Leita í fréttum mbl.is

Fyrir sjö árum síðan....

Á þessum tíma fyrir sjö árum vorum við stödd í Boston á gjörgæslunni þar en þá var Maístjarnan mín nýbúin í heilaaðgerð en læknarnir þar ætluðu að reyna fjarlægja æxlið hennar og reyna láta hana hætta krampa en því miður var það ekki hægt.  Það var of áhættusamt - hún hefði geta lamast algjörlega og orðið að "grænmeti" en við vildum heldur ekki taka sénsinn á því, frekar vildum við að hún ætti einhver góð ár eftir heldur að vita ekkert í sinn "haus". 

Það var virkilega erfiður tími að vera með hana í Boston frá öllum en eftir þann tíma tók ennþá erfiðari tími.  Hún hætti ekki að krampa heldur krampaði hún fimmtíu krampa á dag (vorum ekki með töluna yfir næturnar) en að sjá barnið sitt gangandi með hjálm um höfuð sitt til að verja það og geta ekki sagt frá því þegar kramparnir voru að koma heldur skall hún beint í gólfið og lá þar í krampa. Sjá hana lamast hægt og rólega á hægri hluta líkamans var ofsalega erfitt, þetta er eitthvað sem manni langaði ekki að upplifa aftur en við höfum því miður þurft þess en vonandi ALDREI aftur.

Ég bíð eftir þeim degi að við getum kvatt þennan fjanda fyrir fullt og allt, það verður væntanlega aldrei en ég held samt í vonina og trúi að kraftaverkin haldi áfram að gerast.  Ég veit að þau gerast!

Maístjarnan mín er en að krampa í dag en þeir eru samt ekki jafn slæmir og þeir voru eða oft - núna getur hún sagt okkur rétt áður en þeir koma og þá getum við verið hjá henni og haldið í hendina hennar á meðan.  Hún er ennþá með lömunareinkenni á hægri hluta líkamans og er úthaldslítið, dagarnir hjá henni eru misjafnir.  Hún fer útað leika í ca 30 mín einsog hún gerði síðustu helgi og varð gjörsamlega búin á því eftir það en svo geta komið frábærir dagar og þá orkar hún miklu meir.
604073_10151167331324611_2000090210_n.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Hérna er ein af henni síðan um helgina - frekar þreytt eftir 30 mínútna úti-leik.
14157_10151167330474611_1078374098_n.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 




Svo langaði mig líka að birta mynd af Rokkaranum mínum sem er á leiðinni í afmæli á myndinni en hann bað um rokkara-krem í hárið.  En Rokkarinn á afmæli á sunnudaginn - ótrúlegt en satt er hann að verða fjagra ára og verður stóri bróðir eftir ekki svo marga mánuði sem hann er mjög spenntur fyrir.  Þessi drengur veit sko alveg hvað hann vill og verða, jú hann vill vera í hljómsveit einsog Kizz og vera helst málaður í framan einsog þeir.

Ef hann vissi bara hvað hann fengi í afmælsigjöf frá okkur?  ....við erum allavega hrikalega spennt að gleðja þennan gleðipinna á sunnudaginn, hann er búinn að halda eina veislu þar var að sjálfsögðu gítarakaka og svo verður hann með seinni veisluna á sjálfan afmælisdaginn.pb117681.jpg

















Afmæliskakan sjálf sem hann var að sjálfsögðu í skýjunum með enda ekki annað hægt.

Eigið góða helgi - við erum mjög spennt fyrir henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún unnur þórsdóttir

flott kaka knús til ykkar allra

Guðrún unnur þórsdóttir, 22.11.2012 kl. 21:29

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kveðjur til ykkar allra ♥

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.11.2012 kl. 22:29

3 identicon

<3 <3 <3

Didda ókunn (IP-tala skráð) 24.11.2012 kl. 17:29

4 identicon

Innilegar afmæliskveðjur til Rokkarans, njótið dagsins.

Kveðja - Helga

Helga (IP-tala skráð) 25.11.2012 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband