Leita í fréttum mbl.is

Blómarósin mín fagnar snjókomunni

PC294420 [1024x768]
Blómarósinni minni finnst alls ekki slæmt að vera búin að fá allan þennan snjó enda líka úti frá morgni til kvölds, byggjandi snjóhús eða leika sér á sleðanum sínum.  En við fjölskyldan skelltum okkur í Breiðholtsbrekkuna þriðja í jólum, röltum efst uppí skíðabrekkuna og skelltum okkur í keppni niður sem var æðislega gaman.  Maístjarnan mín reyndar harðneitaði að koma með okkur en eftir smá tíma höfðum við foreldrarnir að snúa henni og hún naut sín í tæpan klukkutíma en þá var hún komin með nóg en það er ofsalega erfitt fyrir okkur þessa dagana að fá hana til að gera eitthvað með okkur.  Hún er bara endalaust þreytt, já eða það er bara mjög "þungt" yfir henni.  Þó svo það séu ennþá nokkrir dagar eftir að jólafríinu hennar er hún strax farin að neita að fara í skólann.  Ég vona samt að hún njóti dagsins á morgun sem er hennar/okkar uppáhalds tími og horfa á allar sprengjurnar en við skelltum okkur í gær og keyptum nokkrar sprengjur, Blómarósin mín var nú ekkert sátt með það hvað við keyptum lítið þar sem hún vill helst vera alla nóttina að sprengjaGrin.  En við mæðgur fjárfestum í minnsta barnapakkanum sem við ætlum að sprengja saman (ég sprengi það að sjálfsögðu) milli átta og níu um kvöldið en ég er vön að fara þá út með börnin og sprengja litlar sprengjur fyrir þau og við skemmtum okkur saman.  Elska þá stund með þeim.  Verst hvað Gull-drengurinn (5ára) minn er ennþá skíthræddur við þessi læti....

Á morgun kveðjum við árið 2011 sem var okkur frekar erfitt og ætlum að byrja árið 2012 eða 10.janúar'12 og fá góðar fréttir af Maístjörnunni minni en þá eru næstu rannsóknir hennar.  Nýtum árið 2012 til að byggja okkur upp og safna orku en við erum löll öngu orðin bensínlaus..... Þráum bara "venjulegt" líf án veikinda, mikið væri líf okkar fullkomið ef við fengjum svoleiðis.

Gleðilegt ár kæru lesendur, bestu þakkir fyrir falleg komment og tölvupósta þetta gefur okkur ofsalega mikið.

XOXO


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Gleðilegt ár og knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 30.12.2011 kl. 14:50

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda og takk fyrir að deila ykkar sigrum og sorgum með okkur öllum! Megi nýja árið færa ykkur orku, gleði og góð tíðindi, þið eigið það svo sannarlega skilið:-)

Vigdís (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 16:22

3 identicon

Gleðilegt ár fallega fjölskylda.  Ég er viss um að nýtt ár verði gæfuríkt hjá ykkur.

 Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 16:36

4 identicon

Elsku Áslaug og stórfjölskylda.

Bestu óskir til ykkar um gleðilegt 2012.

Vona innilega að allar ykkar óskir rætist á komandi ári.

Kærar keðjur

Þorgerður.

Þorgerður (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 16:37

5 identicon

Gleðilegt ár elskurnar mínar. Megi það næsta vera gæfuríkt og að sjálfsögðu hugsa ég til ykkar :*

Dagný (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:05

6 identicon

Megi allar ykkar óskir rætast á nýju ári.

Sjöfn (ókunnug) (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 23:24

7 identicon

Kæra fjölskylda

Vona að árið 2012 verði heillaríkt og gott fyrir ykkur, þið eruð yndisleg!!

Kv, Benný

Benný Ósk (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 11:06

8 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt ár :)

Ragnheiður , 1.1.2012 kl. 20:14

9 identicon

Elsku þið öll. Þið eruð í bænum mínum. Vona svo að þið farið að lifa venjulegu lífi með venjulegum áhyggjum. Mikið búið að leggja á ykkar ungu fjölskyldu. Megi árið 2012 verða ykkar.

Berglind Hafþórsdóttir (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 02:56

10 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda.

Megi það verða gott og gæfuríkt :)

Hanna (IP-tala skráð) 2.1.2012 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband