Leita í fréttum mbl.is

Myndatökur

Það var ákveðið á fundinum í morgun með læknunum að Þuríður mín fer í næstu myndatökur á þriðjudaginn sem er tveim mánuðum en áætlað var.  Það þarf bara að ganga í skugga afhverju henni hefur liðið svona einsog henni hefur liðið síðustu vikur, því ekki er lömunin að aukast og kramparnir ekki sjáanlegir.  Enn það gæti verið að henni hefur liðið svona er því hún gæti verið að fá krampa sem við sjáum ekki, hún er ekki að fá kippi með þeim eða hrinur niður og liggur alveg.  Hún hefur nefnilega verið að detta mikið og það getur verið að það séu krampar sem hún er að fá og að sjálfsögðu verður hún gjörsamlega búin á því eftir það.  Það gæti verið ágæt ástæða og ég vona að það sé "bara" það en ekki meiri stækkun í gangi, ef það sjást engar breytingar í myndatökunum þá fer hún í heilalínurit til að ath hvort það gæti verið ástæðan.

Annars fór hún ekkert á leikskólan í morgun, fórum uppá spítala, var smá þreytt eftir það þannig ég ákvað bara að leyfa henni að dúllast með mömmu sinni og fór með hana í klippingu.  Henni finnst ekki leiðinlegt að fá að dúllast svona heima með mömmu og að sjálfsögðu honum Theodóri því þá fær hún líka með meiri athygli en venjulega, bara tvö mömmubörn heima í staðin fyrir þrjú eheh!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elskurnar.  Ég vona að allt gangi vel á þriðjudaginn hjá ykkur og Guð gefi að þetta hafi ekki versnað.  Mínar bestu óskir til ykkar og njótið helgarinnar

Þórdís tinna (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband