Leita í fréttum mbl.is

"pay it forward"

Gegnum sjö ára baráttu Maístjörnu minnar höfum við þurft að eyða miklum tíma á Barnaspítalanum, yndislegur staður sem við hefðum samt með glöðu geði viljað sleppa að kynnast.  Leikstofan þar er mjög mikilvæg, sérstaklega fyrir inniliggjandi börn, ég veit ekki hvar við værum án leikstofunnar eða þeirra Gróu og Sibbu sem gefa hverju einasta barni mikla athygli.  Ef þið mynduð skella ykkur þangað í heimsókn þá sæju þið þessar yndislegu konur ekki öðruvísi en í leik með börnunum, spítalinn gæti ekki verið heppnari með leikskólakennara, það ætti að gefa þessum konum orðuna.  Öll börnin mín elska að koma á spítalann bara til að hitta þessa frábæru kennara, ef Maístjarnan mín fer í tjékk á spítalann þá VERÐUM við að heimsækja líka Gróu og Sibbu og taka kanski eitt gott spil við þær tja eða bara aðeins að fíflast.  Þær gera ALLT til að láta börnunum líða vel hvort sem þú ert veika barnið eða "bara" systkini sem fylgir með.  Þær hafa allavega sýnt mínum börnum mikla athygli og sýnt þeim mikla væntum þykju og ég veit að þær gera það líka við hin börnin enda er ekkert gert uppá milli hjá þeim.

Ég veit því hvað það getur skipt miklu máli að hafa góða aðstöðu á spítalanum (leikstofunni)og ekki síður að það sé eitthvað við að vera eins og t.d. góð afþreying.  Þess vegna langaði mig að "pay it forward" við þær á leikstofunni núna fyrir jólin, langaði líka að finna hvernig er sú tilfinning að "gefa af sér" og gleðja aðra.  Ég ákvað að halda bingó, spurði þær á leikstofunni að sjálfsögðu um leyfi og fékk það, svo í byrjun nóvember byrjaði ég að hafa samband við fyrirtæki hér í borginni og leitaðist eftir vinningum í bingóið "mitt" og jú Maístjörnu minnar þar sem hún heimtar að vera bingóstjóri þó svo við séum búin að fá fullkomið "par" í þaðWhistling.  Þið getið ekki ímyndað ykkur móttökurnar sem ég hef fengið bæði frá fyrirtækjum og einstaklingum sem voru tilbúnir að aðstoða mig að gera hið flotta bingó í næstu viku fyrir inniliggjandi börn, sem eru mikið á dagdeildinni og systkini þeirra.  Börnin mín hafa líka lifað sig mikið inní þetta, þeim finnst rosalega gaman að safna vinningunum vitandi það að það er eitthvað heppið barn sem fær svona flottan vinning.

Þetta "verkefni" mitt hefur hjálpað mér ofsalega mikið síðustu vikur, gleyma mér í einhverju svona góðu og skemmtilegu, vitandi það að það eru heppin börn sem fá flotta vinninga frá frábærum fyrirtækjum hér í borginni.  Ég hef nefnilega verið með einhvern stóran hnút í maganum sem ég skil ekki alveg en einu skiptin sem hann hverfur er þegar ég "sekk" mér í þetta "verkefni" og gleymi mér aðeins.

Ég skil núna tilfinninguna "sælla að gefa en þiggja".
AR20111126-48
Svo enda ég á einni af rokkaranum mínum og Sjarmatrölli.  Eigið góða helgi en ég ætla að nýta mína í að dekra við börnin mín og get ekki beðið eftir næstu viku þegar stelpurnar mínar fara í skólafrí (hvað þá jólafríinu þegar við verðum öll saman í fríi) og svo ef ykkur langar að gefa Blómarósinni minni stig þá megiði klikka á þennan link: http://www.wowair.is/node/757/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislegt! Og auðvitað er maður búinn að kjósa blómarósina!

Það er alltaf gott að gefa af sér :) Góða helgi flotta fjölskylda.

Skagaskruddan :D

Helga Arnar (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 13:10

2 identicon

Elsku fjölskylda !!
þið eruð algjörlega einstök að ég vildi að það væru til fleiri eintök af svona góðu og gjafmildu fólki :)
Sendi ykkur kærleiksknús og vona að þið eigið yndislegt og veikindalaust jólafrí

Sigrún og co (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 15:30

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 16.12.2011 kl. 15:48

4 identicon

Þú ert og verður flottust og duglegust Áslaug Ósk, knús á hópinn frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 23:27

5 identicon

Þú ert ótrúleg Áslaug :-)

Gangi ykkur vel og góða skemmtun

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 13:32

6 identicon

Frábær hugmynd..hvenær verður þetta bíngó og hvar ??? Við erum ofuráhugasöm um að styrkja gott málefni og skemmta okkur í leiðinni :)

Tóta (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 10:29

7 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Þetta bingó er fyrir inniliggjandi börn og þurfa þau ekkert að borga fyrir þetta.

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 18.12.2011 kl. 10:49

8 identicon

Sæl, Áslaug. Hef ekki kíkt hér inn lengi, vegna tímaskorts, hehe léleg afsökun.

Mikið gleður það mig að Maístjarnan bíður spennt eftir jólunum. Vonandi Blómarósin líka og bara öll fjölskyldan.

Ég hef keypt jólakort til styrktar Barnaspítala Hringsins undan farin ár.

Satt er það, sælla er að gefa en þiggja. 

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband