Leita í fréttum mbl.is

Eina ósk....

...ég væri ekki í vafa hvers ég óskaði mér.
Nei ég er sko ekki í vafa hver mín æðsta ósk er og ég vona svo sannarlega að hún rætast á morgun.  Það er aðeins léttara yfir mér í dag en síðustu daga kanski því læknarnir eru eitthvað bjartsýnari en venjulega því Þuríður er búin að vera svo hress en þetta er önnur vikan hennar sem hún er svona hress.  Er samt doltið stressuð fyrir morgundeginum, maður veit ekki hverjum maður má búast við? 

Annars er ég alltaf að sjá það meira og meira að lesenda fjöldinn á heimasíðunni minni eykst alveg um heilan helling þegar Þuríði minni líður illa og er mjög slæm en einsog núna líður henni ágætlega þá hrinur lesenda fjöldinn.  Skrýtið?  Er fólk að bíða eftir einhverju sérstöku þegar henni líður illa? En hefur svo engan áhuga þegar hún er einsog hún er í dag.  Einsog ein vinkona mín lýsti þessu þegar Íslendingar sjá slys einhverstaðar verða allir að sjá og stoppa til að sjá hvort einhver sé ekki alveg ö-a slasaður, þetta er svona svipað.  Ég hef nefnilega aldrei skilið þennan tilgang með því að stoppa hjá bílslysi ef hjálpin er komin og á aldrei eftir að skilja það.  Asnalegast!!

Við eigum að mæta á fund á morgun einsog ég hef sagt kl tíu og ég verð snögg að koma með fréttirnar hérna inn ef það eru góðar fréttir sem ég vona svo heitt og innilega en mun væntanlega ekkert skrifa ef þær eru ekki góðar.  Þá vitið allavega ástæðuna.

Læt fylgja mynd af Þuríði minni fyrstu vikuna sem hún var að greinast fyrir tveimur og hálfu ári, þarna er hún rannsóknum uppá spítala.
turidur84

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda

Gott að heyra að læknarnir eru jákvæðir. Ég mun senda henni Þuríði litlu jákvæða strauma á morgun.
Ég kíki hérna á ykkur á hverjum degi til að  athuga hvernig hún hefur það.  Ég segi eins og þú ég hef aldrei skilið þennan áhuga sem slys vekja hjá fólki. Það fólk sem hagar sér svona er bara að skapa meiri slysahættu ef eitthvað er.

Kveðja
Brynja Hrönn (ókunnug sem hefur fylgst með baráttu ykkar nánast frá upphafi)

Brynja Hrönn (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:43

2 Smámynd: Karólína Anna Snarska

Sæl

Ég hef verið að fylgjast með gangi mála hjá ykkur núna í nokkurn tíma og ég vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir. Þó svo að margir bíða bara eftir því að heyra eitthvað sorglegt þá kem ég hingað næstum daglega og vona að það að einhverjar frábærar fréttir hafa borist fjölskyldunni...og er ég viss um að mjög margir gera það sama.

Gangi ykkur vel

Karólína Anna Snarska, 20.2.2007 kl. 16:50

3 identicon

Gangi ykkur vel á morgun

kv. Tinna (ókunnug)

Tinna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:53

4 Smámynd: Adda bloggar

hugsa til ykkar á morgun elskurnar mínar

Adda bloggar, 20.2.2007 kl. 16:55

5 identicon

Hæ hæ,  Ég vona svo sannarlega að þið fáið góðar fréttir á morgun. 

Mikið er gott að heyra að litla snúllan hefur verið hressari sl. 2 vikur, það hlýtur að benda til þess að þið fáið góðar fréttir á morgun.

Ég held að ástæðan fyrir sveiflunum í fjölda heimsókna á síðuna geti líka stafað af því að stundum er linknum hingað póstað í blogg eða spjall þegar illa gengur og fólk beðið að biðja fyrir Þuríði Örnu, þá hópast fólk hingað inn sem annars heimsækir síðuna ekki reglulega.

Gangi ykkur súper vel á morgun. 

Arndís (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:57

6 identicon

Litla músin.

Vona svo heitt og innilega ykkar allra vegna að þið fáið jákvæðar útkomur á morgun.

Gott að heyra að súperhetjunni skuli líða betur.

Gangi ykkur öllum sem allra best.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:17

7 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Ég er bara nýbyrjuð að blogga ykkur. Ég hef bloggað Ástu Lovísu frá því að ég frétti af veikindum hennar er æskuvinkona systur hennar sem er látinn. Sá linkinn á ykkar síðu þar. Mikið vildi ég óska ykkar vegna að eitthvað gott kæmi út úr myndunum. Það er allavega gott að þeirri stuttu skuli líða vel. Nú verðum við bara að biðja guð um kraftaverk, þau gerast. Ég bið alla vega um eitt slíkt bæði fyrir Þuríði Örnu og Ástu Lovísu. Mér finnst þið alveg ótrúlega sterk og dugleg . ég tek ofan af fyrir ykkur.  Gangi ykkur ofsalega vel á morgunn . Held áfram að hugsa fallega og hlýlega til ykkar allra. Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:20

8 identicon

Ég kíki alltaf reglulega hér inn og alls ekkert oftar ef líðan Þuríðar er ekki góð.  Það eru sem betur fer ekki allir Íslendingar eins ; )

Mér finnst mannbætandi að fylgjast með ykkur og baráttu ykkar það kennir manni að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur...ekki síst heilsu sína og sinna.

 Sendi ykkur góða strauma.

Kv.

Kristín

Kristín ókunnug (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:23

9 identicon

Held að fólk sé ekki að koma inn þegar Þuríði líður illa til að gleðjast yfir því, fólk heimsækir síðuna örugglega oftar þá þar sem það hefur áhyggjur og er að vonast eftir betri fréttum.  Mjög margir sem fylgjast með, biðja fyrir ykkur og vona að allt fari vel.  Kveiki á kerti fyrir ykkur í kvöld.

svava, ókunnug (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 17:49

10 identicon

Ég kiki inn hj ykkur á hverrjum degi þekki ykkur ekki neitt en ég er sjalf með blogg og á systir sem hefur verið að berrjast við óvininn krabbann i 3 ár rum og það er alltaf svoleiðis að þegar illa gengur eru allir að komenta inni hja mer en ef vel gengur heiri maður ekki neitt það er eins og fólk sé að undirbúa sig undir þegar illa gengur að það þurfi ekki að skammast sin eins mikið ef illa fer.það er mitt álit allavegna en oska ykkur alls hins besta ein ókunnug frá sverige

Jólly (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:12

11 identicon

sendi ykkur mína bestu strauma!

eva pet (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 18:23

12 Smámynd: katrín atladóttir

oh slumma það er svo mikið af fólki sem fær eitthvað útúr því að velta sér uppúr eymd annarra.. sorglegt en satt

ég krossa fingur fyrir  morgundeginum:*

katrín atladóttir, 20.2.2007 kl. 18:28

13 Smámynd: Elsa Nielsen

Kíki á hverjum degi! Ég óska þess svo innilega að ég fái að sjá jákvæða færslu frá þér hér á morgun Áslaug mín!! Hugsa til ykkar!

Elsa Nielsen, 20.2.2007 kl. 18:36

14 Smámynd: Þórunn Eva

hæ babe við kíkjum sko á hverjum degi :) alltaf gaman að lesa góðu fréttirnar :)

gangi ykkur vel á morgun og vonandi hefur þessa góða tilfinning hjá þér á réttu að standa :)

koss og knús Þórunn Eva

Þórunn Eva , 20.2.2007 kl. 18:54

15 identicon

Ég persónulega held að lesendafjöldinn aukist vegna samkenndar! Ég les alltaf, hvort sem vel gengur eða illa. En ég get ímyndað mér að þegar Þuríði líður illa þá séu sendir póstar manna á milli og fólk beðið að hugsa til ykkar - nú eða að það fer inn á Barnaland. Fólk fari því hingað til að styðja ykkur, eða það ætla ég a.m.k. að vona.

Ég vona svo heitt og innilega að góða tilfinningin sé rétt og vonast eftir glaðlegri færslu hér á morgun - hugsa til ykkar endalaust mikið og skal alveg gefa ykkur alla mína orku á morgun.

Knús, Súsanna 

Súsanna (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:01

16 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.  Hugsa oft til ykkar, fer ekki á hverjum degi inn á síðuna en ég kveiki mjög oft á kerti fyrir Þuríði Örnu og sendi stundum linkinn til annarra.  Margar bænir og góðar hugsanir geta gert kraftaverk.  Haldið áfram að vera bjartsýn og sterk og megi Guð vera með ykkur.  Kveiki á kerti fyrir litlu hetjuna.  Sæt myndin af henni... Sendi ykkur bestu hugsanir mínar og vonir XXX   Stella A.

Stella A. (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:09

17 identicon

Ég þekki ykkur ekki neitt, en vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á morgun. Kveiki á kerti fyrir litlu yndislegu dúlluna þína, og hugsa til ykkar.    Kveðja MK

MK (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:17

18 identicon

Gangi ykkur vel á morgun

Melanie Rose (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:41

19 identicon

Vildi bara óska ykkur góðs gengis.  Sendi allar mínar bestu hugsanir til ykkar á morgun.

Kv. Guðný

Guðný (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:51

20 identicon

Nær undantekningarlaust Kíki ég á hverjum degi.Óska ykkur öllum alls hins besta á morgun sem og alltaf.Xtra stórar KNÚSA kveðjur.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 19:59

21 identicon

HÆ þekki ykkur ekki neitt en kíki hérna inn á hverjum degi. Þið eruð svo dugleg. Ég sendi Þuríði alla mína krafta á morgun og bið fyrir því að allt komið vel út. Gangi ykkur alveg rosalega vel á morgun. Kveðja Helga ókunnug.

Helga ókunnug (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:00

22 identicon

kæra fjölskylda krossa fingur um að þið fáið góðar fréttir á morgun kem hingað inn á hverjum degi til að fylgjast með litlu hetjunni.  Og það gleður mitt litla hjarta þegar eitthvað jákvætt er í gangi eins og það hryggir mig mikið þegar illa gengur.  Risa knús og kærleikskveðjur.

Boston

Boston (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 20:02

23 Smámynd: Áslaug Helga Hálfdánardóttir

Vona innilega að þið fáið góðar fréttir á morgun!!

Kveðja Áslaug (vinkona Garðars)

Áslaug Helga Hálfdánardóttir, 20.2.2007 kl. 20:44

24 identicon

Kæra fjölskylda, ég hef kíkt nokkuð reglulega á bloggið ykkar eftir að þið komuð í sjónvarpinu.  Ég þekki ykkur ekki en eins og sannur íslendingur þá er okkur kært hvert um annað á þessu litla landi.  Ég verð að kommenta á þessar hugsanir um að fólk vilji bara sjá eitthvað sorglegt, heyra eitthvað slæmt o.þ.h. en ég held að það sé ekki endilega málið, ég meina þegar litlu prinsessunni ykkar líður illa þá erum við sem fylgjumst  með ykkur áhyggjufyllri þá stundina og kíkjum oftar þess vegna.  ég trúi ekki að nokkur sé þannig innrættur að hann sé að bíða eftir einhverju slæmi, heldur biðjum við og vonum eftir því besta fyrir ykkur.  Varð bara að kommenta á þetta.  Vona að ykkur gangi sem best í ykkur hetjulegu baráttu - þrátt fyrir að ég eigi sjálf 2 yndislegar prinsessur þá er aldrei hægt að setja sig í ykkar spor, einungis hægt að reyna. 

Með von um að litli engillinn fari að hafa það betra og þið náið að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða.  kv. Hulda

Hulda (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:02

25 identicon

Kíki á ykkur reglulega og fylgist með litlu hetjunni henni Þuríði sem stendur sig svo vel.  Vonandi fáið þið góðar fréttir á morgun... bið fyrir ykkur og sendi góða strauma...

Áslaug þú ert hetja líka..... það er svo lærdómsríkt að lesa bloggið þitt.... lærdómur á lífið og tilveruna.... og gerir mann að betri manneskju - ekki spurning !!  Vona að þú þraukir til morguns, það ekkert er eins erfitt og að þurfa að bíða.

Guð veri með ykkur

Kveðja, Berglind

u

Berglind Inga Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:07

26 identicon

Óska þess heitt og innilega að þið fáið yndislegar fréttir á morgun  Kíki á ykkur á hverjum degi en gleymi stundum að kvitta hóst hóst:-)

bk til ykkar allra og góður guð verði með ykkur á morgun sem og aðra daga  Sólveig & fjölsk

Sólveig Ásta & fjölsk (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:33

27 identicon

 Kæra fjölskylda

Ég er ein af þeim sem lít hingað inn nær daglega. Ég tek undir þær skoðanir sem hafa komið áður með að fólk er frekar hvatt af öðrum síðum til að kíkja hingað þegar Þuríður hefur átt erfitt eða versnað. Ég hef komið hingað meira og minna daglega í heilt ár og finn líka fyrir því að ef Þuríður hefur átt góð tímabil og þannig hefur staðið á hjá mér, þá hef ég kannski sleppt því að líta inn í einhverja daga. En ég hef samt alltaf hugsað til ykkar.

Vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á morgun. Hér er kveikt á kertum á hverju kvöldi, tileinkuðum Þuríði, Ástu Lovísu, Lóu, Hildi Lilju, Kára og fleiri hetjum sem eru að berjast fyrir lífi sínu. Hugsa til ykkar á morgun.

Ólöf (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 21:36

28 Smámynd: Kolgrima

Ég er sannfærð um að þeir sem fylgjast með ykkur, gera það af samkennd og góðum hug. Bloggið gefur fólki óvænt tækifæri til að sýna ókunnugum samstöðu sem erfitt væri að tjá á annan hátt.

Komi fleiri á erfiðum tímum, er ég viss um að hugsunin sé sú að sýna stuðning á sérlega erfiðum tímum. Hvort sá meinti stuðningur hefur eitthvað að segja eða ekki, þá er þetta eina leiðin til að sýna að manni er ekki sama um baráttu lítillar stúlku.

Mjög mörg okkar þekkja þessa baráttu af eigin raun, annað hvort sem aðstandendur eða á eigin líkama. Við bíðum eftir sigri.

Ég bið og vona af öllu hjarta að þið fáið góðar fréttir á morgun.

Kolgrima, 20.2.2007 kl. 21:58

29 identicon

Það eru nú ekki bara Íslendingar sem stoppa við umferðarslys en þó má segja að aðstæður Íslendinga séu oft öðruvísi en hjá fjölmennari þjóðum þar sem að líkurnar á að maður þekki einhvern í slysinu eru meiri hér en víðast hvar annars staðar.

Ég kíki nánast daglega á síðuna ykkar. Gleðst þegar vel gengur og finn til með ykkur þegar illa gengur. Kíki kannski oftar en einu sinni á dag þegar illa gengur þar sem að ég er þá kannski frekar með hugann hjá ykkur þá.

Mér finnst þú oft óþarflega harðorð í garð lesenda síðunnar og spyr mig oft af hverju þú hafir ekki bara læsta síðu fyrir ættingja og vini.

Þið hafið opnað augu almennings fyrir aðstæðum Þuríðar með því að veita viðtöl í fjölmiðlum og leyfa myndbirtingar af henni á forsíðum dagblaða. Það hefur verið safnað fyrir ykkur og ykkur veitt stuðningur á ýmsan annan hátt. Flestir þeir sem fylgjast með síðunni gera það af náungakærleika og í von um að þessi "eina ósk" rætist.

Inga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:06

30 identicon

Kæra fjölskylda

Þið eruð í mínum bænum á hverjum degi og það að lesa bloggið á þessari síðu hefur kennt mér svo margt.. Ég get með engu móti ímyndað mér hversu erfiða tíma þið eruð að ganga í gegnum, en ég hugsa til ykkar á hverjum degi og gleðst þegar Þuríði líður vel.  Ég er  sannfærð um að þið fáið góðar fréttir á morgun og að þetta mun allt fara vel

Bið fyrir ykkur á morgun eins og alla aðra daga

Sigga (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:10

31 identicon

Gangi ykkur innilega vel á morgun:) Mun byðja fyrir ykkur í kvöld. Vona svo heitt og innilega að þessi eina ósk ykkar rætist á morgun. Þið farið aldrei úr huga mínum þótt ég þekki ykkur ekki neitt. ég kíkji á ykkur hér inni nánast á hverjum degi og alveg sama hvort eru góðar fréttir í gangi eða slæmar. Þið hafið kennt mér svo rosalega mikið gott. Gangi ykkur rosalega vel. Kær kveðja Þórunn(ókunnug)

Þórunn (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:10

32 identicon

Elsku fjölskylda

Gangi ykkur öllum vel á morgun, ég sendi ykkur allra allra bestu strauma mína, bænir og hugsanir.

Kkv. Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:17

33 identicon

Ég bið fyrir ykkur  eins og aðra daga og einnig um að fréttirnar á morgun verði góðar. Bestu kveðjur, Elsa Lára á Akranesi.

Elsa Lára (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:17

34 identicon

Kæra fjölskylda.

Bið Guð að styrkja ykkur eins og ég geri reyndar flesta daga þó ég þekki ykkur ekkert. Náungakærleikurinn krefst þess ekki að maður þekki fólk heldur getur manni þótt vænt um aðra skilyrðislaust eða það vona ég allavega. Fylgist reglulega með ykkur og þið hafið kennt mér óendanlega margt og ekki síst það að meta allt það hversdagslega sem ég áður taldi svo sjálfsagt. Gangi ykkur alltaf vel.

Ingunn

Ingunn (ókunnug) (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 23:36

35 identicon

Fingur krossaðir og beðið um kraftaverk til handa litlum englakroppi. Gangi ykkur vel elskurnar.

Ylfa (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 01:33

36 identicon

Ég kíki hér alveg daglega.. þarf eitthvað mikið að vera í gangi ef ég kem ekki.  vil bara segja gangi ykkur rooosalega vel núna á eftir. Krosslegg fingur að þið fáið að heyra eitthvað gott.

Kveðja Lilja í Kópavogi

Lilja Kópavogi (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 08:16

37 identicon

Sæl kæra fjölskylda

Kem á hverjum degi til þess að athuga með litlu hetjuna ykkar, sem og ég bið fyrir dúllunni ykkar á hverjum degi.  Ég er sammála mörgum hér að ofan að samkennd ráði för og að þegar illa gangi vilji margar raddir biðja um kraftaverk. 

Mun hugsa til ykkar í dag ........

kveðja

Lilja, mamma Nadíu Lífar

ps.  yndisleg mynd af dúllunni......... ótrúlegt að sjá hana svona litla en maður sér þessa fallegu sál skína í gegn jafnvel þó hún sé svo lítil þarna.

Lilja, ókunnug (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 08:37

38 identicon

Kæra fjölskylda , mikið vona ég heit og innilega að þið fáið góðar fréttir núna á eftir  Hugsa til ykkar gangi ykkur vel.

Kveðja Anna Elín

Anna Elín (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 08:54

39 identicon

Hæhæ ég vona svo innilega að allt hafi gengið vel í gær og að niðurstöðurnar verið eins góðar og best verður á kosið :) 

Eins og alltaf eruð þið í hugum okkar allra,

Best of luck Svala og family 

Svala (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:03

40 identicon

Ég vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir á eftir, maður verður jú að halda í vonina.  Ég kem hingað inn á hverjum degi og stundum oftar ef litlu skvísunni líður ekki illa. Það eru margir að hugsa til ykkar núna.

Sandra (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:30

41 identicon

Vona að þið fáið góðar fréttir í dag.  Fylgist með ykkur á hverjum degi og mér finnst þú frábær Áslaug.

Kveðja Benný

Benný Ósk (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:36

42 identicon

Elsku fjölskylda.

Gangi ykku vel í dag ég vona að þið ósk ykkar uppfyllta í dag.  Allavega er mín ósk sú að ykkar rætist og það strax.

Knús á ykkur og Þuríður var svo falleg í prinsessukjólnum í morgun.

Kv. Liljakr

Lilja Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:44

43 identicon

Ég kveiki á kerti og vona heitt og innilega að ykkar bíði góðar fréttir á læknafundinum á eftir. Þegar Þuríði líður illa, á slæma daga, þá er hún manni enn ofar í huga en ella og maður kíkir jafnvel oft á dag inn á síðuna í von um að fá af henni góðar fréttir. Það gæti skýrt sveiflurnar í lesendafjölda að hluta. Guð og gæfan fylgi ykkur.

Álfheiður (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 09:47

44 identicon

Vona að þið fáið góðar fréttir í dag !

Sendi hlýja strauma.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 10:12

45 identicon

Kæra fjölskylda

þessa stundina eru þið væntanlega á fundinum "stóra" - vona svo innilega að hann fari á besta veg og að ég geti lesið blogg frá þér seinna í dag.... því þá merkir það góðar fréttir.

Eins og áður, eru þið í bænum mínum og barna minna - gangi ykkur sem allra best. Sendi ykkur hlyjustu straumana mína :)

Sigrún (lesandi) (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 10:20

46 identicon

Kæra fjölskylda ég óska þess heitt að niðurstaðan verði góð fyrir hana Þuríði litlu.

Ég er hinsvegar sammála þeirri sem sagði að þú værir stundum harðorð við lesendur þessa bloggs. Ég leyfi mér að stórlega efast um einhver kíki hingað inn til þess að sjá sorglegar fréttir, ég er eiginlega móðguð fyrir mína hönd og þeirra sem að styrkja ykkur, hugsa til ykkar og biðja fyrir litlu stúlkunni þinni að þú skulir halda það.

Ég kíki hingað inn daglega, hef lesið bloggið þitt síðan Þuríður veiktist og hef hana alltaf í huga mér. Ég kíki oftar eins og aðrir þegar að illa gengur, til að fá jákvæðar fréttir af betri líðan og einnig til þess að hugsa til hennar, senda henni smá strauma.

Ef að líðan þín gagnvart lesendum er svona skeptísk eins og hún virðist oft vera, þá held ég að læst síða fyrir ættingja og vini sé málið. En ekki blogg síða sem er auglýst sem ein vinsælasta síðan á mbl.is

Ég vona innilega að fréttirnar af Þuríði séu góða og bætt líðan eigi eftir að verða betri og vonandi að bata.

Kv

Sandra

Sandra (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:12

47 identicon

Sæl kæra fjölskylda.

Vonandi fáið þið góðar fréttir í dag.

Megi Guð vera með ykkur, við biðjum fyrir kraftaverki á hverjum degi og vonandi kemur það í dag.

Kveðja af Skaganum.

Silla Karen og fjölskylda

Silla Karen (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:32

48 identicon

Sæl!

 Gef ykkur góða strauma og hugsa til ykkar á hverjum degi.  Þið eruð ótrúlega sterk og dugleg.  Gangi ykkur vel í baráttunni.

kv Díana Guðjóns

Díana G (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 14:28

49 Smámynd: Ibba Sig.

Vildi kvitta fyrir innkomu minni hingað inn og senda ykkur kveðjur.

Ibba Sig., 21.2.2007 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband