Leita í fréttum mbl.is

Hvað er málið að þurfa bíða í svona mikilli óvissu?

Loksins loksins segi þið ö-a kem ég að tölvunni og reyni að drita niður einhverjum orðum en stórt er spurt en fátt eru um svör?  Ennþá bíðum við eftir svörum en engin eru svörin ennþáFrown.  Við mættum uppá spítala aftur seinni partinn en læknarnir voru ekki komnir með nein svör handa okkur, hvorki góð né slæm.  Það þarf fleiri sérfræðinga til að lesa úr myndunum, það eru breytingar miklar breytingar en þeir geta ekki sagt okkur hvort þær séu slæmar eða góðar.  Æxlið hefur stækkað um helming en þeir geta ekki sagt okkur hvort það séu einungis bjúg eða stækkun líka, jú það eru einhver bjúg þarna sem koma af geislanum og geta verið til staðar í 2-4mánuði eftir geisla en svo er eitthvað annað þarna sem þeir geta ekkert sagt um fyrr en fleiri sérfræðingar skoði og lesi betur úr myndunum.  Þannig við erum nánast engu nær frá því í morgun, við eigum pantaðan fund miðvikudaginn n.k og þá vonandi verða þeir búnir að lesa úr þessum fjandans myndum en ég veit ekki hvort ég get beðið þanga til.  Svo gæti hugsast líka að læknarnir okkar hérna heima geti kanski ekki alveg sagt okkur stöðu mála þá þarf að senda myndirnar til Boston og jú guð má vita hvað, hvað það gæti tekið langan tíma að fá svör þaðan.Devil

Ég er algjörlega dofin eftir daginn í dag, hnúturinn er gjörsamlega að springa, mér er búið að vera óglatt í allan dag sem ég hugsa að það hafi bara komið útaf stressi og stressið er ekkert að minnka.

Ég hef fengið margar kvartanir yfir því hvað ég hef verið dónaleg með að halda að fólk kemur hingað inn eða margir komi hingað inn bara þegar Þuríði minni líður illa.  Þetta er jú  mín síða og mitt svæði sem ég skrifa niður flestar mínar hugsanir, kanski held ég þetta bara í augnablikinu því mér finnst lífið svo ótrúlega ósanngjarnt og verð að reyna finna eitthvað til að setja útá aðra? Ég veit það ekki? Þið þurfið ekki að taka öllu bókstaflega til ykkar, ég er bara bitur, reið, sár og algjörlega í molum yfir þessu öllu sem þarf að leggja á litlu hetjuna mína.  Mér þykir ofsalega vænt um hvað þið eruð dugleg að senda mér falleg komment en svo koma líka tímar sem mér finnst allt ómögleg og verð reið útí allt.  Þetta er ö-a bara sá tími?  Ég get bara ekkert alltaf verið glöð, hress, skemmtileg og jákvæð þó mitt fólk þekkir mig þannig og þið kanski líka lesendur.  Þetta er bara erfiður tími að vita ekkert og þurfa kanski að bíða ég veit ekki hvað lengi í viðbót til að fá einhver svör, biðin er lang erfiðust.

Æjhi ég er farin að sinna börnunum sem þarfnast athygli núna.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ hæ þú þarft ekki að afsaka það sem að þú skrifar,við sem fylgjumst með ykkar málum skiljum alveg að þú verður að koma öllum tilfinningum þínum frá þér,gangi þér vel kv Harpa

Harpa Barkar (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Adalheidur Palsdottir

Hvað er málið með þessa lækna....ég veit ekki með ykkur en stundum væri ég til í að sparka vel í rassinn á þeim...ég ætla sko að vona að þeir drífi nú í því að lesa úr þessum myndum og ef þeir geta það ekki þá senda þær STRAX til Boston...úff, enn og aftur biðtími...magnað hvað þið meikið!

Baráttukveðjur frá DK, Aðalheiður, Davíð og Björk

Adalheidur Palsdottir, 21.2.2007 kl. 19:57

3 identicon

Gott hjá þér að fá útrás Áslaug mín.

Sendi ykkur baráttukveðjur, Oddný  

Oddný (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:00

4 identicon

Elsku elsku foreldrar og ástvinir Þuríðar litlu Örnu.Það getur enginn sett sig í sporin sem ekki hefur reynt það sama og þið eruð að gegnum ganga, og vonandi eru þeir sem fæstir sem hafa þessa reynslu, sem þið hafið. Mér finnst þið vera búin að standa ykkur alveg ótrúlega vel, og lái ykkur hver sem vill ef að þið eruð ekki kát og hress, hver er kátur og hress sem horfir upp á litla saklausa barnið sitt þjást og Guð einn veit hver framtíð hennar verður, mér finnst enginn hafa rétt til þess að setja út á það að þið séuð pirruð, reið og sorgmædd. Þið eruð í fullum rétti til þess, en það er svo slæmt að allt þetta tekur orku frá okkur, sem getur verið erfitt að vinna upp. En eins og svo oft áður þá bið ég alla ljóssins engla að lýsa ykkur næstu daga, mánuði og ár. Þið eruð sannkallaðar hetjur, og megi ykkur ganga allt í haginn núna sem alltaf alla daga. Baráttukveðjur og hlýjar hugsanir. Kona að norðan

kona að norðan (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þú þarft ekki að afsaka nokkurn skapaðan hlut.

Ótrúlegt hvað tilveran getur verið grimm. Það er engin leið að skilja tilganginn með öllum þessum þjáningum þannig að það er ekkert skrítið að þú verðir stundum öskureið, hver yrði það ekki ?

 Gangi ykkur sem allra best. 

Þóra Guðmundsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:11

6 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þú hefur ekkert til að afsaka, þú átt að nota þessa síðu til að fá útrás.  Vona að þið fáið einhver svör fljótlega.

Gerða Kristjáns, 21.2.2007 kl. 20:15

7 identicon

Ragna (ókunnug)

Sendi hugheilar baráttukveðjur og segi nú bara; ef þú mátt ekki skammast á eigin bloggi þá getur fólk bara átt sig. Þú hlustar ekki á svona kjaftæði og heldur þínu striki.  Vonandi fáið þið góðar fréttir sem fyrst.

Kv. Ragna

Ragna (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Þórunn Eva

eins og fólk er búið að segja þú þarft sko ekki að afsaka neitt... þetta er bara það sem þér finnst og hvað er að fólki ef að það getur ekki virt þínar skoðanir... það er ekki lítið á ykkur lagt og ef að fólk geti ekki sýnt smá tillitsemi þá er eitthvað að... arrrrgggg ég verð svo pirruðð....

gangi ykkur vel í biðinni áfram það er víst lítið annað hægt að gera en bíða því miður og vona ég að þið getið gert eitthvað til að létta á biðinni þó mjög erfitt sé..... koss og knús Þórunn Eva

Þórunn Eva , 21.2.2007 kl. 20:31

9 identicon

Þetta er hrikalegt að þurfa að bíða svona, að því virðist út í það óendanlega. Þetta verða gífulega erfiðir dagar hjá ykkur, ég mun hugsa og kveikja á kerti fyrir ykkur á hverjum degi.

Ég vil þakka þér fyrir að leyfa mér að lesa um hvernig þér líður og litlu hetjunni ykkar. Það sem þú skrifar er þitt mál, og ekki mitt að dæma þig , Þú átt þessa síðu, og meðan þú (og hver sem er) eru ekki með ærumeiðingar, máttu láta allt vaða hérna, og notaðu það líka.

Baráttukveðjur úr firðinum

Jóhanna (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:32

10 identicon

Þú varst ekkert ókurteis og þarft ekkert að afsaka þig eitt eða neitt!!! 

Það hlýtur að hjálpa þér afskaplega mikið að skrifa hér og fá útrás og mín vegna máttu skrifa og öskra það sem þér sýnist - öll þín biturð, reiði, óvissa - þetta eru allt tilfinningar sem hafa rétt á sér.

Ég held áfram að vona og hugsa til ykkar - næsti miðvikudagur er góður dagur.

Farið vel með ykkur.

Knús, Súsanna 

Súsanna (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:38

11 identicon

Elsku Áslaug mín, þú átt að leyfa þér að fá útrás og skrifa hér og þar og allstaðar allt sem þú vilt og þarft að koma frá þér, það er nauðsynlegt að þú fáir útrás.  Guð almáttugur veit að auðvitað ertu ekki alltaf glöð og kát og hress, þó að auðvitað langi þig það, en það eru engir smá hlutir sem þið eruð og hafið verið að ganga í gegnum og getur enginn sett sig í ykkar spor nema sá sem hefur reynt eitthvað svipað.   Eins og ég hef sagt áður þá hefur þú og þið hjónin kennt okkur hinum alveg ótrúlega margt gott með skrifum þínum og ykkar hér.

Biðin er alltaf mjög erfið og óska ég þess svo heitt að þið þurfið ekki að bíða mjög lengi í viðbót eftir niðurstöðum.

Mikið ofsalega voru stelpurnar flottar prinsessur í dag og hann er nú alveg frábær með allar þessar krullur litli prinsinn - þau eru ótrúlega flott.

Kkv. Martha

Kkv. Martha

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:39

12 identicon

Þetta er nú meira ég segi nú ekki annað elsku vínkona.  Eina ferðina enn þurfið þið að bíða og ég skil það vel að það sé að fara með þig svo ekki hafa neinar áhyggjur hér við skiljum öll hvernig þú hefur það og bara gott að geta fengið útrás einhvers staðar því heima fyrir þarft þú að vera stoð og stytta.

Elsku vínkona vona bara og bið, kveiki á kerti, fyrir ykkur um góðar fréttir og bið fyrir kraftaverkinu eina!!!

Kær kveðja frá okkur hérna í Danaveldi

Brynja Kolbrún (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 20:59

13 identicon

Ohh hvað er að fólki! Eins og ykkur líði ekki nógu illa að fólk sé að reyna að bæta einhverju samviskubiti við hjá þér!! Ef einhverri/einhverrjum finnst erfitt að lesa bloggið þitt og finnst einhver orð sem þú setur á blað beinast til sín þá á sá einstaklingur einfaldlega ekki að vera að lesa þetta. Þó svo fólk sé ekki sammála hvernig þú hugsar eða skrifar þá á það bara að eiga það fyrir sig!! Ég hef sagt það áður og ég segi það enn... Áslaug þú hefur hjálpað mér að takast á við veikindi dóttur minnar (þó þau séu mun minni en þinnar dóttur). Þú hefur hjálpað svo mörgum að takast á við vandamál sín og barna sinna að þú hreinlega verður að loka á þegar eitthvað fólk er að setja út á þig og taka það heldur til því hversu mikið þú hefur gert fyrir fólk! Elsku fjölsskylda, kertið hennar Þuríðar hefur logað hjá mér í eldhúsglugganum í allan dag og logar enn, hugsa mikið til ykkar. Þið hjónin eruð rosalega sterk... annars hefði Guð ekki valið ykkur til að taka þennan engil í fóstur. Guð veri með ykkur.

Katrín (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:20

14 identicon

Elsku besta vinkona, hugsanir mínar og bænir er hjá ykkur. Vonandi þurfið þið ekki að bíða lengi eftir að læknarnir nái að lesa úr myndunum. Það er alveg ömurlegt að þurfa alltaf að bíða svona en þeir verða svo sem að vera vissir þessir blessuðu læknar áður en þeir segja eitthvað.
  Haldið áfram að vera sterk og knúsið dúllurnar ykkar, það er besta meðalið.
Knús og kossar til ykkar allra
Vigga

Vigga (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:30

15 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Æj,æj. Alveg óþolandi að þurfa að bíða svona. Ég held að það sé alveg komin tími á það, að þessir læknar eða að læknastéttin taki sig nú öll saman og reyni að vinna í því að fólk þurfi ekki að bíða alltaf svona lengi alla vega hvað snertir krabbamein, það er bara ekki hægt að leggja þetta á fólk. Mér finnst þú ekki þurfa að afsaka eitt eða neitt. Álagið sem því fylgir að eiga svona mikið veikt barn er án efa alveg gífurlegt og eitthvað sem enginn getur gert sér grein fyrir. Þetta er þín síða og það er alveg frábært að geta alla vega fengið útrás á henni. Þetta er náttúrulega eins sorglegt og hugsast getur. Ég verð bara reið að heyra það að fólk geti leyft sér það að kvarta yfir því sem þú ert að skrifa, það getur þá bara sleppt því að lesa síðuna ef það þolir svona illa heiðarlegar athugasemdir. Mér finnst þið svo dugleg og hvernig þið standið ykkur í öllu þessu með þrjú lítil börn.  Styrkur ykkar er mikill. Gangi ykkur alltaf sem allra best og guð veri með ykkur öllum . Þið eruð öll fallegir englar sem eigið aðeins það besta skilið. Kveðja Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 21:36

16 Smámynd: Elsa Nielsen

KNÚÚÚÚÚÚÚS!!

Elsa Nielsen, 21.2.2007 kl. 22:24

17 identicon

Mér finnst þú einmitt ótrúlega sterkur persónuleiki að skrifa bara nákvæmlega það sem mér finnst.  Vertu ekkert að hugsa um hvað öðrum finnst, maður getur aldrei gert öllum til hæfis.  Trúi að biðin sé erfið.

Kveðja Benný

Benný (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:41

18 Smámynd: Kolgrima

Það er hrikalegt að þurfa að bíða svona og ótrúlegt að það skuli vera lagt á nokkurn mann. Megi Guð og allar góðar vættir vera með ykkur.  Hugheilar baráttukveðjur. Kolla

(P.S. Þú varst langt frá því að vera dónaleg, þetta voru þvert á móti mjög eðlilegar pælingar. Skil ekki hvernig nokkur skuli leyfa sér að setja ofan í við þig en það er annað mál.)

Kolgrima, 21.2.2007 kl. 22:54

19 identicon

Bara láta vita af mér að ég hugsa til ykkar alla daga og hlakka mest til þegar ég næ að hitta prinsessurnar á leikskólanum. Þið eruð yndisleg í alla staði og eigið skilið allt það besta í heiminum. Guð gefi ykkur styrk í þessari óendalegu erfiðu bið. Knús og kossar. Kristín Amelía.

Kristin Amelía (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:17

20 identicon

Elsku Áslaug.  Haltu bara þínu striki áfram.  Þú hefur allan rétt á að vera reið, maður æsir sig nú stundum af minna tilefni það get ég sagt þér.  Mér finnst frábært hvernig þú skrifar, ef fólk er svona viðkvæmt þá á það bara að sleppa því að lesa síðuna.  Vonandi fer biðin að styttast og að fréttirnar verði góðar.  Guð veri með ykkur.  Mæja

María Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:24

21 identicon

Veistu þetta er þín síða og skrifaðu það sem þú vilt á hana. Tilgangurinn með þessu er að fá útrás. Og ég vil að þú hellir þér yfir mig þegar þér líður þannig. BAra æði að þú getir losað út tilfinningar. Guð minn góður ef fólk getur ekki tekið þessum athugasemdum. Hvað væri þá ef það vær að ganga í gegnum sama og þið. Vona að þið farið að fá einhver svör sem fyrst. Kveðja Helga.

Helga ókunnug. (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:35

22 identicon

Tek undir það sem skrifað hefur verið hér að ofan. Veistu elsku Áslaug, ég á vinkonu sem á mikið fatlaðan dreng og annan sem er á himnum. Þessi vinkona mín hefur gengið í gegn um svo mikla erfiðleika að það hvarflar aldrei að mér að setja það sem hún segir eða gerir á "eðlilegar" vogarskálar. Hún hefur fullt leyfi til að fá útrás á mér og hún veit það. Oft er hún ósanngjörn og segir hluti sem öðrum myndi ekki leyfast að segja við mig, en þar sem ég veit hvernig hennar daglega lífsbarátta er, geri ég allt aðrar kröfur til hennar en hinna sem eru einungis að fást við þetta daglega líf.

Eins er ábyggilega með alla þá sem nærri þér standa elskan mín. Þeir fyrirgefa allt og þeir umbera allt, hreinlega vegna þess að þeir vita að þú ert undir ómannlegu álagi. Hinir sem ekki vilja skilja það eða sjá,.... ég leyfi mér að segja að þeir skipti minna máli.

Elsku stelpan mín. Í Guðs bænum reyndu að forðast að hugsa um það hvað öðrum finnst eða hvað aðrir halda. Það skiptir engu máli. Það eina sem þessir aðrir, þ.e. ég og allir þeir sem með baráttu ykkar fylgjast, eiga að gera, er að standa við bakið á þér án allra skuldbindinga og án þess að gera nokkrar kröfur til þín. Eins og statt er fyrir þér núna, er ekki réttlætanlegt að gera kröfu um eitt né neitt. Það ert þú sem átt að gera kröfurnar, okkar er að verða við þeim.

Guð geymi ykkur.

Ylfa (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 23:59

23 identicon

æ hvað þetta er erfitt :(  vonandi koma góðar fréttir. Þetta með umferðina inn á síðuna þegar dömunni líður verr, er örugglega af því að þá er fólk meira að vonast eftir að fá "jákvæðar" fréttir, þ.e. aðhenni líði betur, það eru örugglega margir sem kveikja á kerti og biðja fyrir ykkur og þetta fólk lítur oftar inn þegar eitthvað er meira að, einfaldlega langar okkur a´sjá að henni líði betur. Guð veri með ykkur.

Gunna á Skaganum 

gunna (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 02:42

24 identicon

Sæl Áslaug.

Það er um að gera að skrifa það sem þér finnst, enda er þetta þín síða.

Vonandi verður næsti miðvikudagur góður dagur fyrir ykkur og að þið fáið fullnægjandi svör. Guð veri með ykkur, þið eruð hetjur öll sömul.

Kveðja Silla Karen og co 

Silla Karen (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 07:50

25 Smámynd: Adda bloggar

innilegar kv frá okkur

Adda bloggar, 22.2.2007 kl. 08:05

26 identicon

Halló kæra fjölskylda, ég er ein af þessum nýju og ástæðan fyrir því að ég er komin á lesendalista þinn er að Óskar kenndi elsta stráknum mínum að sættast við sund (mikið afrek :) og svo hittum við ykkur hjónin úti í Portúgal og því hefur maður tekið eftir fréttum af Óskari.  Það er bara gott mál að fá útrás á blogginu þínu, þú ert alls ekki dónaleg. Ég ímynda mér að þreyta, vanlíðan og orkan við að halda heimili með þessum yndislegu börnum sé að buga ykkur. Stundum fer sama fólkið oft inn á sömu síðu og þannig telur. 

Elsku fjölskylda, sendi ykkur orkuhugsanir, Guð blessi ykkur og gefi ykkur styrk og kraft og fullt af jákvæðum fréttum!

hm

hm (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:16

27 identicon

Mig langar bara að senda ykkur styrk, það er erfitt að bíða svona eftir mikilvægum niðurstöðum.  Ég get skilið hvernig óvissan nagar ykkur.  Ég vona að niðurstöður komi sem fyrst og að litla Þuríður Arna verði áfram betri af flogaköstunum.

Bið fyrir góðum niðurstöðum

AK (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 08:44

28 identicon

Elsku Áslaug Óskar og börn

Áslaug mín þú átt að skrifa allt sem þér finnst því þú þarf að losa um spennu það er ekki alltaf hægt að vera hress en alltaf þegar ég hitti ykkur eru þið svo yndisleg Ég hef sagt öllum sem ég þekki hvernig þið standið ykkur vel og eruð svo frábær að ég vildi að sumir tæki ykkur til fyrirmynda því það sem þið hafið gefið mér er allveg ómetanlegt ég er hætt að kvarta ég er hætt að vorkenna mér og ég tek núna hvern dag fyrir sig Munum það að börnin okkar eru það dýrmætasta sem við eigum og við höfum þau bara að láni

guð ég bið þig sendu þeim kraftaverk

og láttu þau áfram vera svona sterk

láttu ljósið þitt skæra skína því ekki veitir af

því barni litla er það besta sem guð gaf

kveðja Ása

asa (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 09:51

29 identicon

Æji, sendi ykkur góða strauma og vona að þið fáið út úr þessu sem fyrst, vont að bíða bara... ég fylgist alltaf með og gleðst yfir góðum fréttum og held áfram að skoða og græt yfir slæmum fréttum og held þá líka áfram að kíkja!!  Bestu kveðjur og straumar til ykkar alllra..

Ókunnug úr Eyjum

Nía (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 10:56

30 identicon

Elsku Áslaug og fjölskylda.  Fáðu alla þá útrás sem þú þarfnast, til þess er síðan, ekki satt ?   Guð gefi ykkur kraft, birtu og yl og ég vona að það fáist svör sem fyrst fyrir ykkur og hetjuna ykkar.

Kærar kveðjur,  Stella A. 

Stella A. (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 14:03

31 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir sem allra fyrst. Mikið vildi ég óska að þið fengjuð nú góðar fréttir og hlutirnir færu nú alveg í öfuga átt og Þuríði litli færi að batna. Ég get með engu móti sett mig í spor ykkar en vona samt það besta fyrir ykkur öll. Ég vil alltaf trúa því að vonin sé ótrúlega sterkt vopn og trúin, trúa því innst inni að allt fari á besta veg. Það getur oft verið erfitt að sjá ljós í myrkri. Nú verðum við bara að vonast eftir kraftaverki fyrir litlu dúlluna ykkar. Aldrei að segja aldrei. Bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari erfiðu veikindabaráttu. sendi ykkur hlýja strauma. Kveðja Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 17:45

32 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Leyfðu þér bara að vera sú sem þú ert. Ég óska öllum öðrum sem takast á við álíka erifðleika og þú að hafa það sem þú hefur að geta tjáð sig. Ég óska þér og þínum þess sem þu óksar þér og þínum. 

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 22.2.2007 kl. 18:47

33 identicon

Mín kæra.  Þú hefur allan rétt til að upplifa allar þessar tilfinningar og ég skil þig svo vel.  Maður upplifir umhverfi sitt svo sterkt og yfirþyrmandi þegar maður er sjálfur í mínus.  Hver getur verið í jafnvægi þegar um litla barnið manns er að ræða.  Haltu áfram að vera bara þú sjálf og ekki hafa áhyggjur af þeim sem ekki geta sett sjálfan sig til hliðar og sett sig í þín spor.

iapia (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 19:29

34 Smámynd: Heiðrún Hámundardóttir

Ég get engan veginn komist nálægt því að gera mér í hugarlund hvernig ykkur líður núna.  Ég held að það séu mjög fáir sem geta það.

Það eina sem ég get gert er að senda til ykkar hlýjar hugsanir og styrk sem ég vona að skili sér þó svo að ég sé ekki dugleg að kvitta fyrir mig.

Hlýjar kveðjur frá Danmörku,

Heiðrún Hámundar

Heiðrún Hámundardóttir, 22.2.2007 kl. 19:30

35 identicon

Þið eruð í bænum mínum, kveiki á kerti og sendi ykkur sterka strauma.

Guðrún(mamma i Köben sem er ekki sama)

Guðrún (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 20:00

36 Smámynd: Halla Rós

Þú ert hetja Áslaug, ég fylgist alltaf með þó það séu slæmir eða góðir dagar.

Ég vona að þið fáið niðurstöður sem fyrst, haldið áfram að vera svona sterk kæra fjölskylda.

Halla Rós, 23.2.2007 kl. 07:35

37 identicon

Ég og mín fjölskylda hugsar til ykkar á hverjum degi og kveikjum á kerti á hverjum degi fyrir ykkur öll. Þið eruð öll þvílikar hetjur og dugnaðarfólk sem gefur okkur hinum mikið og lærdóm að meta lífið.

kv Díana G

Díana G (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 10:34

38 identicon

Kæra Áslaug. Það verður alltaf til fólk sem er svo óforskammað að kvarta yfir því hvernig öðru fólki líður. Dætur mínar hafa sem betur fer alltaf verið frískar þannig að ég get bara gert mér í hugarlund hvernig þið hafið það. En ég get alveg skilið að þú sért reið og sár út í lífið og tilveruna og þú átt bara allan rétt á því. Eins og þú segir svo satt og rétt þá er þetta ÞÍN síða og ÞÍNAR hugsanir og tilfinningar  sem þú ein ræður yfir og þú ein stjórnar hvar og hvort og hvernig þú tjáir. 

Fólk sem skammast yfir því hvernig þú gerir það getur bara haldið sig fjarri....

Það er kannski hægara sagt en gert að láta svona leiðindaathugasemdir sem vind um eyru þjóta en reyndu það bara ...gefðu skít í þær bara.

Það verður alltaf til fólk sem er með sjálfshverfinguna á hæstu stillingu og heldur að lífið og veröldin öll snúist eingöngu um það. Það eina sem er til í stöðunni fyrir þig er að hunsa það fólk sem kemur þér í tilfinningarússíbana og varnarstöðu með ónærgætnum athugasemdum hér inni.

Gangi ykkur sem allra best ...knús Sigrún 

Sigrún (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 11:25

39 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Held áfram að hugsa hlýlega til ykkar allra, þið eruð svo ótrúlega dugleg. Kveiki á kerti fyrir Þuríði og vona að þið fáið góðar fréttir.

Bestu kveðjur frá Siggu Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 12:33

40 identicon

Kæra fjölskylda,

Ég vona að þið fáið að vita niðurstöður rannsóknanna sem fyrst, því svona óvissa er hræðileg. Að sjálfsögðu vonast ég líka til að þið fáið góðar niðurstöður!

Varðandi kvartanir sem hafa verið hérna eftir ummæli þín um lesendur síðunnar um daginn, þá skil ég alveg hvað þeir sem kvörtuðu voru að meina. Hins vegar skil ég vel að þér geti ekki alltaf liðið vel og fáir útrás hérna. Það sem ég hins vegar spurði sjálfa mig að, er hvort þú sért að blogga hérna fyrir sjálfa þig eða fyrir "okkur hin sem lesum"? Vona að þú sért að þessu fyrir sjálfa þig, því þetta hjálpi þér eða gefi þér e-ð. Ég vil auðvitað ekki að þú hættir að blogga því mér finnst gaman að lesa þegar Þuríði líður aðeins betur, finn til með ykkur þegar henni líður illa og met heilsu barna minna betur þegar maður sér að góð heilsa er ekki sjálfsögð.

Gangi ykkur sem best og vonandi gerist kraftaverk og þið eigið langan góðan tíma fyrir höndum með Þuríði:)

Eyrún (ókunnug) (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 12:38

41 identicon

Langaði bara að senda ykkur góðar óskir. Veit varla hvað ég get sagt, því hér fyrir ofan er búið að skrifa allt sem ég hefði viljað segja. En alla vega vona ég heitt og innilega að allt fari á besta veg, og líka að þið getið dreift huganum frá biðinni þessa erfiðu daga.  Kveiki á kerti fyrir ykkur, kveðja  ókunnug MK

MK (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 13:06

42 identicon

Guð gefi ykkur styrk til að takast á við alla þessa erfiðleika með litlu dótturina, mig skortir orð ... en hugsa oft til ykkar þrátt fyrir að þekkja ykkur ekki neitt

Halla (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 14:30

43 identicon

Elsku Áslaug og Óskar, ég get ekki lýst því hvað ég finn mikið til með ykkur og litla gullinu ykkar henni Þuríði litlu. Bara ef ég ætti eina ósk þá myndi ég gefa ykkur hana og óska þess að hún fengi fullan bata og þjáningum ykkar allra linnti. Ég er búin að lesa hjá ykkur á síðunni síðan þið komuð í viðtalinu í DV fyrir jólin minnir mig en aldrei kvittað fyrir komu minni, ég geri það hér með og óska ykkur alls hins besta í baráttunni og mín heitasta ósk er að þið fáið góðar fréttir af litla gullinu ykkar.  Ég er ein af þeim sem hef kíkt á síðuna í von um betri frétta af henni. En ég skil þig ofsalega vel að vera reið og halda hitt.

Baráttukveðjur og von um góðan bata, Guð styrki ykkur og hjálpi.

María Kristins (badmintonspilari úr Keflavíkinni).

María Kristins (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 15:11

44 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú þarft ekki að afsaka nokkurn skapaðan hlut...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 23.2.2007 kl. 16:39

45 identicon

Kæra fjölskylda ! 

Það er svo sárt að vita um vanlíðan ykkar en geta ekkert gert ykkur til stuðnings. Guð gefi ykkur styrk á þessu erfiðu tímum. Kerti mun loga fyrir ykkur frá okkur fjölskyldunni.

Kveðja, BH ( ókunnug )

Björk H. (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 17:31

46 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Mikið vildi ég geta linað þjáningar ykkar, vona svo innilega að þið fáið góðar fréttir.Bið góðan guð að styrkja ykkur í þessari erfiðu veikindabaráttu og mun kveikja á kerti fyrir Þuríði litlu. Eitt verð ég að segja að þetta er þín síða og þú átt ekki að þurfa að afsaka eitt eða neitt, þeir sem þola ekki þau ummæli sem þú lætur falla ættu að sleppa því að lesa þessa bloggsíðu. Ég fer nú að spyrja sjálfa mig að því hvort fólk viti ekki hver er tilgangur bloggsíðna yfirhöfuð er.  Þið eruð í huga mínum og ég held áfram að hugsa hlýlega til ykkar. Bestu kveðjur Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 23.2.2007 kl. 19:51

47 identicon

Kæra fjölskylda.
Þakka ykkur fyrir að deila ykkar reynslu og hugsunum með okkur sem lítum hér inn. Við erum heppin sem lifum á tímum bloggsins, við getum með lítilli fyrirhöfn fundið að við erum ekki ein í heiminum með líðan okkar hver sem hún er og það er hreint merkilegt að fá hrós, hvatningu, samkennd, stuðning og það frá góðu fólki sem bara vill manni vel. Ef einhverjum líður illa og þarf að fá útrás fyrir líðan sína er það fullkomlega frjálst og eðlilegt. Það minnir okkur sem lesum á að þakka oftar fyrir það sem lífið hefur upp á að bjóða og það er oft ansi misskammtað frá einum til annars. Ég trúi vel að það sé erfitt að finna til þakklætis í svona erfiðleikum. Reiðin er líka miklu sterkari tilfinning og oft hjálpar reiðin manni að komast í gegnum erfiða kafla. Fáðu útrás hérna Áslaug, þetta er rétti staðurinn. Þeir sem ekki höndla að heyra annað en jákvæðni og gleði frá þér í þessum ólýsanlega erfiðu aðstæðum verða bara að gjöra svo vel að finna sér annað að gera. Hvar er virðingin fyrir líðan annarra? Þakka þér fyrir að deila þessu öllu með okkur. Ómetanleg gjafmildi. Bið að dagurinn verði ykkur góður með öllum sínum litatónum. Kveðja, Ólöf

Ólöf (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 09:31

48 identicon

Kæra Áslaug og fjölskylda.

Vona að þið eigið góða helgi og að Þuríði líði vel. Mikið vildi ég óska að þið Þuríði myndi hlotnast kraftaverk og myndi batna. Það eina sem ég get gert er að biðja fyrir litlu stúlkunni ykkar og vona að guð og gæfan verði henni í hag. Þakka ykkur fyrir að deila þessari reynslu með okkur hinum. Þið hjónin eru stórkostlegar hetjur og ég dáist af ykkur hvað þið eruð dugleg og hvað þið standið ykkur vel með þrjú lítil börn og eitt svona mikið veikt.  Þið eruð svo ótrúlega sterk og dugleg. Megi góður guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Bestu kveðjur Sigga Ásgeirsd.

Sigga Ásgeirsd. (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 18:46

49 identicon

Knús elsku Áslaug mín.

kv.
Marianna jóh.

Marianna (IP-tala skráð) 24.2.2007 kl. 18:48

50 Smámynd: Fríða

Hæhæ.  Nú brá mér.  Ég kom hér inn á bloggsíðuna fyrir tilviljun, og er búin að sitja hér föst og lesa í tvo klukkutíma.  Og hef fengið hvert flassbackið á eftir öðru því margt af því sem þú ert að lýsa minnir svo óhugnanlega mikið á það sem ég gekk í gegn um þegar sonur minn sem núna er 13 ára var í krabbameinsmeðferð fyrir löngu löngu síðan.  Hann greindist fjögurra ára gamall með bráðahvítblæði sem er reyndar að mörgu leiti ólíkt æxli, en ég get svo sagt þér að alltaf þegar ég sé stjörnuhrap þá óska ég þess sama sem ég hef óskað í mörg mörg ár.  Núna reyndar hefur óskin breyst í að honum muni aldrei slá niður aftur frá því að vera að honum myndi batna.  Því honum batnaði sem betur fer.  Ég vona innilega að þín ósk rætist.  Og það er ekkert athugavert við það að skrifa hvað sem mann langar til á bloggið sitt og ekkert athugavert við það að halda sér önnum kafinni til að dreifa huganum.  Biðin er bara það langversta, það get ég tekið undir með þér.

 Baráttukveðjur,

Fríða 

Fríða, 24.2.2007 kl. 20:58

51 identicon

Vil bara segja gangi ykkur vel. Ég vona að þið fáið kraftaverk, þið eigið það svo sannarlega skilið.

Hanna ókunnug (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband