Leita í fréttum mbl.is

Frestun óskast

Væri alveg til í að fresta jólunum aðeins, er ekki alveg tilbúin.  Ég kemst ekki í jólaskap, er að reyna en finn ekki þennan fíling en er samt svo mikið að reyna.  Oddný Erla mín svo svakalega spennt að hálfa væri miklu meir en nóg en hin tvö kippa sér ekki mikið upp við þetta.  Þuríður Arna mín náttúrlega búin að vera hálfmeðvitundarlaus í rúmar tvær vikur en er öll að koma til en sýnir samt engan spenning kanski er ég að bíða eftir honum og vonandi kemur hann hjá henni.  Er að reyna ræða við hana um pakkana sem hún fær, góða matinn sem hún fær, hitta alla í fjölskyldunni en hún kippir sér ekkert upp við þetta og manni finnst það er svo erfitt.  Enda er kanski margt annað mikilvægara en allt þetta bara að henni fari að batna og líði sem best og það væri besta jólagjöfin. 

Hún byrjaði alltíeinu að borða í gærdag sem var æðislegt og er aðeins hressari en síðustu vikur sem er ennþá betra, erum að fara með hana í tjekk uppá spítala á morgun og vonandi er hún farin að þyngjast þó ég hafi litla trú á því bara að hún hafi ekkert lést svo það þurfi ekki að pína hana meira.  Hún er að sjálfsögðu ekki með mikla orku en hún er að koma, ég trúi ekki öðru.  Fór meira að segja í leikskólann í dag sem hún hefur ekkert gert mjööööög lengi og ég held að það hafi hresst hana aðeins meira.

Shit hvað þetta tekur á, hvað maður er máttlaus, sársaukinn er svo mikill, hjartað slær tífalt meira en venjulega, kvíðin verður ennþá meiri og hnúturinn í maganum ennþá stærri.  Ég hef aldrei verið jafn hrædd einsog ég hef verið síðustu daga, bwaaah!  Hnúturinn stækkar og stækkar.  Verð viðkvæmari með hverjum deginum, þarf lítið til.  Andskotans ljóti kúkalabbi.

Þuríður mín kvaldist dáltið í gær, hún fékk mjög slæman hausverk og grét af sársauka.  Fékk verkjastillandi og það dugði frameftir degi eða þanga til seinni partinn þá byrjaði sársaukinn aftur og aftur byrjaði hún að þjást og grét ennþá meira.  Þegar maður sér þessar kvalir hjá henni þá vitum við að hún finnur virkilega til því það þarf mikið til, hún þolir endalaust mikið. Andskotans!

Vorum að panta sveinka til að koma til okkar á Þorlák eða öll jarðhæðin hérna í sveitinni (í blokkinni minni) og ég veit að það mun slá í gegn.  Stuð stuð stuð!

Verð annars að nefna það en við vorum að skoða myndir frá jólaballi sem við fórum í á laugardaginn og þar var ein mynd af mér dansandi með krökkunum sem er kanski ekki frásögufærandi nema þegar við vorum að skoða myndina betur þá er rosalegur geislabaugur yfir mér á myndinni.  Vávh hvað þetta var sérstakt.  Þetta var engin skuggi á myndinni eða neitt svoleiðis það var bara einsog að það væri eitthvað yfir mér, mjög sérstakt.  Ég ætla ekki að setja þessa mynd inn hérna en ef einhverjum langar að sjá hana get ég sent hana, mjööööög sérstakt.

Púúúffh borðaði svo góðan kvöldmat er ennþá svo södd.  Anna Lilja vinkona mín kom og eldaði handa okkur þessa dýrindis Mexíkönskusúpu handa okkur, vávh hvað hún var góð(á meira að segja afgang fyrir okkur á morgun, ekki verra).  Slurp slurp.  En ég á svo svakalega góðar vinkonur sem koma annað slagið til okkar og elda dýrindis máltíðir handa okkur. 

Myndir frá jólaballinu á laugardaginn:

PC158220
Þuríður mín nýklippt og flott að knúsa sveinka sinn, mikið var hún glöð að hitta hann enda klikkaður sveinki sem var veltandi um öll gólf og Þuríður mín skellihló af honum eheh.

PC158229
Oddný Erla mín gaf sveinka koss fyrir nammipokann.

PC158163
Theodór minn var bara kúl á því með dudduna sína.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Hlýjar kveðjur til ykkar,frá okkur í Ártúnsholtinu,við kveikjum kertum á,og biðjum guð og guðsengla að umvefja ykkur ást og hlýju.ástarkveðjur.linda og fjölskylda.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.12.2007 kl. 22:25

2 identicon

Sæl Áslaug, endilega sendu mér myndina af þér, bið að heilsa í bili.

                            Kveðja Sóley (skb)

Sóley Indriða (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:31

3 identicon

Kæra Áslaug.Þið eruð öll gangandi kraftaverk.Bið um að myndin sérstaka sé góður fyrirboði um betri heilsu og líðan hjá ykkur.Ekki slæmt að geta bara sest við matarborðið og borðað kræsingar sem elskulegar vinkonur matreiða.Frábær börn og að sjálfsögðu foreldrar líka.Áfram Þuríður.Kveðja

Halldór Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:45

4 identicon

Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur og gefa ykkur GÓÐ og gleðileg jól.

Bestu jólin er að vera saman - skítt með allan fíling og þess háttar - jólin koma hvernig sem stendur á hjá okkur!! GLEÐILEG JÓL!!! 

Ása (ókunnug) (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:46

5 identicon

Elsku Áslaug,það væri nú æðilegt að fá senda myndina,ég hef nú altaf vitað að áran þín væri  áberandi fögur,svo gaman væri að sjá hana,elsku fjölskyldan öll, bið að allir allir verndarenglar vaki yfir ykkur, og gefi ykkur orku ,kraft,og jólagleði, og Þuríði fari að líða betur, svo ykkur líði beturKv.Hrönn.

Hrönn (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:57

6 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

æ hvap er gott að hún sé farin að borða og hressast á ný.  Ég er ekki hissað að það sé geislabaugur yfir þér.  Það hlýtur að vera engill sem vakir yfir ykkur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.12.2007 kl. 23:02

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Óttinn er vond tilfinning og heilsuspillandi. Reyndu eins og þú getur að vísa honum á dyr. Trú á bata er öflugasta lyf sem til er í veröldinni og það getur skipt svo miklu máli að hafa þá trú. Það er auðvitað erfitt að reka óttann á dyr, en þið verðið að reyna eins og þið getið kæru hjón. Ég er glöð að heyra að Þuríður er farin að borða meira og að hún fór í leikskólann. Bið Guð að blessa ykkur og gefa ykkur bjartsýni og trú. Fríða

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.12.2007 kl. 23:19

8 identicon

Svakalega gott að litla snúllan er farin að borða svolítið. Það er kannski ekkert skrítið þó hún sé ekki búin að sýna neina spenning. Hefur hún ekki einmitt oft verið svo veik í desember. Hún er bara ekki búin að læra inn á þennan jólaspenning eins og við hin. En það kemur sérstaklega ef hún nær að skynja hann í gegnum ykkur hin í fjölskyldunni. Reyndu af fremsta megni að brosa framan í lífið, og hrekja kvíðann burtu. Ekki láta hann alveg hafa yfirhöndina.

Ég trúi og bið fyrir að þið fáið yndisleg jól með börnunum ykkar. Þau eru algjört krútt. Enda foreldrarnir svakalega myndarlegir  Knús til ykkar allra.

P. S og ég hefði mjög gaman af að sjá myndina af þér ef þú vilt senda mér.

GunnaG (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 23:50

9 Smámynd: Helga Linnet

Auðvitað er geislabaugur yfir þér Áslaug mín.....við hverju bjóstu?? einhverju öðru?

Hefði verið gaman að sjá þessa mynd

Helga Linnet, 18.12.2007 kl. 00:04

10 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

ég er sannarlega EKKI hissa þó það hafi verið geislabaugur yfir þér Áslaug mín. Frábært að skotta litla skuli vera farin að nærast, vonandi nær hún sér þá á strik og getur fundið jólaspenningin og gleðina. Bið fyrir ykkur nú og ætíð

Ykkar Gunna 

Guðrún Jóhannesdóttir, 18.12.2007 kl. 00:18

11 identicon

Yndislegt að heyra að Þuríður litla borðar aftur, vildi að cyberknús gerðu eitthvað gagn við allri þessari vanlíðan ykkar en sendi þér helling samt, og ykkur öllum.

maríanna (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 04:14

12 identicon

Sæl Áslaug.  Ég dáist að þér og hef gert alla tíð síðan ég byrjaði að lesa bloggið þitt.  Mikið vildi ég óska þess að það væri eitthvað hægt að gera til að Þuríður þyrfti ekki að þjást svona.  En ég skil vel þetta með geislabauginn og væri svo sannarlega til í að sjá myndina hjá þér ef þú hefur tíma til að senda hana.  Sendi mínar innilegustu kveðjur til ykkar allra þarna í "sveitinni" og vona að Jólin verði ykkur sem allra best.  Ásdís

Ásdís Steingrímsdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 10:36

13 identicon

Kæra Áslaug, manni verður orðavant að lesa bloggið þitt. Óskandi að hún Þuríður litla hressist og geti notið jólanna, sem og þið öll.

Tekur á að vita af svona lítilli snúllu vera svona veik. Ekki annað hægt en að dást að þér fyrir að skrifa hérna inn.

Bið fyrir að jólahátíðin verði ykkur sem allra best og að þið getið notið hennar öll saman.

Sendi ykkur styrk og góða strauma.

Aðalheiður Hannesdóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:07

14 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég segi nú bara eins og einhver hér að ofan! Auðvitað er geislabaugur yfir þér!!! Guði sé lof að litla hnátan sé örlítið að braggast. Góðir hlutir gerast hægt, segir í einhverri merkri bók... eða hvort það er bara málsháttur!

Mig langar afskaplega að sjá mydnina, svona bara ef þú mátt vera að... :)

Innilegar batakveðjur úr vestrinu.

Ylfa Mist Helgadóttir, 18.12.2007 kl. 20:09

15 identicon

Það er greinilegt að einhver fylgi þér Áslaug og ykkur öll reyndar það er bara frábært.Vonandi fær Þuríður fullt af kraft fyrir jól og skemmtar sér í botn það væri indislegt,Þið eru öll frábær og guð viljandi fáið þið kraftaverk í jólagjöf.Guð verið með ykkur kær kveðja Dee

Dolores (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 20:56

16 identicon

Sæl  Áslaug.

Netfangið mitt er orvarsg@mi.is.

              Kv. Sóley

Sóley Ind (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:22

17 identicon

Sæl mín kæra, mikið er sárt að sjá hvernig þér líður þó svo ekki sé við öðru að búast. Ef fyrirbænir og hugsanir hafa áhrif þá hlítur að gerast eitthvað gott svo margir eru að hugsa til ykkar og biðja Guð um kraftaverk fyrir ykkur.

Þú hefðir átt að setja myndina á netið því okkur langar öll að sjá hana.

kær kveðja frá Sólveigu

Sólveig (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:51

18 identicon

SÆL elsku Áslaug mín. Ég fékk alveg stíng í hjartað við að lesa skrifin þín undanfarna daga því Þuríði hefur liðið svo ílla, það er ekki hægt að setja sig í ykkar spor þó maður reyni, ég kveikti á kertum fyrir ykkur öll .En það er gott að vita að henni líður ögn betur í dag og vonandi verður morgundagurinn betri og svo koll af kolli og þið getið átt GLEÐILEG JÓL öll saman. Mig langar mikið að sjá myndina af þér með geislabaugin ég veit að hún boðar gott. Myndirnar eru af gullmolunum ykkar eru flottar og takk fyrir hvað þú ert dugleg að skrifa og setja myndir hér inn og leyfa okkur að fylgjast með gang mála, ég skoða síðuna daglega þó að ég kvitti ekki alltaf. Guð gefi að að Þuríður fái góðan bata, ég kveiki oft á kærleikskerti fyrir ykkur öll  bæði á síðunni ykkar og hér heima þið eruð svo yndislegust.Bestu kveðjur til ykkar allra Birgitta

Birgitta Guðnadóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 22:58

19 identicon

Elsku Áslaug veistu það eru allir englar með geislabaug. Ég veit það er yfir ykkur mikil vermd og gaman að hún skuli byrtast svona táknrænt Auðvitað hressist Þuríður fyrir jólin ég held að ef þú ferð á undirbúa, bara í rólegheitunum því öllu má nú ofgera, þá kemur þetta því það þarf jú að vera tilbúið allt þetta jóló þegar Þuríður verður tilbúin

"ég kemst í hátíðar skap........." gangi ykkur vel  

sigga gulludóttir (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 23:10

20 identicon

Áslaug mín, þú ert æðisleg..

Bergrún Ósk (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 09:21

21 identicon

Mikið vona ég nú að jólaskapið fari að koma hjá ykkur...

Og þráin í hjarta mínu er heit um það að þið fáið góðar fréttir hjá lækninum.

Sendi jólaknús og kram til ykkar ;)

Med vanlig hilsen

Halla Rós

Halla Rós í DK (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nýjustu myndböndin

Þuríður í vaskbaði :)

Hinni rokk

Jólakveðjan 2010

Stóra leyndarmálið

Það vantar ekki taktana :)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband