Leita í fréttum mbl.is

Gleðilegt ár kæru vinir

  1. Árið okkar 2013 var ca svona:

    Janúar - Theodór Ingi varð 7 ára og Óskar Örn varð fertugur og hélt uppá það með þeim allra nánustu.

    Febrúar - Þuríður Arna fór í rannsóknir sínar og þær komu vel út, Oddný Erla keppti á sínu fyrsta FSÍ móti og kom heim með þrjár medalíur.

    Mars - Þuríður Arna hélt sitt árlega páskabingó á barnaspítalanum og í þetta sinn fékk hún þá í Bláum opal til að aðstoða sig s...em gekk alveg glimrandi vel. Oddný Erla varð í öðru sæti á sínu fyrsta Íslandsmóti.

    Apríl - DraumaDísin okkar hún Jóhanna Ósk fæddist á afmælisdegi systur sinnar hennar Oddnýjar Erlu sem varð 9 ára þann daginn.

    Maí - Þuríður Arna náði þeim merka áfanga að verða 11 ára gömul og á þeim degi var DraumaDísin okkar skírð.

    Júní - Theodór Ingi keppti á Norðurálsmótinu á Akranesi og stóð sig ofsalega vel.

    Júlí - við fjölskyldan fórum í okkar fyrstu útilegu í mörg mörg ár og öllum fannst það æðislegt, konan sjálf varð 36 ára og gæti ekki verið ánægðari að fá að eldast.

    Ágúst - náðust alveg 23 dagar á milli krampa sem er bara asskoti gott og Þuríður Arna okkar byrjaði í Klettaskóla sem hún elskar að vera í.

    September - fór Þuríður Arna mín í rannsóknir sínar sem komu rosalega vel út - æxlið hafði meir að segja minnkað frá því síðast þannig við flugum á bleiku skýjið þann mánuðinn og fögnum þeim fréttum í sumarbústað á Flúðum sem var kærkomið frí.

    Október - skelltum við okkur fjölskyldan til Akureyrar en þar var Oddný Erla okkar að keppa á en einu fimleikamótinu og kom nokkrum medalíum ríkari, við skemmtum okkur ofsalega vel og kíktum í nokkrar heimsóknir. Þuríður Arna mín var eitthvað þreyttari þann mánuðinn og pirraðri.

    Nóvember - Hinrik okkar Örn varð 5 ára, Þuríður Arna farin að krampa á hverjum degi eða annan hvern dag svo það var aðeins hrært í lyfjakokteilinum hennar. Ekkert ofsalega góður mánuður, krampalega séð. Þuríður Arna losnaði við lyfjabrunninn sinn og við trúum því að það er bara skref frammá við í veikindum hennar.

    Desember - Þuríður Arna hélt sitt árlega bingó á barnaspítalanum og fékk Góa sér til aðstoðar og þaðan fóru allir ofsalega hamingjusamir, nokkrum vinningum ríkari.
    Kramparnir halda áfram.
    Héldum fyrstu jólin með Jóhönnu okkar.

    Okkar markmið fyrir árið 2014 er að halda áfram að búa okkur til eitthvað til að hlakka til.

    Eigið yndislegt ár 2014!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda - megið þið öll njóta ykkar á nýju ári.

Helga

Helga (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 11:59

2 identicon

Megi vera fullt að góðum hlutum sem við gerið og afrekið á þessu ári,hvert og eitt ykkar..

Takk að vera svona kærleiksrík@góðhjörtuð og leyfa okkar að fylgjast með ykkur öllum.

Þið gefið okkur svo sannarlega yl í okkar hjarta og von í lífinu,og við,alltjént ég er þakklátur fyrir það...

Við skulum reyna okkar besta til að svara í sömu mynt.

Fjölskyldur ykkar eru ríkar að eiga ykkur að.

Mínar allra bestu óskir um bjart og gott ár til handa ykkur.

Sérstakar þakkir fær Þuríður Arna fyrir Bingóin sín,sú hefur svo sannarlega glatt margann,og fengið marga til að láta gott af sér leiða með sínum verkefnum..

Takk fyrir árið 2013.

Megi HANN vera með ykkur.

Halldór Jóh. (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 18:08

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár kæra fjölskylda og megi nýja árið verða enn betra en það sem var að kveðja :)

Kveðja úr Trékyllisvíkinni.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2014 kl. 20:57

4 identicon

Yndislega fallega duglega stórfjölskylda.

Megi árið vera ykkur endalaust gott og gerandi

Þess óskar Sólveig

Sólveig (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 13:34

5 identicon

glæsilegt, gæfan veri með ykkur á nýja árinu og ávallt :)

Didda ókunn (IP-tala skráð) 2.1.2014 kl. 22:06

6 identicon

Gleðilegt ár duglega fjölskylda og megi nýja árið verða ykkur farsælt og gott :)

Kristín (IP-tala skráð) 5.1.2014 kl. 22:23

7 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda. Gaman að lesa um allar góðu stundirnar ykkar á síðast ári. :) Megi þær verða margfalt fleiri árið 2014 og komandi árum. ;) <3

Sólveig Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2014 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband