Leita í fréttum mbl.is

Fyrir ári síðan...

Fyrir akkurat ári síðan skrifaði ég þessa færslu:

Ástandið á minni elskulegustu er bara svipað og síðustu daga nema mér finnst ég sjá að lömunin sé að koma aftur þannig mín ætlar að hitta einhverja lækna uppá spítala á morgun þar sem ég neita að minnka steraskammtinn á miðvikudaginn ef þetta er raunin. Jú hún er algjörlega orku- og kraftlaus, það er ca klukkutíminn sem hún dugar en svo verður hún að leggjast fyrir og hvíla sig aðeins. Við kíktum einmitt á jólasýninguna í Smáralindinni áðan og eftir tuttugu mín þá vildi Maístjarnan mín fara því henni leið bara ekkert of vel þarna. Mikill hávaði og áreiti er eitthvað sem fer ekki vel í hana þannig núna liggur hún uppí rúmi sofandi.

Ég var á vaktinni í nótt með henni og það var ræs um tvö og við fórum þá að sjálfsögðu fram til að fá eitthvað gott í gogginn og svo var horft á teiknimyndir í tvo tíma eða þegar Maístjarnan mín var tilbúin að fara aftur uppí rúm að hvíla sig.

Já þetta eru virkilega erfiðir dagar hjá henni og manni líður ofsalega illa að horfa á hana einsog hún er, hún skilur að sjálfsögðu ekkert í því afhverju henni líður svona.

Á þessum tíma fyrir ári, var engin tilhlökkun í Maístjörnunni minni fyrir jólunum þá meina ég ENGIN!  Hún kvaldist bara og leið hræðilega illa, það var í fyrsta sinn sem ég sá hana gráta af kvölum og kvarta undan verkjum við mig.  Þá grét ég líka mikið með henni, þetta er eitthvað sem mig langar ALDREI aftur að upplifa með henni.  Versti vetur sem ég hef upplifað með henni.

Í dag ári síðar er hún endalaust spennt fyrir öllu, síðasti skóladagurinn hjá henni fyrir jólafrí er í dag og hún gæti ekki verið spenntari fyrir jólafríinu.  Líka fyrir ári síðan kom sveinki í heimsókn til okkar og hún var svo kvalin, vildi ekki sjá hann einsog hún er mikil jólasveinastelpa og dýrkar allt sem tengist jólunum en hún var brjáluð í skapinu og vildi bara vera inní herbergi, sofa og allir að láta sig í friði.  Þess vegna ákvað ég að panta aftur jólasveininn sem ætlar að mæta til okkar á fimmtudaginn og þau systkinin vita að sjálfsögðu ekkert, hann mun bara mæta á svæðið og gleðja þau með nærveru sinni, söng og gleði.  Ég gæti ekki verið spenntari!!  Þetta er svo skemmtilegur tími þegar öllum líður vel á heimilinu. 

Skyrgámur kom einmitt í nótt og Theodór vildi gefa honum skyr sem var að sjálfsögðu sett í gluggann ásamt skeið og tusku því Hinrik minn hafði áhyggjur að hann myndi subba útum allt og hann vildi að hann gæti þurkað upp eftir sig.  Skyrið kláraðist auðvidað og tuskan var öll útötuð af skyri, þetta fannst þeim ótrúlega skemmtilegt.

Stefnir sem sagt í góð jól hjá okkur.....  Bara gaman!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Njótið, njótið og njótið....þið eigið það sko öll skilið.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 17:48

2 identicon

Góðir bræðurnir:)

Já elskulega fjölsk....njótið jólanna í botn....

Svo kominn tími á það...

Knús....

Halldór Jóh (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 18:30

3 identicon

Kæra fjölskylda .. sendi ykkur hugheilar jólakveðju ..með ósk um allt það besta  sem guð getur gefið....Þið eigið það svo sannalega skilið ..og mammman sérstaklega ...

Hrafnhildur Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 23:53

4 identicon

Falleg færsla, svo hrein og bein og kennir okkur hinum svo margt sem lesum.  Njótið þessa yndislega tíma, ég sakna jólasveinastússins á mínu heimili, bréfanna og laum um nætur - þetta er besti tími ársins. Tendra ljósin og bæn mín er fyrir ykkur

kærleikskveðja frá 4 barna mömmunni

4 barna mamman (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 12:27

5 identicon

Mikið er gaman að sjá þetta.

Gleðileg jól.

Kveðja,

I.

Ingibjörg (IP-tala skráð) 20.12.2011 kl. 18:53

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 21.12.2011 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband