Leita í fréttum mbl.is

Alltaf að láta mig dreyma....

Mig langar hingað  http://www.heimsferdir.is/heimsferdir/afangastadir/solarferdir/jamaica/  nú eða hingað   http://www.heimsklubbur.is/FerdaskrifstofanPrimaEmbla/Skemmtisiglingar/RadissonSevenSeasCruises/

Ofsalega tóm í dag eða þessa dagana en mig langar samt að þakka einni konu fyrir sendinguna sem við fengum í morgun en krakkarnir fengu flottustu handprjónuðu sokka ever, ég hef aldrei séð svona flotta prjónaða sokka áður.  Það var prjónað nafnið þeirra efst, oh mæ god ég veitiggi hvort ég tími að leyfa þeim að vera í þeim eheh!!  Mig langar að senda ofsalega fast knús og endalaust marga kossa til þessa ágætu konu sem við þekkjum ekki neitt fyrir þessa fallegu gjöf sem kemur sér mjög vel fyrir veturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg R Þengilsdóttir

Sæl

Má ég biðja fyrir þér og stúlkunni þinni - ég kíki hérna aftur inn á morgun.

kær kveðja

Ingibjörg R. Þengilsdóttir   

Ingibjörg R Þengilsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:04

2 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Mmmmmmm... ég kíkti á þessa linka hjá þér og verð að viðurkenna að ég staldraði töluvert lengi við á þessum síðum og lét mig dreyma.....!!

En hvað þetta er fallega gert af þessari bráðókunnugu konu! En henni finnst hún, eins og eflaust mörgum, hún þekkja þig og ykkur fjölskylduna afar vel eftir að hafa fylgst með ykkar daglega lífi og baráttu um hríð. Ég þekki marga, og suma persónulega, sem finnst þeir eiga í ykkur hvert bein, enda heimsækja þeir þig/ykkur hingað daglega.

Ekki er nú gott að þú skulir vera tóm elsku Slauga mín. Vonandi lagast það bráðum aftur. Biðjum fyrir því. Og biðjum fyrir litlu dömunni sem er að láta sér batna í óðaönn! Og á meðan verður mömmu hennar að líða sem best. Það verður jú Almættið að skilja, er það ekki? Ég var að vonast eftir Skagafólkinu Gunna, Láru og börnum. Þau voru hálfpartinn búin að boða komu sína hingað í ágúst. Þarf að hringja og reka á eftir þeim. Sendi þau með sultu handa þér ef þau koma. Nú, annars verð ég bara að gera eins og ókunnuga englakonan og senda póst ;o)

KVeðja að vestan.

Ylfa Mist Helgadóttir, 16.8.2007 kl. 23:09

3 Smámynd: Áslaug Ósk Hinriksdóttir

Ekkert mál Ingibjörg

Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 17.8.2007 kl. 12:26

4 identicon

Sæl Áslaug.

Það er slæm tilfinning að vera tóm sem þýðir að vera orkulaus og döpur. Bið Guð að senda þér áfyllingu svo þér líði betur. Mér finnst frábært þetta með sokkana og skil vel að þú tímir varla að nota þá. Sumt er þannig að má nánast ekki það, eins og handunna sjalið eftir hana langömmu. Það er bara verst að þá nýtur þess enginn, en það verður hver að velja fyrir sig. Guð veri með ykkur öllum og góða helgi. Fríða.

Ps: Púkinn gaf mér 10 í réttritnu vvveeiiiii...

Fríða (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Mikið var þetta fallega gert af konunni! Fallegir, handprjónaðir sokkar, æðislegt!!! Þau verða sæt í þeim þegar þið farið á milli húsa í kringum jólin! Segi nú svona. Gangi þér vel að endurheimta orkuna! Margfalt knús frá Skaganum!

Guðríður Haraldsdóttir, 17.8.2007 kl. 22:32

6 identicon

Hæ snúllan mín

Takk fyrir innlitið á síðuna mína. Ég er búin að sitja yfir síðunni ykkar hérna núna... og verð að segja að þú ert alveg ótrúleg kona. Mikil einlægni í skrifum þínum og gott að lesa það sem að þú skrifar. Ég man að Ásta sagði mér frá ykkur.

Stórt knús til þín og barnanna þinna... ég ætla að fá að fylgjast með ykkur hérna

kær kveðja

Sirrý (vinkona Ástu Lovísu)

Sirrý (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 09:22

7 Smámynd: Sólrún

Fallega gert hjá þessari ókunnugu konu að gefa þessa gjöf :) frábært að fólk sé til sem gefur frá hjartanu hvort sem það er til einhverra sem þeir þekkja eða ókunnugra :)

góðar hugsanir til ykkar, þið eruð ætíð í bænum mínum.

Sólrún, 19.8.2007 kl. 01:20

8 identicon

Elsku Slauga mín,,,við getum ekki alltaf verið í brjáluðu stuði og ekkert skrítið þó að komi dagar hjá þér þar sem tómleikinn er mikill og engar hugsanir í gangi.En fallegt af þessari konu að senda ykkur sokkana,sem koma sér örugglega vel þegar vetur konungur ber að dyrum..en ég hugsa hlýtt til ykkar eins og alltaf..gangi ykkur sem allra best og það er gott að láta sig dreyma..knús,knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 01:46

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Megi Englar alheim vaka yfir ykkur öllum !

AlheimsLjós til þín og litlu snúllunnar

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 19.8.2007 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband