Leita í fréttum mbl.is

Þegar ég er þreytt...

....þegar heimurinn vondur er
huggar mig það eitt
bara vita af þér hér

Þú ert aldrei ein
Þótt eitthvað hendi þig
Þú ert aldrei ein
af því þú átt
og af því þú átt mig
áttu góðan vin.

Þetta eru textabrot úr uppáhalds laginu hennar Þuríðar minnar sem við syngjum hástöfum alla morgna á leiðinni í leikskólann.  Mér hefur alltaf fundist svo sérstakt af því þetta lag er hennar uppáhald því það passar svo við veikindin hennar og svo syngjum við líka alltaf og hlustum á Furðuverk með Nylon sem hún elskar líka sem mér finnst líka svo sérstakt.  Litla furðuverkið mitt!!

Þuríður mín er ennþá mjög þreytt og lyfjuð en vonandi fer það breytast allavega með lyfjunina því við erum búin að minnka krabbalyfin hennar þannig núna tekur hún "bara" tíu töflur á morgnanna og tíu á kvöldin, pælið í því og hún gleypir þetta einsog ekkert sé.  Systkinin hennar hjálpa henni alltaf með þetta en þeim finnst eitthvað spennandi fá að hjálpa til og alltaf opnar Þuríður munninn þegar hún er búin að gleypa eina töfluna og biður um meira því hún veit að hún þarf að klára þetta allt saman, einsog hún segir sjálf "því ég er lasin í höfðinu".

Mér líst samt ekkert svakalega vel á hana Þuríði þó við fengum góðar fréttir í gær þá er ég samt smá smeyk því hún er farin að sýna smá lömun í hægri hendi og svo kvartaði hún í gær að hún væri búin að missa tunguna.  Þá hefur hún ö-a vera farin að fá lömun þar líka, ömurlegt!!  Svo skilur hún ekkert í þessu ástandi sínu, getur ekki farið lengur sjálf uppí koju einsog hún var farin að geta eða bara í vor sem var bara kraftaverk.  Ég man svo vel eftir deginum sem hún fór í fyrsta sinn sjálf upp stigann í kojunni hennar og Oddnýjar, mér leið einsog þegar hún tók sín fyrstu skref.  Oddný mín Erla var líka svo stollt af henni að geta þetta og öskraði til mín inní stofu að Þuríður væri að fara alveg sjálf uppí koju, ohh mæ god!!  Lifir sterkt í minningunni.

Við Skari erum að fara til London í fyrramálið, ohh mæ god hvað ég elska þessa borg.  En ástæðan fyrir því að við erum að fara, jú mín verður fararstjóri í MINNI ferð sem ég hef skipulagt og sé alfarið um.  En rétt eftir áramót fékk ég þá hugmynd að mig langaði að gera eitthvað fyrir foreldrana í styrktarfélaginu, langaði svo að senda þau frá klakanum og reyna láta þau aðeins að gleyma sér.  Sjálf veit ég hvað er gott að komast aðeins í burtu og reyna hugsa um eitthvað annað en veikindi og knúsa manninn minn.  Sjálf veit ég líka að við getum aldrei farið til útlanda nema með hjálp frá öðrum sem við höfum verið svo lánsöm að fá að gera, eigum svo góða að hvort sem það eru ókunnugir eða vinir og ættingjar.  Það hefur hjálpað okkur Skara mjög mikið að komast aðeins í burtu og rækta okkur líka því aldrei gæti ég verið "ein" í þessari baráttu þannig að við VERÐUM að vera dugleg að rækta okkur líka.  

Þannig í vor ákvað ég að koma þessum draum mínum í framkvæmd og hafði samband við góða styrktaraðila sem voru meira en tilbúnir að láta þennan draum minn rætast.  Ég verð þeim ævinlega þakklát, bara að fá þetta traust frá þeim.  Allir sem ég hafði samband við voru meira en tilbúnir að leggja hjálparhönd, fannst þessi hugmynd svo góð og vildu gera eitthvað gott fyrir foreldrana.  Þannig í fyrramálið mun ég fara með 18 foreldra sem eiga börn með krabbamein, eru á fullu í meðferð eða nýbúin að ljúka meðferð.   Við munum t.d. fara á fótboltaleik Westham-Arsenal, öllum foreldrunum verður boðið útað borða á sunnudagskvöldið og svo munu allir bara vera í sínu horni að knúsast og rækta aðeins sjálfan sig.   Sjálf ætla ég að reyna sofa frameftir, kanski næ ég að sofa til níu eheh en það er að sofa út hjá mér, sitja á kaffihúsi og horfa á mannlífið og svo bara slappa af og knúsa Skara minn.

Ég hafði líka happadrætti fyrir liðið á fimmtudaginn síðastliðin þegar ég afhenti þeim flugmiðana sína, fullt af góðum og "litlum" fyrirtækjum sem voru tilbúnir að gefa gjafabréf í nudd, útað borða, í ræktina og svo lengi má telja og allir fóru svakalega ánægðir heim.

Ég á mér svo annan draum sem tengist þessu og aldrei að vita að ég reyni að koma því í framkvæmd því ég veit að það eru ekki bara foreldrarnir í styrktarfélaginu sem þurfa á þessu að halda og gætu aldrei farið peningalega séð en þurfa samt að komast í burtu.  Bara finna styrktaraðilaGrin.

Húsverkin bíða víst, þjónustustúlkan mín kemur víst bara einu sinni viku en það dugar skammt eheh.  Ég fékk nefnilega hjálp frá borginni með húsverkin og það hjálpar mjög mikið en maður vill alltaf meira þegar maður verður góður vanur eheh.

Takk allir fyrir fallegu kveðjurnar og öll kertin sem þið hafið kveikt á fyrir Þuríði mína.  500 kerti vávh, þið eruð æðisleg og vitið ekki hvað þið gefið mér mikið með þessu öllu.  Eitt lítið komment gleður mitt litla hjarta mest í heimi.
Þið eruð best!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

ÞEtta er fallegt ljóð sem þið mæðgur syngið.

En viltu svo segja henni dóttur þinni og jú öllum þínum duglegu börnum (því þetta er ofurmannlegt álag á börnin, sem eru jú börn með öllu því sem fylgir og fylgja ber)  að einn vin eigi þau, sem sendi hvern Engilinn á fætur öðrum til að styðja ykkur og aðstoða á marga lund, þó svo stundum virðist lítið ganga og byrgðarnar nánast óbærilegar.

Það er einn sem leggur sig undir hvern líma, sem á okkur er lagður. 

Það er Hæsti Höfuðsmiður Himins og Jarðar.

Börnin þekkja hann betur sem Jesú.

Bjarni

Bjarni Kjartansson, 27.9.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: Sigríður B Sigurðardóttir

Ég óska ykkur góðrar ferðar til London. Þú ert æðisleg að passa upp á ykkur hjónin líka . Vonandi fer að ganga betur hjá Þuríði

Sigríður B Sigurðardóttir, 27.9.2007 kl. 10:10

3 identicon

Alltaf sér maður nýja og nýja hlið á þessu RISAVAXNA verkefni sem þið eruð í og það er þetta óheyrilega magn af lyfjum sem Þuríður ykkar þarf að taka.

Það er greinilegat að þessi stúlka er ekkert "venjulegt" 5 ára barn enda ekki að fást við það sem "venjuleg" 5 ára börn eru að fást við.

Ég held reyndar að í þessari fjölskyldu sé enginn "venjulegur" þar eru allir öðruvísi og ótrúlega frábærir.

Það er ómögulegt annað en að sé super stór englahópur með ykkur þó svo okkur finnist að hann ætti bara að drífa í að lækna hana Þuríði litlu, svo hann þyrfti ekki að vera öllum stundum upptekinn við að halda ykkur á floti í gegn um stórstrauminn. En svona er að vera kröfuharður.

Sendi ykkur mínar allrabestu ferðaóskir um mikið knús og mikið gaman.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:31

4 identicon

Kæra Áslaug.  Njótið ferðarinnar og mikið segir þetta verkefni þitt um þig .  Maður hefði haldið að foreldrar ættu í nóg með sína fjölskyldu þegar barnið þeirra er svona mikið veikt.  Hjartað þitt er greinilega stórt og fullt af kærleik .  Vonandi tekst þér að finna styrktaraðila fyrir hinn drauminn þinn .  

Jóna (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:34

5 identicon

Elsku Áslaug,þú ert einstök,það verður ekki af þér tekið.En mig langaði bara að óska ykkur góðrar ferðar og njótið eins og hægt er.Ég bið þann algóða að vera með ykkur og bið um að Þuríði superhetju fari að líða betur.Hlakka til að heyra frá þér eftir heimkomu..knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 10:38

6 Smámynd: Oddný Sigurbergsdóttir

Góða ferð út og góða skemmtun. Mér finnst þetta framtak þitt æðislegt! Haldið áfram að rækta sambandið og knúsa hvort annað, þið eigið það skilið

Oddný Sigurbergsdóttir, 27.9.2007 kl. 10:57

7 identicon

Þið eruð alveg frábær

K (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:20

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Kvöldljóð Andreu heitir þessi fallega vögguvísa eftir Hákon Aðalsteinsson

Sem mér finnst passa einstaklega vel við ykkur Mæðgur.

Þetta er alveg ótrúlega fallegt ljóð.

Þú getur hlustað á það á síðunni minni en þar er það sungið af söngkonu að nafni Alda Sif frá Akureyri

Þögult yfir húmið hnígur,

Hrafninn upp í klettinn flýgur.

Þokan sér um lautir læðist,

Landið fyrir svefninn klæðir.

Sígur yfir myrkrið mjúka,

Mildir vindar fjöllin strjúka.

Hjá þér ein ég hlusta og vaki,

Horfinn dagur er að baki.

Dularfullt er draumalandið

Dagsins liðna amstri blandið,

Flytur þig með flugsins hraða

Fljótt á milli nýrra staða.

Inn í heima ævintýra,

Álfa dverga og furðudýra.

Hjá þér ein eg hlusta og vaki,

Horfinn dagur er að baki.

Ekki skal ég fara frá þér,

Fram til morguns sitja hjá þér.

Hlusta eftir hjartaslætti,

Hlusta eftir andardrætti.

Hér skal kertakjósið loga

Uns lýsa fer um sund og voga.

Hjá þér ein ég hlusta og vaki,

horfinn dagur er að baki.

Einar Bragi Bragason., 27.9.2007 kl. 11:22

9 identicon

Draumar eru til að láta þá rætast. Ég gerði mér markmiðalista í sumar og ég er strax farin að sjá árangur, markmiðin mín eru á leiðinni að nást eitt af öðru.  Markmiðin þín eru frábær og þau eru á leiðinni að nást. Mín tilfinning er sú að Þuríður er að ná bata og það er frábært. Ferðin til London er frábær gjöf til ykkar, foreldra þessara barna sem eru að berjast. Og þú ert frábær að koma þessu í kring.

Guð blessi ykkur öll sem eruð að  berjast á þessum harða velli með krabbameinssjúk börn.trú von og kærleikur Fríða

Fríða (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:31

10 identicon

Gangi ykkur vel í London :)

Elska líka þessa borg.

Bjó og starfaði lengi þar.

Og vona að Þuríði fari að líða betur.

Þetta er svo flott stúlka.

kv. Sólveig

Sólveig (ókunn) (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 11:55

11 Smámynd: SigrúnSveitó

SigrúnSveitó, 27.9.2007 kl. 12:35

12 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.9.2007 kl. 12:47

13 Smámynd: Ragnheiður

Elskulega Áslaug, ég er hálfléleg að kvitta en langaði að þakka þér fyrir knúsið :)

Við höfum verið að kveikja á kertum hérna fyrir hana og Hjalti minn spáir mikið í hvernig hún hefur það. Þegar ég sagði honum í gær að það væru heilmikið betri vonir nú en áður þá starði hann á mig, heillengi. Loksins þegar hann kom upp orði þá var hann kominn með gleðitár í augun, það var svo magnað að sjá framan í hann. Hann er sjálfur í hellings erfiðleikum en er að reyna að vinna sig framúr þeim. Hann hafði samt hjartapláss til að gleðjast með ykkur, kæra fjölskylda. Ég get bara ekki sagt þér hversu stolt ég var af þessum syni mínum í gær.

Mig langaði að segja þér þetta.

Knús á ykkur til baka. Má ég setja link á kertasíðuna hennar inn til mín með Himmaljósunum ?

Ragnheiður , 27.9.2007 kl. 13:54

14 identicon

Hvað er kærleikur ?

Kærleikur er, hvert góðverk sem þú vinnur.

Kærleikur, er hvert bros sem þú gefur.

Kærleikur, er að faðma þann sem grætur.

Kærleikur, er að hugga þann sem syrgir.

Kærleikur, er að gefa þeim sem þarfnast.

Kærleikur, er umhyggja fyrir öllu sem lifir.

Kærleikur, er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.

Kærleikur, er að lifa sáttur við sjálfan sig og aðra.

Kærleikur, er að dæma ekki.

Kærleikur, er ljósið sem býr í hjarta þínu.

Fallega fjölskylda. Þið sýnir kærleik á hverjum degi sem er á við heila þjóð.  Ef heimurinn væruð þið þá væri heimurinn fallegri og betri!!

Góða ferð út og njótið. 

Litla hetja stórt knús á þig, vertu áfram dugleg...svo ótrúlega dugleg að við sem fylgjumst með þér grátum stund og stund.  Við höldum áfrma að kveikja ljós, biðja bænir og senda þér fallega strauma!

með kærleik 4 barna mamman

4 barna mamman (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 13:58

15 identicon

Bara að láta vita að það er skítkalt í London í dag brrrrrrrrrrrrrr. 

Góða ferð og góða skemmtun  

Hrundski (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 14:33

16 identicon

Góða ferð til London frábæru hjón. kærleiksknús til litlu hetjunar.

Guðrún ( Boston ) (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:00

17 identicon

Ágæta fjölskylda

Fyrir 20 til 30 árum var jafnaldri minn (f 1946) með mein í höfðinu. Hann var talinn við dauðans dyr, ekki efast ég neitt um það og veikur var hann. En það tókst að vinna bug á meininu og hann hefur lifað góðu og innihaldsríku lífi fram á þennan dag. Fékk meira að segja heilablæðingu síðastliðið haust og hlaut skaða af. En minn maður er svo duglegur og jákvæður, hefur stundað gönguferðir og aðra hreyfingu og er núna orðinn mjög hress. Hann ferðast og hittir vini sína, er jákvæður og glaður og þakkar af alhug fyrir það sem hann hefur. Þetta er hetjusaga úr hversdeginum sem vert er að halda á lofti. Krabbameinsmeðferð var allt önnur á þessum árum og þjálfunarmál einnig. Guð blessi ykkurfríða

Fríða (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 15:36

18 identicon

Skemmtið ykkur alveg ofsalega vel.Guð geymið ykkur öll og styrkja ykkur og börnin ykkar,Kær kveðja Dee

Dolores Mary (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 16:29

19 identicon

Hjördís G (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 17:51

20 identicon

Góða ferð & skemmtun til London kæru hjón þið eigið það svo sannarlega skilið

Knús til ykkar allra

Sólveig Ásta, Kalli & dætur (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 21:50

21 Smámynd: Ásta María H Jensen

Guð geymi ykkur öll fallega fjölskylda

Ásta María H Jensen, 28.9.2007 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband