Leita í fréttum mbl.is

Svona er Ísland í dag.

Miðvikudaginn 16.maí var yndislegur dagur, mættum á spítalann og fengum frábærar fréttir frá doktor Ingvari.  Mér finnst ofsalega gott hvað þessi frábæri heila- og taugaskurðlæknir er hreinskilinn við okkur einsog þegar Maístjarnan mín greindist aftur fyrir tveimur árum þá sagði hann við okkur "ef þetta væri þú Áslaug sem værir að greinast með þetta þá væri ég ekki bjartsýnn en útaf því þetta er barn þá er ég bjartsýnn".

Hann lætur okkur líka alveg vera meðvituð um að æxlið getur "poppað" upp aftur á morgun og hann er alveg með plön ef það gerist og þess vegna má ekki líða of langt á milli rannsókna því það mætti helst ekki vera orðið of stórt vegna meðferðarinnar sem hún færi þá í því aukaverkanirnar yrðu þá slæmar einsog þær urðu síðast.  En ef æxlið "poppar" upp aftur þá mætti hún fara aftur í "gammahnífinn" í Svíþjóð.  Einsog ég sagði við hann þá er ég ekki tilbúin að láta líða níu mánuði á milli rannsókna og sem betur fer sagði hann við mig að hann væri ekki heldur tilbúinn til þess því við vitum aldrei.

En að sjálfsögðu ætlum við að losa okkur við þetta fyrir fullt og allt en erum samt alveg meðvitum um framtíðina - þetta verður reyndar eilífðar barátta og endalausar rannsóknir hjá Maístjörnunni minni en það er líka alltílagi - ég veit að það er fylgst vel með henni.

Á miðvikudaginn fór ég svo að ná í eitt af flogalyfjum Maístjörnu minnar á spítala-apótekið þar sem þetta er undanþágu lyf og ekki seld í "venjulegum" apótekum.  Þetta flogalyf er aðal lyfið hennar svo hún getur ekki hætt á því eða fengið eitthvað annað í staðin.  Ég þarf að panta þetta lyf sérstaklega með dagsfyrirvara þar sem apótekið liggur ekki á þessu lyfi en alltilagi með það en starfsstúlkan kemur með lyfið til mín og er frekar miður sín "ég þarf því miður að rukka þig um þetta lyf" en venjulega hef ég fengið það á rúmlega 1000kr.  Ég var náttúrlega "nú?".  Jú mikið rétt ég þarf orðið að borga fyrir þessi lyf vel yfir tuginn og þessi lyf þarf hún mánaðarlega og það eru ekki til nein sérstök svokölluð "samheitarlyf"  í staðin fyrir þau sem ég gæti fengið frítt eða ódýrari og ég er ekki komin með neitt lyfjaskirteini svo ég get fengið þau frítt.  Jú það á að sækja um lyfjaskirteinið svo ég eigi að fá þau frítt en Tryggingastofnun er ekki auðveldasta stofnun í heimi og þeir væru alveg vísir til að neita mér því svona án gríns.  En ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með því .......  Og okkar blessaðar heilbrigðiskerfi á að vera það besta í heimi eða þannig, þetta fer versnandi með árunum.

Ég hefði getað farið að grenja á staðnum, bíddu hvað ef ég hefði ekki getað borgað fyrir lyfin?  Jú þetta voru lyf sem hún þarf á að halda og það tekur tíma að fá þetta í gegn hjá Tryggingastofnun þar að segja ef ég fæ þetta í gegn.  Þetta er lyfið sem heldur krömpunum mest niðri - átti hún þá bara að vera endalaust krampandi því ég gat ekki borgað fyrir þau?  Hvers eigum "við" veika fólkið að gjalda?  Þetta lætur marga fara á hausinn - fólk hefur ekki efni á að borga lyfin sín.  Hvert er þetta land að fara?  Nei þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég "lendi" í þessu, jú það eru önnur flogalyf sem ég á að borga fyrir en ákvað að prófa svokölluð "samheitar"lyf í staðin vegna þess ég átti heldur ekki vel yfir tuginn fyrir þeim lyfjum - jú ég þarf samt að borga fyrir þau en þau eru að virka en þau gera það ekki alltaf og maður er heldur ekki alltaf tilbúin að prófa eitthvað annað þegar maður veit að hitt virkar vel.

Ég bölvaði að sjálfsögðu mikið í apótekinu en tillkynnti starfsstúlkunni að ég væri ekki að beina því til hennar en hún skyldi mig alveg - en svona án gríns þá var alveg stutt í gráturinn (jú ég var extra viðkvæm á þessari klukkustund þar sem ég var að fá niðurstöðurnar) því ég sá frammá það að ég væri ekki að geta borgað lyf Maístjörnu minnar mánaðarlega en ég vona svo sannarlega að Tryggingastofnun samþykki lyfin hennar.  Svona er ÍSLAND í dag það er ekkert grín að vera veikjast hér á landi.

Annars átti Maístjarnan mín yndislegan afmælisdag, skelltum okkur á Grand hótel á brunch með ömmum og öfum, bæði til þess að fagna afmælisdeginum og fréttum vikunnar.  Fórum á Stokkseyri og settum niður 6 stk kartöflur (eina fyrir hvern fjölsk.meðlim) en stór-fjölsk. er alltaf kartöflukeppni árlega og svo tökum við upp í haust, fórum að sjálfsögðu í fallegustu fjöru landsins, borðuðum úti með stór-fjölskyldunni og komum svo heim í notalegheit.  Sem sagt bara flottur afmælisdagur hjá Maístjörnunni minni.
Hérna eru nokkrar frá afmælisdeginum:
p5206133.jpg





















Sjarmatröllið mitt að setja niður kartöfluna sína.
p5206136.jpg





















Hér "hvílir" kartafla Þuríðar minnar og vonandi er þetta vinnings afli haustsins.Wink
p5206160.jpg





















Maístjarnan mín komin í fallegustu fjöru landsins og farin að tína kuðunga.
p5206161.jpg





















Gull-drengurinn minn hamingjusamur í fjörunni.
p5206178.jpg





















Glöð Blómarós.
p5206157.jpg





















Kaffi-tími úti í góða veðrinu á Stokkseyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flottur afmælisdagur    Æi þetta blessaða heilbrigðiskerfi.... ég þekki þetta, átt alla mína samúð......  Gott að þið hafið góðan lækni. Baráttukveðjur  

Jóhanna (ókunnug) (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 12:06

2 identicon

Ég er nú bara orðlaus yfir lyfjaverðinu, eins og þú segir hvað þá ef þú átt ekki pening fyrir þessu, mér finnst þetta grafalvarlegt, vona að þú fáir lyfjaskírteini sem fyrst, annars myndi það  gleðja mitt hjarta að  geta hjálpað  til og mátt þú alveg setja bankareikn. þinn og allar uppl. á síðuna þína, það er engin skömm að því.  Endilega láttu okkur sem fylgjumst með síðunni þinni fylgjast með þessu  kæra nafna

b.kv. Áslaug

Áslaug (IP-tala skráð) 21.5.2012 kl. 17:08

3 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

það er gott að þið áttuð góðan dag en ég þekki þessa baráttu við kerfið .en ef ég get eitthvað hjálpað ykkur pennigalega endilega látið mig vita .knús og kram til ykkar

Guðrún unnur þórsdóttir, 21.5.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband