Leita í fréttum mbl.is

11.maí 2010

Þennan dag eru tvö ár síðan mín yndislega Maístjarna greindist aftur.  Það er erfitt að heyra að barnið manns sé með illkynja heilaæxli en helmingi erfiðara að heyra að hún sé að greinast aftur þegar maður hélt að þetta væri komið gott og hún búin að vinna þessa baráttu.

Veröldin okkar gjörsamlega hrundi þennan dag og síðustu tvö ár hafa verið virkilega erfið.  Það er líka erfitt þegar hin börnin eru farin að átta sig á alvarleikanum í þessu og farin að skynja þegar Maístjarnan okkar er kvalin eða þegar það gengur illa hjá henni.  Þau verða gjörsamlega niðurbrotin og eyðilögð.  Síðustu tvö ár hafa líka verið ROSAlega erfið hjá Blómarósin okkar - hvað þá núna hjá Gull-drengnum sem þjáist af miklum aðskilnaðarkvíða, night terrors og svo lengi mætti telja.  Þetta er SKÍTT!! Sjarmatröllið okkar er líka farinn að átta sig á þessu öllu, það var t.d. sinu-eldur hérna við blokkina okkar og þar var Blómarósin okkar að fylgjast með slökkvuliðinu að slökkva eldinn þegar sá minnsti fer alltíeinu að hágráta en hann stóð dáltið frá systir sinni en þá hafði hann svo miklar áhyggjur af því að hún myndi fara í eldinn og meiðast. Þau eru öll ofsalega viðkvæm fyrir "smá"munum og mega ekki sjá neitt illt sérstaklega ekki hjá Maístjörnunniokkar því þá hafa þau strax áhyggjur.

Við skari höfum alltaf verið ofsalega dugleg að gera eitthvað saman í veikinda"súpu" Maístjörnu okkar nema síðustu tvö ár - ég veit ekki afhverju?  Kanski því mér finnst ég ekki geta farið eitthvað frá þeim en ég veit líka að við verðum að vera duglegri að gera eitthvað svo við getum verið heil fyrir þau. Manni er búin að líða fáránlega illa síðustu ár og oft er erfitt að halda höfði, ég má ekki sjá börnin mín fara gráta þá fer ég líka að gráta.  Einsog í morgun þegar ég kvaddi Gull-drenginn minn af leikskólanum þá vildi hann ekki að ég færi frá honum, hélt fast utan um mig (gerist nánast aldrei) og þá varð ég bara að vera fljót að "slíta" hann frá mér og rétta einni á leikskólanum hann svo ég myndi ekki brotna niður fyrirframan hann.

Ég þrái ekkert heitara en að fá góðar fréttir á þriðjudaginn, kvíðin er rosalegur en mig langar svo bara að sumarið verði yndislegt hjá okkur og "áhyggjulaust". 

Hlakka til að skrifa hérna góðar fréttir á þriðjudaginn - treysti að þið sendið okkur góðar hugsanir og strauma.
_mg_7398-edit-2_1152101.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Set inn í lokin eina af þeim systrum en finnst þetta ein sú fallegasta mynd sem hefur verið tekin af þeim saman.  Flottustu KR-ingarnir mínir!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda þið standið ykkur alltaf svo ótrúlega vel.

Sendi hér með góða strauma til ykkur og stórt knús á alla.

kv Díana Guðjónsdóttir

Díana Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 11:29

2 identicon

Kæra fjölskylda

Hef fylgst með ykkur lengi.  Ég sendi ykkur góða strauma og hugsa til ykkar.  Ég vona svo innilega fyrir hönd ykkar allra að þið fáið góðar niðurstöður á þriðjudaginn.  Þið eigið það öll svo skilið og ekki síst Maístjarnan ykkar sem hefur barist eins og hetja í allan þennan tíma með ykkur öll sem klett við hlið sér.  Góðar hugsanir og knús til ykkar allra.  Eigið góða helgi kæra fjölskylda.

Sigrún Edda (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 12:20

3 identicon

Þið eigið alla mínar góðu hugsanir og strauma.. þið eigið ótrúlega flott börn og virðist dásamleg fjölskylda. Þið eigið það miklu meira en skilið að fá bestu fréttirnar á þriðjudaginn!

Laufey (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 12:51

4 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

ég vona svo heitt og innilega að þið fáið góðar fréttir á þriðjudaginn .knús til ykkar allra og sérstaklega til barnanna

Guðrún unnur þórsdóttir, 10.5.2012 kl. 15:52

5 identicon

Sendi ykkur góða strauma.

Trú, von og kærleikur - Helga

Helga (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 17:52

6 identicon

Hef fylgst með ykkur í gegnum árin.

Vona að þið fáið góðar niðurstöður úr rannsókninni á þriðjudaginn.

Gangi ykkur sem allra best.

Íris (ókunnug) (IP-tala skráð) 10.5.2012 kl. 23:37

7 identicon

Vona að þið fáið þær bestu fréttir sem hugsast getur á þriðjudaginn. 

Þórleif (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 07:04

8 identicon

Sendi góða strauma til ykkar elsku fallega fjölskylda og bið Guð um góðar fréttir á þriðjudaginn. Góða helgi.

Kristín (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 09:34

9 identicon

Gullfalleg mynd af þeim systrum. Gangi ykkur allt í haginn þann 15.

Karen (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 10:08

10 identicon

Þið eruð ótrúlega sterk og eigið góða að. Ég ætla að kveikja á kerti fyrir ykkur og senda bænir mínar fyrir ykkur um góðar fréttir. Gangi ykkur vel.

Sesselja (IP-tala skráð) 11.5.2012 kl. 17:44

11 identicon

mína bestustu óskir um gæfu og gengi og allt fari vel, góðir staumar og fullt af góðum óskum 15. maí og alla tíð:)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 11:53

12 identicon

Sendi svo sannarlega sterka strauma frá norð-austur horninu!:)

Kristín (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 14:34

13 identicon

Sendi ykkur góða strauma og kveiki á kertum fyrir ykkur. Gangi ykkur sem allra best. Kv. Ella

Ella (IP-tala skráð) 12.5.2012 kl. 20:52

14 identicon

Sendi ykkur góða strauma kæra fjölskylda.  Gangi ykkur sem best.

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 00:22

15 identicon

Sendi extra hlýja strauma og fullt af kærleik og birtu til ykkar fallega fjölskylda! Kærleikskveðja!

Edda Hlíf Hlífarsdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 22:08

16 identicon

Ég sendi ykkur mína allra bestu strauma og hugsanir og bíð spennt eftir góðu fréttunum sem ég hlakka til að lesa! Knús á línuna :o)

Ásdís (IP-tala skráð) 13.5.2012 kl. 23:07

17 identicon

sendi allt  gott sem ég get sent og held i alla fingur og tær i von um góðar fréttir  hafið það sem best Fríður

Friður Pétursdottir (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 05:24

18 identicon

Sendi ykkur góða strauma,,,,,,,,,,,,,,,,,,, fyrir þriðjudaginn,,,,,,,,,,,,,,,,,,  og þið hjónin verðið að muna að sinna ykkur, eins og þú segir til að vera heil fyrir börnin,,,,,,,,,,,,,, SVO MIKILVÆGT........................................

Karen Olsen (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 07:11

19 identicon

Gangi ykkur rosalega vel á morgun. Ég mun krossa allar tær og fingur og senda ykkur góða strauma fyrir morgundaginn. Að sjálfsögðu koma bara til greina góðar fréttir.

Baráttukveðjur, Valdís

Valdís Jónsd. (IP-tala skráð) 14.5.2012 kl. 22:14

20 identicon

Kveðjur og óskir um allt gott í dag.

kv gþ

gþ (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 10:23

21 identicon

ég sendi til ykkur extra góða strauma fyrir  morgundaginn. Þið eigið það svo sannarlega skilið að fá loksins að njóta þess að eiga gott sumar og hafa engar áhyggjur

kv Linda

Linda (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 20:11

22 identicon

Vonandi bara góðar fréttir af hetjunni :)

Inga (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 22:42

23 identicon

Var að kíkja eftir fréttum eftir rannsóknina, vona að allt hafi gengið vel

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 15.5.2012 kl. 22:45

24 identicon

Vona svo innilega að fréttirnar hafi verið góðar.

Falleg mynd af systrunum, yndisleg.

Sólveig Jónsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 09:06

25 identicon

vona að allt hafi gengið vel í rannsóknunum í gær og að þið hafið bara fengið góðar fréttir.

knús í hús.

helga sveins (ókunnug) (IP-tala skráð) 16.5.2012 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband