Leita í fréttum mbl.is

"mamma ég ætla að biðja jólasveininn að gefa mér frí í skóinn"

Síðustu vikur erum við búin að finna það að viðkvæma Blómarósin okkar er alveg að brotna niður, hún er gjörsamlega búin á því bæði á líkama á sál.  Þreytan er orðin mikil hjá henni, hún er bara ekki að "meika" að gera eitthvað og þá er nú mikið sagt um orkuboltann minn.  Hún var úti að leika um daginn með frænku sinni, rosalega gaman að renna sér niður brekkur á snjóþotunni eða frænka hennar sá um að renna flestar ferðirnar þar sem hún sat mest megnis uppi og sagðist bara að vera svo þreytt. 

Það er ekkert skrýtið að hún bogni líka því hvursu eðlilegt er það að 7 ára gamalt barn "þurfi" að sinna stóru systur þegar hún fær krampa ef foreldrarnir eru ekki nálægt??  Það er bara ekkert eðlilegt við það en það einmitt gerðist í morgun þegar Maístjarnan mín fékk tvo krampa með nokkra mínútna millibili.  Skari var fljótur að stökkva fram þegar hann heyrði Maístjörnuna mína kalla á litlu systir að hún væri að fá krampa, ég veit líka alveg að blómið mitt finnst ekkert sjálfsagðara að sinna Stjörnunni sinni þegar hún fær krampa enda þekkir hún ekkert annað en þessi veikinda"súpa" er alveg að fara með hana.  Rétt 2 ára gömul var hún farin að segja okkur þegar stóra systir var að fá krampa og hélt í hendinna hennar, Stjarnan mín getur líka alveg treyst á litlu systir að hún hjálpi henni í krampa.  Það getur verið ofsalega erfitt að vera bara sjö ára gömul en "þurfa" að haga sér stundum einsog fullorðinn enda er hún ekkert 7 ára í þroska.

Ef það er einhver sem þráir jólafrí eða bara FRÍ þá er það Blómarósin mín og mikið rosalega er ég spennt þegar jólafríið skellur á í skólanum og mikið rosalega ætla ég þá að dekra við stelpurnar mínar.  Blómarósin mín er komin með langan lista sem henni langar að gera með mömmu sinni og að sjálfsögðu reynum við að gera alla þá hluti.

En hún sagði við mig rétt áðan "mamma ég ætla að biðja jólasveinin að gefa mér frí í skóinn".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku stelpan ...

Ég fékk kökk í hálsinn við að lesa þennan póst ...

knús á ykkur öll og vonandi mun einn af sveinkunum gefa henni góðan frídag :):*

Sara Björk (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 10:38

2 identicon

Já maður fær kökk í hálsinn að lesa..

Já aþð hlítur að finnast einn jólasveinn sem gefur henni og ykkur frí sem fyrst...

Guð veri með ykkur..

Halldór Jóh (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 11:48

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

elsku barnið

ég vona að jóli gefi henni frí .knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 10.12.2011 kl. 17:29

4 identicon

Elsku, hjartans stúlkan

Eva (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 18:00

5 identicon

Æ,æ hvað getur maður sagt?Kökkur og tár.

Mann langar bara að knúsa litlu Perluna ykkar.

Bestu kveðjur og óskir um betri tíma hjá ykkur,

þið eruð öll hetjur.

Halla fr.

Halla (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 21:39

6 identicon

Ég  verð orðlaus og finn bara svo til með ykkur. Guð gefi ykkur gleðilega jólahátíð með fríi frá e-m erfiðum uppákomum.

Ragna (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:10

7 identicon

Elsku stúlkan.. maður finnur til með ykkur. já það er mikið lagt á ykkur öll. Vona og óska þess heitt og innilega að þið fáið öll ykkar frí, frí frá þessum veikindum og það varanlegt frí! 

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 22:34

8 identicon

Fæ tár í augun við þennan lestur. Ykkar tími hlýtur að fara að koma. Jólakveðja til ykkar.

Bryndís Baldvinsd. (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:30

9 identicon

Elsku fjölskylda. Guð gefi ykkur góð og gleðileg jól. Sérstakar kveðjur til duglegu telpnanna ykkar, þær eru engum líkar.

Sæunn ókunnug (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband