Leita í fréttum mbl.is

Þreyttust, ömurlegt ástand

Það er ekkert skemmtilegt ástand á henni Þuríði minni, reyndar vaknaði hún sæmilega hress í morgun svona í hressasta lagi síðustu daga.  Gærdagurinn hjá henni var alls ekki góður, reyndar bara ömurlegur.  Hún var svo svakalega þreytt, ofsalega þvoglumælt sem hún er reyndar ennþá, rosalega erfitt að skilja hvað hún er að reyna segja og svo leiðinlegasta sem mér fannst við daginn hvað henni var illt í höfðinu.  Lá í sófanum hélt utan um höfuðið og sagðist vera lasin í höfðinu en það var í fyrsta sinn í gær sem VIÐ höfum gefið henni verkjalyf vegna sársauka í höfði.  Hún lá mestmegnis fyrir allan daginn í gær og ég verð helst að liggja hjá henni líka þó hún sé ekkert endilega að fara sofa.  Hún vill finna fyrir mömmu sinni og liggja þétt að mér. 

Hin tvö eru ekkert sérstaklega ánægð með ástandið á heimilinu og það tekur dáltið á þau því verr og miður, mamman getur ekki sinnt þeim einsog á að gera.  Þau eru ekki sátt við að ég fari inní herbergi og loki og liggi hjá henni Þuríði minni.  Þannig í gærkveldi eftir að Þuríður mín var sofnuð var smá dekurtími, tókum út ís og átum á okkur gat.  Þau voru sko að fíla það því ekki var laugardagur eheh!!

Damn núna er Þuríður mín orðin svakalega slöpp og ekki er ég búin að vera lengi við tölvuna, farin að segja að hún sé lasin í höfðinu og vill að ég komi með sér uppí rúm samt er mjög erfitt að skilja hvað hún er að segjaFrown. Ætli ég gefi henni ekki verkjatöflu núna og kúri með henni uppí rúmi þar sem henni líður best.

Hérna eru þrjár myndir af börnunum mínum sem voru teknar í góða veðrinu í sumar.

P6293471-1
Þuríði minni fannst sko ekki leiðinlegt að sprauta á alla í kringum sig eheh

P6293442-1*
Hérna er hún að sprauta á bróðir sinn eheh!!

P6293433-1
Oddný fékk að sjálfsögðu líka að sprauta á alla í kringum sig, bara gaman!!

pss.sss vildu þið vera svo væn að kveikja á einu kerti fyrir Þuríði mína á kertasíðunni hennar hérna til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún elsku litla Þuríður og öll börnin þín eru rík að eiga jafn yndislega mömmu og þig. Ég mun kveikja á kerti fyrir ykkur öll. Vonandi fer litla englinum að líða betur.

Guð veri með ykkur.

Ia (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 08:59

2 Smámynd: Oddný Sigurbergsdóttir

Æ, ósköp er sárt að vita af henni svona lasinni.  Ég kveiki á kerti á síðunni hennar og sendi ykkur batastrauma.

Í mínum augum eruð þið öll (fjölskyldan) hetjur!

Oddný Sigurbergsdóttir, 25.9.2007 kl. 10:02

3 identicon

Knús á þig Áslaug, þú stendur þig eins og hetja. Takk fyrir að leyfa okkur hinum að fylgjast svona vel með, allar mínir straumar fara til ykkar.  Knúsaðu stelpuna þína frá mér og mínum.

kolla tjörva (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 10:03

4 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Það er erfitt að lesa þetta og vita af þessu, ég get ekkert annað en sent hlyja strauma yfir landið til ykkar..,,,Vildi að ég gæti gert meira.

Einar Bragi Bragason., 25.9.2007 kl. 10:06

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

Hugur minn er hjá ykkur

Kjartan Pálmarsson, 25.9.2007 kl. 12:38

6 identicon

Ég hugsa til ykkar!
Knús, Oddný

Oddný (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 12:44

7 identicon

Hugur minn er hjá ykkur.Knús á liðið.Kærleikskveðja.

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 13:07

8 identicon

Æi æi æi, glöð skyldi ég tendra öll heimsins ljós fyrir Þuríði þína og ykkur öll, kveiki á þeim sem ég hef yfirráð yfir.

Guð gefi að litla hetjan hafi ekki vondan verk í höfðinu og þú og þið í hjartanu. Þarf að spara við hana verkjalyfin?

Sendi ykkur kærleikskveðju,

frá Sólveigu.

Sólveig (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 14:48

9 identicon

Kveiki á kerti fyrir litlu Þuríði og fjölskyldunni, bið fyrir henni á hverju kvöldi.  Kærleikskveðja, Sæunn

Sæunn ókunn (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:57

10 identicon

Elsku Áslaug mín

Ég kveiki á kertum og bið fyrir henni og ykkur líka

kveðja

Asa

ása (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 15:57

11 identicon

Bið Guð um hjálpFríða

Fríða (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:11

12 identicon

Búin að kveikja á kerti fyrir litlu hetjuna,ég fæ alveg sting í hjartað að lesa um að henni sé svona illt greyinu. Þetta er alveg ömurlegt að leggja þetta allt á svona lítinn kropp. Ég fylgist alltaf með ykkur og takk fyrir að leyfa okkur það á svona opinskáan hátt. Þið eigið allt það best skilið fyrir alla ykkar baráttu og hugur minn er mörgum stundum hjá ykkur kæra fjölskylda.

Guð veri með ykkur
kv Jóhanna 

Jóhanna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 16:29

13 identicon

Kveiktum á kerti fyrir litlu skottu.

Kkv. Martha og co

Martha Jörundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 18:13

14 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Hugsa mikið til ykkar núna.

Bergdís Rósantsdóttir, 25.9.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband