragerði

Hrafnhildur Jóhannsd (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 14:10

6 identicon

Til hamingju duglega kona

Kristín (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 16:46

7 identicon

Glæsilegt hjá þér  !!!!  Til hamingju með árangurinn

Jóhanna G. Ól (ókunnug( (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 19:29

8 identicon

Dugleg ertu stelpa í átakinu !

Rakel Sara (IP-tala skráð) 16.10.2011 kl. 21:03

9 identicon

FRÁBÆRT hjá þér Áslaug!!! Innilega til hamingju með þennan flotta árangur :) Gangi þér svo bara vel með framhaldið og ég efast ekki um að þú verður í toppformi næsta sumar, þegar þú heldur upp á 35. afmælisdaginn þinn ;o)

Kv. frá DK, Begga

Begga Kn. (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 06:44

10 identicon

Heimsins langbesta og duglegasta konan "okkar"  Og svo mikil fyrirmynd:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 07:11

11 identicon

Ekkert smá sem þú ert dugleg. tek ofan fyrir þér að geta þetta. Þú ert svo mikil fyrirmynd - allavega mín:)

Innilega til hamingju með þennan flotta árangur í átakinu.

Helga Sveins (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 10:11

12 identicon

Yndislegt að heyra að nú getur þú leyft þér venjulegar ungrar konu pælingar

Ekki að spyrja að því að sé góður árangur hjá þér því þú getur að ég held ALLT betur en flestir aðrir

Til hamingju með þetta allt, því þó margt annað skipti meira máli, þá er þetta SAMT ÞAÐ SEM SKIPTIR SVO MIKLU MÁLI.

Risaknús á allan fallega hópinn þinn

frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 11:05

13 identicon

alger snilld :)

Bylgja (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 15:21

14 identicon

Ég ætla að láta eitt orð duga núna......snilld

Hrafnhildur Ýr (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 15:59

15 identicon

Þú ert svo dugleg, til hamingju með þetta:):)

þarf að fara rífa mig af stað!

Guðrún (IP-tala skráð) 17.10.2011 kl. 19:32

16 identicon

Kíki annað slagið á bloggið ykkar,, og það er svo gaman að sjá að það gerist kraftaverk og gangi vel,,,,, svo er gott að þú hættir í skólanum,,ekkert að hafa samviskubit,, við erum ekki ofurmenni,, hvað þá með langveik börn,,,   það tók mig á taugum með samt heilbrigð börn....       allt og mikið álag,, frekar að njóta góða tímans með öllum ljósunum ykkar........................

Karen Olsen (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 21:37

17 identicon

SNILLINGUR.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 10:28

18 identicon

Big LIKE á þig ótrulega dugleg !! Gerir manni svo gott að komast aðeins út svitna og púla  

Unnur (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 21:09

19 identicon

Þú ert flottust!

Hanna (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 07:37

20 identicon

 Ótrúlega dugleg - til hamingju með þetta :)

Sigrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 22.10.2011 kl. 10:29

21 identicon

Bara að senda knús

Sólveig (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband