Leita í fréttum mbl.is

Yndislegum páskum lokið...

Páskarnir hjá okkur voru ofsalega góðir.  Maístjarnan mín kvartaði lítið sem ekkert um hausverk en var dáltið þreytt svo hún fékk bara að hvíla sig þegar hún vildi.  Páskarnir voru ofsalega notalegir sem við nutum í páskeggjaleit, bíó-ferð, ennþá meiri páskaeggjaleit, hjólaferð en Maístjarnan mín afrekaði það að hjóla rúman km sem er bara frábært, ísferð, Skagaferð, matarboð, fermingarveislu og ennþá meiri matarboð og svo fengum við heimsókn frá Eyjunni sem var ekki leiðinlegt.  Þannig okkur leiddist ekkert um páskana - gerðum það bara sem krökkunum langaði að gera.
005.jpg

 

Hérna er fallega Maístjarnan mín en amma hennar Oddný var að gefa henni þessi föt (smá fyrirfram afmælisgjöf) því henni langaði svo að vera fín um páskahelgina sem henni fannst í nýju fötunum.

 

 

 

 

 

 

 

 

p4085721.jpg

 

 

 

Blómarósin mín ánægð með páskaeggið sitt en þau fengu öll að velja sér páskegg og auðvidað var valið það stærsta í búðinni.

 

 

 

 

image5.jpg

 

Gull-drengurinn minn fagnar einu markinu á æfingu en það var spilaður mikill fótbolti um helgina. Bara flottastur!!

En hann er að fara skoða höfuðstöðvar KSÍ með leikskólanum sem honum finnst alls ekki leiðinlegt þar sem hann fær að skoða þar sem Idolið hans spilar stundum sem er Gylfi Þór - einn af draumum hans er einmitt að fá að leiða hann inn á völlinn á landsleik og fara sjá hann spila í útlandinu.  Hvaða fótboltastrák dreymir ekki um það?

 

 

 

 


p4085725.jpg

 

 

Sjarmatröllið mitt að fá sér einn bita af egginu sínu - smá erfitt.

 

 

 

 

 

img_5393.jpg

 

 

 

 

Maístjarnan mín elskar að fá að hjálpa til í eldhúsinu en hérna er hún að aðstoða afa Hinrik og auðvidað var hún klædd Kr-svuntunni.

 

 

 

 

 

 
Við erum annars komin með nýjan rannsóknar-dag en það er 8.maí en hann hefði átt að vera 29.maí en þar sem ég er eitthvað svo stressuð þessar vikurnar vegna mikils hausverk og þreytu hjá Maístjörnunni minni þá fékk ég það í gegn (lítið mál) að hún færi fyrr í myndatökurnar.  Ég vona svo sannarlega að þetta er "bara" álag á minni stjörnu og ekkert til að hafa áhyggjur af en bara svo mér líður betur þá fékk ég það í gegn að fá rannsóknirnar fyrr.

Einsog ég var búin að segja ykkur áður en þá vorum við mæðgur með páskabingó á leikstofunni og fengum fyrirtæki til að styrkja okkur með eggjum og mikið rosalega var þetta gaman.  Maístjarnan mín var bingó-stjórinn en ekki hvað? Núna erum við búnar að ákveða (í samráði við þær á leikstofunni) að hafa þetta árlegt þar að segja um páska og jól.  Ég er þegar farin að hlakka til jólanna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að lesa bloggið þitt kæra Áslaug. Góðar kveðjur til ykkar þið eigið allt gott skilið.

Þorgerður (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 11:31

2 identicon

Yndislegt að þið áttuð svona góða páska:-)

Steinunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 11:50

3 identicon

Gott að allt er gott, já alveg frábært.

En trúað gæti ég að væri súkkulaðisvimi í barnahópnum, sumir verða galnir af sykri en maðurinn minn lendir í miklu dosi ef hann borðar yfir sig af sykri, spurning hvort hefur gerst í þessum ÆÐISLEGA hóp :-)

kær kveðja hús.

Sólveig (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 15:58

4 identicon

Bara dásamlegt að heyra um góða páska og skemmtilega:)
Þið Bingó-mæðgur eruð náttúrulega bara snillingar:)

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 10.4.2012 kl. 19:54

5 identicon

Þetta eru nú meiri krúttin, börnin þín. Langt síðan ég hef litið hér inn, frábært að sjá þessar myndir af þeim, hvað þau hafa dafnað og blómstrað og eru svona kærleiksrík. Til hamingju með þau öll og Guð gefi þér æðruleysi og styrk alla daga.

Vilborg (IP-tala skráð) 11.4.2012 kl. 20:57

6 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

Guðrún unnur þórsdóttir, 12.4.2012 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband