Leita í fréttum mbl.is

Smá fréttir.....

Maístjarnan mín er ekkert búin að krampa síðan í síðustu viku (7,9,13) og vonandi helst það þannig.  Þetta reynir alltof mikið á alla á heimilinu sérstaklega hana að sjálfsögðu.  Hún fer svo í litlar rannsóknir í mars svo við verðum kanski ekkert laus við spítalann með reglulegum heimsóknum næstu árin, ekki það að ég bjóst eitthvað við því en þetta yrði fast mánaðarlega.  LANGAR bara svo mikið.

Draumur Skara hefur verið lengi að ég kæmi með honum á skíði og ég hef alltaf sagt NEI þrátt fyrir að ég var mikið á þeim þegar ég var yngri kanski vegna þess ég á bara svo hallærisleg föt til að fara hehe?? En svo eftir ekki svo langan tíma þá förum við norður með Maístörnuna mína á sjúkraþjálfunarnámskeið ásamt Blómarósinni sem okkur langaði að leyfa að fara á skíði líka.  Þannig ég var eiginlega komin með í magann að þurfa dröslast í einhverju hallærislegu með þeim í brekkunni og vera búin að segja þvert NEI að ég ætlaði líka á skíði (samt var mig farið að langa oggupínulítið).  Svo viti menn konan var að vinna þetta flotta outwear frá Nikita  (í facebook-leik sem þeir voru með) sem ég er á leiðinni að ná í og það er ekki hægt að eiga þetta flotta outfit og EKKI fara á skíði og sýna sig. Þannig núna er ég búin að lofa uppí ermina á mér og ætla mér að skella mér á bretti og leyfa öðrum að hlægja að mér í brekkunni fyrir norðan.  Þannig við fjögur ætlum að skemmta okkur saman fyrir norðan öll á skíðum/brettum og ég GET EKKI BEÐIÐ sérstaklega bara að vera töff í brekkunni og svo er aukaatriði að leigja sér brettiðGrin.  Vávh hvað ég er orðin spennt.

Annars er ég ekki í miklu stuði að blogga þessa dagana/vikurnar er fáránlega þreytt en ég/við hef/höfum eitthvað til að hlakka til sem er okkur mjög mikilvægt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með þetta og góða skemmtun,

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 14:28

2 identicon

Skemmtið ykkur vel :)

Kristín (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 18:12

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 26.1.2012 kl. 21:17

4 identicon

Vonandi verður það ,áfram með Maístjörnunar ykkar ... gott að þeir fylgjast vel með henni .

vá ekki smá heppin ... ekki spurning  að þú verður  aðalskvísan í brekkunum .. góða skemmtun fyrir norðan :)

kærleiksknús að austan

Dagrún (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 21:56

5 identicon

Það munu allir á Hlíðarfjalli standa stjarfir og horfa á aðalbombuna og fylgifiska þína þar...og ef þú getur fengið alla til að hlæja af þinni snilld þar,skaltu bara njóta þess í botn með þínum...

Halldór Jóh (IP-tala skráð) 28.1.2012 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband