Leita í fréttum mbl.is

Helgin alveg að verða búin

Elsku mamma og pabbi til hamingju með 35 ára brúðkaupsafmælið, þið eruð góðar fyrirmyndir og takk kærlega fyrir okkur í hádeginu.  Knúúúúússssssssss!! 

jámm þá er enn ein helgin að líða frá okkur og hún var bara helv... góð. 

Byrjuðum á laugardagsmorgun að mæta á sundnámskeið stelpnanna sem þær dýrka útaf lífinu, þær eru alltaf að verða betri og betri.  Ótrúlegt hvað þær eru fljótar að ná þessu öllu saman.  Oddný var nú ekki alveg að nenna gera æfingarnar sínar ehehe sem var mjög fyndið að sjá því henni fannst þetta eiginlega bara of léttar æfingar eheh ("mamma þetta er leiðinlegt"), búin að vera æfa þetta allt saman hjá pabba sínum og kunni þetta allt saman.  Kútarnir voru teknir af krökkunum og þau fóru að æfa stungur en Oddný er þvílíkur meistari í að stinga sér svona án gríns en venjulega notar hún kúta við það og mín er ekkert að stressa sig en þarna var hún kútalaus og stakk sér og ég gleymdi mér algjörlega og fannst bara hún vera með kúta en áttaði mig svo á því í þvílíku sjokki en að sjálfsögðu kom hún bara upp aftur einsog velsynd.  Oh mæ god hvað ég var stollt.  Þuríður mín var að sjálfsögðu líka kútalaus þegar ég sé hana vera labba nær hringjum sem voru í botni laugarinnar þegar hún ákvað bara alltíeinu að kafa eftir hringunum (kútalaus) og kom upp aftur einsog velsynd stúlka.  Þær eru þvílíkt að standa sig í þessu enda ég er sú stolltasta á svæðinu.

Ætla mér samt ekkert að telja upp allt sem við gerðum um helgina, bara smá mont í gangi með stelpurnar mínar.  Flottastar!!  Góð helgi samt að klárast og get ekki beðið eftir næstu því ég veit að hún á eftir að verða ennþá betri.  Úha!!  Segi ykkur frá henni þegar líður á vikuna. 

Ástandið gott á heimilinu, vonandi fáum við fund með læknunum á miðvikudaginn en ég vissi að það var búið að plana myndatökur fyrir Þuríði mína á næstu vikum en ég veit ekki hvort það verður af þeim, yrðu hvorteðer ekkert martækar þar sem æxlið er ennþá svo bólgið eftir geislana en það væri þá væntanlega önnur ástæða fyrir þeim myndatökumFootinMouth.

Kanski ég kíki aðeins yfir skólabækurnar mínar fyrst að börnin eru svona róleg, well skólinn byrjar ekki fyrr en eftir tvær vikur ehe en ég er bara svo spennt að byrja þannig ég er farin að læra.  Svoooooooooooo lééééétt!!  Afhverju hef ég ekki nennt að læra fyrr?  Minn tími er komin!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Ólafsdóttir

æðislegt hvað helgin var skemmtileg hjá ykkur,og frábært hvað stelpurnar eru duglegar að synda hehe skil mjög vel að þú sért stolt,þó ég eigi ekki börn sjálf og takk æðislega fyrir að vilja vera bloggvinkona mínhehe

Valgerður Ólafsdóttir, 26.8.2007 kl. 20:38

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hæ Áslaug Ósk. Skilaðu kveðju til mömmu þinnar og pabba og hamingjuóskum með brúðkaupsafmælið. Ég hitti þau reyndar í Kringlunni á laugardagsmorgun rúmlega 10.

Alveg hissa að sjá hvað pabbi þinn var hress og mættur í verslunarleiðangur.  Hann sagðist venja komur sínar í Kringluna á þessum tíma.  Jæja ég er nú aðeins að gera smá at.

Ég vissi auðvitað ekki að þau ættu brúðkaupsafmæli og ekki voru þau að segja frá því svona í óspurðum. Sjálf átti ég svoleiðis þann 10. ágúst s.l.  En það voru bara 4 ár og við hjónin getum aldrei munað eftir þessu. Nú er maður bara að rembast við að muna kennitöluna sína.
Alla vega, hafið það sem best.

Kolbrún Baldursdóttir, 26.8.2007 kl. 21:34

3 Smámynd: Þórunn Eva

knús knús duglegust.... :)

p.s kem með JS í sundtíma til Skara hehehe :)

Þórunn Eva , 26.8.2007 kl. 22:52

4 identicon

Sannarlega gleðilegt að heyra hvað þú ert glöð í dag.

Þínar dætur eru nú greinilega ekkert venjulegar sundmanneskjur, hélt að börn væru eldri þegar þau væru orin svona dugleg.

Guð gefi að ykkur LÍÐI VEL og GANGI VEL. Og okkar manneskja geti stundað skólann sinn og haft gagn og gaman af, aldrei og seint með það.

með kærri kveðju frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 09:21

5 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Vá!! Ég kalla þær góðar, hnáturnar!

Mínir drengir eru algjörar skræfur þegar þeir fara í sund. Samt förum við oft í viku! Þessi yngsti er alverstur. HAngir um hálsinn á manni eins og lítill sjimpansi! :o)

Til hamingju með mömmu þína og pabba!

Ylfa Mist Helgadóttir, 27.8.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband